Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1991 Kvikmynclahátíð Listahátiðar: * Stúlkan með eldspýtumar Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Úr mynd Aki Kaurismaki, Stúlkan með eldspýturnar. Stúlkan með eldspýturnar („Tul- itikkutehtaan tyttö”). Sýnd í Regnboganum. Leikstjórn og handrit: Aki Kaurismaki. Aðal- hlutverk: Kati Outinen, Elina Salo, Esko Nikkan. Finnland, 1989. 70. mín. Sænskur texti. Fremsti leikstjóri Finna, Aki Kaurismaki, er kvikmyndaskáld þeirra sem undir verða í lífínu. Hann filmar af stakri prýði og oft með góðum húmor örlög þeirra sem minnst eiga og minnst mega sín, vesæld þeirra og einmannaleika. Hann er snjall að fínna sögum sínum umhverfi við hæfí, niðurdrep- andi og niðurnídd hverfí, hálfónýta leiguhjalla sem endurspegla sálar- ástand persónanna. Og hann er snjall að nota myndavélina til að segja sögu í stað orðaflaums ta- landi hausa í nærmynd. Allt smellur þetta saman í mynd hans um vesælustu stúlkukind á jarðríki. Nema húmorinn er mikið til fjarri. Stúlkan með eldspýtumar, nafnið minnir réttilega á eymdar- sögu H.C. Andersens, er einkar myrk og óvægin saga um vesælasta lítilmagna veraldarinnar, bláfátæka stúlku sem þrælar í eldspýtnaverk- smiðju, býr í greni hjá drykkfelldum foreldrum sínum, sem hirða kaupið af henni, situr alltaf ein á bekknum á böllum þegar búið er að bjóða öllum hinum stúlkunum upp og er sorgleg eymdin uppmáluð í lífi og starfi. En eins og í fallegu æfintýrunum dreymir Öskubusku um prinsinn fagra og þegar uppalegur kaup- sýslumaður tekur hana á löpp glæðast vonir um ást og betra líf. Ekki lengi þó. Uppinn barnar hana og skipar henni að losa sig við fóstr- ið og lítur ekki við henni meira. Foreldrarnir kalla hana hóru og reka að heiman. En hefndin, köld og samviskulaus, er hennar. Það eru færri setningar í mynd- inni en Arnold Schwarzenegger hreytir útúr sér í hasarmyndum. Allt sem segja þarf er sagt með myndavéiinni. Frásögnin liggur í döpru, vansælu andliti stúlkunnar, sem birtir yfír um tíma en verður svo aftur dautt, í grámyglulegri íbúð foreldra hennar, í hávaðasömu færibandavinnunni, allstaðar sem hún fer liggur sami drunginn yfír vötnunum. Nema í uppaíbúðinni, konungshöllinni uppljómaðri, sem hún á reyndar aldrei eftir að búa í. Kaffi og sígarettur A undan Kaurismakimyndinni var sýnd stuttmynd eftir andlegan leiðtoga undirmálsmyndanna, Jim Jarmusch. Hún heitir Kaffi og sígarettur og er um tvíbura, strák og stelpu, sem sitja við kaffiborð á ódýrri kaffístofu í Mempis og reykja sígarettur og drekka kaffi. Ekkert gerist nema þjónninn kemur og sest hjá þeim og fer að segja þeim frá kónginum Elvis og hvernig allt sem hann gerði slæmt hafí örugg- lega verið gert af tvíburabróður hans, Garon, sem ekki dó við fæð- ingu, heldur þvert á móti var oft staðgengill kóngsins. Dásamlegur hversdagsleiki í Memphis. Lögmál lostans Lögmál lostans („La ley del deseo”). Sýnd á kvikmyndahátíð í Regnboganum. Leikstjórn og handrit: Petro Almodóvar. Aðal- hlutverk: Eusebio Poncela, Carmen Maura, Antoinio Bande- ras, Miquel Molina. Spánn. 101 mín. 1987. Enskur texti. Það er vel viðeigandi að sýna eina af eldri myndum spænska leik- stjórans Petro Almodóvars á Kvik- myndahátíð Listahátíðar því eftir allt þá var það á henni sem íslend- ingar uppgötvuðu manninn. Það var árið 1987 þegar Matador var sýnd. Síðan hafa hans nýjustu myndir verið sýndar hér við góðan orðstír. Lögmál lostans er frá 1987 og er varla fyrir viðkvæmar sálir. I henni gerir Almodóvar flóknum ástarmálum samkynhneigðra karl- manna skil á sinn svartkómíska hátt í biand við alvörugefni og harmræn endalok. Allur tepruskap- ur er honum víðsfjarri. Hann segir sína sögu af hommum með öllu sem fylgir og þ. á m. tabúi kvikmynd- anna, samförum karlmanna, djúp- um kossum þeirra og nekt. Vinsældir Amodóvars í heima- landi sínu og víða um heim eru ekki síst tilkomnar af því hann er óragur að takast á við bannhelgina, gera hana eðlilegan hluta af til- verunni og sýna í skoplegu ljósi. í Lögmálum lostans skiptist á gleði og harmur, ást og hatur og afbrýði- semi, heitar og miklar tilfínningar í fyndinni og skemmtilegri en líka sorglegri úttekt á veröld samkyn- hneigðra. Myndin segir af kvikmyndaleik- stjóra erótískra mynda. Hann er um miðjan aldur en þegar myndin hefst er ungur ástmaður hans að yfírgefa hann og nýr að taka við hlutverkinu. Bróðir leikstjórans er einnig systir hans og aðalleikkona, kynskiptingur sem leikkonan Carm- en Maura leikur af unaðslegum sköpunarmætti. Hún elur upp dótt- ur vinkonu sinnar, sem fundið hefur sér karlmann að búa með. Þegar nýi ástmaðurinn kemst að því að fyrirrennari hans hefur ekki slitið öll tengsl tekur afbrýðisemin völdin. Almodóvar setur allt þetta saman eins og vel skóiaður óperuhöfundur ef ekki sápuóperusmiður. Sagan tekur ýmsar óvæntar stefnur líkt og Almodóvar semji framhaldið eft- ir því sem myndin rúllar áfram, alltaf opinskár og erótískur. Leikur- inn er allur mjög góður. Áður hefur verið minnst á Maura, sem geislar í hlutverki kynskiptingsins, hör- undsár og viðkvæm fyrir tilveru sinni. Antoinio Banderas er líka frábær sem elskhuginn ungi og afbrýðisami, skapheitur og örvingl- aður af ást. Sá eini sem er heldur litlaus er kvikmyndaleikstjórinn, leikinn af Eusebio Poncela. Heljarþröm Heljarþröm („Hors la vie”). Sýnd á kvikmyndahátíð í Regnbogan- um. Leikstjóri: Maroun Bagdadi. Handrit: Bagdadi, Didier Decoin, Elias Khoury. Aðalhlutverk: Hippolyte Girardot, Rafic Ali Ahmad, Hussein Soeity. Frakk- land. 1991.97. mín. Enskur texti. Franska bíómyndin Heljarþröm eða „Hors la vie” kemur hingað á kvikmyndahátíð á sama tíma og hreyfíng hefur komist á lausn gísla- málsins í Beirút en myndin segir einmitt frá ráni á frönskum frétta- ljósmyndara í Beirút og þjáningu hans í höndum mannræningja í borginni. Myndin lýsir því nákvæmlega og af óþyrmilegu raunsæi hvernig og hvað það er að vera í haldi mann- ræningja í Líbanon. Þótt auðvitað sé aidrei hægt að gera tæmandi skil einangruninni, óttanum og barsmíðinni, færir Heljarþröm okk- ur á áhrifaríkan hátt og óvæginn inn í þann heim sem leynist á bak við gíslafréttimar frá Béirút. Frásögnin er málamiðlunarlaus eins og efnið sjálft, harkaleg og grimm og það fegrar ekki útlitið að myndin er tekin í sundurtættri og gereyðilagðri Beirút sjálfri. Ljós- myndaranum Patrick Perrault er rænt á götu úti einn daginn, ekið er með hann í fjarlægan borgar- hluta, fötin tekin af honum en hann settur í náttföt og hent inn í her- bergi. Allan tímann er hann með bundið fyrir augun. Einu skiptin sem hann má opna augun er þegar hann er einn í klefa sínum. Um leið og honum er rænt miss- ir hann allt tímaskyn og áhorfand- inn sömuleiðis. Dagar, nætur, vik- ur, mánuðir renna saman í eitt. Jólin er ljósmynd af konunni hans sem mannræningjarnir hafa fundið í íbúðinni hans og renna undir hurð- ina að fangaklefanum. Hann veit ekki af hverju honum var rænt, hve lengi þeir ætla að halda honum, hvort þeir drepi hann. Ræningjarnir halda uppi stöðugum blekkingum. Verstir eru þó flutningarnir frá ein- um stað til annars. Þeir ætla að ganga af honum dauðum. Einu sinni er hann vafinn í límband frá toppi til táar og stungið undir sendi- ferðabíl. Maður vill sjálfur grípa eftir lofti í þeirri senu. Af hveiju var honum rænt? Það er gefið í skyn að forsprakki ræningjanna eigi bróður sem situr inni í Frakk- landi fyrir eiturlyflasmygl og hann vill_ fá hann lausan. í gegnum alla þessa raun kemst gíslinn í einskonar samband við ræningja sína, samband fangans sem veit að hann er algerlega upp á náð og miskunn fangavarða sinna kominn. Þeir eru réttir og sléttir fjölskyldumenn flestir, ganga með börnin sín í skóla og undir lokin er gíslinn geymdur læstur inni á heim- ili forsprakkans í viðurvist eigin- konu og barns. Þótt myndin sé fyrst og fremst grimmileg lýsing á gísla- töku er hún í leiðinni um fáránleika ástandsins í Beirút og afskræmingu mannlífsins þar. Stingnr dauðans Stingur dauðans („Shi no togé”). Sýnd í Regnboganum. Leikstjórn og handrit: Kohei Oguri. Aðal- hlutverk: Ittoku Kishibe, Keiko Matsuzaka. Japan. 1990. 115. mín. Enskur texti. Getur hjónabandið lifað af fram- hjáhald? Eða bíður það óbætanlegt tjón þegar komist hefur upp um ótryggðina? Bíður hjónanna aðeins glötun? Viðhorf til framhjáhalds á Vesturlöndum er léttúðugt í saman- burði við þau miklu áhrif sem það hefur á hjónin sem japanska mynd- in Stingur dauðans eftir Kohei Og- uri segir frá. Hnignun og dauði hjónabandsins blasir við eftir að eiginkona kemst að því að eigin- maðurinn hefur átt viðhald um tíma. Hliðarspor eiginmannsins reynist sannarlega afdrifaríkt. Allt sem myndin lýsir er bein afleiðing þess. Hún byggir nær eingöngu á þeirra samskiptum og samræðum og lýsir örvæntingu konunnar í fyrstu og reiði, síðan sektarkennd mannsins og sátt hennar. En svo byijar allt upp á nýtt þegar eiginkonan sér viðhaldið tilsýndar og enn tekur sálarangistin við sem stefnir þeim hjónum hægt og bítandi í geðsýki. Sögutíminn er árin eftir seinna stríði, sögustaður er þorp úti á landi. Leikstjórinn, Kohei Oguri, hefur sagt að hann noti hjónaband- ið til að endurspegla þjóðarvitund Japana eftir stríð. Víst er að hér er viðfangsefnið Japan fortíðarinn- ar en aðaláherslan virðist á stöðu hinnar trúu eiginkonu, sem gefur eiginmanni sínum líkama og sál við giftinguna, þjónar honum dygg og sönn og fórnar sér algerlega en finnur svo niðurlæginguna þegar eiginmaðurinn brýtur á hjúskap þeirra. Hin sálrænu átök eru ansi mögn- uð í meðförum aðalleikaranna og þótt efnið sé að sönnu íjarlægt er það að sama skapi athyglisvert og á raunar erindi allstaðar á öllum tímum. En Oguri gerir einkar mikl- ar kröfur til áhorfenda því frásögn- in er lúshæg og langdregin og því langt í frá allra. Myndatakan bætir það upp, oft gullfalleg og birtan töfrandi. Blomberq c ÞYSKAR 'VERÐLAUNA VÉLAR ! Blomberg þvottavélarnar hlutu hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Við bjóðum nú gerð WA-230 með kostum, sem skapa henni sér- stöðu: * Tölvustýrður mótor * yfirúðun * alsjálfvirk magnstilling á vatni * umhverfisvænt sparnaðarkerfi. Verð aðeins kr. 69.255 stgr. Aðrar gerðir frá kr. 58.615 stgr. Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 KULDASTIGVEL MJÚKIR OG HLÝIR VETRARSKÓR MEÐ LOÐFÓÐRI ST&RÐIR: 37-41 VERD: 7.490 Kr.- LITIR: SVART OG BRÚNT skúVEitzum mmm 62,4590 ÍLAUGAVEGI95 SKOR A ALLA FJÓLSKYLDUNA...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.