Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR'8. OKTÓBER 1991 HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í BRIDS íslendingarnir Þorlákur Jónsson, Björn Eysteinsson, Örn Arnþórsson og Guðmundur Páll Arnarson bera saman bækur sínar á heimsmeist- aramótinu í brids. Björn fyrirliði er greinilega ánægður með stöðuna, en Svíarnir Sven Aake Bjerregard og Tommy Gullberg, sem silja lengst til hægri, eru heldur þyngri á brúnina. Þetta var alveg hræði- lega erfiður leikur - stundi Jón Baldursson eftir 64 af 96 spilum Yokohama, Japan. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÍSLENSKA landsliðið hafði 38 keppnisstiga forustu á það sænska þegar 64 af 96 spilum var lokið í undanúrslitaleik heimsmeistara- mótsins í brids. Islensku spilararnir hafa haldið uppteknum hætti og spilað brids eins og best gerist í heiminum. „Hræðilega var þetta erfiður leikur,” sagði Jón Baldursson þegar hann og Aðalsteinn Jörgensen komu út úr lokaða salnum eftir að hafa spilað öll 64 spil mánudags- ins. Það gerðu Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson einn- ig, en Bjöm Eysteinsson fyrirliði hefur látið yngri mennina spila meira en Guðlaug R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson eftir að í úrslita- keppnina var komið. Leikir íslenskra og sænskra bridslandsliða hafa yfirleitt verið jafnir og spennandi og þessi er eng- in undantekning frá þeirri reglu. íslendingarnir byrjuðu ekki vel í leiknum. Jón og Aðalsteinn misstu slemm'u í fyrsta spili og skömmu síðar misstu þeir aðra slemmu. En Guðmundur og Þorlákur bættu það upp með slemmu, sem Guðmundur vann á þvingun og náðu að minnka muninn. Staðan eftir fyrstu 16 spila lotuna var 40—25 fyrir Svía. En í næstu lotu sneru íslendingarnir við blaðinu, skoruðu 38 stig gegn 24 og komust yfír, 64—63. Það voru aðallega Björn Fallenius og Mats Nilsland, sem fóru illa út úr við- skiptum sínum við Jón og Aðal- stein. Þeir lentu til dæmis í 5 grönd- um fyrir misskilning þar sem Jón og Aðalsteinn tóku 7 fyrstu slagina en Guðmundur og Þorlákur unnu 5 tígla á sömu spil. Þá sýndu íslend- ingamir yfirburði sína í þessu spili: ■ ÞRÁTT fyrir að í leikjum ís- lendinga og Svía sé jafnan hart barist eru spilararnir góðir kunn- ingjar og hafa töluverð samskipti utan bridsborðsins. Þannig mátti sjá fyrirliðana Björn Eysteinsson og Svante Ryman skeggræða um spilin í undanúrslitaleiknum þegar ..þau komu á sýningartöfluna— ... N/Enginn. Norður 49 V 8652 ♦ DG632 4ÁD4 Austur 4K654 • VG3 ♦ ÁK754 4108 Suður 410873 ▼ ÁKD974 ♦ 8 492 Vestur Norður Austur Suður Guðm. Bjerreg. Þorlákur Morath Pass 1 tígull 3 hjörtu Dobl Dobl 5 hjörtu Pass Pass Vestur Norður Austur Suður Nilsland Jón Fallenius Aðalst. Pass 1 spaði 3 hjörtu Dobl ‘ 5 hjörtu Dobl a. pass Báðir norðurspilararnir stukku í 5 hjörtu eftir hindrunarsögn félaga síns, þar sem þeir bjuggust við að AV ættu geim í spilinu. Við annað borðið spilaði Nilsland út spaðaás og skipti yfír í tígultíu sem austur tók með kóng. Austur. skipti yfír í tromp en það var of seint. Aðal- steinn víxltrompaði spaða og tígul, svínaði síðan fyrir laufdrottningu og fékk 11 slagi, 650. Við hitt borð- ið spilaði Guðmundur Páll einfald- lega út trompi, eins og oftast er rétt að gera eftir sagnir sem þess- ar. Þegar Þorlákur komst inn spil- aði hann aftur trompi og nú gat sagnhafí ekki fengið nema 10 slagi. 100 til íslands og 13 stig. Islenska liðið vann báðar 16 spila loturnar sem eftir voru á mánudag. Þá fyrri 28—10 og þá síðari 46—23. Staðan var því 137—99. Það þykir merki um góða spilamennsku ef lið gefur ekki út meira en tvö stig að meðaltali í spili. Af því sést að ís- lendingarnir hafa verið að spila sér- lega vel, en það sænska er rétt yfír þessari viðmiðun. Þetta sænska lið er það sama og vann silfurverð- laun á Evrópumótinu í Killarpey í sumar, skipað þeim Pio Sundelin, Tommy Gullberg, Sven-Aake Bjerrgard og Anders Morath auk Fallenius og Nilsland. ísland komst auðveldlega áfram í undanúrslitum með því að vinna B-lið Bandaríkjanna með yfirburð- um, 271 stigi gegn 184. íslenska liðið tók forystuna þegar í upphafí- og hleypti Bandaríkjamönnunum aldrei nálægt sér. „Þeir spiluðu ein- föld sagnkerfi sem við þekkjum vel og okkur leið vel við spilaborðið,” sagði Þorlákur Jónsson um leikinn við Bandaríkin. Þorlákur sagði að íslenska liðið hefði spilað þokkalega vel og einkum haft yfírhöndina í sagnbaráttustöðum. En Hugh Ross, fyrirliði Banda- ríkjamannanna, var ekki eins lít- illátur og Þoriákur þegar hann var spurður um leikinn. „íslendingarnir spiluðu einstaklega - vel. Þeir voru sérstaklega erfíðir ef við teygðum okkur um of í sögnum og refsuðu okkur þá oft harkalega. Þeir sýndu mikla nákvæmni í sagnbaráttu og úrspilamennska þeirra var frábær. Spili íslendingamir svona það sem eftir er mótsins hljóta þeir að eiga góða möguleika á að vinna það,” sagði Ross. Ross hefur ef til vill haft þetta spil í huga: Norður 4ÁD43 4ÁKG8 ♦ Á Vestur 4D742 Austur 49 4G852 ▼ D10763 ▼ 92 ♦ D10732 ♦ KG65 4 K6 Suður 4 G95 4 K1076 ▼ 54 ♦ 984 4Á1083 Bæði Guðmundur Páll og Steve Weinstein spiluðu 6 spaða í suður. Jón spilaði út- trompi gegn Wein- stein sem hleypti því heim á tíuna, tók ás og kóng í hjarta og tromp- aði hjarta. Þetta var ekki besta leið- in í spilinu og nú missti Weinstein vald á því. Hann gaf á endanum slagi á tromp og lauf og fór einn niður. Við hitt borðið opnaði Þorlákur á 1 laufí í norður, Guðmundur sagði 1 spaða og Ferro kom inn á einu grandi, sem sýndi hjarta og tígul og veik spil. Hann spilaði síðan út tígli gegn 6 spöðum sem Guðmund- ur tók á ásinn. Hann tók ÁD í spaða ■ ÍSLENSKA liðið lét búa til boli sem á stendur stórum stöfum „Bridge Yokohama” áður en það hélt til Yokohama. Þegar íslendingarnir skarta þessum bolum vekja þeir mikla athygli og fjöldi fólks hefur spurst fyrir um hvar væri hægt að kaupa svona flíkur. Ef til vill er þarna ný útflutningsvara á ferðinni. ■ GUÐMUNDUR Arnarson spil- aði út ás gegn slemmu sem Svíarn- ir fóru í og spilaði litnum áfram í þeirri von .að gefa Þorláki stungu. „Hann verður nú að eiga tromp til þess,” sagði Sven-Áke Bjerreg- ard stríðnislega um leið og hann lagði upp. Hann og blindur voru nefnilega saman með öll trompin þrettán. ■ AÐALSTEINN Jörgensen og Jón Baldursson fengu hæstu skor íslensku paranna þegar spilin í undankeppninni voru reiknuð út í tvímenning og þeir spiluðu einnig flest spilin. Öll íslensku pörin voru fyrir ofan meðalskor en vegna ruglings í útreikningi var ekki ljóst hve skor þeirra var há. Hins vegar fengu Svíamir Morath og Bjerreg- ard langhæstu skor í heildina og Bretamir Kirby og Armstrong komu næstir. ■ EFTIR undankeppnina hófst sérstakt tvímenningsmót, Yoko- hama Cup, fycir- þá- spilara sem Vestur 4ÁDG2 ▼ 10 ♦ 109 4 KG7653 4B44 w og spilaði laufi á tíuna og kóng vesturs. Vestur spilaði hjarta og Guðmundur stakk upp ás, svínaði spaðatíunni og trompaði tígul með síðasta trompinu í borði. Loks spil- aði hann laufi á ásinn, tók síðasta trompið af austri og svínaði hjarta- gosanum til að landa slemmunni. Þarna spilaði Guðmundur eins og hann sæi öll spilin sem vestur hafði reyndar sýnt honum með tilgang- slítilli innákomunni. Hinir fjórðungsúrslitaleikirnir voru mjög spennandi. Leikur Brasil- íu og Á-sveitar Bandaríkjanna var hnífjafn frá upphafi til enda þar sem bæði liðin skiptust á um að hafa forystuna. Fyrir síðasta spilið höfðu Bandaríkjamenn 5 stiga forystu. í þessu síðasta spili fóru Bandaríkja- mennirnir við annað borðið í 4 hjörtu, fengu á sig dobl þegar trompið lá illa og töpuðu 500, eins og raunar flest önnur pör með sömu spil. En við hitt borðið voru Meckst- roth og Rodwell samir við sig í sagnhörkunni og voru komnir í 4 spaða á hin spilin áður en andstæð- ingarnir vissu af. Sá samningur var vonlaus og Bandaríkin töpuðu 13 stigum, og leiknum, á spilinu. Pól- land vann Evrópumeistara Breta örugglega þótt Bretarnir hefðu yfir eftir 32 spil. Svíþjóð vann Argent- ínu eftir frekar jafnan leik. í kvenn- aflokki unnu báðar bandarísku sveitirnar sína Ieiki sem og lið Austurríkis og Kína. í öðrum undanúrslitaleikjum er staðan sú að Brasilíumenn hafa skorað 162 stig gegn 139 stigum Pólverja; síðasta 16 spila lotan fór 75—4 fyrir Brasilíu. í kvennaflokki leiðir B-sveit Bandaríkjanna gegn A-sveitinni, 167—106 og Austurríki hefur skorað 155 stig gegn 137 stigum kínvereku stúlknanna. Síðustu 32 spilin í undanúrslitun- um verða spiluð í dag og hefst spila- mennskan klukkan 11.30 að staðar- tíma, eða um klukkan 2.30 aðfara- nótt þriðjudags að íslenskum tíma. Leiknum lýkur um klukkan 17 eða klukkan 8 á þriðjudagsmorgni að íslenskum tíma. Liðin sem vinna spila 160 spila úrslitaleik á miðviku- dag, fimmtudag og föstudag, en liðin sem tapa spila 64 spila leik á miðvikudag um 3. sætið á mótinu. ekki komust áfram og aðra sem áhuga höfðu. Helgi Jóhannsson og Guðmundur Sv. Hermannsson taka þátt í mótinu og eftir 12 umferðir af 16 voru þeir í 8. sæti af um 100 pörum. Þrátt fyrir það hefur þeim gengið erfiðleika að einbeita sér að spilamennskunni þar sem athyglin beinist öll að keppninni um Bermuda-skálina. ■ RITSTJÓRN mótsblaðsins spáði í fjórðungsúrslitaleikina og undanúrslitaleikina. íslandi var spáð sigri gegn Bandaríkjamönn- um,_ og það gekk eftir. Leikur Svía og íslendinga var talinn geta orðið stórskemmtilegur. „Bæði lið eru í góðu formi og framsækin. Svíþjóð hlýtur að vera sigurstranglegra vegna reynslu spilaranna, sem gæti ráðið úrslitum. En ef Svíarnir spila ekki eins og þeir geta best, verður meiri gleði hjá íslendingun- um sem gætu auðveldlega komið á óvart,” segir þar. ■ HENRY Francis, ritstjóri mótsblaðsins, fór á stúfana í gær að afla upplýsinga um íslensku spilarana sem eru lítið þekktir á alþjóðlegum vettvangi. „Það er kominn tími til að íslendingarnir komist í mótsblaðið. Þeir þui-ftu aðeins að vinna riðlakeppnina og einn fjórðungsúrslitaleik,” sagði Francis og glotfi skömmustulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.