Morgunblaðið - 30.10.1991, Síða 33

Morgunblaðið - 30.10.1991, Síða 33
MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUUAGUI130. OKTÓBER 1991 33 I I s s i i s i i i ættið einnig til húsa. Það voru því margir, sem lögðu leið sína þangað, bæði í erindum við embættið og til að heilsa upp á sýslumannshjónin. Þá var fjölmennt frændalið, sem kom ævinlega við hjá þeim Sigrúnu og Hjálmari, þegar farið var inn á Seyð- isfjörð, en það var oft. Það var því ákaflega mikill gestagangur á heim- ilinu, nánast látlaus straumur, og oft næturgestir. Þau hjónin voru samhent og miklir gestgjafar. Mér er það óskiljanlegt, hvernig Sigrún komst yfir að stjórna stóru heimili ásamt öllum gestaganginum. En all- ir voru velkomnir, andrúmsloftið óþvingað og létt yfir öllu. Þau Sigrún og Hjálmar eignuðust fjögur börn. Elst er Björg, gift Reim- ari Charlessyni, framkvæmdastjóra, þá Helgi, arkitekt, kvæntur Maríu Andreu Hreinsdóttur, Vilhjálmur, arkitekt, kvæntur Borghildi Öskars- dóttur, og Lárus, ókvæntur. Þann 1. janúar 1930 var Hjálmar ráðinn bæjarstjóri á Seyðisfirði og gegndi hann því starfí um sex ára skeið. Þá var heimskreppan í al- gleymingi og því mjög erfíðir tímar. Rækti Hjálmar starf sitt með þeim hætti að hann hlaut allra manna traust. Vorið 1936 var Hjálmar skip- aður sýslumaður Rangárvallasýslu. Bjuggu þau Sigrún stórbúi í Gunn- arsholti rúmt ár, en á miðju ári 1937 var hann skipaður sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfírði. Fluttu þau því enn aust- ur á land og nú til langdvalar. Seyð- fírðingar fengu Hjálmar til að taka að sér bæjarstjórastarfíð á Seyðis- fírði, jafnhliða sýslumannsembætt- inu. Varð hann á ný bæjarstjóri frá marsmánuði 1938 og gegndi því starfí rúmlega ár. Þetta sýnir hve mikið traust sveitungar hans báru til hans. Hjálmar var vinsæll og vel látinn sýslumaður, réttsýnn, mjög reglusamur og naut almenns trausts, enda hefur mér verið sagt, að emb- ættið hafi verið óvenjulega vel rekið. A þessum árum var Hjálmar öðru hvoru veikur og lá stundum langar sjúkralegur. Það mun hafa ráðið nokkru um, að hann lét af embætti eftir 16 ára dygga þjónustu og flutti til Reykjavíkur, þar sem hann hafði aðgang að sérfræðingum. En 1. febrúar 1953 var hann ráðinn skrif- stofustjóri (seinna nefnt ráðuneytis- stjóri) í félagsmálaráðuneytinu og skipaður ráðuneytisstjóri 6. janúar 1970. Hjálmar gegndi því raunveru- lega starfí ráðuneytisstjóra í félags- málum um 20 ára skeið, en á miðju ári 1973 fékk hann lausn frá emb- ætti að eigin ósk. Á árinu 1970 veitti hann einnig heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu forstöðu. Hjálmar naut óvenjumikils trausts í embætti, ekki síst allra ráðherra, sem hann starfaði fyrir. Hann var vandvirkur og ráðvandur, kynnti sér vel þau mál, sem hann fékkst við, skipulagði starf sitt, hélt sér við efn- ið og hafði jafnan hreint borð. Hjálmar vann mjög að samningu margra grundvallarlaga um félags- mál. Hann var t.d. formaður í nefnd- um til endurskoðunar almanna- tryggingalaga á tímabilinu 1954— 1970, formaður nefndar, sem samdi frumvarp til laga um atvinnuleysis- tryggingar 1955—1956, formaður í nefndum, sem endurskoðuðu sveit- arstjórnarlögin, formaður nefndar um sameiningu sveitarfélaga, for- maður nefnda, sem sömdu frumvörp um 40 stunda vinnuviku, alhliða vinnuvernd og launajöfnun, formað- ur nefndar til endurskoðunar laga um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Öll þessi störf vann Hjálmar af mik- illi samviskusemi og vandvirkni. Hann var án efa einn af fremstu sérfræðingum þjóðarinnar í félags- málalöggjöf og átti ríkan þátt í að móta íslenskan rétt um félagsmál. Hjálmar var formaður stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs í 22 ár. Hann lagði áherslu á að ávaxta fé sjóðsins til uppbyggingar atvinnu- lífsins. Hann var mjög laginn að laða menn til samstarfs, en þarna gætti ólíkra sjónarmiða. Lagði hann mikla vinnu í að samræma sjónarm- ið stjómarmanna, enda vom öll mál samþykkt samhljóða að lokum. Yfír 20 ár sat Hjálmar í stjórn íslenzkrar endurtryggingar. Hann var svo for- maður Styrktarfélags vangefinna frá stofnun félagsins árið 1958 til 1975. Þessi félagsskapur stóð að hreinni byltingu í málefnum vangef- inna og lagði grundvöll að því þjóð- þrifa- og mannúðarstarfi, sem unnið er í þessum málum. Sem formaður vann Hjálmar skipulega eins og venja hans var, og fylgdi fast eftir samþykktum stjórnarinnar. Hjálmar vann mjög umfangsmikil störf sem formaður stjórnarinnar. Þá sat hann í stjórn hússjóðs Öryrkjabandalags- ins frá upphafi í samtals rúmlega 20 ár. Hjálmar fékkst talsvart við rit- störf og skrifaði ritgerðir og greinar um lögfræðileg efni, sögu og lands- mál. Hann var mikill áhugamaður um setningu nýrrar stjómarskrár fyrir lýðveldið og skrifaði um þau mál, sérstaklega fýrr á árum, þegar hann stóð að útgáfu Gerpis, mánað- arrits fjórðungsþings Austfírðinga, sem var merkilegt rit. Hann sat í milliþinganefnd um stjórnarskrá 1945. Þá skrifaði hann m.a. gagn- merkt heimildarrit um hernámsárin á Seyðisfirði, um Manntalsþing o.m.fl. Þegar þau hjón fluttu suður festu þau kaup á íbúð að Drápuhlíð 7 í Reykjavík, og bjuggu þar lengst af, en nú seinustu árin í íbúðabyggingu fyrir aldraða að Bólstaðarhlíð 41. Þótt húsakynni væru ólík þeim sem var á Seyðisfirði, var sama reisn og myndarskapur yfír heimilinu. Hjálmar frændi minn var hár maður vexti, fríður og fyrirmannleg- ur, glaðlyndur og glettinn, og heiðar- legur fram í fíngurgóma. Hann var vanafastur og heimakær, enda ekki í kot vísað. Mikill starfsmaður og embættismaður. Hann var áhuga- maður um íþróttir, stundaði göngu- ferðir, nokkuð laxveiðar og golf á efri árum. Náði hann t.d. ágætum árangri í golfíþróttinni af svo full- orðnum manni. En ekki má gleyma þeirri íþrótt, sem hann hafði hvað mesta ánægju af, en það er skák- íþróttin. Hann var ágætur skákmað- ur, og marga glímuna höfum við frændur háð við skákborðið í yfír 40 ár. Þá var hann og ágætur brids- maður. Hjálmar var alla tíð framsóknar- maður og áhugasamur um lands- mál, mikill samvinnumaður, en sjálf- stæður í skoðunum, gagnýninn og rökfastur. Mér er kunnugt um að hann átti kost á þingmennsku, ef hann hefði kært sig um það. Það var Hjálmari mikil hugsjón að sjá landsbyggðina þróast jöfnum höndum. Hann taldi nauðsynlegt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að hlúa að byggðinni, þótt veija yrði nokkrum fjármunum til þess. Það væri sjálfstæðismál fullvalda þjóðar. Þau Hjálmar og Sigrún voru ham- ingjurík í hjónabandi og sinnar eigin gæfu smiðir. Þau voru vinsæl og virt af öllum vinum, ættingjum og samferðamönnum. Við sem höfum verið meira og minna heimagangar á heimili þeirra um áratugi eigum ekki orð til að þakka gestrisni og góðvild. Það voru jafnan gleði- og hamingjustundir. Segja má, að heilsa Hjálmars hafi verið nokkuð góð, þar til halla tók undan fæti seinustu árin. Þakk- aði hann það m.a. golfíþróttinni. Hann hafði fótavist, þótt ellin sækti að hægt og bítandi. Hins vegar bar hann sína erfiðleika með karl- mennsku og kvartaði ekki. Hann var andlega mjög ern til hinstu stundar og aldrei brást hans frábæra minni. Hann fylgdist af áhuga með öllu, þótt sjónin væri orðin léleg. Viku áður en hann lést ræddum við sam- an um stjómmál og þau önnur mál, sem efst voru á baugi. Athugasemd- ir hans voru skarplegar og spurning- arnar markvissar. Hann hafði miklar áhyggjur af skuldum ríkissjóðs og þjóðarinnar út á við. í seinni tíð snerist þó umræðan gjarnan um æsku- og unglingsárin og átthagana fyrir austan. Með Hjálmari er genginn einn af aldamótamönnunum, sem vann ötul- lega að því að skapa nýtt ísland. Maður, sem lifði tvær heimsstyijald- ir, fullveldistöku þjóðarinnar og lýð- veldistöku. Hans kynslóð hefur vissulega skilað miklu dagsverki og búið í haginn fyrir komandi kynslóð- ir. Hann var gæfumaður. Og nú að leiðarlokum þakka ég þessum ágæta frænda mínum samfylgdina. Við hjónin og allt frændlið þökkum allt sem hann var okkur og vottum Sig- rúnu og ástvinum hans öllum inni- lega samúð. Guð blessi minningu hans. Tómas Árnason Minning: Jón Bjömsson, Djúpavogi Fæddur 3. maí 1920 Dáinn 19. október 1991 Þann 19. október sl. andaðist góður vinur minn, Jón Björnsson frá Sólgerði á Djúpavogi. Með fáeinum fátæklegum orðum vil ég minnast þessa mæta manns. Andlát hans bar að með óvæntum og skjótum hætti í smalamennsku í Hamarsdal, daln- um þar sem hann átti ótal spor og var manna kunnugastur. Við sam- ferðamenn hans vissum að hann hafði fyrr átt við nokkra vanheilsu að stríða, en vonuðum að hann hefði að fullu náð sér. Við sem umgeng- umst hann daglega urðum vitni að því að hann gekk að störfum sínum glaður og hress og hlífði sér hvergi. Vissulega var það margt sem hann lagði gjörva hönd á. Dagblöðin bar hann til kaupenda og settist þess á milli við bókbandsborðið og batt inn bækur. Hann var fyrstur manna til að rétta hjálparhönd ef einhver þurfti á smíðavinnu eða annarri hjálp að halda. Það var einnig hans líf og yndi að halda til fjalla, hvort heldur var um að ræða að slást í för með góðum félögum í skoðunar- ferð um fjöll og dali upp af Álfta- fírði og Hamarsfirði, eða að smala með ættfólki sínu og nágrönnum. Jón var fæddur á Múla í Álfta- fírði 3. maí 1920. Foreldrar hans voru Þórunnborg Brynjólfsdóttir og Björn Jónsson, bóndi á Múla og síð- ar á Hofí. Fjögurra ára gamall missti hann móður sína og ólst upp eftir það hjá föður sínum og seinni konu hans, Vilborgu Jónsdóttur. Hann starfaði við bú föður síns þangað til árið 1952 að hann giftist Ingibjörgu Ólafsdóttur, frænku minni á Hamri. Sama ár keyptu þau jörðina Bragðavelli í Hamarsfírði. Þar voru gömul hús og lítil og Jón og Ingibjörg byggðu gott, stein- steypt íbúðarhús. Einnig byggðu þau upp öll útihús og stóijuku rækt- að land. Árið 1972 byijuðu Þórunnborg, dóttir þeirra og maður hennar, Guðmundur Ragnar Eiðsson, einnig búskap á Bragðavöllum í félagi við þau Jón og Ingibjörgu. Búið ráku þau öll saman í nokkur ár, en síðan tóku ungu hjónin við rekstrinum en Jon og Ingibjörg fluttu á Djúpavog og komu sér þar upp íbúðarhúsinu Sólgerði, þangað fluttu þau árið 1978. Jón var óvenju vel gerður maður, rólyndur og jafnlyndur. Smiður var hann ágætur og að mestu sjálf- menntaður. Mátti segja að allt léki í höndum hans, hvort heldur hann fékkst við bókband, fínni smíði inn- anhúss eða húsasmíði úti. Jón gekk að verkum sínum hávaðalaust og virtist ekki flýta sér sérstaklega, en öll verk gengu undan honum fljótt og vel. Handtök hans voru örugg og fumlaus og gott að hafa hann með sér í verki. Jón var flestum mönnum fróðari um sögu síns byggðarlags, um landshætti og ör- nefni í byggðum og óbyggðum syðstu sveita S-Múlasýslu. Hann hafði einnig hin síðari ár víða farið um hálendisvegi og þekkti vel til þeirra. Hann var flestum minnugri á liðna atburði og gott til hans að leita ef maður vildi fræðast um það sem einu sinni var. Ég og mitt fólk eigum þeim Jóni og Ingibjörgu margt og mikið að þakka. Hjá þeim hefur móðir mín dvalist árum saman og við vitum að hvergi líður henni betur. Jón og Ingibjörg eiga tvær dæt- ur, Þórunnborgu á Bragðavöllum, maður hennar er eins og áður segir Guðmundur Ragnar Eiðsson. Þau ■» eiga fjóra syni. Steinunn dóttir þeirra býr á Djúpavogi. Hennar maður er Jón Friðrik Sigurðsson sjómaður og eiga þau tvö börn. Við þökkum Jóni Bjömssyni að leiðarlokum vináttu og gott ná- grenni og vottum Ingibjörgu, dætr- um, tengdasonum og barnabörnum innilega samúð okkar. Ingimar Sveinsson Gísli S. Magnús- son - Minning í dag verður jarðsettur bróðir minn, Gísli Sveinbjöm Magnússon, sem lést 22. þ.m. Gísli hafði átt við hjartasjúkdóm að stríða undanfarin ár, en tók það ef til vill ekki nógu alvarlega — var í rauninni ekki alltaf tilbúinn til að líta á sig sem sjúkling. Gísli var fæddur 17. apríl 1936 á Akranesi og var annað barn af sex, hjónanna Magnúsar Gíslasonar ogÁstrósarGuðmundsdóttur. Þegar hann var 9 ára fluttu þau til Reykja- víkur og átti hann heima þar alla tíð síðan. Hann kvæntist árið 1959 og kona hans var Elva Gunnarsdóttir og áttu þau 6 böm. Þau eru Gunnar Auðunn, fæddur 1957 og á hann 3 börn; Guðmundur Björgvin, fæddur 1959; Auður fædd 1961, á 2 böm; Magnús Ingibjörn, f. 1962, á 2 böm; Valur Öm, f. 1965 á 2 börn; Ægir Þór f. 1967. Gísli var mjög barngóð- ur og afabörnin vom honum afar kær. Hann talaði aldrei mikið um sín einkamál en um afabörnin talaði hann gjarnan. Sjómennsku stundaði hann frá fermingaraldri og þá sjald- an að hann ætlaði sér önnur störf, gekk það ekki, leiðin lá alltaf til sjós. Mér þótti mjög vænt um Gísla og samband okkar var náið. Við áttum saman margar stundir þar sem (að hætti íslendinga) bæði heimspólitíkin og önnur stórmál lp Dictaphone A Htney Bowes Company Gæðatæki til hljóðupptöku, afspllunar og afrltunar. Falleg hönnun. Vandaðar upptökur. ^-sso® e* ■'V' Umboö á íslandi: OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 voru leyst yfír kaffibollanum. Mér fannst alltaf þegar ég hafði lesið eitthvað athyglivert, bók eða annað, að þá þyrfti ég að ræða það við hann, ekki síst vegna þess að hann var alltaf tilbúinn að móttaka nýjar hugmyndir, en þó aldrei í blindni og síðan vom rök látin gilda. Það var sama hvert efnið var — stjóm- mál, trúmál, félagsmál eða annað, á öllu var mynduð skoðun og rædd. Ég mun sakna Gísla mjög, sakna þessara samræðustunda og léttlynd- is hans. Sama gildir um bömin mín, þeim þótti vænt um hann og hann var á vissan hátt hluti af tilveru þeirra og þau tóku dijúgan þátt í því sem okkur fór á milli, vissulega ekki alltaf á sama máli, en það þurfti heldur ekki að vera. Við Gísli vorum vissulega ekki samrýmd í uppvextinum og þar sem hann var einn í hópi fímm systra þá naut hann óhjákvæmilega vissrar sérstöðu, sem maður var ekki alltaf tilbúinn til að viðurkenna og þá urðu líklega til fyrstu hugmyndir mínar um jafnrétti kynjanna og fannst stundum gróflega á mínu kyni brotið, en það er nú bæði göm- ul og ný saga. Með árunum og aukn- um skilningi breyttist þetta og mér lærðist að meta hann sem þá mann- eskju sem hann var. Góður maður er genginn, hann var ávallt velkominn þar sem hann kom og margir munu minnast hans með hlýhug og söknuði. Bömum hans sendum við syst- umar hlýjar samúðarkveðjur. Sjálf er ég þakklát fyrir að hafa átt Gísla að vini. Erla Magnúsdóttir 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.