Morgunblaðið - 06.12.1991, Side 14
m
MORGUNBliAÐIÐi FÖSTUDAGUR'6;’ 'DBSEMBBR 'lööl'/
í minningn Sveinbjamar
_________Bækur____________
Sölvi Sveinsson
Grikkland ár og síð, útgefandi
Hið íslenska bókmenntafélag, er
vegleg bók, 438. bls. í alistóru broti,
og hún er helguð tveggja alda af-
mæli Sveinbjarnar Egilssonar; hafa
menn víst oft gefið út bók af minna
tilefni. Ritstjórn skipa þeir Sigurður
A. Magnússon, Kristján Árnason,
Þorsteinn Þorsteinsson og
Guðmundur J. Guðmundsson. Höf-
undar eru 22, en auk inngangs eru
25 ritgerðir í bókinni, tveir kaflar
með ljóðaþýðingum og í bókarlok
nokkrar skrár; þar vantar skrá um
mannanöfn. Á saurblöðum eru kort
af gríska heiminum. Margar mynd-
ir prýða bókina.
Að stofni til er bókin erindi, sem
flutt hafa verið á fundum Grikk-
landsvinafélagsins. Sigurður A.
Magnússon segir í inngangi að út-
gáfan sé skerfur til þejrrar viðleitni
að „glæða áhuga íslendinga á
grískum menntum fyrr og nú, og
þannig stuðla að því að bætt verði
að einhverju marki fyrir þau af-
drifaríku glöp að fella niður upp-
fræðslu í grísku og grískum mennt-
um í upphafi þessarar aldar, með
þeim afleiðingum að íslendingar
upp og ofan eru hörmulega fákunn-
andi um rætur vestrænnar menn-
Klaufskt kamel-
ljón á kreiki
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Birgitta Halldórsdóttir: Klækir
kamelljónsins
Útgefandi Skjaldborg 1991
Ekki dregur Birgitta af sér frek-
ar en síðustu átta jól, hún sendir
frá sér nýja spennusögu. Sagan
gerist í Noregi og síðan á íslandi.
Söguþráðurinn er æsislegur að
venju; Selma ekkja og vinkona
hennar fagna í dýrindis fjallahúsi
syni Selmu, íslenskri konu hans og
börnunum Sigga og Selmu. Á heim-
leiðinni stekkur glæpamaður í veg
fyrir bílinn svo bílstjórinn missir
stjórn á honum og hann hrapar
niður snarbratta hlíð, hjónin deyja
samstundis en börnin lifa af. Glæp-
amaðurinn ætlar að ganga frá þeim
en hundar Selmu ekkju hrekja hann
á flótta. Börnin eru send snarlega
til íslands þar sem móðuramma
þeirra elur þau upp.
Selma ekkja veit meira en hún
lætur uppi, hún veit að börnunum
er ekki óhætt, glæpamaðurinn vill
hafa hendur í hári þeirra. Líður svo
fram og segir ekki af neinum fyrr
en þau systkinin hafa tekið stúd-
entspróf, móðuramman er dáin og
þau að velta fyrir sér framtíðinni.
Þau eru beðin að vera leiðsögu-
menn fyrir fámennan hóp útlend-
inga sem ætlar að fara um landið.
Fólkið er hvert öðru vænna og vin-
gjarnlegra en eitthvað er nú grugg-
ugt við þetta. Lesandi veit nefnilega
meira en þau systkinin, glæpamað-
urinn hefur sloppið út af geðveikra-
hælinu og kemur í dulargervi til
að ná sér niðrá þeim. Er ekki að
orðlengja að hættur bíða við hvert
fótmál, þau eru rotuð og kefluð og
bundin, rotuð aftur og sökkt niður
í hyldjúpa tjörn, rotuð meira og
hent inn ) yfirgefin fjárhús. Og allt-
af er einhver bjargvættur á næstu
grösum. Fyrir nú utan að Páll bíl-
stjóri verður ástfanginn af Selmu
og Margit ferðastúlka og dekurbarn
af Sigga.
Glæpamaðurinn kemst undan og
systkinin botna ekki neitt í neinu
og það gerir lesandi ekki heldur
fyrr en rétt undir lokin að þau systk-
inin eru komin til Noregs að heim-
sækja Selmu ekkjuömmu og lætur
hinn seinheppni glæpamaður enn
til skarar skríða en er þá plaffaður
niður og Selma ekkja fær ekki nema
skrámu þó hann hafi skotið á hana
úr vélbyssu. Skýrist nú allt í einum
grænum hvelli og endar vel og
lukkulega eins og jafnan hjá Birg-
ittu Halldórsdóttur.
Margt er í bókum Birgittu sem
mér hugnast prýðilega. Hún ætlar
sér eitt og það er að skrifa spenn-
andi sögu. Og það hefur henni oft
tekist. Henni er lagið að setja upp
atburðarás af ótvíræðu hugmynda-
flugi- stundum nokkuð fráleita þó.
Henni tekst að halda athygli svona
oftast því frásagnargleði hennar er
ótvíræð og um ritfærni hennar verð-
ur varla deilt þó bókmenntagildið
Vandaður og
þægilegur
hvíldarstóll
með áklæði.
Vönduð
mahoní-grind.
Vorum að f'á
stækkanleg
cins meíers breið
hringborð úr
mahoní ásamt stólum.
Ármúla II, síniar ltl-22-75 «g 6II-5ÍÞ75
Birgitta Halldórsdóttir
sé sjálfsagt af skornum skammti.
Sem gerir ekkert til því hún er
mjög heiðarlegur höfundur að því
leyti að hún ætlar sér aldrei um of.
Sögur hennar eru misjafnar að
gæðum og henni hefur tekist betur
en nú. Megingallinn á þessari bók
er að hún undirbyggir ekki „ plott-
ið” né kynnir glæpamanninn og
hvað að baki býr fyrir lesandanum.
Þó svo að þau Sigga og Selma
mættu náttúrlega ekki hafa grænan
grun um af hveiju er elst við þau
ætti að vera búið að gera lesanda
það skiljanlegt svo að hann hafi
hreinlega meiri áhuga á atburðun-
um og rás þeirra.
ingar”. Vísast munu margir ósam-
mála þessari fullyrðingu Sigurðar,
en hitt er rétt, að tímarnir eru á
ýmsan hátt andsnúnir sögu; margir
telja hana ekki meðal „hagnýtra
fræða”, sem svo eru nefnd, og sums
staðar hefur kennsla í sögu verið
minnkuð óhæfilega.
Höfundar fjalla um mjög fjöl-
breytileg efni, bókmenntir og lækn-
isfræði, siðfræði og leikhús, stærð-
fræði og væringja, listasögu og
ljóðaþýðingar, kristna trú og tónl-
ist, svo nokkuð sé nefnt. Ritgerð-
irnar mynda því ekki eina heild
nema að því leyti, að þær fjalla
allar um Grikkland, grískar mennt-
ir og hugsun og tengsl íslendinga
við þennan heim. Sumar eru yfir-
litsgreinar um viðamikil fræði, aðr-
ar eru greinargerðir fyrir ítarlegum
rannsóknum á afmörkuðum sviðum
klassískra mennta, enn aðrar eru
hugleiðingar og minningabrot.
Flestir höfundar koma svo orðum
að efni sínu, að hveijum áhuga-
manni er auðskiljaniegt, og flestir
vísa hóflega til heimilda sinna.
Grikkland ár og síð er því læsilegt
rit, og fer vel á því að Hið íslenzka
bókmenntafélag gefi það út, því
félagið hefur hátt á aðra öld gefið
út fræðirit ætluð alþýðu manna.
Ekki eru tök á að gera öllum
ritgerðum skil í umsögn sem þess-
ari, enda ekki á færi eins manns,
svo fjölbreytt sem bókin er. Þor-
steinn Þorsteinsson ritar um grísk-
ættuð orð, sem setja svip sinn á
mál okkar og nágrannaþjóða. við
lestur þein-ar skrár verður fullljóst,
hversu mikið nútímamenn sækja í
smiðju grískra hugsuða. Alþjóðleg
heiti fræðigreina eru flest grísk að
uppruna. Kirkjumál er vaxið frá
grísku, og heiti um stjórnarfar eru
sótt til Grikkja, svo fátt eitt sé
talið. Annars þóttu mér áhugaverð-
astar greinar Kristjáns Árnasonar
um Sveinbjörn Egilsson og grískar
menntir á Islandi og um forngríska
ljóðlist. Báðar vitna þær um yfir-
gripsmikla þekkingu og Kristjáni
er einkar lagið að orða hugsun sína
skýrt og skipulega. Mér þótti einn-
ig nokkurt nýnæmi að greinum
Friðriks Þórðarsonar og Magnúsar
A. Sigurðssonar um væringja.
Gildur þáttur grískra mennta er
vanræktur í þessu riti, goðafræðin,
sem hafði víðtæk áhrif á hugarheim
manna og mótaði að talsverðu leyti
Sveinbjörn Egilsson
menningu Rómveija. Norræn
trúarbrögð að fornu eru vaxin af
sömu rót, og því er miður, að þess-
urn þætti skuli að mestu slepþt.
Frágangur bókarinnar af hálfu
forlagsins er góður. Prófarkalestur
er vandaður, en sundurgerð í gyll-
ingu á kili er tii lýta. Að öllu saman-
lögðu er fengur að þessari bók.
■ ÚT ER komin hjá bókaútgáf-
unni Skjaldborg hf. bókin Pelle
sigursæli - baráttan mikla, eftir
Martin Andersen Nexö og er þetta
þriðja bókin í þessu ritsafni. í kynn-
ingu útgefanda |
segir m.a.: „Nú er
Pelle kominn til
borgarinnar, fyrir-
heitna landsins,
sem hann hélt
vera, en margt er
þar öðruvísi en
ætlað var. Hann „ . ,
• . , Marlin Andersen
kynmst fljott mis- Nexö
kunnarleysi fá-
tæktarinnar sem þar ríkir og því
réttleysi sem verkafólkið á þar við
að búa. Óréttlætið virðist algjört
og lítilmagninn má sín lítils. En
Pelle er réttlætið innprentað allt frá
barnæsku og hann kemst fljótt í
tæri við nýja hreyfingu sem er í
burðarliðnum um þessar mundir,
upphaf verkalýðsbaráttunnar.”
Asgeir Lárusson
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Það er ef til vill ekki nægilega
oft vakin athygli á hversu mis-
jafnt það er hvað myndlistarfólk
leggur áherslu á með sýningum
sínum hveiju sinni. Sumir leggja
mest upp úr heildinni, og að verk
tengist innbyrðis, myndi keðju þar
sem hvert einstakt verk er einn
hlekkurinn. Aðrir leggja meginá-
herslu á hvernig rými sýningar-
staðarins og verkanna vinnur
saman, og þannig verða staðsetn-
ing og lýsing ef til vill mikilvæg-
ari í sýningunni en formgildi ein-
stakra verka. Loks eru þeir sem
einbeita sér að verkunum sjálfum,
vinna þau hvert fyrir sig sem sjálf-
stæða heild og reyna að gæta
þess að það sjálfstæði njóti sín í
uppsetningu þeirra á sýningu.
Þetta kom upp í hugann við
að skoða sýningu Ásgeirs Lárus-
sonar, sem nú stendur yfir í Gall-
erí einn einn neðst við Skólavörð-
ustíginn; þar er það greinilega
sjálfstæði hvers verks út af fyrir
sig sem situr í öndvegi.
Ásgeir Lárusson er að mestu
sjálfmenntaður í listinni, þó hann
hafi sótt ýmis námskeið og eitt
sinn hafið nám í Myndlista- og
handíðaskólanum. Hann hefur
haldið um tíu einkasýningar á
rúmum áratug, auk þess að hafa
tekið þátt í ýmsum samsýningum.
Ásgeir varð fyrst þekktur sem
málari, og þótti einkar efnilegur
sem slíkur; hér eru listaverkin þó
að mestu unnin út frá nokkuð
öðru sjónarhorni en hefðbundin
málverk.
Á sýningunni í Gallerí einn einn
eru sjö listaverk, sem hvert um
sig er sjálfstæð heild. Þessi verk
eru ýmist unnin út frá efniviðnum
eða heitinu, og hitta að sjálfsögðu
misvel í mark; almennt hefur lista-
manninum þó tekist ágætlega að
finna þá útfærslu, sem hentar
hveiju sinni. Má benda á nokkur
verkanna sem dæmi þeirri fullyrð-
ingu til stuðnings.
Þegar komið er inn í sýningar-
salinn blasir við á vinstri hönd
steinsteypt ímynd þjóðfánans,
sem er lituð (jafnri blöndu af fána-
bláu og svörtu) í samræmi við tíð-
arandann; allt virðist svart, og
aðeins glittir í blámann stöku
sinnum, frá ákveðnu sjónarhorni.
Hin þungi hrammur svartsýni
þjóðarinnar kemur vel fram í
þessu verki, sem ætti vel heima
á forsíðu ýmissa þeirra skýrslu-
gerða, sem nú dynja yfir lands-
menn.
Segja má að algjör andstæða
þessa komi fram í verkinu „Fyrri-
partur”, sem er skemmtileg út-
færsla á vísubroti (Gulur, rauður,
grænn og blár ... ). Þetta einfalda
en snjalla verk snertir væntanlega
barnshjartað í mörgum, einkum
vegna þess á hvem hátt það lofar
björtum og fögrum heimi handan
skráargatsins ...
Verkið „Alvara” lætur lítið yfir
sér, en hefur að geyma orðaleik,
sem vegna lögunarinnar vísar til
Ásgeir Lárusson
léttari hluta; orðið „Serious” líkist
afar mikið íslensku súkkulaði-
heiti, og þar með er alvaran orðin
að al-vöru!
Fleiri verka Ásgeirs mætti geta
sérstaklega, en það er ekki ástæða
til að tæma þannig sýninguna
fyrir gestum. Á sýningum sem
þessum eiga gestir kost á að
meta listina í formi og eiginleikum
einstakra verka, sem eiga sér ef
til vill margþættar merkingar; þau
eru á þann hátt einn þátturinn
enn í því að sýna fram á þá
skemmtilegu fjölbreytni, sem ríkir
í íslensku myndlistarlífi. Því er
vert að benda fólki á að líta inn
á þessa sýningu við tækifæri.
Sýningu Ásgeirs Lárussonar í
Gallerí einn einn við Skólavörðu-
stíg lauk í gær.