Morgunblaðið - 06.12.1991, Síða 21
MORGUNBÍADfÖ PögTímAÖUR! 6. ÖÍJáEMBEK '1Ö9V
0f
Erró er kominn heim í margföldum skilningi.
Áður hefur hann gefið þjóðinni list sína. Með
þessari bók færir hann okkur lífshlaup sitt.
Fjögur hundruð Ijósmyndir eru í bókinni
ásamt litmyndum af 76 verkum listamannsins.
„Þá er það óvenjulegt, að ekki sé meira sagt, að fá jafn Iæsilega
og skemmlilega bók upp í hendurnar um listamann, þar sem
eins og kviknar nýtt líf á hverri blaðsíðu og oftar en einu sinni
á sumum... Og í stað þess að gefa eftir, er líða fer á frásögnina,
vex honum frekar ásmegin og þannig hefur bókin lífræna
stígandi allt til loka. (Bragi Ásgeirsson í Morgunblaðinu)
.yEvisaga sú er Aðalsteinn Ingólfsson hefur skráð eftir
munnlegri frásögn Iistmálarans Errós, er að sönnu óvenjuleg
lesning, skemmtileg og fróðleg. Óvenjuleg vegna hispursleysis
frásagnarinnar, skemmtileg vegna þess hversu frásagnargáfa
Errós er grípandi og nýtur sín í textanum, og fróðleg vegna
þeirrar innsýnar sem hún veitir þrátt fýrir allt í þann heim sem
stendur að baki myndlistarferli Errós... En ég hafði ekki lesið
lengi þegar frásögnin greip mig og ég fann að ég var
einfaldlega kominn í skemmtilegan félagsskap. Félagsskap, sem
ég gat ekki slitið mig frá fyrr en bókin var á enda.“
(Ólafur Gislason í Þjóðviljanum)
ÞESSI GLÆSILEGA BÓK KOSTAR
AÐEINS 3980 KR.