Morgunblaðið - 06.12.1991, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991
Athugasemd við
athugasemdir
eftir Inga Boga
Bogason
Skáldið Jón Óskar ritaði grein í
Mbl. 23. nóv. sl. og nefnir hana
„Athugasemdir við skrif um Stein
Steinarr”. í alllöngu máli vænir hann
þar undirritaðan um að hafa misskil-
ið endurminningabækur sínar og
jafnvel falsað sumt í þeim. Þetta eru
stór orð sem því miður fyrir Jón
Óskar eru alröng.
Tilefni Jóns Óskars er grein eftir
undirritaðan sem birtist í Lesbók
Mbl. 2. nóv. sl., „Uppruni hugmynda
í ljóðum Steins Steinars”. Það eru
einkanlega þessi orð mín sem Jón
Óskar tekur nærri sér: „Slík tilvik
kunna að hafa leitt kunningja hans
(þ.e. Steins - innsk. IBB) og aðra
sem stóðu honum nærri, til að draga
öfgakenndar og jafnvel rangar
ályktanir um skáldhæfileika hans.
Jón Óskar lætur t.d. oft í veðri vaka
í endurminningabókum sínum að
Steinn hafi verið yfirborðskenndur -
hann hafi gripið hvert tækifæri til
að sýna meiri þekkingu en hann bjó
yfir.”
Þetta er það sem ég skrifaði, þetta
er það sem Jón Óskar hafði eftir
mér og þetta er það sem ég meinti.
Það sem hann segir um þennan texta
er hins vegar því miður ekki rétt.
Það er tvennt sem ég vil staldra
sérstaklega við.
dregið skáldskaparhæfileika
Steins í efa.
Jón Óskar misskilur það þegar
hann telur sjálfan sig vera viðfangið
í fyrri málsgreininni í tilvitnuðum
texta mínum. Ég er þarna að tala
almennt um kunningja Steins en
ekki Jón Óskar. Það er því erfitt að
skilja hví hann tekur þessa máls-
grein svo sterkt til sín. Ég vitna í
texta Jóns Óskars eingöngu til þess
að sýna enn frekar fram á að marg-
ir töldu Stein sýna „vitsmunaiega
yfírborðsmennsku” í samræðum —
tilgangurinn er hvorki að segja eitt
né neitt um álit Jóns Óskars á skáld-
skaparhæfileikuin Steins. Hér verð-
ur að ítreka að grein mín er um
Stein_Steinarr en ekki Jón Óskar.
* Á liinn bóginn tilfæri ég Jón
Óskar, eins og allir mega sjá, sem
heimild fyrir því að Steinn hafi
verið yfirborðskenndur í umræð-
um.
Nú bregður „svo undarlega við að
Jón Óskar ber af sér „að láta í veðri
vaka” í bókum sínum að Steinn hafi
verið yfirborðskenndur og þóst vita
Ingi Bogi Bogason
* Það er ekki rétt að ég ,jafn-
vel fullyrði” að Jón Óskar hafi
Það lagast um leið og þú færð þér myndlykil að Stöð 2. Þá getur þú horft á gífurlegt úrval
af góðu sjónvarpsefni. Það eina undarlega er hvað fjölbreytnin er mikil!
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 • SÍMI 69 15 00
fleira en raunin var. í Morgunblaðs-
grein sinni tilfærir hann samt dæmi
sem erfitt er að túlka öðruvísi en
sem rökstuðning við hið gagnstæða:
„Hann (þ.e. Steinn — innsk. IBB)
hafði það sem í þá daga var kallað
lexíkonþekking, en svo var nefnd
kjaftaþekking þeirra manna, sem
höfðu verið iðnir að fletta upp í al-
fræðiritum eða fara á hlaupum yfir
fræðibækur og skáldverk. Slíkir
menn koma fljótt upp um takmark-
anir sínar ...” Síðar greinir Jón Ósk-
ar frá því að Steinn hafi beinlínis
tamið sér að vita meira en hann vissi:
„Langskólagengnir menn gera það
að vísu líka og hver okkar sem er,
en Steinn gerði meira af því en nokk-
ur, sem ég hef þekkt fyrr eða síðar
»
Ef hér er ekki verið að fjalla
um yfirborðslega hegðun, „vits-
munalega yfirborðsmennsku”, þá
tölum við Jón Óskar ekki sama
tungumál.
Ýmislegt annað í grein Jóns Ósk-
ars er dapurlegt. Hann telur það
hlutverk sitt að kveða niður „mis-
skilningsdraug” í eitt skipti fyrir öll
og segir „falsanir í íslenskri bók-
menntasögu” nógar. Jón Óskar hef-
ur komið þörfu verki til skila í endur-
minningabókum sínum. Á því leikur
enginn vafi. En Jóni Óskari leyfist
ekki að halda að hans sjónarhorn,
þótt um lifaða atburði sé að ræða,
sé hið eina rétta. Það er nefnilega
svo að bókmenntasagan, eins og
sjálf mannkynssagan, verður seint
skrifuð „í eitt skipti fyrir öll”. Sem
betur fer tínast stöðugt til nýir þekk-
ingarmolar sem þess virði er að
halda til haga og setja í rétt sam-
hengi. Og þá vill stundum brenna
við að þeir sem lifðu tímana vissu
ekki endilega best hvað var að ger-
ast kringum þá.
í lokin vil ég ítreka að það er leið-
inlegt til þess að vita að tilfinninga-
semi virts skálds, sem ranglega telur
að sér vegið, skuli leiða af sér að
aukaatriði í fræðilegri grein er blás-
ið út sem aðalatriði.
Mér þykir ástæðulaust að eyða
fleiri orðum í þetta og læt hér stað-
ar numið.
Höfundur er
bóknwnntagngnrýnnndi við
Morgunblaðið.
------» ♦ «-----
Sala á skraut-
ljósum til
styrktar
þyrlukaupum
NÚ FYRIR jólin gengst Slysa-
varnadeild kvenna í Reykjavik
fyrir sölu á sérstökum og óvei\ju-
legum skrautljósum fyrir börn.
Állur ágóði af sölu þeirra rennur
til slysavarna og hefur þegar ver-
ið ákveðið að 100 krónur af sölu-
verði hvers ljóss renni í þyrlu-
kaupasjóð.
Frá þessu er skýrt í fréttatilkynn-
ingu frá SVFÍ. Þar segir ennfremur:
„Þessi skrautljós líkjast mest stjörn-
uljósum en eru með öllu hættulaus.
Rafhlaða framkallar lit í ljósbráðum
og án efa munu þessi sérstæðu ljós
gleðja mörg börn nú fyrir jólin. Til-
valið er að leggja þessi ljós í barn-
askó í glugga.
Slysavarnakonur í Reykjavík
verða við alla stórmarkaði borgar-
innar nú í desember og selja skraut-
ljósin. Þá verða þær við jólatréð á
Áusturvelli, þegar ljós þess verða
tendruð á sunnudag.
Slysavarnakonur hafa á undan-
förnum árum og áratugum lagt fram
miklar fjárhæðir til slysavarna, og
nú vilja þær leggja sitt af mörkum
til að þjóðin geti eignast nýja björg-
unarþyrlu.”
Höfðar til
-fólksíöllum
starfsgreinum!
fRwgiimbT&frife
en það en enn von