Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 IngaBackman með tónleika I Islensku óperunni INGA Backman sópransöng- kona og Ólafur Vignir Alberts- son píanóleikari halda tónleika á vegum Styrktarfélags ís- lensku óperunnar með stuðn- ingi Kaupþings hf. laugardag- inn 7. desember og hefjast þeir kl. 14.30. Inga lauk söngkennaraprófí frá Söngskólanum árið 1988 og und- anfarin tvö ár hefur hún sótt söng- tíma hjá Rinu Malatrasi á Ítalíu. Hún hefur jöfnum höndum lagt stund á kirkjusöng, ljóðasöng og óperusöng, komið fram sem ein- söngvari með ýmsum kórum og á síðasta ári söng hún hlutverk Suor Ancelica í samnefndri óperu eftir Puccini. Þetta eru hennar fyrstu sjálfstæðu tónleikar. Olafur Vignir Albertsson er fyr- ir löngu þjóðkunnur því hann hef- ur komið fram á ótal tónleikum sem meðleikari með söngvurum. Á efnisskránni eru lög eftir Karl 0. Runólfsson, Ástarsöngvar eftir Antonin Dvorák og aríur úr óperum eftir Mozart og Puccini. Miðasala er hafin í íslensku óperunni. (Fréttatilkynning) íslensk hugbúnaðarfyrirtæki: Fjármagn til nýsköp- unar næstum ófáanlegt Inga Backman GERÐ hugbúnaðar hérlendis flokkast ekki undir framleiðslu- greinar heldur þjónustugreinar og ber því 6% tryggingargjald í stað 2,5% tryggingargjalds sem tíðkast í hefðbundnum framleiðslugreinum. Þetta veik- ir samkeppnisstöðu hugbúnað- arfyrirtækja á erlendum mörk- uðum; Þetta kom fram í erindi sem Ásgrímur Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Tölvusam- Samkirkjuleg friðarbæn HANS heilagleiki Jóhannes Páll II páfi hefur skrifað Evrópubisk- upum bréf þar sem hann bendir á þá siðferðilegu skyldu krist- inna manna að biðja fyrir friði í þessum heimshluta, segir í frétt frá biskupsstofu í Landakoti. Þess vegna biður hann biskupana að efna til sameiginlegrar og sam- kirkjulegrar bænastundar fyrir friði í Evrópu laugardaginn 7. þ.m. Verð- ur sú bænastund haldin í Krists- Landakotskir kja kirkju, Landakoti, milli kl. 17 og 18. Það er von allrar kirkjunnar að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í bænastund þessari, segir í fréttinni. skipta hf., flutti á ráðstefnu um nýsköpun í atvinnulífinu sem Tæknifræðingafélag íslands gekkst fyrir á Hótel Sögu síð- astliðinn miðvikudag. Ásgrímur sagði að nýsköpun í atvinnulífinu hefði einungis verið reynd í hefðbundnum atvinnu- greinum. Fjármagn til nýsköpunar í hugbúnaðarframleiðslu hafi verið næstum ófáanlegt og endurspegl- ist það í því hversu hátækniiðnaður er smár hérlendis. Hann sagði að íslenskir fjárf'estar væru því vanir að Ijárfesta í skammtímaverkefni en ekki tilbúnir að verja fjármun- um til þróunarverkefna. Mikilvægt sé að þeir taki virkan þátt í fjár- festingum og uppbyggingu þessa iðnaðar. Hann sagði að stjómmála- menn yrðu að átta sig á því að því að við lifðum á upplýsingaöld og það væri ekki einungis áhuga- vert heldur nauðsynlegt að byggja upp hátækniiðnað. Stjórnvöld yrðu að taka afstöðu til atvinnugreinar- innar eins fljótt og unnt væri. Ásgrímur benti á að Tölvusam- skipti hf. hefðu verið tvö ár að framleiða markaðshæfan hugbún- að og nú selji fyrirtækið vöru sína til fyrirtækja eins og Microsoft, Pepsi Cola, Citibank, European Bank og fleiri. „Sennilega eru fáar atvinnu- gieinar sem geta keppt við arðsemi velrekins hugbúnaðarfyrirtækis,” sagði Ásgrímur. Börn dreymir um frjálsræði og ósnortið land - segir Jóhanna Á. Steingrímsdóttir, höfundur verðlaunaskáldsögunnar Þytur JÓHANNA Á. Steingrímsdóttir í Árnesi í Aðaldal hefur sent frá sér barnabókina Þytur, sem er verðlaunaskáldsaga, gefin út af bókaútgáfunni Björk. „Þetta er íslenskt ævintýri,” segir Jóhanna I samtali við Morgunblaðið. „Ævintýri er saga sem í reynd getur ekki gerst nema í þínum eigin huga og fer út fyrir staðreyndir, en þegar hugsað er um það, finnst manni að það hefði getað gerst,” segir hún. Björk efndi til verðlaunasam- keppninnar í tilefni af 50 ára af- mæli bókaútgáfunnar og varð handrit Jóhönnu fyrir valinu en alis bárust 43 handrit í samkeppn- ina. Sagan ijallar um hreindýr- skálfinn Þyt og telpuna Dögg. í umsögn bókaútgefandans segir m.a.: „Bókin lýsir samskiptum hreindýrs og telpu á hugljúfan og skemmtilegan hátt, nútíma lifnað- arháttum í sveit og frelsi og harð- rétti dýranna sem lifa villt á öræf- um landsins. Þetta er einnig jóla- saga og ævintýri,” „Hugmyndin að sögunni er gömul,” segir Jóhanna. „Ég átti uppkast að henni en fullvann sög- una í tilefni af verðlaunasam- keppninni. Þetta er alíslensk nú- tímasaga, sem gerist í sveit en það er ekki leitað fanga í fyrir- myndum erlendra spennusagna. Ég held að sveitaheimili séu fjar- lægur heimur fyrir borgarbörn. Á sveitaheimili er meiri félagsandi og samstaða með fólkinu. Hvert sveitaheimili er í rauninni lítið ríki út af fyrir sig í samfélaginu vegna þess að þar eru fjölskylduböndin sterkari. Börnin eru þar þátttak- endur í daglegum störfum foreldr- anna,” segir Jóhanna. „Mér finnst að bókin eigi erindi við borgar- börnin því í raun og veru dreymir börn alltaf um fijálsræði og ós- nortið land,” bætir hún við. Ofbeldi og spennusögur Jóhanna segist óttast að börn lesi of lítið. „Ég hef líka áhyggjur af því að í ýmsum bókum og sjón- varpsþáttum er of mikið byggt á ofbeldi á einhvern hátt. Oft er það hugsað sem grín en ég efa hæfi- leika barna að fínna þann fíöt á efninu. Mér finnst of mikið af bókum sem byggja bara á spennu og vildi gjarnan sjá að barnabæk- ur bæru í sér einhvern kjarna, sem gæfi börnunum ástæðu til að hugsa og draga ályktanir í já- ^ Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhanna Á. Steingrímsdóttir rithöfundur. kvæða átt. Það er alltof mikið hugsað um að barnið fái einhveija afþreyingu, það þurfí ekki að hugsa heldur láti tímann líða við að horfa á sjónvarp eða lesa er- lendar myndasögur,” segir hún. Bækur geta verið sterkur uppalandi - Eru barnabækur nægilega viðurkenndar í heimi bókmennt- anna að þínu mati? „Mér finnst að barnabækur njóti alls ekki sömu réttinda og bækur fyrir fullorðna, að litið sé á barnabókahöfunda sem annars flokks höfunda og að við verðum að skrifa eitthvað fyrir fullorðið fólk til að vera gjaldgeng. Þetta er mikið vanmat því ef hugsað er um uppeldi barna í sjónvarpi eða rituðu máli þá á gamla spak- mælið ákaflega vel við; í upphafi skyldi endinn skoða. Bækur og sjónvarp geta verið geysilega sterkur uppalandi,” segir Jó- hanna. Þytur er sjötta bók Jóhönnu en áður hafa komið frá henni bæk- urnar Veröldin er alltaf ný (1980), Dagur í lífi drengs (1984), Á bökkum Laxár (1987), Maríuhæn- an (1989) og Barnagælur (1990). Hóimfríður Bjartmarsdóttir, kennari í Aðaldal og myndlistar- maður, myndskreytti bókina en hún á einnig heiðurinn að mynd- skreytingu bókanna Maríuhænan og Barnagælur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.