Morgunblaðið - 06.12.1991, Page 40

Morgunblaðið - 06.12.1991, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 Bielg Jóns NÓttí borginri „Virkilega spennandi og óvenjuleg unglingasaga eftir einn efnilegasta rithöfund okkar.“ Arnaldur Indrióason, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaósins Miðstöð fræðslu og rann- sókna í sjávarútvegi TILLAGA til þingsályktunar um eflingu Akureyrar og Eyjafjarð- arsvæðisins sem miðstöðvar fræðslu og rannsókna á sviði sjávarút- vegs hefur verið lögð fram á Alþingi. Tillagan felur í sér að á svæð- inu verði í framtíðinni höfuðstöðvar fræðslu og rannsókna á sviði sjávarútvegs og framtíðaruppbygging á vegum ríkisins fari fram í Eyjafirði. Mikilvægt sé að slík miðstöð sjávarútvegsins verði byggð upp þar sem þekking og reynsla og allar ytri aðstæður eru fyrir hendi og er því lagt til að ríkisstjórnin geri sem fyrst áætlun um uppbyggingu slíkrar miðstöðvar og að hún verði lögð fyrir Alþingi fyrir lok þessa kjörtímabils. I tillögunni kemur fram að mið- sjávarútvegs skuli byggja upp á Akureyri og Eyjaijarðarsvæðinu og að Alþingi feli ríkisstjórninni að gera tímasetta áætlun sem miði að uppbyggingu sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri og sjávarút- vegsbrautarinnar á Dalvík og efl- ingu hvers kyns rannsókna- og þró- unarstarfsemi á svæðinu. í kjölfar mikillar umræðu um sjávarútvegs- og byggðamál liggi beint við að Alþingi taki til umíjöHunar og af- greiðslu hugmyndir í þessa veru. „Að baki liggur sú hugmynd að þannig megi slá a.m.k. tvær flugur í einu höggi, þ.e. að sækja fram á sviði sjávarútvegs til aukinnar þekkingar og þróunar í þessari höf- uðatvinnugrein landsmanna og efla byggð og styrkja uppbyggingu há- skólanáms og rannsókna í miðstöð slíkrar starfsemi á landsbyggðinni,” segir í tillögunni. Morgunblaðið/Sigurður Björnsson Jóhann Helgason formaður Leifturs heiðrar gamla forustumenn og frumkvöðla í félagsstarfinu, frá vinstri: Sigmúndur Jónsson, Garðar Guðmundsson, Júlíus Magnússon, Stefán B. Ólafsson, Magn- ús Stefánsson og Ásgrímur Hartmannsson. Ólafsfjörður: íþróttafélagið Leiftur 60 ára Verðlaunagripir sem Ólafsfirðingar hafa unnið á liðnum árum vegna Islandsmeistaratitla. Ólafsfirði. UM ÞESSAR mundir er íþrótt- afélagið Leiftur á Ólafsfirði 60 ára. Sl. laugardag var veglegt afmælishóf haldið í tilefni tíma- mótanna í félagsheimilinu Tjarnarborg, sem Leiftur átti m.a. drjúgan hlut i að byggt var á sínum tíma. Fjölmargir boðsgestir sátu veisluna, m.a. Jóhann Ólafsson, sem flutti kveðju UMFÍ og færði félaginu farandgrip að gjöf, sem ætlað- ur er þeim sem vinna vel í fé- lagsstarfinu, og Hermann Sig- tryggsson, fulltrúi ÍSI, en hann sæmdi íþróttagarpinn og fé- lagsmálafrömuðinn Björn Þór Ólafsson gullmerki ISI fyrir störf hann í þágu íþróttahreyf- ingarinnar. Sagði Hermann viðurkenninguna táknræna fyrir ótrúlega glæsilegan ár- angur íþróttamanna frá Ólafs- firði á liðnum árum. Fjöldi kveðja og gjafa bárust. M.a. færði Ólafsfjarðarbær félaginu fimm hundruð þúsund króna peningagjöf. Jóhann Helgason formaður Leifturs bauð gesti velkomna og flutti síðan ræðu þar sem hann rakti sögu félagsins. Þegar félag- ið var stofnað árið 1931 var fyrir í byggðarlaginu ungmennafélag en nýja félaginu var í upphafi einkum ætlað að vera fótboltafé- lag og eingöngu karlmenn fengu inngöngu í bytjun. Fljótlega færði félagið út kvíarnar og konur fengu inngöngu eftir nokkrar deil- ur árið 1936 og hafa síðan verið miklir máttarstólpar í félaginu. Merkilegar fjáröflunarleiðir voru farnar á fyrstu árunum. Þannig tóku félagsmenn að sér að handmoka snjó af götum þorpsins á veturna en í staðinn felldi hreppsnefndin niður skatta af skemmtunum félagsins. Einnig voru dæmi um að félagið hand- mokaði snjó af veginum yfir Lág- heiði. Þeir víluðu ekki fyrir sér stórverkefnin í þá daga og Iþrótt- afélagið Leiftur eignaðist upp úr 1940 réttindi til öflunar á heitu vatni í grennd við þorpið og síðan hafði félagið forgöngu um að elsta hitaveita iandsins var lögð í Ólafs- firði og ekki nóg með það; glæsi- leg sundlaug var byggð í leiðinni og var hún vígð 1945. Leiftur og gamla ungmennafé- lagið sameinuðust og um tíma hét félagið Sameining, en fljótlega var nafnið Leiftur tekið upp á ný. Merki félagsins er nú 40 árai en það hannaði Ólafsfirðingurinn Eysteinn Þórðarson, margfaldur íslandsmeistari á skíðum. Tvær deildir eru nú innan fé- lagsins; skíðadeild sem Björn Þór Ólafsson veitir forstöðu og knatt- spyrnudeild sem Þorsteinn Þor- valdsson er formaður fyrir. Árangur íþróttamanna Leifturs hefur verið glæsilegur gegnum tíðina. Fyrsta íslandsmeistarann á skíðum eignaðist félagið árið 1940 og er sigurgangan óslitin síðan. íslandsmeistaratitlar Ólafs- firðinga skipta orðið hundruðum í skíðaíþróttinni frá upphafi. Um tíma áttu Ólafsfirðingar fjölda sundmanna í fremstu röð og knattspyrnumennirnir hafa náð góðum árangri og lið Leifturs m.a. spilað í 1. deild. Enn hyggja Leiftursmenn á landvinninga. Verið er að ljúka við gerð upphitaðs grasvallar. Samningur hefur verið gerður við Ólafsfjarðarbæ um byggingu á fullkornnu íþróttahúsi og í vetur halda Ólafsfirðingar landsmót á skíðum í samvinnu við Dalvíkinga. SB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.