Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 06.12.1991, Qupperneq 53
hefi ég farið síðan mér til gagns og gleði, m.a. stundað nám erlendis, en þessi fyrsta ferð og dvöl í skjóli hennar verður mér ávallt sem ógleymanlegt ævintýri. Eftir heimkomu frá námi fékk frænka mín kennarastarf við Gagn- fræðaskólann við Lindargötu sem þá var nýtekinn til starfa og kenndi hún þar í 20 ár, eða þar til sá skóli var lagður niður. Næstu fjögur árin kenndi hún við Hagaskóla og lét að því búnu af kennslu þá rúmlega sjö- tug að aldri. Hún naut þess að kenna og bar ávallt mikla umhyggju fyrir nemendum sínum. A kennaraferli sínum sótti hún námskeið bæði í Svíþjóð og Danmörku til þess að kynnast nýjungum í grein sinni og bæta þar með því þekkingu sína. Ástæðu þess að hún hætti að kenna svo snemma sagði hún vera þá, að héldi hún áfram kennslu nokkur ár í viðbót, fengi hún síður annað starf. Hún var þá við mjög góða heilsu og fannst ekki tímabært að hætta end- anlega að starfa. Lauk hún síðan starfsferli sínum á saumastofu Landakotsspítala og undi hag sínum þar vel sem annars staðar. Hún átti einkar gott með að umgangast fólk, enda létt og glöð í sinni. Frásagnar- hæfileika hafði hún í ríkum mæli og var oft skemmtilegt að hlusta á þær Tungusystur spjalla saman og rifja upp atburði liðinna tíma. Var þá stundum mikið hlegið og slegið á létta strengi. Sigga frænka var glæsileg kona hávaxin og tíguleg í fasi svo eftir var tekið og alltaf smekkleg hvar sem hún kom. Alltaf var hún reiðu- búin til hjálpar ef þörf var á. Vil ég ekki láta þess ógetið hversu hjálp- söm hún reyndist öldruðum foreld- rum sínum eftir að þau fluttu til Siglufjarðar. Með eftirvæntingu biðu þau vorsins eftir langan og oft strangan vetur, þá vissu þau að von var á dóttur þeirra, þegar skólastarf- inu lauk. Á hveiju sumri dvaldi hún hjá þeim meðan þau héldu heimili og veitti þeim alla þá aðstoð sem þau þörfnuðust. Hún var ógift og barnlaus, en systkinabörn hennar nutu þess einnig í ríkum mæli að eiga . hana að sökum góðmennsku hennar og rausnar. Eg get að lokum ekki látið hjá líða að minnast með þakklæti vel- gerðarkonu frænku minnar Sigríðar Ottesen, sem síðustu árin veitti henni ómetanlega aðstoð. Hún var ekki einungis að sinna starfi sínu, heldur var hún henni jafnframt góð vin- kona. Hafi hún hjartans þökk fyrir frábært og óeigingjarnt starf. Nú er komið að kveðjustund, og er mér þá efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún var mér og minni fjöl- skyldu. Ég mun ávallt sakna frænku minnar. Blessuð sé minning hennar. Ég minnist - þakka allt og óska þér um eilífð góðs er héðan burt þú fer. Far vel, far vel! Þig vorsins dísir geymi og vaki blessun yfir þínum heimi. (Hulda) Guðrún Kristinsdóttir MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBÉR 1991 Katrín S. Alexand- ersdóttír — Minning Fædd 24. apríl 1922 Dáin 27. núveinber 1991 Hún var dökk á bnin og brá, yfir- bragðið ef til vill svolítið suðrænt, og hún elskaði sólina og sumarið. Sjálf kom hún eins og sólargeisli inn í líf afa míns, Jóns Erlendsson- ar, og dætra hans tveggja, Margrét- ar móður minnar, og Elínar, er hún, þá kornung stúlka, tók að sér að halda þeim heimili og gekk systr- unum í móðurstað. Þá voru kjörin kröpp og fátækt mikil, en þrátt fyrir það og ungan aldur fórst henni verkið einkar vel úr hendi. Sparsemi, þrautseigja og nægjusemi var það sem til þurfti og allir undu glaðir við sitt. í þá daga var svo miklu minna sem gladdi og hjörtun svo miklu hreinni. Ein fegursta minningin sem systrunum gleymist aldrei, er þegar hún í fyrsta sinn kallaði á þær í mat, nú áttu þær aftur heimili eins og hin börnin. Síðastliðin þijátíu ár bjó hún ein, fyrst á Háaleitisbraut 46 og síðustu ^ögur árin í Ofanleiti 21 hér í borg. Snyrtimennska og reglusemi var henni í blóð borin og bar heimili hennar því fagurt vitni. Hún hafði yndi af fögrum hlutum og átti þá ófáa. Svo ótal margs er að minnast, svo ótal margt að þakka. Ógleym- anleg eru jólaboðin hennar sem hald- in voru svó lengi sem heilsan leyfði og ijúkandi heita súkkulaðið hennar var frægt. Þar var jafnan margt um manninn og glatt á hjalla. Og þótt hópurinn hennar væri orðinn stór, stelpumar hennar, eins og hún kall- aði þær jafnan, bamaböm og barna- barnaböm, þá gleymdist aldrei eitt einasta afmæli, ekkert tilefni, allir fengu sitt. Síðustu sjö árin átti hún við mikla vanheilsu að stríða og þurfti oft að dvelja langdvölum á sjúkrahúsum. En innilega glöð og þakklát var hún fyrir að fá að dvelja heima í sumar, glöð og þakklát fyrir að geta verið í litla garðinum sínum og notið bló- manna og sólarinnar, sem hún unni svo mjög, og sjaldan hefur skinið svo ríkulega sem í sumar. t Aldrei heyrðist hún kvarta, heldur barðist allan tímann af óbilandi kjarki og æðruleysi, ætíð í einlægri trú á einhvern bata. En þrekið þaut, og þjáningum hetjunnar okkar allra lauk að morgni að morgni 27. nóv- ember sl. og hún hélt að ströndinni hinum megin, þar sem ríkir eilíft vor; og birta og friður. Ég bið góðan Guð að geyma hana og styrkja alla þá sem nú syrgja sárt. Elsku Katrínu Svövu minni, hetj- unni sönnu, þakka ég allt og allt. Stjúpömmubarn hennar, Á.V.J. Sagiianökkviiin landar í Hlégarði SAGNANÖKKVINN landar í Hlégarði í Mosfellsbæ í kvöld, föstudaginn 6. desember, kl. 21.00. Áhöfn Sagnanökkvans er skipuð rithöfundum og tónlistarmönnum sem koma fram, lesa og flytja eigin verk, segir í fréttatilkynningu frá AB. Tolli, Þorlákur Kristinsson, stýrir nökkvanum en hann sendir frá sér bók í samvinnu við Einar Má Guð- mundsson nú fyrir jólin. I bókinni, er ber heitið Klettur í hafi, eru ljóð Einars Más og málverk eftir Tolla. Auk þeirra tveggja kemur Megas einnig fram en heildarsafn texta og ljóða hans er nýkomið út. Þá skipar Bubbi einnig áhöfn nökkvans og mun hann syngja eigin lög og ljóð. Aðrir í áhöfninni eru Þórarinn Edljárn, sem sendir frá' sér tvær ljóðabækur fyrir jólin, Vigdís Grímsdóttir, sem er með nýja ljóðabók, Kristín Omarsdóttir, sem hefur sent frá sér smásagna- safn, Guðmundur Andri Thorsson, en nýlega kom út skáldsaga eftir hann, og loks Ólafur Gunnarsson rit- höfundur. borús w borás HAGKAUP AUK/SÍA k9d22-618
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.