Morgunblaðið - 06.12.1991, Side 60
1
m
Minning-:
Gunnar Bjamason,
Hafnarfirði
Fæddur 10. október 1913
Dáinn 30. nóvember 1991
" Fallinn er frá Gunnar Bjarnason,
starfsmaður Hafnarfjarðarkaup-
staðar um langan aldur. Gunnar
var 78 ára gamall þegar kallið kom.
Með honum hefur kvatt góður og
gegn Hafnfirðingur, sem setti mark
sitt á samtíð sína, þannig að eftir
var tekið og þakka skal fyrir.
Gunnar Bjarnason starfaði ára-
tugum saman hjá Hafnarfjarðar-
kaupstað við ýmis skrifstofustörf,
einkanlega tengd innheimtu- og
fjármálum. Eftir að hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir sam-
kvæmt venjum og hefðum þar um
sinnti hann áfram sérstökum verk-
efnum fyrir Hafnarfjarðarbæ, sér-
staklega á sviði innheimtumála. Var
kraftur hans og dugnaður í þeim
efnum með fádæmum. Þessum
verkefnum sinnti hann með mestu
prýði allt fram til þess að veikindi
þau steðjuðu að, sem leiddu hann
til dauða.
Með Gunnari er genginn traustur
og dugmikill starfsmaður Hafnar-
fjarðarbæjar. Fyrir hans mikilvægu
störf í bæjarins þágu ber að þakka
af hlýhug og skal það hér gert.
Gunnar var félagslyndur vel og
fylgdi fast eftir stefnu jafnaðar-
manna. Var og góður liðsmaður
Aiþýðuflokksins í Hafnarfirði í
þeirri baráttu. Þar á bæ sakna
menn vinar í stað.
Glaðværð og kímni var áberandi
þáttur í fari hans. Hann gat jafn-
framt verið fastur fyrir og lét ekki
hlut sinn í orðræðum átakalaust.
Hressilegur gustur og kraftur fylgdi
hvar sem hann fór.
Eftirlifandi eiginkonu hans, El-
ísabetu Jónsdóttur, sem og öðrum
vandamönnum, sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Gunnars
Bjarnasonar.
Guðmundur Arni Stefánsson
Hann elsku afí okkar, Gunnar
S.G. Bjarnason, er dáinn og í nokkr-
um orðum viljum við þakka honum
fyrir samveruna. F’yrir raunsæi
hans sem kom sér svo vel fyrir
ungar dreymnar sálir. Fyrir fjörið
og kraftinn sem fyllti okkur bjart-
sýni og hugrekki. Fyrir hreinskiln-
ina sem auðveldaði okkur að vera
við sjálf í stað þess að þykjast.
Fyrir leiftrandi gáfur og þekkingu
sem hann var fús að miðla. Fyrir
að leyfa sér að vera stundum prakk-
aralegur, því þá var svo dillandi
gaman. Fyrir hjálpsemi hans og
hlýju sem aldrei brást.
t
Astkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BRAGI HÚNFJÖRÐ
ZOPHANÍASSON
skipasmíðameistari,
Skúlagötu 11,
Stykkishólmi,
andaðist í Landakotsspítala að kvöldi
30. nóvember.
Útför hans fer fram frá Stykkis-
hólmskirkju laugardaginn 7. des-
ember kl. 14.00.
Helga K. Kristvaldsdóttir,
Tómas M. Bragason,
Magðalena K. Bragadóttir,
Anna Ragna Bragadóttir,
Margrét St. Bragadóttir, Valdimar Ólafsson,
Hólmfriður J. Bragadóttir, Geir S. Sigurjónsson,
Björg Ó. Bragadóttir, Ragnar Óskarsson,
Bogi Th. Bragason,
Sigriður L. Bragadóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Drápuhlið 43,
andaðist í Landspítalanum 4. desember.
Haraldur Teitsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Yndisleg dóttir okkar,
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
Skólavörðustig 18,
lést í Landspítalanum 4. desember.
Kristín I. Pálsdóttir, Guðmundur Karl Arnarson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRI'ÐUR gunnlaugsdóttir
frá Kolugili,
til heimiiis á vistheimili aldraðra,
Seljahlíð,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 5. desember.
Sigrún Jóhannsdóttir,
Erling Jóhannsson, Þórunn Rut Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn,
STEINGRÍMUR MAGNÚSSON
fyrrverandi fiskkaupmaður
í Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 4. desember sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður V. Einarsdóttir.
Guð blessi afa og hana ömmu
sem elskaði hann svo mikið.
Gunnar Dóra, Helga Björg,
Kristján, Gunnar Axel.
Elskulegur tengdafaðir minn,
Gunnar Bjarnason, lést í Hafnar-
firði laugardaginn 30. nóvember
sl., 78 ára að aldri, eftir rúmlega
tveggja mánaða stranga sjúkdóms-
legu. Veikindi Gunnars voru óvænt
og þeim sem til hans þekktu og
störfuðu með honum var brugðið.
Allt fram að því að hann veiktist
hafði Gunnar unnið fullan starfsdag
að sjálfstæðum rekstri sínum geisl-
andi af starfsorku og honum varð
sjaldan misdægurt.
Með Gunnari er genginn mikil-
hæfur og góður maður. I raun réttri
má kalla Gunnar mann 20. aldar-
innar. Hann fæddist á ísafírði 10.
október 1913 og þegar á bernsku-
árum í sjávarplássinu drekkur hann
í sig vonir, hugsjónir og þrár ís-
lenskrar alþýðu sem áttu annars
vegar rætur sínar að rekja til óvæg-
innar lífsbaráttu fólks og hins vegar
sjáifstæðissóknar íslendinga á öld-
inni sem leið. Úr sama jarðvegi til-
einkaði Gunnar sér fomar dyggðir
fyrri aldar sem meðal annars ein-
kenndu þennan mannkostamann.
Einn helsti áhrifavaldur hins hrif-
næma unga manns var móðir hans,
Helga Magnúsdóttir og var Gunn-
ari tíðrætt um hana þegar minnst
var á liðna tíð á ísafirði, bænum
sem auðheyrilega átti mikið rúm í
hjarta hans.
Stjómmál og verkalýðsbarátta
heilluðu Gunnar snemma og í fjöld-
amörg ár og var hann dyggur bar-
áttumaður fyrir bættum kjörum
hins óbreytta alþýðumanns og
gegndi hann margvíslegum trúnað-
arstörfum innan Alþýðusambands
íslands. En þrátt fyrir djúpar rætur
í hinu forna bændasamfélagi fyrri
tíma var Gunnar fulltrúi þeirra
framsæknu manna sem skapað
hafa nútíma þjóðfélag á íslandi.
Gunnar fylgdist alla tíð vel með
þjóðmálum og var ákaflega fróður
um menn og málefni og í hinum
mörgu skemmtilegu og hressu um-
ræðum eða rökræðum hans við mig
og fleiri um þjóðmál kom vel fram
að hann vildi sækja fram á við og
þoldi illa lognmollu eða kyrrstöðu.
I honum sameinuðust á aðdáunar-
verðan hátt öll þau háleitu gildi sem
+
MAGNÚS EINARSSON
frá Búðum,
Staðarsveit,
er látinn.
Útförin verður gerð frá Búðakirkju laugardaginn 7. desember nk.
kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á Búðakirkju.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðrún Magnúsdóttir,
Stekkjarhoiti 6,
Ólafsvík.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓNATAN AÐALSTEINSSON,
Brimhólabraut 37,
Vestmannaeyjum,
lést i Sjúkrahúsi Vestmannaeyja miðvikudaginn 4. desember.
Anna Sigurlásdóttir,
Sigþóra Jónatansdóttir, Gi'sli Eiríksson,
Aðalsteinn Jónatansson, Þóra Björg Thoroddsen,
Þór Vilhelm Jónatansson
og barnabörn.
+
Elskuleg kona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og
langamma,
SIGURLAUG MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR,
Kársnesbraut 97,
Kópavogi,
lést þriðjudaginn 3. desembersl. á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Jón Bachman Guðmundsson,
Svala Konráðsdóttir, Jóhann Jakobsson,
Erna Konráðsdóttir, Sveinbjörn Jónsson,
Mjöll Konráðsdóttir, Höybye Christensen,
Drifa Konráðsdóttir, ' Ingi Gunnar Benediktsson,
María Björnsdóttir,
Einar Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaðir,
GUÐNI Þ. GUÐMUNDSSON,
Skaftahlíð 38,
andaðist i Landakotsspítala miðvikudaginn 4. desember.
Guðrún Áslaug Edvardsdóttir,
Jóhanna M. Guðnadóttir, Þorgeir P. Runólfsson,
Edvard G. Guðnason, Kristín G. Guðmundsdóttir,
• Sigurlaug Þ. Guðnadóttir, Óskar Hrafnkelsson.
fylgdu tíðaranda fyrri aldar og byrj-
un þessarar og það ferskasta sem
einkennir nútímann.
Kornungur kynntist Gunnar ást-
kærri tengdamóður minni, Elísa-
betu Jónsdóttur frá Hafnarnesi við
Fáskrúðsíjörð, sem lifir mann sinn.
Þessi kynni voru upphaf að farsælu
og ástríku hjónabandi og hygg ég
að leitun hafí verið að jafn samrýnd-
um hjónum.
Þau hjónin hófu búskap á ísafirði
1933 en fluttu til Reykjavíkur 1950
og síðan til Hafnarfjarðar 1952 þar
sem þau bjuggu alla tíð síðan. Þeim
varð sex bama auðið.
Líf þeirra hjóna var ekki alltaf
dans á rósum. Þau mættu ýmsu
mótlæti á umbrotatíma en allt slíkt
féll í skuggann fyrir þeirri miklu
raun þeirra að missa tvo mannvæn-
lega drengi, Halldór og Gunnar, í
sviplegum slysum með stuttu milli-
bili 1964 og 1965. Áfallið var mik-
ið en með samheldni og heilbrigðu
lífsmati tókst þeim Gunnari og El-
ísabetu að vinna þannig með sorg-
inni að reynsla þeirra hefur kennt
okkur hinum að meta lífíð og þau
raunverulegu verðmæti sem það
hefur að bjóða.
Ég tel það gæfu lífs míns að
hafa kynnst sæmdarhjónunum
Gunnari og Elísabetu. Ég kom fyrst
á heimili þeirra og eiginkonu
minnar Ingibjargar, 16 ára ungling-
ur og frá upphafi mætti ég þeirri
ólýsanlegu elsku og hlýju sem ein-
att stafaði frá þeim hjónum. Um-
hyggja þeirra, fórnfýsi og mann-
kærleikur var einstakur og heimili
þeirra sannkallaður griðastaður
fyrir óharðnaðan ungling í ölduróti
tilfinninga. Fljótlega varð mér ljóst
að ég hafði ekki einungis eignast
ástkæran lífsförunaut, tilvonandi
eiginkonu, heldur einnig tengdafor-
eldra sem komu eins nálægt því að
ganga mér í móður- og föðurstað
og unnt er. Verð ég ævinlega þakk-
látur þeim Gunnari og Elísabetu
fyrir ást þeirra, umhyggju og hlýju.
Syni okkar Ingibjargar, Gunnari
Bjarna, hafa Gunnar og Elísabet
reynst einstaklega vel. Gunnar
Bjarni hændist snemma að afa sín-
um og þeir urðu miklir mátar.
Dvaldi Gunnar Bjarni sem barn
langdvölum hjá ömmu sinni og afa
og bjó á heimili þeirra um margra
ára bil sem unglingur. Ég er mjög
þakklátur Gunnari fyrir að hafa
tekið nafna sinn Gunnar Bjarna að
sér og rækt þær föðurskyldur sem
mér sem ungum föður voru á þeim
tíma ofviða af ýmsum orsökum.
Það var reisn yfir Gunnari Bjarn-
asyni og persóna hans var heil-
steypt. Gunnar var glöggur maður,
skarpskyggn og skeleggur. Hann
var fylginn sér, en þó ávallt tilbúinn
til að miðla málum, einkum ef minni
máttar áttu í hlut. Gunnar var
hörkuduglegur, hagur og með ein-
dæmum starfsamur og hress. Af
þeim sökum töldu margir manninn
yngri en hann var í raun.
Nú er komið að sárri kveðju-
stund. Hin stóra fjölskylda Gunnars
Bjarnasonar kveður höfuð fjölskyld-
unnar. Vakin og sofin hafa þau
Gunnar og Elísabet fylgst með
hverju fótmáli hinna fjölmörgu niðja
sinna. Þau hafa tekið þátt í gleði
og sorgum barna sinna, barnabarna
og barnabarnabarna og ef eitthvað
hefur bjátað á hafa þau verið nærri
með útrétta og líknandi hjálparhönd
og kærleiksríku uppöivunarorðin
sín.
Elísabet, tengdamóðir mín, hefur
staðið dyggilega við sjúkrabeð eig-
inmanns síns í tvo mánuði, marga
klukkutíma á dag. Til hennar beini
ég orðum mínum: „Elsku Elísabet.
Við fengum að hafa Gunnar hjá
okkur á meðan hann lifði. Við feng-
um að kynnast ykkar einstaka og
kærleiksríka sambandi. Nú hafíð
þið verið aðskilin um stund, en
minningin um Gunnar mun ávallt
lifa í hugum okkar. Saman munum
við hlúa að minningu hans með því
að fylgja þeim manngildum sem
hann tileinkaði sér í lífínu.”
Ég bið Guð að blessa elskulegan
tengdaföður minn og minningu
hans. Megi hann styrkja Elísabetu
og börn þeirra Gunnars í sorg sinni.
Þeim og öllum öðrum í hinni stóru
fjölskyldu Gunnars votta ég dýpstu
samúð mína.
Ragnar Gíslason