Morgunblaðið - 06.12.1991, Síða 68
68
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991
„ Fnréíu c*i>saftx.. /)LUr hicifa annan
-fótinn* StXyr'i 6*y Ajsvr- "
Ast er.
11-6
... að hafa einhvern til að
líta upp til.
TMReg. U.S. PatOff. — all rights reserved
® 1991 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgimkaffmu
Ég hef verið að hugsa um að
gefa þér minkapels og sport-
bíl, og svo vilt þú ekki einu
sinni lána mér þúsundkall.
HOGNI HREKKVISI
Þessir bringdu . . ,
íþróttataska
Dökkblá íþróttataska, með
íþróttagalla, strigaskóm og ýmsu
öðru dóti tapaðist í biðskýli við
Fellaskóla snemma morguns
föstudaginn 22. nóv. Finnandi
hringi í síma 71044.
Þakkar fyrir grein
Kona hringdi og vildi þakka
fyrir grein í Velvakanda um spil-
afíkn. Hún sagðist þekkja þetta
vandamál af eigin raun og var
afar ánægð með greinina.
Billy Holiday
Soffía hringdi og vildi þakka
fyrir umfjöllun Kristins J. Níels-
sonar um söngkonuna Billy
Holiday sl. föstudag. Hún sagði
þetta hafa verið afar fallega
umijöllun og hún vildi þakka
honum fyrir.
Frumvarp um áfengis- og
vímuefnavarnir
Ásgeir Jónsson hringdi og var
ekki sáttur við nýtt frumvarp til
laga um áfengis- og aðrar vímu-
efnavarnir. Hann sagði að sér
hefði brugðið við að lesa frétt
um þetta frumvarp í Morg-
unblaðinu um helgina. Einkum
var hann ósáttur við það ákvæði
sem gerði ráð fyrir að ökumenn
sem dæmdir hafa verið til að
missa ökuleyfi verði gert að fara
í viðeigandi meðferð áður en
þeir endurheimti ökuleyfi sitt.
Ásgeir sagði þetta fyrir neðan
allar hellur því það væri grund-
vallarregla að menn væru ekki
vistaðir án samþykkis á sjúkra-
stofnanir. Það væri líka hæpið
að áfengismeðferð bæri árangur
ef viðkomandi væri neyddur í
hana. Einnig taldi hann að nauð-
ug meðferð gæti leitt til þess að
menn yrðu aridþjóðfélagslega
sinnaðir. Svona forræðishyggja
væri úrelt sjónarmið sem hefði
verið ráðandi í Skandinavíu fyrir
10 árum. Hann vildi því skora á
alla ftjálslynda menn á alþingi
að hafna svona frumvaipi sem
bryti gegn grundvallar mann-
réttindalögum.
Um starf kaþólsku
kirkjunnar
Margrét hringdi og vildi koma
með athugasemdir vegna bréfs
frá þjóðkirkjukonu sem spurði
hvað við ættum kaþólsku kirkj-
unni að þakka. Margrét vildi
byija á því áð spyija þessa konu
hvort hún væri búin að gleyma
sögunni sem hún hefði lært?
Árið 1000 urðu íslendingar ka-
þólskir 'og voru það til ársins
1550. Flest ef ekki öll okkar
handrit voru skrifuð og varðveitt
í íslenskum og kaþólskum
klaustrum. Ekki mætti svo
gleyma framlagi kaþólskra
nunna til heilbrigðismála á ís-
landi og það yrði aldrei fullþakk-
að. Þjóðkirkjukona hlyti að vita
að það voru kaþólskar nunnur
sem byggðu Landakotsspítala,
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og
St. Fransiscusspítala í Stykk-
ishólmi. Vinnuframlag systranna
hafi verið gífurlegt og sem dæmi
mætti nefna að þegar systurnar
gátu ekki lengur rekið Landa-
kotsspítala vegna aldurs hafi
þurft að ráða 6 manns í stað
forstöðukonunnar. Sagði Margr-
ét að nunnumar ættu þakklæti
og aðdáun allra íslendinga
skilda. Hvað viðkæmi því að af-
þakka páfaboðið ætlaði hún að-
eins að segja þetta: Sumir kunna
sig betur en aðrir.
Giftingarhringur
Giftingarhringur tapaðist fyrir
um tveimur vikum og er hann
merktur að innan með nafni. Ef
einhver veit um hringinn er hann
vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 50153.
Silfurhálsmen
Silfurhálsmen, mjög sérkenni-
legur ættargripur, tapaðist
föstudagsköldið 29. nóv. Annað-
hvort í Breiðholtinu, Vesturbæn-
um eða í leigubíl þar á milli. Ef
einhver hefur fundið menið er
hann vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 14547 eða 26676.
Skartgripakassi
Lítill skartgripakassi með grá-
leitu mynstri tapaðist fyrir um
tíu dögum. í honum eru hringar
og handlaga hálsmen. Finnandi
vinsamlegast hafi samband í
síma 614505.
Óánægð með grein
María Jónsdóttir hringdi og var
afar óánægð með greinina
„Barna- og örorkubætur” eftir
eldri borgara. Hún sagðist vera
75% öryrki og sagði greinina vera
árás á lífeyrisþega, yfirtrygging-
alækni sem og heilbrigðisráð-
herra. Hún sagði það afar smekk-
laust að væna þessa menn um
að gera ekki neitt. Hún sagðist
gjarnan vilja hafa jafn góða heilsu
og sá sem skrifaði og vera laus
við örorkubæturnar og það gæti
ekki verið að hann gerði sér grein
fyrir því hvað væri að vera ör-
yrki. Það væri óforskammað hjá
honum að segja að fólk drykki
fyrir örorkubætur sínar þegar
flestum væri þessi peningur nauð-
synlegur til þess að lifa af. María
taldi líka ósmekklegt að skrifa
svona bréf án nafns.
Páfagaukurinn floginn
Blár, lítill páfagaukur flaug út
um glugga í Birkihlíð 30. 30.
nóv. sl. Hann sást fljúga yfir á
Bústaðaveg. Þeir sem hafa séð
til hans vinsamlegast hringi í síma
689844.
Rúskinnshanski
Brúnn rúskinnshanski tapað-
ist í Hafnarstræti 30. nóv.
Finnandi vinsamlega láti vita í
síma 41712.
Týndi hring
Karlmannsgullhringur með
tópassteini (gulbrúnn) tapaðist
síðdegis föstudaginn 29. nóv.
Finnandi vinsamlegast hafi sam-
band í síma 75168 eftir kl 18.
Karlmannsúr
Svart karlmannsúr fannst í
Breiðholti. Nánari upplýsingar
fást í síma 74076.
Eyrnalokkur
Eyrnalokkur tapaðist í Súlna-
sal 30. nóv. Hann er gylltur og
á honum hanga 10 mismunandi
perlur. Finnandi hafi samband
við Berglindi í síma 671513.
Röng kápa á aðventukvöldi
Kona hringdi og vildi lýsa eft-
ir konunni sem var á aðventu-
kvöldi í Bústaðakirkju á sunnu-
daginn og tók með sér mosa-
grænu ullarsparikápuna hennar
en skildi sína eftir. Þessi kona
sem tók kápuna í misgripum er
vinsamlegast beðin að hafa sam-
band við kirkjuvörð Bústaða-
kirkju í síma 37801.
Víkverji skrifar
Ekki hugnast Víkveija þær áð-
gerðir sem Dagsbrún hefur
boðað nú í jólamánuðinum til að
„knýja á um svör við kröfum í sér-
kjaraviðræðum” eins og það er orð-
að. Þessar aðgerðir koma illa við
almenning rétt fyrir jólin, sérstak-
lega verkfallið hjá flugfélögunum
og Mjólkurstöðinni í Reykjavík.
Allir hljóta að viðurkenna að út-
litið hefur sjaldan verið svartara í
efnahagsmálunum og nú. Höfuð-
verkefni verkalýðshreyfingarinnar
hlýtur að vera að vernda kaupmátt
lægstu launa. Verkfallsaðgerðir
eins og þær sem nú hafa verið boð-
aðar gera aðeins illt verra.
xxx
Eflaust hefur fleirum en Vík-
veija þótt það undarleg ráð-
stöfun hjá Stöð 2 að vera með lang-
an þátt um 15 ára afmæli hljóm-
plötuútgáfu að kvöldi sjálfs fullveld-
isdagsins. Hingað til hafa 15 ára
afmæli ekki þótt svo merkileg að
ástæða væri til að gera um þau
sérstaka sjónvarpsþætti. Og ekki
finnst Víkveija líklegt að Stöð 2
muni framvegis gera 15 ára afmæl-
um fyrirtækja svona góð skil.
Nærtækasta skýringin er auðvit-
að sú að einn aðaleigandi Stöðvar
2 er forstjóri umræddrar hljóm-
plötuútgáfu, Skífunnar. Aðal sölu-
tíminn er framundan og því kemur
það sér vel að gera langan þátt um
afmælið. Safnað var saman prúð-
búnu fólki sem hlustaði á jólalögin
frá hljómplötuútgáfunni af plötum
og fylgdust með tónlistarmönnum
hreyfa varirnar í takt við lögin. Sá
eini sem braust út úr þessu formi
var Bubbi Mortens, sem söng við
eigin gítarleik. Þar með upplýsti
Bubbi að aðrir væru bara að syngja
í plati.
Að mati Víkveija er það rangt
af stórri sjónvarpsstöð að gera upp
á milli plötuútgefenda með þessum
hætti. Sjálfsagt er að kynna þá
tónlist sem kemur út fyrir jólin en
þá verða allir að sitja við sama borð.
x x x
Ekki hefur mikið farið fyrir bók-
akynningum á Stöð 2 fyrir
jólin. Er það einkennilegt þegar
haft er í huga hve bókin er rótgróin
í menningu okkar.
Hins vegar eru nokkrar bækur
kynntar í nýútkomnum Sjónvarps-
vísi, sem Fróði hf. gefur út fyrir
Stöð 2. Og þar er sama sagan og
með plöturnar, bækurnar sem
kynntar eiu koma allar frá Fróða!
Það skal tekið fram að þessar bæk-
ur eiga allar skilið að verða kynntar
en þar er hins vegar rangt að gera
svona upp á milli bókaforlaga.
xxx
Islendingar eru fljótir að taka upp
siði eriendra þjóða. Nú þykir
ómissandi að fara á veitingahús og
borða krásir af jólahlaðborði. Þessir
siður hefur breiðst út hér á landi á
örfáum árum en veitingamaður einn
tjáði Víkveija að líklega myndu 20
þúsund íslendingar fara í jólahlað-
borð fyrir þessi jól! Víkveija fékk
tækifæri til þess í vikunni að
smakka rétti af jólahlaðborði
Naustsins og eftir þá þeimsókn
skilur hann vel vinsældir jólahlað-
borðanna.