Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 72
VÁTRYGGING SEM BRÚAR v' BILIÐ SJOVAOPALIVIENNAR MORGVNBLADID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK Sim 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: llAFNARSTRÆTl 85 FOSTUDAGUR 6. DESEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Talsmaður bandaríska viðskiptaráðuneytisins: Vonum að Island verði áfram í hvalveiðiráðinu Bandarísk stjórnvöld gera sér grein fyrir því að visindaleg rök benda til þess að vissir hvalastofnar séu að ná sér á strik, að sögn talsmanns sjávarútvegsdeildarbandarískaviðskiptaráðuneytisins.Oghannsegirþað stefnu bandarískra stjórnvalda að stuðla að því að Alþjóðahvalveiðiráðið geti á virkan hátt stjórnað viðhaldi og nýtingu hvalastofna á grundvelli vísindalegra upplýsinga, eins og stofnskrá þess segi til um, og Bandaríkja- stjórn vonist til þess, að ísland verði áfram í ráðinu. „Við gerum okkur grein fyrir því að bandarísk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að taka ekki tillit til vísindalegra upplýsinga í hvalveiði- ráðinu. En stefna okkar er að stuðla að því að Alþjóðahvalveiðiráðið geti á virkan hátt stjórnað viðhaldi og nýtingu hvalastofna á grundvelli vís- indalegra upplýsinga,” sagði Roddy Moscoso talsmaður sjávar- og veður- fræðistofnunar bandaríska viðskipta- ráðuneytisins en undir hana falla sjávarútvegsmál, þar á meðal hval- veiðimál. Þegar Moscoso var spurður hvort hann væri með þessu að gefa í skyn að Bandaríkjastjórn væri að breyta um stefnu gagnvart hvalveiðibann- inu, svaraði hann því neitandi. Hún teldi sig hafa fylgt ofangreindri stefnu. En nú virtust vísindarann- sóknir benda til þess að einhveijir . þvalastofnar hefðu náð sér. Þegar hann var spurður hvort ekki yrði að heimila einhvetjar hval- veiðar, svo hvalveiðiþjóðir yrðu áfram í hvalveiðiráðinu, og það liðað- ist ekki í sundur, svaraði hann að þetta væri sanngjöm röksemd, sem hvalveiðiráðið hlyti að taka tillit til. „Og það er ljóst að næsti ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins verður mjög áhugaverður,” sagði Moscoso. Að- spurður hvort hann væri með þessu að segja, að íslendignar ættu a.m.k. að bíða með ákvörðun um úrsögn fram yfir þann fund, sagði hann að engar meiriháttar ákvarðanir hefðu enn verið teknar. „En við vonum heilshugar að Island verði áfram í Alþjóðahvalveiðiráðinu,” sagði Roddy Moscoso. Jólatréð sett upp á Austurvelli Morgunblaðið/Júlíus Borgarstarfsmenn byijuðu að setja upp jólatréð á Austurvelli síðdegis í gær. Jólatréð er gjöf frá Oslóarbú- um til Reykvíkinga og verður kveikt á því við hátíðlega athöfn næstkomandi sunnudag. Ríkisendurskoðun um tapaðar ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs: Lagt til að 4 milljarða kr. kröfur verði afskrifaðar Heildartap vegna sjóða, lána og ábyrgða ríkissjóðs 8-10 milljarðar RIKISENDURSKOÐUN leggur til íið afskrifaðar verði kröfur vegna ríkisábyrgða og veittra lána ríkis- sjóðs sem nema tæplega fjórum milljörðum króna miðað við síð- ustu áramót. Auk þess bendir stofnunin á að til viðbótar gætu tapast allt að 2,7 milljarðar króna vegna Flugstöðvar í Keflavík og vegna ferja og flóabáta. Nýlega hefur komið fram að talið er að 1,2 inilljarðar muni falla á ríkis- sjóð vegna taps Framkvæmda- sjóðs, 1,4 milljarðar vegna At- vinnutryggingarsjóðs, 1,2 millj- örðum hefur verið létt af Byggða- stofnun og talið er að Hlutafjár- deild Byggðastofnunar kunni að tapa 200 milljónuin. Alls gætu því tap víkissjóðs vegna eigin lánveit- inga, ábyrgða og viðskipta fjár- festingarlánasjóða numið átta til tíu milljörðum króna. Skýrsla Ríkisendurskoðunar fjall- ar um afskriftir á kröfum Ríkis- ábyrgðasjóðs og á endurlánum ríkis- sjóðs, sem gerð var að beiðni fjár- málaráðherra í ágúst. Þær kröfur Samdráttur í sovésku utanríkisþjónustunni: Niðurskurðurinn mun ekki síst taka til Islands - segir deildarslj óri í sovéska utanríkisráðuneytinu SEGLIN verða dregin saman í sovéska sendiráðinu í Reykjavík, segir Sergej Nikolajevitsj Shiskhin, yfirmaður íslandsdeildar so- véska utanríkisráðuneytisins. Of snemmt sé hins vegar að segja t.il um hve mikill niðurskurðurinn verður. Fyrir skemmstu voru ákveðnar talsverðar breytingar á sovésku utanríkisþjónustunni, m.a. var nafni ráðuneytisins breytt í ráðu- neyti erlendra tengsla. Enn starfar þar þó deild fjögurra til fimm manna sem aðallega sinnir málefn- um Islands. Yfirmaður hennar, Shiskhin, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að tekin hefði verið ákvörðun um að loka u.þ.b. tuttugu sendiráðúm og ræðismannsskrif- stofum erlendis. Þessi samdráttur tæki þó ekki til Evrópu. Þar yrði fyrst og fremst um fækkun starfs- liðs að ræða. „Samdrátturinn mun taka til allra sendiráða, ekki síst sendiráðsins á íslandi,” sagði Shiskhin. Segir hann ákvörðunar um niðurskurð starfsfólks í sendi- ráðinu á íslandi að vænta innan eins til tveggja mánaða. Sam- kvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneyti Islands voru 15 diplómat- ar, 23 aðrir starfsmenn, 34 makar og tíu börn hérlendis á vegum so- véska sendiráðsins þegar tölur voru síðast teknar saman um það efni fyrir ári. Shiskhin nefndi ennfremur að breytingarnar á utanríkisþjón- ustunni hefðu það í för með sér að fulltrúar lýðveldanna gætu tekið til starfa innan sovésku sendiráð- anna. Það þyrfti þó að semja um tilhögun slíks við stjórnvöld á hverj- um stað. Shiskhin sagði að enn væri óleyst vandamál hvernig fjármögn- un utanríkisþjónustunnar yrði hátt- að. Hann sagðist sjá tvo mögu- leika, annars vegar myndu lýðveld- in í sameiningu standa straum af kostnaðinum, hins vegar myndu Rússar hreinlega yfirtaka utanrík- isþjónustuna. Shiskhin var spurður álits á þeirri yfirlýsingu Borís Pankíns fyrrverandi utanríkisráðherra Sov- étríkjanna að um helmingur starfs- manna í sovéskum sendiráðum hefði verið njósnarar. „Það er erf- itt fyrir mig að tjá mig um þetta því Pankín hefur auðvitað mun meiri yfirsýn yfir málið en ég.” En kemur þessi yfirlýsing þér á óvart? „Nei,” svaraði Shiskhin. sem Ríkisendurskoðun leggur til að verði afskrifaðar eru 900 milljónir vegna ríkisfyrirtækja, 200 millj. vegna hitaveitna og viðskipta við sveitarfélög en 2,8 milljarðar vegna atvinnufyrirtækja. Afskriftir vegna orkufyrirtækja nema 200 milljónum en á frétta- mannafundi sem fjármálaráðherra boðaði til í gær kom fram að ef litið sé til liðinna tíu ára láti nærri að um 18 milljörðum króna hafi verið létt af orkugeiranum og auk þess sé áætlað að árlegar greiðslur ríkissjóðs vegna vaxta og afborgana af lánum til orkufyrirtækja nemi um 2,5 millj- örðum. Meðal einstakra lána eða ábyrgða sem ríkisendurskoðun leggur til að verði afskrifaðar eru viðskipti með fasteignir og vélar Sigló hf., en stofn- unin telur að tap af gjaldþroti og fasteignaviðskiptum vegna Sigló hf. nemi um 175 millj. Tap vegna gjald- þrots Arnarflugs er um 295 milljón- ir. Krafa á hendur ísl. gagnagrunnin- um uppá 35 millj. er talin töpuð en þar er um að ræða eftirgjöf á skatt- skuld útgáfufyrirtækisins Svarts á hvítu gegn veði í sérstökum hugbún- aði fyrirtækisins. Ríkisendurskoðun gerir ekki til- lögur um beinar afskriftir á skuld- bindingum vegna flugstöðvar í Kefla- vík og vegna fetja og flóabáta en telur að verulegar fjárhæðir muni falla á ríkissjóða vegna þeirra. Fram kemur í skýrslunni að fjórir aðilar sem reka feijur hafi fengið lán eða ábyrgðir hjá ríkissjóði uppá samtals um 700 millj. í lok síðasta árs. Við- bótarlán vegna smíði Vestmanna- eyjafeiju nemi 750 millj. og er heild- arkostnaður talinn verða 1,4 miljj- arðar. Miðað við afkomu fyrirtækj- anna fæst að mati Ríkisendurskoð- unar lítið eða ekkert upp í endur- greiðslur vegna þessara lána. Fjármálaráðherra sagði ljóst að kerfi ríkisábyrgða og endurlána hefði stundum verið misnotað með veitingu heimilda, þar sem beinar fjárveiting- ar hefðu verið rökréttar. Gera verði strangari kröfur um veð og greiðslu- getu fyrirtækja. Því hafi verið ákveð- ið að móta nýjar reglur í þessum málum fyrir marslok á næsta ári. Sjá einnig miðopnu. Islenskum skurðlækni og fleirum stefnt vegna dauða Andy Warhols BJÖRN Þorbjarnarson, íslenskur yfirlæknir við New York Hospit- al, er í hópi lækna og lyúkrunar- fólks, sem ættingjar listamannsins heimsfræga Andy Warhols, sem lést fyrir tæpum 5 árum, hafa nú stefnt fyrir rétt og saka um að bera ábyrgð á ótímabærum dauða Warhols með mistökum sem gerð hafi verið fyrir og eftir skurðað- gerð, sem listamaðurinn gekkst undir á sjúkrahúsinu daginn áður en hann lést. Mál þetta er nú mik- ið til umfjöllunar vestra og um það er meðal annars fjallað í fréttaskeytum Reuters og í dag- blaðinu The New York Times. Björn Þorbjarnarson, skurð- læknir, sem lengi hefur starfað í Bandaríkjunum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann ræddi þetta mál ekki við blaðamenn. Jonathan Weil, tals- maður sjúkrahússins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að öllum kröf- um ættingjanna væri hafnað og sjúkrahúsið teldi engin mistök hafa orðið við meðferð Warhols. Sjá ennfremur miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.