Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 11
Samkeppni Fjölmargar þjóðir, sem búa við atvinnuleysi, einkanlega í þróunar- löndunum, hafa fylgt fordæmi íra og eru nú rekin nokkur hundruð fríiðnaðarsvæði í heiminum. Á öll- um þessum stöðum eru mikil fríðindi í boði fyrir þau fyrirtæki sem þangað vilja koma. Mjög ólík- legt er að það sé fjárhagslega hag- kvæmt fyrir íslendinga að keppa á almennum grundvelli við önnur frí- iðnaðarsvæði í heiminum um að fá til sín erlend fyrirtæki. Á meðan atvinnuástand er jafn gott og raun ber vitni á íslandi getur varla talist hagkvæmt að bjóða erlendum fyrir- tækjum sömu kjör og önnur fríiðn- aðarsvæði bjóða. Hinsvegar virðist full þörf á að kanna hvort einhver erlend fyrirtæki sjái sér hag í því að koma á lakari kjörum en annars staðar vegna þeirra sérstöku að- stæðna sem í boði yrðu, svo sem jarðhiti, ódýrt rafmagn og vinnuafl með tækniþekkingu í. sjávarútvegi, að mestu tollfrjáls aðgangur að Evrópumörkuðum og lega mitt á milli Ameríku og Evrópu. Ekki er vafí á því að fjölmörg íslensk fyrir- tæki myndu sjá sér hag í því að reka sína starfsemi á fríiðnaðar- svæðinu. Varðandi slíkt þyrfti að kanna hvort fríiðnaðarsvæði sé hagkvæm leið til þess að efla íslen- skan útflutningsiðnað eða hvort ein- hveijar aðrar ráðstafanir væru jafn- góðar eða betri.” Ávinningur Með því að setja á stofn fríiðnað- arsvæði er verið að hvetja til stofn- unar atvinnurekstrar sem að öðrum kosti væri vart mögulegur, eða hag- kvæmur, í landinu, segja flutnings- menn jafnframt, en þeir sem helst virðast hafa áhuga á aðstöðu og rekstri á fríiðnaðarsvæði á Kefla- víkurflugvelli, eru aðilar á eftirtöld- um vettvangi: a) Japönsk og bandarísk fyrir- tæki gætu séð sér hag í því að reka samsetningarverksmiðju hér vegna nálægðar við Evrópumarkað og vegna þess tollfrelsis sem þau nytu gagnvart innflutningi til landa EFTA og Efnahagsbandalagsins. b) Sérhæfð alþjóðleg fyrirtæki gætu séð sér hag í því að reka vörugeymslur á Keflavíkurflugvelli vegna hagstæðrar legu hans mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku. c) Ekkert fríiðnaðarsvæði í heim- inum, svo vitað sé, getur boðið upp á jarðhita, en hann má nýta á ýmsa vegu í iðanaði. Einnig gæti reynst hagkvæmt að nýta hann til eldis á verðmætum krabbadýrum, t.d. humri og rækju, fiskum og e.t.v. til kjúklingaeldis í stórum stíl. Toll- frelsi á fóðri myndi e.t.v. hafa mjög hvetjandi áhrif á slíka starfsemi. d) Einn möguleiki enn er að kjöt- vinnslufyrirtæki kaupi dilkakjöt og njóti útflutningsbóta á kjötinu eins og aðrir útflytjendur. Bæði í Fær- eyjum og á Nýfundnalandi er mark- aður fyrir unnar kjötvörur sem ís- lensk kjötvinnslufyrirtæki gætu hugsanlega komist inn á. Ekki er þó víst að fríiðnaðarsvæði þurfi til þess að framkvæma þessa hug- mynd. e) Þá eru ýmsir möguleikar fyrir hendi í rafeindaiðnaði sem er tengd- ur sjávarútvegi og nýtingu annarra auðlinda á hafi úti. Ef tækniþekking er fyrir hendi má þróa upp ný tæki á þessu sviði vegna þeirrar reynslu og verkþekkingar sem fyrir hendi er í fiskvinnslu og sjómennsku. Einhæfir atvinnuvegir I skýrslu Byggðastofnunar um fríiðnaðarsvæði frá því í desember 1987 segir að iðnaður hafi eflst nokkuð hérlendis á síðustu árum og fjölbreytni í útflutningi aukist talsvert. Jafnframt hafi hlutdeild þjónustu farið vaxandi í útflutningi og sé þjónusta við varnarliðið og ferðamenn líklega orðin önnur mesta gjaldeyrisuppspretta þjóðar- búsins. „Samt sem áður eru útflutn- ingsatvinnuvegir okkar einhæfir og víst að verulegar sveiflur verða í útflutningstekjum þjóðarbúsins meðan svo er. Þótt vafalítið megi vinna meira úr sjávarafurðum okk- ar og auka ferðamannaþjónustu er nauðsynlegt að reyna nýjar leiðir og koma upp fleiri útflutningsgrein- um sem búa við trausta markaði og jafnan vöxt. Slíkt verður best gert með því að styðja við bakið á nýjum útflutningsfyrirtækjum, auka tengslin við mikilvægustu markaðssvæði okkar og fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta hér mun meira en verið hefur. Jafnframt er tímabært að gera átak í atvinnulífi á Suðurnesjum. Stofnun fríiðnaðar- svæðis sem miðast við sérstakar aðstæður hér er athyglisverð leið að þessu marki.” Niðurstöður í athugun Byggðastofnunar eru helstu niðurstöður dregnar saman í eftirfarandi þætti. „Fyrirtæki, sem ijárfesta á frí- iðnaðarsvæðum, eru yfirleitt að sækjast eftir ódýru vinnuafli eða ýmsum fríðindum svo sem skattf-- ríðindum. Aðstæður hér virðast ekki vera neitt betri en annars stað- ar, til dæmis á írlandi, hvað varðar almennar aðstæður til iðnrekstrar enda langt til næstu markaðssvæða og ýmis þjónusta við atvinnurekstur fábrotin svo sem bankaþjónusta. Samkeppnisaðstaða hérlendis virðist ekki sterk miðað við þann atvinnurekstur sem einkum leitar á fríiðnaðarsvæði og þá hörðu sam- keppni sem er nær alls staðar um erlend fyrirtæki á milli fríiðnaðar- svæða og ýmissa þróunarfélaga. Til að vega upp ókosti við aðstæður hér þyrfti því sennilega að umbuna flestum erlendum fyrirtækjum verulega til að fá þau á „venjulegt” fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflug- völl eða annars staðar. Reynslan af fríiðnaðarsvæðum er í heild misjöfn og vafasamt að þær þjóðir sem lagt hafa í slík svæði hafi hagnast meira á að fjárfesta í svæðunum fremur en að beina fjár- magninu í almenna uppbyggingu innanlands. Niðurstaðan af laus- legri athugun á reynslu annarra þjóða er því sú að hér verði ekki komið upp fríiðnaðarsvæði eða skyldri starfssemi í þeirri mynd sem tíðkast hefur meðal annarra þjóða. Lagt er þó til að skipulegt átak verði gert til þess að efla útflutning iðnvarnings og til að fá erlend fyrir: tæki til að fjárfesta hérlendis. í þeim tvíþætta tilgangi verði komið á fót vísi að fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll í formi iðngarða með tollvörugeymsluréttindum. Slík aðstaða gæti hentað bæði innlend- um og erlendum fyrirtækjum. At- vinnurekstur á svæðinu gæti hag- nýtt sér nálægð Keflavíkurflugvall- ar og ef til vill lægri vinnulaun sér- fræðinga til að framleiða vörur eða hugbúnað tengdan hátækniiðnaði. Einnig má nota slíka aðstöðu til að umpakka og dreifa matvælum eða öðrum vörum til sölu erlendis. Til þess að af þessu geti orðið þurfa stjórnvöld að leggja talsvert af mörkum í samstarfi við heima- menn. Fyrsta skrefið væri að stofna hlutafélag um rekstur iðngarða með tollvörugeymslurétti á sérstöku svæði við Keflavíkurflugvöll. Þetta félag gæti byijað á því að gera lóð- ir byggingarhæfar og kynna hug- myndina innanlands og utan. Félag- ið ætti einnig að safna nánari upp- lýsingum um starfsemi fríiðnaðar- svæða með því að hafa samband við til dæmis írska þróunarfélagið og ýmsar alþjóðastofnanir sem fjalla um málefni fríiðnaðarsvæða.” RAÐGREIÐSLUR TIL18 MÁNAÐA Raðgreiðslur VISA hafa reynst afar öruggur og vinsæll greiðslumáti vegna stærri viðskipta, og til kaupa á varanlegum munum, svo sem húsbúnaði, heimilistækjum og innréttingum. Nú getur þú jafnað út greiðslubyrði þinni á ódýran og þægilegan hátt á allt að 18 mánuði, eftir þvi sem þú telur þörf fyrir og söluaðili samþykkir. VISA GREIÐSLUÞJÓNUSTA - SNIÐIN AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM! Láttu RAÐGREIÐSLUR VISA létta þér róðurinn... ÓSKIN RÆTIST VI5A ISLAND HÖFÐABAKKA 9, 112 REVKJAVIK SÍMI 91-671700, FAX 91-673462

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.