Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 27
MORGUN'BLAÐID SUNM.’DACiUK 8. Dfi^EMBER 1991 27í: leið af framsýni. Erling Aspeiund stóð sig einnig mjög vei á þessum tíma og var einn hinna traustu sam- starfsmanna minna. Það mæddi líka oft mikið á riturunum mínum, Vil- borgu Bjarnadóttur og Janet Ingólfs- son, sem báðar stóðu sig afbragðsvel og veittu mér mikla aðstoð. Uppgjöf hjá Erni Örn Ó. Johnson var stjórnarfor- maður félagsins og það mæddi því talsvert á honum. Hann tók djöful- ganginn mjög mikið inn á sig og leið oft illa. Mér er það mjög minnis- stætt að þegar staðan var hvað svört- ust og lætin mest í kringum félagið þá kom ég á skrifstofu mína snemma morguns. Þar hitti ég Örn fyrir og sá strax að honum var brugðið. Þá um morguninn höfðu birst magnaðar skammargreinar um okkur og félag- ið í einhveiju dagblaðanna og þetta var dropinn sem fyllti bikarinn. Örn var bugaður maður. „Þetta gengur ekki lengur, Sigurður,” sagði hann við mig. „Nú skulum við fara til ríkis- stjórnarinnar og segja við hana að við höldum þetta ekki lengur út. Við skulum láta gera fyrirtækið upp og láta síðan ríkið taka við því.” Eg vissi ekki almennilega hvernig ég átti að bregðast við þessu. „Hvað er nú til ráða - hvernig á ég að snúa mér í þessu?” hugsaði ég með mér. Ég þagði góða stund og lagði heilann í bleyti. Það var nógu hábölv- uð að þurfa að standa í slag við menn utan fyrirtækisins þótt það bættist ekki við að stjórnarformað- urinn missti móðinn. Við máttum ekki gefast upp. Þar með vorum við búnir að fá þeim mönnum, sem ba- rist höfðu gegn okkur, bitur vopn í hendur. „Eigum við ekki að hugleiða þetta betur?” sagði ég við Örn. „Eig- um við ekki að ræða við einhverja aðra menn áður en við tökum svona ákvörðun?” Örn féllst á það. Ég vissi að Örn hafði miklar mætur á Jónasi Haralz Landsbankastjóra og bar traust til hans. Þegar ég kom inn á skrifstofuna mína lét ég það verða mitt fyrsta verk að hringja í Jónas og sagði honum að nú væri illt í efni. Örn væri að gefast upp. „Ef ég fæ Örn til þess að koma með mér, getur þú ekki hitt okkur og spjallað stund- arkorn við okkur um þetta?” Jónas féllst á það og við fyrsta tækifæri fórum við Öm í heimsókn til hans niður í Landsbanka. Ég byijaði á því að fara nokkrum orðum um stöðu mála, en síðan tók Örn við og sagði það skoðun sína að það væri bæði afstaða sín og til- finning að málið væri vonlaust. Við ættum ekki annars úrkosta en að gefast upp og biðja ríkið að yfírtaka rekstur Flugleiða. Jónas hlustaði, en tók síðan einarða afstöðu. „Þetta er það vitiausasta sem þið getið gert,” sagði hann. „Hvaða vanda haldið þið að það leysi að ríkið yfirtaki félagið? Til hvers haldið þið að það ieiði?” Og Jónas færði síðan mjög sterk og ákveðin rök fyrir máli sínu. Hann sagði það skoðun sína að ekki kæmi annað til greina en að við berðumst til þrautar og það gæti orðið náðar- högg fyrir íslensk flugmál að fá rík- inu félagið í hendur. Afstaða Jónasar og rökstuðningur blés aftur kjarki í Örn og hann orðaði það aldrei fram- ar að gefast upp. Tillaga um slíkt, sem hann hugðist leggja fyrir stjórn félagsins, kom aldrei nokkru sinni inn á borð til hennar. Pílagrímaflugið Við höfðum öll spjót úti við að afla Flugleiðum verkefna og tekna. Ár eftir ár var pílagrímaflugið drjúg tekjulind og varð það mjög um- fangsmikið hjá okkur um skeið. Eins og flestum mun kunnugt er það hei- lög skylda allra múslíma að heim- sækja hina helgu borg Mekka í Saudi Arabíu, a.m.k. einu sinni á lífsleið sinni. Pílagrímaferðirnar standa yfír ákveðinn tíma á ári hveiju, en vegna þess að tímatal múslíma færist til um nálega hálfan mánuð á ári hverju er það misjafnt á hvaða árstíma okk- ar tímatals pílagrímsferðirnar eru. Um það leyti, sem við hófum píla- grímaflugið, var það að haust- eða vetrarlagi og hentaði það okkur ágætlega. Við gerðum út menn til þess að gera tilboð í flutningana og annast samninga við heimamenn. Það var ekkert vafamál að við nutum þjóðernis okkar, en í nokkrum þeirra landa, sem við áttum viðskipti við, voru flugfélög stórþjóðanna fremur illa séð. Enginn efaðist hins vegar Forstjórar og framkvæmdastjór- ar Flugleiða á f-undi skömmu eftir stofnun fyrirtækisins. Frá vinstri: Hörður Sigurgestsson, Jóhannes Einarsson, Einar Helg- ason, Erling Aspelund, Jón Júl- íusson, Örn Ó. Johnson og Sigurður Helgason. Martin Pet- ersen og Alfreð Elíasson eru næstir á myndinni, en snúa að mestu baki að myndasmiðnum. Þrír Flugleiðamenn í þungum þönkum. Símon Pálsson, Einar Aakrann og Sigurður Helgason. um það að Island hefði hvergi komið nærri deilum Israela og araba og stæði utan við allar pólitískar al- þjóðadeiiur. Því var frekar samið við okkur en aðra, ef tilboðin voru hlið- stæð. Kom þetta m.a. fram þegar við bárum saman bækur okkar við Overseas National flugfélagið banda- ríska sem sóttist eftir pílagrímaflugi. Það lögðu margir hönd á plóginn við pílagrímaflugið. Það hvíldi mest á markaðsdeildinni að útvega verk- efnin og sjá um samninga, en síðan tóku aðrir við og sáu um fram- kvæmdina. Meðal þeirra, sem þarna komu mikið við sögu og stóðu sig með ágætum, voru Þórarinn heitinn Jónsson, Jón Óskarsson og Baldur Maríasson. Ég held að það sé óhætt að segja að undantekningarlaust stóð Flugleiðafólkið sig mjög vel í öllum samskiptum við pílagrímana og flug- málayfirvöld í þeim löndum sem við flugum til. Fólkið vann að þessum verkefnum af áhuga og dugnaði og af mun meiri samheldni en við áttum að venjast hér heima. Við önnuðumst pílagrímaflug fyrir Alsír, Nígeríu, Indónesíu og fleiri lönd. Oft höfðum við ekki nægjanleg- an flugflota sjálfir til þess að geta sinnt þessum verkefnum og tókum þá flugvélar á leigu, m.a. frá Overse- as National og Worldways, í lengri eða skemmri tíma. Við notuðum DC-10 breiðþotu okkar í þetta flug meðan hennar naut við og einnig tókum við Boeing 747 breiðþotur á leigu. Þá voru flugvélar Arnarflugs einnig notaðar í þetta verkefni eftir að við komum inn í það félag. Píla- grímaflugið gekk vel ef undanskilið er hið hræðilega slys sem varð haus- tið 1978. Við sinntum þessu verkefni allt fram til ársins 1985, en þá var ferðatímabilið farið að nálgast há- annatímann hjá okkur og möguleik- arnir til þess að annast það með eig- in flugvélum því orðnir litlir sem engir. En pílagrímaflugið var ekki eina leiguverkefnið sem við náðum. í árs- byijun 1979 hófum við vörufiutn- ingaflug milli Frakklands og Nígeríu og notuðum flugvéi Air Bahama í það. Síðan tók við stórt verkefni fyr- ir Air India. Seaboard hafði tekið það verkefni að sér, en hafði ekki nægj- anlegan flugvélakost til þess að sinna því og afsalaði samningum til okkar. Við komumst líka i samband við höfðingja nokkurn í Nígeríu, Mu- hamed Adamo, að nafni. Sá var eitt- hvað innundir hjá stjórnvöldum í heimalandi sínu og hafði fengið flug- rekstrarleyfi, en átti engar flugvélar. Menn voru svolítið tortryggnir gagn- vart honum í fyrstu, en Adamo stóð við alla sína samninga og við sinntum flugi fyrir hann, aðallega á milli Lagos og Kano, í fjögur ár. Þá náðum við einnig allstóru verkefni í Líbýu og var það í tengslum við olíuiðnað- inn þar. í það voru notaðar Fokker Friendship flugvélar. Öll þessi verk- efni voru ábatasöm og færðu Flug- leiðum milljónir dollara í tekjur. Reynt að selja eignir En á þrengingatímanum var ekki nóg með að við reyndurn að snapa okkur verkefni víða um lönd, við höfðum einnig áhuga á að selja eign- ir og losa okkur þannig úr versta skuldaklafanum. Við höfðum mestan áhuga á að selja Hótel Loftleiðir og Hótel Esju, en kaupandi fyrirfannst enginn. Mér datt meira að segja í hug að reyna að fá Byggðastofnun til þess að kaupa hótelin og gekk á fund Sverris Hermannssonar sem var einn af framkvæmdastjórum sjóðs- ins. Lagði ég þá hugmynd fyrir hann að Byggðasjóður keypti hótelin og seldi okkur þau síðan aftur á kaup- leigu. Slík viðskipti eru mjög algeng Citizen úr í miklu úrvali Hermann Jónsson, úrsmiöur, Veltusundi 3 (v/Hallærisplan). erlendis og stórfyrirtæki fjármagna oft bæði kaup á fasteignum og bún- aði á þennan hátt auk þess sem þessi háttur er þar oft hafður á við endurfj- ármögnun fyrirtækja. Sverri leist ekki illa á hugmyndina og kannaði undirtektir. Þær munu ekki hafa verið góðar og ekkert varð af fram- kvæmdum. Við settum líka flugvélarnar okkar á söluskrá. En vegna þeirrar lægðar, sem var í flugrekstrinum alls staðar í heiminum, fundust ekki kaupendur. Sem betur fer, liggur mér við að segja. Gangverð á slíkum DC-8 flug- vélum var komið niður í 2-2,5 milljón- ir dollara. Löngu seinna seldum við þessar flugvélar og var söluverð- mæti þeirra þá á milli 12 og 13 millj- ónir dollara. Til umræðu kom að Nígeríumaðurinn Adamo keypti af okkur flugvél eða flugvélar á kaup- leigu, en af því var ekki. Sennilega hefði það verið nær óbætanlegur skaði ef við hefðum neyðst til þess að selja flugvélarnar á slíku undir- verði sem um var að ræða. Niðurstaðan í sölumálunum varð sú að það eina, sem við seldum, voru hlutabréfin í Arnarflugi og fyrir þau fengum við aðeins smápeninga í þessari stóru hít. Endalok Air Bahama Á þessum erfiðleikatíma leið Int- ernational Air Bahama undir lok. Frá þvt að við keyptum félagið hafði það annast áætlunarflug milli Nassau á Bahamaeyjum og Lúxemborgar. Umsvifín urðu þó aldrei meiri en svo að við notuðum aðeins eina flugvél til þessa flugs. þegar mest var um að vera voru farnar sex ferðir á viku og við náðum þá gífurlega góðri nýtingu. Flestir farþeganna, sem við fluttum frá Nassau til Evrópu, voru Bandaríkjamenn sem komu frá Flórída og víðar að, m.a. frá Georg- ia, Carolina og Alabama. Þá fluttum við mikið af farþegum frá Evrópu til Bahamaeyja, en þangað voru þeir að fara í sólarfrí. Ég man það t.d. að hin kunna franska leikkona Brig- itte Bardot var einn af hinum föstu viðskiptavinum okkar svo og þýski leikarinn Kurt Jurgens, en þau áttu bæði hús á Bahamaeyjum. Eftir að beint flug hófst frá Miami til London og fleiri borga í Evrópu og skall brátt á mikið verðstríð á þessari leið. Það má eiginlega segja að það verðstríð hafi smátt og smátt breyst í hálfgert blóðbað því flugfélögin undirbuðu hvert annað svo mikið að það var ekkert vit í því. Það voru Laker, Air Florida og Pan American sem tóku þátt í þessum slag og átti hann ör- ugglega sinn þátt í því að Laker og Air Florida fóru bæði á hausinn. I þessum slag áttum við enga mögu- ieika. Bæði var að það datt fáum Bandaríkjamönnum í hug að fljúga fyrst til Nassau til þess að taka það- an flugvél til Lúxemborgar og Evr- ópubúarnir, sem voru að ferðast á þessari flugleið, kusu líka fremur að fljúga beint til Flórída. Við reyndum að bregðast við samdrættinum með því að fækka ferðum, en það dugði ekki til. Rekstrargrundvöllur var ekki fyrir héndi lengur. Það var ekki um annað að gera en að hætta rekstri Air Bahama og leggja félagið niður. Það var engan veginn sársaukalaust frekar en aðrar aðgerðir sem við þurftum að grípa til. Sérstaklega hafði ég miklar taugar til Air Ba- hama enda hafði það komið algjör- lega í minn hlut að endurskipuleggja félagið og sjá um rekstur þess fyrst eftir að það komst í eigu Loftleiða. r^^Leather cTWASTER, THE LEATHER CARE SPECIAUSTSV-' VÖRN OG VIÐHALD LEÐURHÖSGAGNA Fæst í húsgagnaverslunum um land allt. COSMETIC leðurnæring, yfir 40 litir. KAJ PIND hf., heildveislun, Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavik, sími 91-813340 frá kl. 13.00-18.00 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.