Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 Bókín um Sigurð Guðmundsson List og hönnun Bragi Ásgeirsson Það hafa einungis tvær bækur komið í jólabókaflóðinu er skara myndlistir, en-báðar eru þær mik- ilsvert framlag til kynningar á ís- lenzkum sjónmenntum, og hvor á sinn sérstaka hátt, svo gjörólíkar sem þær eru. Þó er meira en hæpið að setja bókina um Sigurð Guðmundsson í samband við jólabókaskriðuna, þar sem hún kom út í tilefni sýn- ingar verka hans í Listasafni ís- lands er opnaði 5. október og lauk eftir framlengingu hinn 24. nóv- ember, og gat í og með talist sýn- ingarskrá, í öllu falli mjög gagn- gerð og skilvirk heimild á listferli hans. En þetta eru sem sagt nýjar bækur, báðar fáanlegar á jóla- markaði og hefur þeim verið af- bragðs vel tekið. Bókin um Sigurð Guðmundsson í Amsterdam, tekur fyrir listferil hans frá upphafi og allt fram til þess árs, en andstætt bókinni um Guðmund Erró í París, en hér er um að ræða hreina fræðilega út- tekt. Fátt er sagt frá umhverfi hans, lífí og áhrifavöldum hér heima, eiginlega einungis með stuttlegri og ófullkominni tilvitnun í listamanninn sjálfan í formála eftir Robert-Jan Muller, er nefnist „Listamaður verður til”. Þó er það óneitanlega dálítið á skjön við faglega listsögu úttekt, að gefa í skyn, að dísætar pastel- myndir hafi opnað Sigurði dyr Myndlista- og handíðaskólans og segja frá (ímynduðum) tannförum Maríu Callas á hálsi Jóns Engil- berts! Hér er verið að tæpa á hlutunum og gefa eitthvað í skyn, er getur gefíð útlendingum alrangar og mjög villandi hugmyndir um ís- lenzkt samfélag á þessum tíma. Það er og margt í þessum form- ála, sem trúlega vekur forvitni ókunnugra og þessari forvitni er alls ekki svalað að neinu marki. Sigurður talar af nokkru yfír- srttíBs. HIÐ ÍSŒNZKA BÓKMENNTAFÉLAG Vr , SÍODMÍ'Ll 21 • PÖSTHÓI.F 8935 • 128 UKYKJAVÍK • SÍMI 91-679060 AÁ % 1816 ar 1991 Höfundar Sigurður A. Magnússon Kristján Ámason Þorsteinn Þorsteinsson Patricia Kenig Curd Eyjólfur Kjalar Emilsson Vilhjálmur Amason Þór Jakobsson Guðmundur Amlaugsson Þórarinn Guðnason Sveinn Einarsson Þorsteinn Gunnarsson greiná eru: Sigurbjöm Einarsson Hrafnhildur Schram Guðmundur J. Guðmundsson Jón Sveinbjömsson Einar Sigurbjörnsson Ragnar Sigurðsson Friðrik Þórðarson Magnús A. Sigurðsson Þorkell Sigurbjömsson Þóra Kristjánsdóttir Thor Vílhjálmsson GRIKKLAND AR OG SIÐ Skemmtilegar og fræðandi greinar um Grikkland og griska menningu. Grikkland hefúr löngum staðið mönnum fýrir hugskotssjónum sem táknmynd varanlegra gilda í lífí og list, þar sem viska og fegurð renna saman í eitt. I fomöld var þar lagður sá grundvöllur sem allt menntalíf Vesturlanda - listir og fræði, heimspeki og vísindi - hefur síðan hvílt á. Bókin Grikkland ár og síð hefur að geyma tuttugu og fimm greinar eftir íslenska samtímamenn, rithöfunda og fræðimenn á ýmsum sviðum. Þær varpa ljósi á ólíka þætti griskrar menningar að fomu og nýju. í bókinni eru einnig tveir kaflar með ljóðaþýðingum úr fomgrísku og nýgrísku. læti um íslenzka myndlist og myndlistarmenn og hlýtur það að vera hans mál, en ekki gæfi ég slíkri umsögn háa einkunn á fræði- legum grundvelli. Önnur og heillegri mynd væri vafalítið til af íslenzkri myndlist ef hún hefði notið meiri skilnings á þessum erfiðu árum, og harð- duglegir einstaklingar er þá voru virkir á listavettvangi hefðu getað helgað sig henni óskiptir. Hér er þeirra og lítið getið, er ótrauðir börðust við vanmat, vanþekkingu og skilningsleysi á alla vegu og ruddu brautina. Það er alltaf frekar frumstæð tegund listasögu þegar að manna, sem mikið kvað að á hinum ýmsu tímabilum, og voru miklir áhrifa- valdar og ruðningsmenn nýrra við- horfa, er að engu getið líkt og þeir hafí ekki verið ofan jarðar! En svo þegar þessu sleppir og farið er að grafa í persónueinkenn- um Sigurðar og kryfja grundvöll listar hans verður frásögnin um skiljanlegri því að hér er R.J. Muller svo og aðrir skrásetjarar á heimavelli. — Það er mikið rétt sem kemur fram um Sigurð og var einkenn- aridi fyrir kynslóð hans, hina svo- nefndu hugmyndafræðilegu kyn- slóð, hve þekkingin á list sam- tímans var af skornum skammti og kom hér til einhvers konar ár- átta sem hafði svip af hópefli. Það þótti beinlínis fínt að vita sem minnst um listhræringar allt um kring og listasöguna í heild, sem margur gaf skít í, því að menn lifðu og hrærðust í ég-inu. Þetta var á tímaskeiði ótæpi- legrar vímuefnaneyslu flestra þeirra, er aðhylltust hugmynda- fræðilegu listina og tilheyrandi þörf þeirra til hvers konar sjálfs- hyggju og sjálfsdýrkunar, svo sem kemur svo umbúðalaust fram í bókinni um Erró og raunar í fleiri bókum, er segja frá tímunum. Menn voru með margs kyns læti og sprell til að vekja á sér athygli, sem ekki er tiltökumál, en það hafði þetta fólk allt sameig- inlegt hve það var yfir sig ástfang- ið af sjálfu sér og sannfært um köllun sína, líkt og væri það í eld- heitum sértrúarsöfnuði. Má jafnvel halda því fram að mest dýrkaði ismi þessara ára hafí verið „ego- isminn”. Dómgreindarleysi þessa fólks á eigin verk var og viðbrugðið og mátti ætla að það áliti allt list, sem það snerti við og allár athafnir sínar nýja og ferska list, þótt þær hafí verið stundaðar um þúsundir ára og ýmis almenn vitneskja var þeim opinberun. Þannig má segja' að heita vatnið hafí verið fundið upp á degi hveijum allan áratug- inn. Þessu fylgdi auðvitað að taka ljósmyndir, kvikmyndir og mynd- bandsmyndir af sjálfum sér í öllum mögulegum stellingum og við öll möguleg tækifæri. Fæstir þeirra sem iðkuðu þessa tegund listar voru vel að sér hvað hina almennu tæknilegu hlið áhrærir og sumir þeirra kunnu jafnvel varla að halda á blýanti. í bókinni segir t.d. að Sigurður og nokkrir félagar hans hafi lagt fyr- ir sig glansmyndagerð og reynt Sigurður Guðmundsson að selja Ameríkönum, en það hafi ekki gengið, og þó að útskýringar hans hitti allt eins í mark, getur það eins vel hafa verið af kunnátt- uskorti, því að jafnvel glansmynd- ir útheimta ákveðna tækni og visst innsæi. Eins og fyrri daginn voru marg- ir kallaðir en fáir útvaldir og víst er að Sigurður Guðmundsson fann í þessum hugmyndafræðilegu hræringum sinn listræna grund- völl og hér virðist honum með sanni ekki hafa skort innsæið, því fljótlega á áttunda áratugnum fer hann að gera eftirtektarverða hluti í ljósmyndum og þróar smám sam- an með sér mjög ljóðrænan og heimspekilegan stíl, sem nær há- marki síðast á áratugnum. Sigurður kom fyrst fram í nýj- um húsakynnum SÚM-hreyfingar- innar á Vatnstíg seinni hluta fe- brúar 1969, og strax á eftir efndi listhópurinn til annarrar samsýn- ingar sinnar og markaði þetta tímamót því nú fengu samtökin fastan samastað og tóku að blómstra fyrir alvöru. Þetta kom í kjölfar mikilla hræringa í ís- lenzkri list á undangengnum árum. Sumt af þessu kom fram á nýaf- staðinni sýningu, sem ég hef gert skil á síðum blaðsins og endurtek ég sem minnst af því hér. — Það má alveg bóka, að um þessa ítarlegu samantekt megi segja það sama og margar bækur, sem gefnar hafa verið út um lista- menn erlendis í sambandi við viða- miklar sýningar á lífsverki þeirra, að hún er í sjálfu sér engu síðri sýningunni. Því má og einnig slá föstu, að hún kynni listamanninn Sigurð Guðmundsson mun betur en sýningin sjálf. Ekki þó einvörð- ungu vegna textanna heldur mun frekar fyrir hið yfirgripsmikla og prýðilega úrval mynda. Textarnir eru yfirleitt mjög fræðilegir og þeir sem endast til að lesa þá, verða vafalítið margs vísari um heimspekina á bak við hugmyndafræðilegu listina, en þeir geta einnig ruglað aðra og jafnvel heilaþvegið suma. Nýkjörin stjón Baldurs, ■ AÐALFUNDUR Baldurs, fé- lags ungra sjálfstæðimanna á Seltjarnarnesi, var haldinn laugar- daginn 16. nóvember sl. Á fundin- um var Jíosin ný stjórn og er hún þannig skipuð: Pétur Halldórsson Blöndal, formaður, Arnar Rafn Birgisson, varaformaður, Soffía Ásgeirs Oskarsdóttir, gjaldkeri, Óskar Torfi Viggósson og Jón Björnsson meðstjórnendur. Fund- arstjóri var Davíð Stefánsson for- maður ungra sjálfstæðismanna. Menn skulu þó ekki gleyma því, að hugmyndafræðilega listin er sama marki brennd og aðrar stefnur og stílbrigði í listinni, að hinar fræðilegu útskýringarnar verða oftar en ekki til eftirá, þó svo að menn gangi iðulega út frá einhverri lausformaðri hugmynd í upphafí. Hér fara menn jafnt að eftir hugmynd sem innblæstri og fræðileg skilgreining listrænna athafna eins og innsetningar (In- stallation), er einmitt í þá veru. Engin umræða (dialog) þarf að fara fram meðan á tilorðningu listaverks stendur, heldur er frek- ar um að ræða sjálfstætt skyn- rænt ferli, sem getur krafíst skil- greiningar og útlistunar eftir á og staðið og fallið með henni. í stuttu máli má segja, að Sig- urði hafí öðrum fremur tekist að virkja leikinn og gera hann að list- rænni athöfn. Uppátæki hans geta verið kostuleg og skúlptúrar hans einkennast tíðum meira af hug- mynd er kemur skoðandanum á óvart, jafnvel í opna skjöldu, en tilfínningalegri dýpt fyrir forminu. Komi svo á annað borð fram rík formræn kennd þá liggur það allt eins og jafnvel fremur í efninu sjálfu, stein- eða marmarablokk- inni sem listamaðurinn velur, og að vera verk handa hans. En þetta er í kjarna sínum full- gild aðferð, sem er mikið iðkuð nú um stundir og hér hefur Sigurð- ur náð að hasla sér völl á eftir- minnilegan hátt. Þeir kaflar bók- arinnar, sem koma frá honum sjálfum í formi hugleiðinga, ljóða og jafnvel spakmæla um lífíð og tilveruna, bregða jafnvel skýrara ljósi á listsköpun hans en útlistan- ir fræðinganna er í bókina rita. Hér koma fram ýmsar þverstæður í þankagangi listamannsins, en það þykir í sumum listhreyfingum jafnvel fínt að breyta um skoðun frá degi til dags, sem er auðvitað kórrétt ef tilefni er til þess og sé það viðkomandi eðlislægt, en ekki gert af ásetningi og löngun til að vera frumlegur. Bókin svarar mörgum áleitnum spurningum um list Sigurðar Guð- mundssonar, er frábær kynning á listferli hans svo að naumast hefur betur verið gert á landi hér. Hún er sem áður segir vel úr garði gerð, ljósmyndir og litgreining upp á það besta, en æskilegt hefði verið að gefa fólki einnig kost á að fá hana í mýkra bandi. Reynsla mín er sú, að hinar miklu skrár stórsýninga og safna, sem eru í mjúkri umgjörð endast frábærlega vel og eru að auki þjálli á milli handanna. En þrískipta myndin „Encore” á bls. 102-104, er hönn- unarlegur misskilningur í slíkri bók, því að hún skiptir henni og verður smám saman til óþæginda í uppflettingu. Hefði frekar átt að vera aftast. Svo sem fram hefur komið er hér um samvinnuverkefni Máls og menningar og bókaútgáfunnar van Spijk, Venlo, í Hollandi að ræða og er bókin bæði á ensku og íslenzku. Fjölmargir hafa stað- ið að útgáfunni bæði hvað texta og ljósmyndir áhrærir, en ritstjóri var Zsa Zsa Eyck en Aðalsteinn Ingólfsson íslenzkaði enska text- ann ásamt því að Sverrir Hólmars- son þýddi brot eftir T.S. Eliot. Hönnuður bókarinnar var Dick Bakker, Eindhoven, setning henn- ar fór fram í Odda, þrykking hjá van Spijk, Venlo og steinþrykk hjá Optiz Reprotechnik, Mönchen Gladbach. Bókin er gefin út í 1.000 eintökum á ísler.zku, hollenzku og þýsku en 3.000 á sænsku. Þetta er þannig alþjóðleg fagleg samvinna í bak og fyrir og því þótti mér það býsna merkilegt að uppgötva í bók þar sem svo til hvert fótmál listamanns á lista- brautinni er tíundað, að almennan nafnalista vantar. Dregið saman í hnotskurn hefur hugmyndafræðilega listin fengið betri kynningu með þessari bók hér á landi og erlendis, en nokkur listhreyfing, sem fram hefur kom- ið á íslandi til þessa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.