Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 35
fleiri menn tii greina. Ég vildi ekki
blanda mér of mikið inní ráðningu
nýs forstjóra enda var það verkefni
stjórnar Sambandsins að velja hann.
Auðvitað ráðfærðu ýmsir forystu-
menn í samvinnuhreyfingunni sig við
mig um það mál og ég lét í Ijós skoð-
anir mínar á því enda hafði ég
ákveðnar hugmyndir um það.
Ef ég hefði fengið að ráða hefði
ég hiklaust valið Axel Gíslason. Ég
treysti honum manna best. En það
lá fyrir að hann hafði ekki stuðning
ýmissa kaupfélagsstjóra. Ég býst við
því að þeim hafi þótt hann full ákveð-
inn í viðskiptum við kaupfélögin þeg-
ar hann stjórnaði skipadeild Sam-
bandsins. Hann fékk því ekki að njóta
sannmælis fyrir dugnað sinn og
metnað. Axel varð því snemma úr
leik í baráttunni um forstjórastólinn
og ég gerði mér grein fyrir því að
það myndi ekki duga að tefla honum
fram, jafnvel þótt hann væri besti
kosturinn.
Ég og ýmsir fleiri töldu að hleypa
þyrfti nýju blóði inn í forstjórastarf-
ið. Því var það að augu okkar beind-
ust að Guðjóni B. Olafssyni, fram-
kvæmdastjóra Iceland Seafood í
Bandaríkjunum, sem þá var talinn
hafa staðið sig vel fyrir vestan. Guð-
jón hafði stuðning fulltrúa sjávarút-
vegsins innan Sambandsins. Ég
studdi hann einnig þar sem ljóst var
að samstaða næðist ekki um Axel.
Guðjón vissi hvar ég stóð. Hann hafði
nefnt það við mig þegar ég var á
ferð fyrir vestan að hann hefði áhuga
á því að verða forstjóri Sambandsins.
Þegar hér var komið sögu, á fyrri
hluta ásins 1985, stóð valið á milli
þeirra tveggja, Guðjóns B. Ólafsson-
ar og Vals Arnþórssonar. Ymsir
kunna að halda að þessi barátta
hafi verið hörð en svo var ekki. Þetta
var frekar friðsamleg kosningabar-
átta, ef svo má að orði komast, þó
að fjölmiðlar hafi verið að reyna að
stilla þessari forstjóraráðningu upp
með átökum innan Sambandsins.
Ráðning nýs forstjóra var svo leidd
til lykta á fundi stjórnar Sambands-
ins 20. maí 1985. Valur Arnþórsson
stjórnarformaður ákvað að láta fara
fram skriflega skoðanakönnun á því
hvern stjórnarmenn vildu ráða næsta
forstjóra Sambandsins.
Þar sem Valur átti sjálfur hlut að
máli tók hann ekki þátt í skoðaná-
könnuninni heldur fyrsti varamaður
í stjórn, Þorsteinn Sveinsson. Urslit
skoðanakönnunarinnar urðu þau að
Valur Arnþórsson fékk sex atkvæði
en Guðjón B. Ólafsson þijú atkvæði.
Þegar þessi úrslit lágu fyrir lýsti
Valur því yfir að hann gæfi ekki
kost á sér í forstjórastarfið. Hann
lýsti því jafnframt yfir að hann vildi
stuðla að fullri einingu meðal sam-
vinnumanna um þetta mikilvæga
starf. Lýstu fundarmenn allir yfir
þakklæti og virðingu í garð Vals
Arnþórssonar fyrir drengilega og
stórmannlega afstöðu.
Þessu næst lagði Valur til að leit-
að yrði til Guðjóns B. Ólafssonar um
að hann tæki forstjórastarfið að sér.
í skriflegri atkvæðagreiðslu um
þessa tillögu fékk Guðjón öll níu at-
kvæði aðalstjórnarmanna Sam-
bandsins.
Með þessum hætti var ákveðið
hver yrði eftirmaður minn. Sagt hef-
ur verið að Valur Arnþórsson hafi
sóst mjög eftir því að verða forstjóri
Sambandsins en ekki viljað taka
stöðuna nema hann fengi atkvæði
allra stjórnarmanna. Víst má það
vera rétt en ég held að hann hefði
getað tryggt sér atkvæði allra stjórn-
armanna ef hann hefði sótt það fast.
Valur hafði hins vegar önnur áform.
Fyrir lá að samþykktum Sambands-
ins yrði breytt á þann veg að heim-
ild yrði veitt til þess að stjórnarform-
aður Sambandsins gæti verið þar í
fullu starfi. Á þessum tíma taldi ég
fullvíst að Valur ætlaði sér að nýta
þessa heimild. Ég reiknaði þess
vegna með þvl að Valur yrði stjórnar-
formaður í fullu starfi þegar Guðjón
tæki við, eins og hugur hans stóð
til, _en af því varð ekki.
Ég held að það hefði verið mjög
mikilvægt fyrir Sambandið að fá
mann eins og Val Arnþórsson í fullt
starf. Það hefði verið kjörið viðfangs-
efni fyrir stjórnarformann Sam-
bandsins að annast félagsmálastarfið
enda er það mjög mikilvægur þáttur
í samvinnuhreyfingunni.
Á síðustu árum mínum hjá Sam-
bandinu var rekstur þess sérstaklega
erfiður. Að hluta til var það slæmu
itófebÚNBLÁÐÍb' SuWnUdÁGÚR ÍÉsÉlMÚd
1991
Erlendur og Margrét heilsa George Bush Bandaríkjaforseta og Barböru, konu lians, á Hótel Sögu árið
1984. Auk þeirra eru á myndinni lijónin Edda Guðmundsdóttir og Steingrímur Hermannsson, og Ólafur
Egilsson sendiherra.
Erlendur Einarsson, nýráðinn forstjóri Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga.
árferði að kenna en einnig kom raun-
vaxtastefnan mjög illa við okkur,
ekki síst eftir að raunvextir hækkuðu
jafn mikið og raun var á. Þessir háu
raunvextir voru óbærilegir fyrir allan
atvinnurekstur og afleiðingar þeirra
eru að koma fram enn þann dag í
dag. Erfiðleikarnir byijuðu strax árið
1982 þannig að grípa þurfti til að-
haldsaðgerða þegar á árinu 1983.
Sérstakra aðgerða var einnig þörf á
árinu 1985 og aftur árið 1986.
Mér var mikið í mun að tekið yrði
í taumana árið 1986 og rekstur Sam-
bandsins færður í rétt horf. Þetta
var síðasta árið mitt sem forstjóri
og ég vildi skilja við Sambandið í
eins góðri stöðu og frekast var unnt.
Þess vegna beitti ég mér fyrir því
að ítarlegar tillögur um aðhaldsað-
gerðir yrðu samdar og þær tillögur
voru síðan lagðar fram á stjórnar-
fundi Sambandsins í mars 1986. Þær
fólu þaðnneðal annars í sér að hætt
yrði við rekstur á deildum og fyrir-
tækjum sem rekin voru með tapi,
eignir yrðu seldar, framkvæmdum
frestað og almenns aðhalds gætt í
rekstrinum á sem flestum sviðum.
Þessar aðgerðir voru í mörgum
liðum. Til dæmis lagði ég til að hætt
yrði rekstri kjötiðnaðarstöðvar Sam-
bandsins og sú starfsemi færð út í
kaupfélögin. Jafnframt lagði ég það
til að rekstur Kexverksmiðjunnar
Holts, Torgsins og Herraríkis í
Glæsibæ yrði lagður niður. Einnig
vildi ég að tekin yrði ákvörðun um
framtíð ullariðnaðarins og að rekstur
á byggingavöruverslun yrði endur-
skipulagður.
Ég vildi einnig að fræðslu- og
kaupfélagadeild yrði lögð niður og
skólastjóri Samvinnuskólans yrði
ábyrgur fyrir öllum fræðslumálum
en kaupfélagaeftirlit færðist yfir í
fjárhagsdeild. Þetta var svolítið við-
kvæmt því ekki lá fyrir að Kjartan
P. Kjartansson, framkvæmdastjóri
fræðslu- og kaupfélagadeildar, fengi
annað jafn ábyrgðarmikið starf hjá
Sambandinu ef deildin hans yrði lögð
niður.
Við Valur Arnþórsson höfðum
unnið að þessum tillögum saman.
Guðjón B. Ólafsson fékk að fylgjast
með og var þeim samþykkur. Hann
sat stjórnarfundinn þegar tillögurnar
voru lagðár fram og hann var með-
flutningsmaður okkar Vals. Guðjón
kvaddi sér einnig hljóðs og lagði
áherslu á nauðsyn þess að taka á
vandanum. Stjórnin samþykkti þess-
ar aðhaldsaðgerðir með örlitlum
breytingum. Ég tók þegar til hend-
inni við að hrinda þessum aðgerðum
í framkvæmd. Margar tillagnanna
voru þó þess eðlis að þær þurftu
verulegan undirbúningstínia og því
gát ég ekki látið nema lítinn hluta
þeirra koma til framkvæmda áður
en eg hætti.
Ég hafði ákveðið að láta af störf-
um 1. september 1986. Mér fannst
það vel við hæfi að hætta þann dag
því þá voru liðin nákvæmlega fjöru-
tíu ár frá því 'Samvinnutryggingar
voru stofnaðar. Þetta var eftirminni-
legur dagur. Hann bytjaði með
stjórnarfundi í Sambandinu þar sem
ég skilaði formlega af mér og gerði
grein fyrir stöðu fyrirtækisins. Ég
hélt smáræðu þar sem ég nefndi
nokkur atriði í rekstri Sambandsins
sem mér voru ofarlega í huga á þess-
aristundu.
Ég benti á að breytingarnar í þjóð-
félaginu væru nú örari en áður. Því
væri mikilvægt fyrir stjórnendur að
skynja þessar breytingar rétt og
bregðast við þeim nógu snemma. Þá
minntist ég á fjárhagslega uppbygg-
ingu samvinnufélaga og benti á það
að hvergi í heiminum væri til þess
ætlast að fyrirtæki byggðu upp
sterka eiginfjárstöðu með hagnaði
eingöngu. Þess vegna yrði fjármagn
að koma í gegnum hlutafé eða hlið-
stæða eignarhluta. Þessi staðreynd
kæmi berlega í ljós í því að ekki
hefði verið stofnað nýtt samvinnufé-
lag á íslandi í áratugi. Þess í stað
hefðu samvinnufélög stofnað hluta-
félög þegar þau hefðu lagt út í nýjan
atvinnurekstur.
Ég nefndi ýmis fleiri brýn mál en
lauk ræðu minni með því að minna
á þær aðhaldsaðgerðir, sem vora í
gangi, og mikilvægi þeirra fyrir
rekstur Sambandsins.
Eftir hádegi var fundi stjórnar
Sambandsins framhaldið. Þá hafði
Guðjón tekið formlega við mínu sæti
en ég sat aðeins og hlustaði á umræð-
ur. Tilfinningar mínar voru blendnar
á þessari stundu. Ég fann til léttis
að vera laus við þá miklu ábyrgð,
sem hvílt hafði á herðum mínum í
þrjátíu og tvö ár, en ég fylltist einn-
ig söknuði við að kveðja Sambands-
húsið þar sem ég hafði unnið ævi-
starf mitt, samfellt í fjörutíu ár.
Við Margrét vorum nokkni seinna
kvödd formlega. Stjórn Sambandsins
hélt okkur kveðjuhóf í Lækjar-
hvammi á Hótel Sögu en fram-
kvæmdastjórnin kvaddi okkur í hófi
á Þingholti.
Það er víða venja að fráfarandi
forstjórar stórfyrirtækja fái skrif-
stofu til þess að vinna að ýmsum
verkefnum sem þeir hafa með hönd-
um. Að eigin ósk fékk ég skrifstofu
í húsnæði Samvinnubankans í Bank-
astræti og þar fór vel um mig. Ég
þurfti ekki að kvíða aðgerðaleysi því
ég hafði nóg að gera. Gert var ráð
fyrir því að ég yrði eftirmanni mínum
til aðstoðar þessa fjóra mánuði sem
eftir voru af árinu. Hins vegar kom
það mér mjög á óvart að hann hafði
aldrei samband við mig þann tíma
sem ég átti að vera honum til ráðu-
neytis. Hann leitaði engra upplýsinga
og sótti engin ráð til mín sem for-
vera síns, hvorki varðandi þau mál,
sem voru í gangi í Sambandinu þeg-
ar ég hætti, né ný mál sem komu upp.
Ymsir hafa spurt mig hvers vegna
við Guðjón störfuðum ekki meira
saman þennan stutta tíma þar sem
ég studdi hann til forstjórastarfsins
og vænti góðs af störfum hans fyrir
Sambandið. Ég kann engin svör við
þessari spurningu. Vera má að ein-
hveijir innan Sambandsins hafi borið
sögur á milli sem skapað hafa tor-
tryggni. Hver veit? Að vísu kann það
að hafa haft einhver áhrif á sam-
starf okkar Guðjóns að okkur varð
sundurorða nokkru áður en hann tók
við. Það atvik átti sér svolítinn að-
draganda.
Ákveðið hafði verið fyrir löngu að
Eggert Á. Sverrisson, framkvæmda-
stjóri fjárhagsdeildar Sambandsins,
fengi stöðu framkvæmdastjóra á
skrifstofu Sambandsins í London
þegar hún losnaði. Ég hafði haft
augastað á Þorsteini Þorsteinssyni,
framkvæmdastjóra Steinullarverk-
smiðjunnar á Sauðárkróki, í starf
framkvæmdastjóra fjárhagsdeildar-
innar í stað Eggerts og vissi að hann
var tilbúinn í það. Þorsteinn er ákaf-
lega hæfur maður og er hann nú
aðstoðarbankastjóri Norræna fjár-
festingarbankans í Helsingfoi-s.
Þegar Guðjón kom til íslands í
mars 1986 til þess að sitja áður-
nefndan stjórnarfund Sambandsins
aegar aðhaldsaðgerðirnar voru á
dagskrá ræddi ég við hann og sagði
honum að ég hefði góðan mann
handa honum, ef hann kærði sig um,
til að taka við framkvæmdastjóra-
starfi í fjárhagsdeildinni af Eggerti
þegar þar að kæmi. Fyrir mín orð
ræddi Guðjón við Þorstein. Mér til
mikillar undrunar sagði Guðjón eftir
þær viðræður að Þorsteinn væri ekki
maður að sínu skapi. Ég bað hann
að hugsa sig um en hann sagðist
ekki þurfa þess. Við ræddum þetta
ekkert frekar.
í maímánuði kom Guðjón aftur til
íslands á aðalfund Iceland Seafood.
Þá bað hann mig að finna sig upp á
herbergi sitt á Hótel Sögu. Erindið
var það að hann vildi að ég segði
Sigurði Á. Sigurðssyni, framkvæmd-
astjóra skrifstofu Sambandsins í
London, upp störfum. Sigurður var
einn af þeim mönnum sem ákærðir
voru í kaffimálinu og mér var Ijóst
að brottvikning hans yröi túlkuð á
þann veg að Sambandið væri að
viðurkenna sök hans. Það vildi ég
síst af öllu. Ég sagði Guðjóni að ég
myndi ekki hrófla við Sigurði af þess-
um sökum auk þess sem engin
ástæða væri til þess að segja honum
upp því hann stæði sig vel í starfi.
Mér fannst einkennilegt hvað Guð-
jón sótti þetta mál fast enda vissi
ég ekki hvað bjó undir. Honum var
nú orðið heitt í hamsi og hann bein-
línis krafðist þess að Eggert Á. .
Sverrisson yrði farinn til Londón
þegar hann tæki við 1. september
því Guðjón vildi fá Kjartan P. Kjart-
ansson sér við hlið sem framkvæmd-
astjóra fjárhagsdeildar Sambands-
ins. Þar kom skýringin. Ég hvikaði
ekki frá afstöðu minni og sagði Guð-
jóni að hann yrði að sjá um það sjáll’-
ur að losa stöðuna í London enda
væri stutt þangað til hann tæki við
af mér. Þessi framkoma hans kom
mér á óvart og ég var mjög hugsi á
eftir.
Guðjón greip síðan til þess ráðs
að færa menn til í starfí í stað þess
að beita uppsögnum þannig að fram-
kvæmdastjórastaða fjárhagsdeildar
losnaði handa Kjartani P. Kjartans-
syni strax og Guðjón varð forstjóri.
Því hefur stundum verið haldið
fram síðar, þegar syrti í álinn hjá
Sambandinu, að rekja mætti alla
erfiðleika Sambandsins til þess að
viðskilnaður minn hafi verið svo
slæmur. Margir hafa viljað trúa
þessu enda hef ég ekki haft góða
aðstöðu til andsvara. Þennan mis-
skilning vil ég leiðrétta hér. Út úr
ársreikningum Sambandsins og milli-
uppgjöri árið 1986 má lesa að staðan
var alls ekki slæm. Þvert á móti
skilaði ég góðu búi ef litið er á eigna-
stöðuna en ég dreg ekki dul á það
að reksturinn var erfiður. Erfiðleik-
arnir voru þó ekki óyfirstíganlegir.
Við höfðum ekki látið reka á reiðan-
um þessa síðustu mánuði heldur
hafði þegar verið gripið til strangra
aðhaldsaðgerða sem vænta mátti
mikils af ef þeim yrði fylgt eftir.
Á stjómarfundi 1. september
1986, er ég skilaði af mér, gerði ég
grein fyrir rekstrarafkomu Sam-
bandsins fyrstu sex mánuði ársins
samkvæmt milliuppgjöri. Heildar-
veltan hafði þá aukist um 9,2% um-
fram það sem áætlað var. Hagnaður
þetta tímabil var rúmar níutíu og sjö
milljónir króna. Þessar tölur bentu
til þess að við værum á réttri leið
en aðeins lítill hluti af aðhaldsaðgerð-'
um hafði þá komist í framkvæmd.
Eiginfjárstaða Sambandsins í árslok
1986 var tæpir sex milljarðar ef við
framreiknum hana til dagsins í dag
og bætum við raunvirði á eign Sam-
bandsins í Regin.
Það er ekki í mínum verkahring
að dæma um rekstur Sambandsins
eftir að ég hætti störfum. Hins veg-
ar verð ég að segja að það olli mér
vonbrigðum þegar ég uppgötvaði það
að tillögunum um aðhaldsaðgerðir
hafði flestum verið stungið undir stól.
í stað þess að framkvæma þær fyllt-
ust menn skyndilegri bjartsýni þegar
kom fram á árið 1987! Sambandið
ætlaði að kaupa Útvegsbankann og
stórt landsvæði í Kópavogi fyrir höf-
uðstöðvar sínar í framtíðinni. Þetta
var gert þó menn hefðu í höndunum
stjórnarsamþykkt um að nú ættí að
rifa seglin. Þá var ekki verið að tala
um slæma stöðu og erfiðan rekstur
Sambandsins.