Morgunblaðið - 08.12.1991, Page 41

Morgunblaðið - 08.12.1991, Page 41
MÓRGtJKBÍ.ÁÐID MIIMNI I\IG AWI^^n).'uli^R ^desember 1991 Kristinn Vilhjálms- son - Minning Fæddur 29. nóvember 1904 Dáinn 1. desember 1991 Mánudaginn 9. desember verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu vinur okkar Kristinn Vilhjálmsson. Kristinn er fæddur og uppalinn í Tungu í Skutulsfirði við ísafjarðar- djúp. Hann var kvæntur Helgu Jóns- dóttur og eignuðust þau fjögur börn. Bjuggu þau fyrst í Reykjavík en árið 1949 reistu þau sér heimili í Kópavogi og voru þau ein af frum- byggjum þar. Kristni kynntumst við þegar hann fluttist til Akureyrar til dóttur sinn- ar Margrétar og Gunnars Sólnes. Tókst með okkur mikil og góð vin- átta. Ætíð er við heimsóttum Norð- urland áttum við hauk í horni, þar sem Kristinn var. Hann var einkar greiðvikinn, lánaði okkur bílinn sinn ef á þurfti að halda og ekki er hægt að minnast Kristins án þess að geta jafnframt um dýrindis pönnukökurn- ar. Þær bakaði ha'nn af list, sem enginn fær eftir honum leikið, enda lét hann sér ekki nægja nema besta hráefni, 18 egg, ‘A iítri af ijóma og eitt stórt smjörstykki. Lífsgleði og þróttur Kristins, þrátt fyrir háan aldur, vakti aðdáun okk- ar. Hann fór reglulega í göngutúra í fjörunni á Akureyri_ og gekk þá allt að 10 km á dag. Á níræðisaldri lærði hann sund og hafði gaman af. Þegar fjölskylda okkar kom til Akur- eyrar síðastliðið haust, var Kristinn tilbúinn með skútu, sem hann smíð- aði fyrir börn sín, fyrir hálfri öld. Yar skútan hinn mesti kjörgripur. Ákveðið var að sigla skútunni við fyrsta tækifæri á Drottningartjörn. Um leið og viðraði til siglinga kom Kristinn og skútan var sett á flot. Undum við hjónin, Kristinn, synir okkar og vinir þeirra sólríkan eftirm- iðdag við að sigla skútunni. Var hópurinn á aldrinum 4 til 86 ára, því með Kristni var kynslóðabil ekki til. Kristinn var ljúfmenni og elskaði bæði börn og skepnur. Það var í frásögur fært þegar tík nágranna hans eignaðist hvolpa, því eftir gotið færði Kristinn tíkinni ilmandi pönnu- kökur „á sæng”. Þannig var hann hugulsamur og nærgætinn við alla. Við minnumst Kristins með hlýhug og erum ríkari eftir að hafa fengið að kynnast slíkum höfðingja. Við vottum íjölskyldu Kristins allri einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristins Vil- hjálmssonar. Inga Sólnes, Jón Sigurjónsson. Mánudaginn 9. desember verður Kristinn Vilhjálmsson borinn til grafar í Fossvogskirkjugarði. Kristinn var fæddur í Tungu í Skutulsfirði sonur hjónanna Vil- hjáhns Bessa Pálssonar sjómanns og bónda þar og Margrétar Jónsdótt- ur. Þar ólst hann upp í hópi fimm systkina og átti þar heima til tutt- ugu og sjö ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur ásamt Helgu Jóns- dóttur konuefni sínu, sem var ættuð frá Hvammi í Dýrafirði. Þau giftu sig sama ár og hófu þar sinn bú- skap. Þau eignuðust ijögur börn: Auði, sem nú er látin, Margréti, búsetta á Akureyri, Vilhjálm Bessa og Einar Kari sem búsettir eru í Reykjavík. Fjölskyldan fluttist árið 1945 í Kópavog og urðu því ein af frumbyggjum bæjarins. Starfsævi Kristins var óvenju löng eða frá barnæsku til áttatíu og eins árs aldurs er heilsa hans bilaði. Fyrst við búskap og sjómennsku á æsku- stöðvunum og víðar, en þó lengst af í húsgagnaiðnaðinum. Nánar tiltekið við krómun húsgagna, en við það vann hann í rúm fimmtíu ár, þar af í fjörtíu og sjö ár hjá fyrirtækinu Króm og málmhúðun. Meðan Kristinn bjó í Kópavogi átti hann smábát og stundaði á hon- um grásleppuveiðar á vorin og hand- færaveiðar og skytterí á öðrum tím- um árs. Hann hafði yndi af ferðalög- um og útiveru og ferðaðist mikið um landið allt fram á síðasta ár. Oft tengdust þessar ferðir veiðiskap og beijatínslu. Eftir að Kristinn fluttist til Akureyrar fór hann í dag- legar gönguferðir eftir Aðalstræti allt til síðasta dags. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og var knattspyrnan þar í öndvegi. Kristinn var sérlega hagur og liggja eftir hann margir fallegir smiðsgripir, meðal annars listilega gerðar seglskútur, sem þeir feðgar sigldu hér áður fyrr á tjörninni í Reykjavík. I einu var hann algjör snillingur, en það var í pönnukökubakstri og eru pönnukökurnar hans frægar víða um land. Kristinn las mikið íslenskar bók- menntir og fylgdist með daglegri umræðu fram á síðasta dag. Hann var ekki maður hástemmdra yfirlýs- inga, en hafði sínar skoðanir og fylgdi þeim. Hann var skýr í hugs- un, hafði gott minni og sagði vel frá. Kíminn var karlinn og var jafn- an stutt í grínið hjá honum. Kæmi maður fisklaus úr veiðiferð, þá lét hann mann heyra það á sinn góðlát- lega hátt að ekki væri maður nú mikill veiðimaður. Hann samgladdist fólki líka innilega og var stoltur af sínum nánustu þegar vel gekk í leik eða starfi. Síðustu æviárin dvaldi Kristinn á heimili Margrétar dóttur sinnar og Gunnars Sólnes manns hennar í Aðalstræti 82, Akureyri. Hjá þeim leið honum mjög vel og eignaðist þar fjölda nýrra vina. Um leið og ég votta börnum hans, tengdafólki og ættingjum samúð mína, kveð ég góðan vin. Þorleifur Stefánsson + Kveðjuathöfn um móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU JÓNSDÓTTUR frá ísafirði, til heimilis íÁlfheimum 25, Reykjavík, verður í Fossvogskapellu mánudaginn 9. desember kl. 10.30. Jarðarförin fer fram frá ísafjarðarkapellu fimmtudaginn 1 2. desem- ber kl. 14.00. Ása Fanney Þorgeirsdóttir, Páll Lúðvíksson, Ólafur Þorgeirsson, Jóhann Þorgeirsson, Ingibjörg Magnúsdóttir. Þorgeir Pálsson, Hildur Pálsdóttir, Páll Reynir Pálsson og barnabarnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför konu minnar, móður okkar, dóttur, systur og mágkonu, ODDNÝAR STELLU ÓSKARSDÓTTUR, Hellisgötu 5, Hafnarfirði. Óskar John Bates, Nikulás Óskarsson, Óskar Kristinn Óskarsson, Þuríður Óskarsdóttir, Una Nikulásdóttir, Borgþóra Gréta Óskarsdóttir, Hannes Benediktsson, Nikulás Óskarsson, Kristólina Jónsdóttir, Örn Ægir Óskarsson, Elín Guðmundsdóttir, Kristínn Karlsson. + Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lan- gafa, STEINÞÓRS SIGHVATSSONAR, Vatnsnesvegi 36, Keflavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs og Garðvangs. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Stefánsdóttir, Lára Steinþórsdóttir, Bragi Magnússon, Unnur Ingunn Steinþórsdóttir, Jón William Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. H Ó T E 'L Ö R K 19 9 2 Veittu konunni, foreldrum eða vinum birtu í skammdeginu STJÖRNUDAGAR: 5 daga lykill, mánudagur til fösludags. Innifalið: 5 dagar, 4 nætur, morgunverðir, 3ja rétta kvöldverðir. Fyrir manninn í 2ja manna herb. kr. 12.900,- HELGARLYKILL: föstudagur, laugardagur, sunnudagur lnnifalið: 3 dagar, 2 nætur, morgunverðir, 3ja rétta kvöldverðir. Fyrir manninn í 2ja manna herb. kr. 10.900,- HVUNNDAGSÞRENNA: 3ja daga lykill, mánudagur til miðvikudags/miðvikudagur til föstudags Innifalið: 3 dagar 2 nætur, morgunverðir, 3ja rétta kvöldverðir Fyrir manninn í 2ja manna herb. kn 6.900,- Með gjafalykli er hægt að bóka út allt árið 1992 E RABGRBÐSLUR Þar að auki fylgir: Aðgangur að sundlaug vatnsrennibraut, líkamsrækt, gufubaði, heitum pottum, golfvelli, dansleikjum, hárgreiðslustofu ofl. Á ölltun herbergjum er gervihnattasjónvarp, sími og minibar Hringdu strox við erum við símann. HÓTELÖQK Upplýsingar ogpantanir í síma 98-34700 Verið velkomin í jólagjafahús Hótel Arkarí Kringlunni SöluaOllan Hotel Arkar á landsbyggölnnl eru m.a.: Vesturland Xkranes: UmboStekrltstolan EarOabraut 2, s. 83-12800. Borgarnes: Magnús Valsson, s. 88- 71282. BrundarfjiirSur: FluglalBaumboS, s. 83-88655. Ólafsvík: VlSsklptablónustan, s. 83-81480. Stykklshólmur: ÞorSur ÞórBarson, S. 83-81288. BóSardalur: Melkorka Banedlktsdóttlr, S. 88-41415. Vestfirðlr IsatjörOur: Últar Xgóstsson, s. 84- 4150. Bíldudalur: FlnnbJörn BJarnason, s. 84-2151. Suðurland KeDavik: UmboOsskrltstola Helga Hólm, S. 82-15880. Grlndavík: Rakkarlnn, t. 82-88080. Hella/Hvolisvöllur: UmboOsskrHstolan Hellu, 1.88-75185. Vestmannaeyjar: FarOabJónusta Vestmannaeyjar, s. 88-12822. Austurland SeyölstJörOur: FJörOur ht„ s. 87- 21555. NaskaupsstaSur: Slgtós GuOmundsson, S. 87-71118. EskltJörOur: Erna Nlelsen, s. 87- 81181. EgllsstaBur: FerfiamlOstöO austurlands, S. 87-12000. Hötn: Jólia bnaland, i. 87-81888 — 87-81248 Norðurland Akureyrl: Ferðaskrlfstola Akurayrar, 1.86-25000. SiuOárkrókur: FerOapJonusta Arna Btöndal, t 85-85223. Hóaavik: FarOaakrlfatota Hósavikur, t. 88-42100. SlgluTJörOur: Oddný Jóhannsdóttlr, S. 88-61405. Dalvik/ÓtslslJ.: Arnl Jóliusson, t. 68-61405. Blöndós: Slgurbur Kr. Jónsson, s. 85-24222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.