Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR.&UNNUBA£UR,8. DESEMBER 1991
Helga Pétursdóttir,
Akureyri
Fædd 26. maí 1905
Dáin 2. desember 1991
Ég minnist hennar Helgu
langömmu minnar með söknuði og
sendi henni kveðju með ljóði Davíðs
Stefánssonar, Skógarhind:
Langt inn í skóginn leitar hindin særð
og leynist þar, sem enginn hjörtur býr,
en yfir hana færist fró og værð.
Svo fj'arar lífíð út.
Ó, kviku dýr,
reikið þið hægt, er rokkva tekur að
og ijúfíð ekki heilög skógarvé,
því lítil hind, sem fann sér felustað
vill fá að deyja ein á bak við tré.
Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt,
mun bleikur mosinn engum segja neitt.
Er fuglar he§a flug og morgunsöng
og fagna því, að Ijómar dagur nýr,
þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr
að uppsprettunnar silfurtæru lind -
öll, nema þessi eina, hvíta hind.
Edda María Vignisdóttir
Nú er hún elskulega amma mín
dáin. Eftir annasama ævi kvaddi
hún þennan heim að morgni 2. des-
ember sl. eftir að hafa legið á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri um
nokkurra ára skeið.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi
- Minning
að alast upp hjá ömmu minni og
nöfnu að stórum hluta fram á ungl-
ingsár. Ég stend í þakkarskuld við
hana fyrir alla þá hjálp og allan
þann stuðning sem hún hefur veitt
mér í gegnum tíðina og þá sérstak-
lega eftir að ég eignaðist dóttur
mína, Eddu Maríu. Hún taldi það
ekki eftir sér að sauma allan fatnað
á hana og studdi mig á ýmsa lund
þrátt fyrir takmarkaðan efnahag.
Þannig er henni rétt lýst. Alltaf
boðin og búin að rétt hjálparhönd.
Mér er einkum minnisstætt
hversu gott vald amma mín hafði
á töluðu íslensku máli. Kjarngott
íslenskt mál rann af vörum hennar
og var unun að hlýða á frásagnir
hennar af liðnum atburðum. Við
deildum herbergi í þá daga og oft
þegar búið varð að þvo upp og
ganga frá settist hún við sauma en
lét mig lesa upphátt fyrir sig ýmsan
þjólegan fróðleik. Þannig fræddist
ég um ýmsa hluti sem ég mun búa
lengi að meðan hún hélt sinni vinnu
áfram. Það var notalegt að sofna
hjá ömmu að loknum annasömum
degi.
I huga mínum mun minnin^in
lifa um þessa snaggaralegu ömmu
mína, með flétturnar niður á hné,
sem góðs uppalanda, manneskju
sem allir dáðu og virtu fyrir rétt-
sýni. Kvikar hreyfingar hennar,
hvellur hlátur sem alla smitaði og
kleinuilmurinn úr eldhúsinu á Norð-
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa.
ÞÓRÐAR JÓNSÞORVARÐARSONAR,
Birkihvammi 6,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við Sverri Bergmann, lækni, og öðrum
læknum og hjúkrunarfólki á deild 32A, Landspítalanum.
Sjöfn Bachmann Bessadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
urgötu 33 eru minningar sem öll
barnabörnin hennar mun trúlega
minnast um ókomin ár.
Trúrækni, sjálfsbjargarviðleitni,
kurteisi og mannrækt voru hennar
einkunnarorð. Hún fór sínar eigin
ótroðnu leiðir til að ná fram þessum
uppeldismarkmiðum sínum. Hún
Helga amma mín var skapstór
manneskja, bar höfuðið ávallt hátt
og studdi eftir föngum börn sín og
barnabörn af elju og dugnaði í
gegnum lífið.
Helga fæddist 26. maí árið 1905
að Gauksstöðum á Skaga í Skaga-
fjarðarsýslu. Hún var dóttir hjón-
anna Péturs Björnssonar, bónda,
sem var af Skeggstaðaætt í Húna-
vatnssýslu, og konu hans Ingibjarg-
ar Bjarnadóttur.
Leið ömmu minnar lá í Húsmæð-
raskólann á Blönduósi sem í þá
daga var tveggja vetra skóli. Seinna
fór hún til Akureyrar og lærði þar
karlmannafatasaum. Eftir það lá
leið hennar til Sauðárkróks og
kynnist hún þar manni sínum,
Bjarna Sigurðssyni, útgerðar- og
sjómanni. Hún var 23 ára þegar
þau giftu sig. Bjarni fórst í aftaka-
veðri sjö árum síðar, þann 14. des-
ember 1935, með allri sinni áhöfn
af bátnum Oldunni.
Börn þeirra voru: Ingibjörg Alda,
húsmóðir sem var gift Magnúsi E.
Guðjónssyni, framkvæmdastjóra
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
sem lést fyrir rúmu ári. Fyrri mað-
ur Öldu var Stefán Skaftason,
læknir. Sigrún, verslunarmaður
sem er gift Sigurði Garðarssyni,
verslunarmanni. Guðrún Sigurlaug
sem lést 8 ára að aldri og Bjarni,
kaupmaður á Akureyri, sem er gift-
ur Jónu Baldursdóttur, húsmóður.
Við barnabörn Helgu erum níu
og barnabarnabörnin eru sjö tals-
ins. Helga átti bróður er dó ungur
en fósturbróðir hennar var Pétur
Laxdal, húsasmíðameistari. Með
þeim voru ávallt miklir kærleikar
og talaði hún oft um þann mikla
styrk. sem Pétur bróðir sinn hefði
veitt sér.
Árið 1945 fluttist hún til Akur-
eyrar og vann þar við að sauma
herraföt en auk þess þótti hún lista-
manneskja í að sauma íslenska
þjóðbúninginn.
Fyrir hugskotsjónum mínum
stendur arnma mín fyrir framan
spegilinn og er að kemba hár sitt
og flétta - hún hlær öðru hvoru
og strýkur gleðitárin úr augunum.
Hafi elsku amma mín þökk fyrir
uppeldið og allar ráðleggingarnar.
Hafðu þökk mína fyrir að hafa ver-
ið mér ávallt innan handar. Með
söknuði ég kveð ömmu - um sinn.
Hún fölnaði, bliknaði fagra rósin mín,
því frostið var napurt.
Hún hneigði til foldar hin blíðu blöð sín,
við banastnð dapurt.
En guð hana í dauðanum hneigði sér að hjarta
og himindýrð tindrandi um krónuna bjarta.
Sof, rósin mín í ró, í djúpri ró.
(Guðm. Guðmundsson)
Hauður Helga Stefánsdóttir
Helga frænka mín er látin í hárri
elli.
Eins óhjákvæmilegur og dauðinn
er öldruðu fólki, þá fyllist maður
samt tómleika í hvert sinn sem
fréttir berast af láti ættingja og
vinar.
Helga fæddist 26. maí 1905 að
Gauksstöðum á Skaga, dóttir hjón-
anna Péturs Björnssonar bónda
þar, og Ingibjargar Bjarnadóttur
konu hans.
Helga var einasta bam þeirra
hjóna, þar til þau léðu ungri ófrískri
konu, vestan af Ijörðum húsaskjól,
þegar hún hrökklaðist úr fyrri vist.
Þegar barnið fæddist var það skírt
Pétur í höfuðið á velgjörðarmanni
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug
við andlát föður okkar og tengdaföður,
HAUKS EINARSSONAR
prentara
frá Miðdal.
Fyrir hönd vandamanna.
Rúnar Hauksson,
Erla Hauksdóttir,
Brynja Guttormsdóttir,
Kjell Gustavsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
HARALDAR ÓLAFSSONAR
sjómanns,
Sjafnargötu 10,
Reykjavík. f
Ólafur Haraldsson Ásgerður Höskuldsdóttir,
Hörður Haraldsson,
Haraldur Haraldsson, Ragnheiður Snorradóttir,
Rafn Haraldsson, Sigurbjörg Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför
GUNNLAUGS JÓNASSONAR,
Seyðisfirði,
og virðingu sýnda minningu hans.
Vilhelmína Jónsdóttir,
Áslaug G. Nielsen,
Jónas Gunnlaugsson,
Hallfriður Gunnlaugsdóttir,
Lárus Gunnlaugsson,
Jón Gunnlaugsson,
Margrét Pétursdóttir,
Bjarni Þorsteinsson,
Halia Gísladóttir,
Pálína Karlsdóttir,
Hildur Hjörleifs-
dóttir - Kveðja
barnabörn og barnabarnabörn.
Fædd 10. mars 1972
Dáin 26. nóvember 1991
Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
að falla í jörð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,
og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá,
og von, sem hefir vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst,
og aldrei geta sumir draumar ræst.
Til eru Ijóð, sem lifna og deyja í senn
og lítil böm, sem aldrei verða menn.
(Davíð Stefánsson)
Þótt kynni okkar Hildar Hjör-
leifsdóttur yrðu aððins tveir og hálf-
ur vetur fór ekki fram hjá mér hve
einstök manneskja hún var. Leiðir
okkar lágu fyrst saman í Hérranótt
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
viö öll tækifæri
blómaverkstæði
®INNA
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími 19090
veturinn 1989-90. Þar kom strax í
ljós hve ríkum leikarahæfileikum
hún var búin. Hún náði svo
skemmtilegum tökum á hlutverki
sínu að erfitt var að trúa að húrt
væri ekki í raun og veru írskur
prestur heldur ung menntaskóla-
stúlk-a í Reykjavík.
Eftir þessa ánægjulegu samveru
í leik og starfí gladdist ég mjög
þegar í ljós kom haustið eftir að
Hildur yrði ekki aðeins með mér í
bekk heldur einnig í fyrstu deild
fornmála, svo að við urðum þá tvær
stúlkur og tveir piltar. í svo fá-
mennri deild þar sem aðeins fjórir
nemendur glímdu í sameiningu við
grísku og goðafræði fór ekki hjá,
að samskipti yrðu mjög náin. Við
Hildur skiptumst oft á glósum og
hún hringdi stundum til mín til að
ræða námsefni næsta dags, beyg-
ingar og málfræði þessa forna
tungumáls sem var okkur svo fjar-
lægt. Oft spunnust þá skemmtileg-
ar og flóknar umræður um kviður
Hómers eða túlkanir á heimspeki
Sókratesar.
Við unnum einnig saman ásamt
öðrum að næstu sýningu Herranæt-
ur. Nú fengu hæfileikar Hildar enn
betur notið sín í stóru og marg-
brotnu hlutverki. Kom þá skýrt í
ljós hve tilfinningarík sál bjó í þess-
ari stúlku.
Hugsanir Hildar beindust oft inn
á brautir sem fæst okkar hinna
lögðu leið sína um færði þá jafnan
rök fyrir máli sínu, enda ákveðin í
skapi og lá ekki á skoðunum sínum.
sínum. Móðir þess dó, þegar snáð-
inn var rétt ársgamall, og tóku
Pétur og Ingibjörg hann þá að sér,
sem sitt barn, og slepptu ekki af
honum hendinni síðan.
Þannig eignaðist ég föðursystur,
sem ég kveð nú með þakklæti fyrir
ótaldar samverustundir.
Helga giftist ung Bjarna Sigurðs-
syni sjómanni á Sauðárkróki. Þau
eignuðust fjögur börn og af þeim
komust þijú til fullorðinsára.
Alda, ekkja eftir Magnús Guð-
jónsson framkvæmdastjóra Sam-
bands ísl. sveitarfélaga, og áður
bæjarstjóra á Akureyri. Sigrún,
tannsmiður, gift Sigurði Garðars-
syni verslunarmanni. Guðrún Sigur-
laug, sem lést vegna veikinda 1940
aðeins 8 ára að aldri. Bjarni, kaup-
maður á Akureyri, kvæntur Jónu
Baldvinsdóttur.
14. desember árið 1935 gerði
mikið mannskaðaveður á Skaga-
firði. Margir bátar voru á sjó og
náðu þeir ekki allir landi. Meðal
þeirra sem fórust var Bjarni Sig-
urðsson.
Sonur hans nýfæddur var skírður
yfir kistu föður síns og gefíð hans
nafn. Þau hafa verið dapurleg þessi
jól í litlu sjávarþorpi, þegar margir
höfðu misst ástvini eða ættingja og
allir í plássinu vini.
Það er erfitt fyrir íslending nú-
tímans að gera sér í hugarlund lífs-
baráttu kreppuáranna. Enn erfiðara
er að ímynda sér aðstæður ein-
stæðrar móður með fjögur börn á
þeim tímum. Engin félagsleg hjálp
var boðin fram, engar tiyggingar
léttu lífsbaráttuna. Annað hvort var
að bjarga sér sjálfur eða segja sig
til sveitar og glata með því öllum
almennum mannréttindum.
Helga Pétursdóttir bað engan um
hjálp.
Hún vann við saumaskap og þótti
ákaflega vönduð og sanngjörn
saumakona, þannig að oftast voru
verkefni næg og þegar þrengdi að
ijárhagslega var ráðið bara eitt;
vinna lengur og sofa skemur.
Helga fluttist með fjölskyldu sína
til Akureyrar árið 1945 og vann
þar áfram við saumaskap.
Helga vann mikið heima og
kannski þess vegna var hún svo
fastur punktur í tilverunni. Það var
alltaf hægt að ganga að henni vísri
heima.
Hún vann mikið við að sauma
í september hittist bekkurinn
okkar á ný að liðnu fögru sumri
og lagði ótrauður í lokaáfangann
fyrir stúdentspróf. Allt lék í lyndi
og við okkur brosti framtíðin björt
og heillandi. Þá allt í einu þyrmdi
yfir okkur við helfregn sem batt
harkalegan endi á gleðina: Hildur
er dáin.
Við dijúpum höfði harmi slegin
og fáum ekki skilið hver tilgangur-
inn geti verið með ótímabærum
dauða svo ungrar og göfugrar
stúlku. Hópurinn sem býst til prófs
í vor verður ekki eins og við höfðum
vonað vegna þess að Hildi vantar.
En þótt hún sé horfin fær ekkert
máð minningu hennar úr hjarta
okkar. Full sorgar og saknaðar
kveð ég kæran vin.
Ég votta ástvinum hennar ein-
læga samúð.
Æsa Strand Viðarsdóttir