Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 08.12.1991, Qupperneq 50
50 MORGU'NBtAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. 'DESEMBER’ 1991 * Eggertlsdal - Kveðja Fæddur 3. september 1910 Dáinn 1. nóvember 1991 Sá sem rekur fyrirtæki í hálfa öld, þarf stundum að auglýsa eftir fólki til starfa. Það var ekki mjög oft auglýst eftir fólki hér á árum áður, því starfsmenn komu ekki og fóru, eins og stundum vill verða, þegar vinnuframboð er meira. En þegar auglýst var komu venjulega margir, og þá var vandasamt að velja úr hópnum. Það var aðeins tvisvar, sem mér var þetta auðvelt, þó oftast rættist vel_ úr mannaráðningum. í seinna skiptið réð ég Eggert ísdal úr hópi margra álitlegra manna. Ég þekkti hann ekkert, vissi engin deili á honum, en mér fannst strax að þetta væri rétti maðurinn, og það reyndist svo vera. Hann var húsvörður við fjöl- skyldueign okkar Laugaveg 26 í 8 ár, og lést að kvöldi föstudags, þann 1. nóvember sl., á 82. aldurs- ári. Eggert aðstoðaði starfsmenn og leigjendur, hjálpaði til við rekstur fyrirtækja okkar í húsinu og var í hvívetna hin ágætasti starfsmaður. Orðið starfsmaður nær engan veg- inn nógu langt, þegar Eggert á í hlut, því hann tók sér ekki afmark- aðan verkahring, heldur hugsaði um allt sem hann ætti það sjálfur. Hann var í raun og veru orðinn einn af okkur, félagi og vinur. Eggert var framúrskarandi hag- ur og hafði margvísleg áhugamál. Hann smíðaði t.d. fullbúin skipa- módel af mikilli leikni, gerði við flókin gangverk og tæki, fékkst við ættfræði og margt fleira mætti nefna. Hann var ákaflega vel látinn af starfsmönnum sem öðrum, greindur og hlýr, áreiðanlegur og fastur fyrir. Við Eggert ræddum oft saman um ýmis málefni, en aldrei um hans uppruna eða.lífshlaup. Það, sem hér er sagt, eru því aðeins augnabliks drættir frá samstarfsárum okkar, hripaðir úr fjarlægð, ófullnægjandi ævikaflalýsing á eftirtektarverðum samferðamanni. Við Sigurður sonur minn áttum mest saman við Eggert að sælda þessi 8 ár og þar bar aldrei neinn skugga á. Hann starfaði hjá okkur fram eftir þessu ári, svo lengi sem hann óskaði. Andlega sterkir menn koma manni meir á óvart. Manni finnst eins og þeir falli skyndilega og óvænt í valinn. Það er víst að Eggerti ísdal fylgja hugheilar góðar óskir margra, sem kynntust honum í húsinu á Lauga- vegi 26, og við Sigurður vottum honum sérstaka virðingu og þakkir fyrir hönd okkar manna. Við kveðjum þennan ágæta sam- starfsmann og vin, og biðjum hon- um blessunar Guðs á hinum óþekktu leiðum. Aðstandendum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Jarðarförin hefur farið fram. Hjörtur Jónsson, Sigurður Hjartarson. Kveðja Sál mín fyigir þér unz hún nær þér að lokum í skýjum uppi. Að við séum að skilja, ástin mín, þar skjátlaðist þér. (K.F.) Það fylgir því undarleg tilfínning að afi skuli vera horfinn af sjónar- sviðinu. Þetta skeði allt svo snöggt að manni gafst varla tími til að átta sig. Nú mætumst við afi ekki lengur Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið ér við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. AÐVENTUTILBOÐ A HOLTI A HÓTEL HOLTI VERÐUR TILBOÐ ÍHÁDEGINU ALLA ADVENTUNA, SEM SAMANSTEDNDUR AF FORRÉTTIR, AÐALRÉTTI OG EFTIRRÉTTI, ÞAR SEM ÁHERSLA ER LÖGD Á GÆÐI í HRÁEFNI, MATREIÐSLUOG ÞJÓNUSTU. TILBOÐIÐ GILDIR ÍHÁDEGI ALLA DAGA VIKUNNAR ÞRÍRÉTTAÐUR HÁDEGISVERÐUR . ii . FRÁ KR. 1.195.- Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 CHATEAUX. á Laugaveginum. Við setjumst ekki saman til að ræða stjörnuspeki, hin ýmsu andlegu málefni, tilfinningar og duttlunga lífsins. Þegar ég var smástelpa minnti afi mig eitthverra hluta vegna á jólasveininn. Ég held það hafi verið nefið hans, stórt og rautt, í mínum augum, og ekki var verra að hann gat látið tísta í nefinu með því einu að þrýsta á það. Hann lumaði líka alltaf á eitthveiju góðgæti. Þær voru ófáar ökuferðirnar semí hann fór með okkur systkinin í. Þá var ýmist farið niður að höfn eða í fu- glaskoðunarferðir út á Alftanes. Þar kenndi hann okkur að þekkja í sundur hinar ýmsu fuglategundir. Ég kynntist afa á nýjan hátt fyr- ir tæpum 10 árum. Við höfðum bæði gengið í gegnum tímabil erfið- leika og komumst að raun um að við áttum margt sameiginlegt. Þrátt fyrir að við byggjum í sitt hvoru landinu tókst með okkur mjög gott trúnaðarsamband og mér hlýnaði svo sannarlega um hjartaræturnar í hvert sinn sem mér barst bréf frá afa. IngibjörgE. Kristíns- dóttír — Minning Fædd 3. ágúst 1903 Dáin 4. október 1991 Þann 15. október síðastliðinn var gerð frá Ólafsvallakirkju útför Ingi- bjargar E. Kristinsdóttur. Sendi ég henni hér með síðbúna kveðju. Ingibjörg er fædd 3. ágúst 1903 á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd, Skagafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlína Gísladóttir frá í Neðra-Asi, Hjaltadal, og Kristinn Erlendsson frá Gröf í Hofshreppi. Alsystkinin urðu níu og ein hálf- systir. Afþeim hafa nú kvatt okkur Kristín, Asta, Ingibjörg, Konráð, Guðberg, Erlendur og Margrét, en eftir lifa Líney, Auður og Gísli. Þriggja ára fer Ingibjörg til Lilju móðursystur sinnar T Stóru-Más- tungu í Gnúpveijahreppi og dvelur þar til tíu ára aldurs. Þá fer hún norður að Reykjum í Hjaltadal til frænda síns Ástvalds Jóhannesson- ar og konu hans Guðleifar Halldórs- dóttur sem Ingibjörgu var mjög kær. Eftir aðeins tveggja ára dvöl á Reykjum fer hún til Sigurbjörns Gíslasonar móðurbróður síns að Ási í Reykjavík, nú Sólvallagata 23. Þung raun hefur það verið for- eldium hennar að láta hana frá sér svo unga en sárabót að hún var hjá góðu fólki sem reyndist henni vel. Á meðan hún dvaldist í Ási var hún kaupakona að sumrinu í Stóru- Mástungu og var svo til tvítugsald- urs. I Stóru-Mástungu kynntist hún mannsefni sínu, Eiríki Eiríkssyni frá Votumýri á Skeiðum, sem var þar kaupamaður hjá Þórdísi systur sinni. Eiríkur var dagfarsprúður, mikið ljúfmenni sem allir dáðu og virtu sem honum kynntust. Ingibjörg og Eiríkur gengu í hjónaband 4. desember 1927. Fram á vor 1928 var Ingibjörg húskona í Skeiðháholti hjá Jóni mági sínum við gott atlæti, en á sama tíma var Eiríkur við vinnu í Reykjavík. Um vorið fóru þau í húsmennsku að Stóru-Mástungu, þar sem þeim fæddist dóttirin Kristín Sigurlína. Árið 1929 leigðu þau Fjall á Skeiðum og bjuggu þar í þijú ár, og eignuðust þar soninn Vilhjálm Halldór. Árið 1932 festu þau kaup á Borg- arkoti á Skeiðum, þar sem þau byggðu upp og ræktuðu. í Borgar- koti eignuðust þau Ástvald, Leif og Guðrúnu. I Borgarkoti bjuggu þau til ársins 1955, en fjölskyldan flutti að Hlemmiskeiði 11. Þáttaskil urðu í lífi Ingibjargar frænku minnar 24. nóvember 1964 þegar Eiríkur lést og synir hennar tóku við búinu. Hún hélt til á Hlemmiskeiði til ársins 1973 er hún flutti í lok ársins á Elli- og dvalar- heimilið Ás í Hveragerði. Þar tók- ust góð kynni við Sigurð Pálsson og gengu þau í hjónaband 1974. Lifðu þau vel saman í rúmt ár, en hann dó í ágúst 1975. Þann tíma sem hún var í Hveragerði dvaldi hún oft á Hlemmiskeiði hjá börnum sínum. Síðustu ár ævi sinnar bjó hún svo á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Ingibjörg fór ekki varhluta af heilsuleysi. Árið 1949 fékk hún heilablóðfall aðeins 46 ára gömul. Eftir það áfall var hún lömuð vinstra megin. í fjögur ár var hún ijarri heimili sínu, en komst á þeim tíma nokkuð til heilsu. Heim í Borg- arkot kom hún bundin í hjólastól, en var síðan spelkuð.. Kjarkur hennar var mikill og hún vann sín húsmóðurstörf þrátt fyrir fötlun. I Borgarkoti og á Hlemmiskeiði var mikill gestagangur, þar sem öllum var tekið með sömu ljúf- mennskunni, auk þess voru þar oft sumardvalarbörn, sem hún reyndist sem móðir. Veturinn 1946-47, var ég við vinnu í Brautarholti. Þann vetur var ég um hveija helgi í Borgarkoti. Ljúfar eru minningarnar frá þeirri dvöl. Ingibjörg móðursystir mín og Eiríkur reyndust mér sem bestu foreldrar. Oft var grín og glens því að frænka mín var glaðsinna og hafði gaman af glensi okkar ungl- inganna. Mér fannst alltaf að á Skeiðum væri ein fjölskylda á þeim AMKRÍ8K iAiliOf-ruIIft OG HANDKLÆÐI NÝKOMIN. HÁGÆÐAVARA FRÁ CASTNON. OG j / 1 ilhíi - - -f Stórhöfða 17, við Gullinbrú sími 67 48 44 Þetta samband okkar hélt áfram eftir að ég kom aftur heim. Það var alltaf gott að leita til afa, mér fannst hann alltaf svo skilningsrík- ur. Það var ekki í hans anda að hnýsast í einkamál annarra en þeg- ar hann fann að eitthvað var að spurði hann gjarnan, en flýtti sér síðan að bæta við ......ef þér er erfitt að svara þá slepptu því bara. Þetta er bölv . . . forvitni í mér”. Síðan hlustaði hann þolinmóður og hjálpaði svo við að leysa vandamál lífsins. Undanfarin ár hefur verið stijálla á milli samfundanna en það má ef til vill segja að þeim mun betur nýttum við okkur þær stund- ir sem við áttum saman. Þær eru margar minningarnar sem tengjast afa. Minningar sem ég er þakklát fyrir að eiga, sem og öll fallegu bréfin sem hann skrifaði mér. Ég kveð afa að sinni og bið góðan Guð að geyma hann. Sigrún tíma sem ég var þar og samheldnin eftir því. Frænka mín var mikil húsmóðir og lék allt í höndum' hennar hvort sem það voru hannyrðir eða matar- gerð. Mikil hetja er kvödd sem skilaði sínu starfi með alúð og kjarki þrátt fyrir fötlun sína. Henni eru fluttar kærar þakkir frá frændfólkinu á Bæ. Samúðarkveðjur sendum við til barna hennar og fjölskyldna. Hvíli hún í friði. Jófríður Björnsdóttir _______Brids________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Hafinn er þriggja kvölda jólatví- menningur hjá félaginu og spila 32 pör. Staða í N/S eftir fyrsta kvöldið: MagnúsOddsson-MagnúsHalldórsson 518 Ingvi Guðjónsson - Júlíus Thorarensen 482 Guðlaugur Karlsson - ÓskarÞórÞráinsson 477 Guðmundur Karlsson - Jóhann Jóhannsson 475 Kristófer Magnússon - Albert Þorsteinsson 460 Ingibjörg Halldórsd. - Sigvaldi Þorsteinss. 453 Staðan í A/V: Bergsveinn Breiðfyrð - Axel Þorkelsson 531 Arnína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 465 Ingi Agnarsson - Grimur Guðmundsson 458 Eðvarð Hallgrimsson - Eirikur Jónsson 456 HaukurHarðarson - Vignir Hauksson 453 Laufey Ingólfsdóttir - Björg Pétursdóttir 4 51 Bridsdeild Rangæinga Fyrir fimmta og síðasta keppnis- kvöld í hraðsveitakeppni félagsins, er staða efstu sveita þessi: Lilja Halldórsdóttir 2316 Eiríkur Helgason 2297 GuðmundurÁsgeirsson 2163 VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.