Morgunblaðið - 18.12.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 18.12.1991, Síða 1
72 SIÐUR B 289. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Jeitsín Rússlandsforseti segist hafa samið við Míkhaíl Gorbatsjov: Sovétríkin úr sögunni frá og með næstu áramótum Moskvu. Reuter. James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, gerir nú víðreist um Sovétríkin en um þessar mundir eru þau að leys- ast upp í fimmtán sjálfstæð ríki. 1 gær heimsótti Baker Kírgístan, Azerbajdzhan og Kazakhstan. Hér sést Baker ásamt Askar Akajev, forseta Kírgístans, á flugvellinum í Manas. SOVÉTRÍKIN Iíða undir lok um áramótin samkvæmt samkomulagi Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, og Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, sem náðist í gær á tæplega tveggja tíma fundi. Jelts- ín staðfesti þetta í gærkvöld í samtali við Rússnesku upplýsingaskrif- stofuna: „Frá og með áramótum getum við lifað nýju og betra lífi án Sovétríkjanna fyrrverandi.“ Jeltsín sagði að Gorbatsjov óskaði nýja samveldinu nú velfarnaðar og ætlaði sér ekki að leggja stein í götu þess. Sagði Jeltsín að þetta væri augljós stefnubreyting af hálfu Gorbatsjovs. Að sögn Tass-fréttastofunnar ákváðu forsetarnir að um áramótin hefðu rússnesk stjórnvöld tekið við opinberum verkefnum sovéskra stofnana. Hafði fréttastofan það eft- ir Gorbatsjov að hann teldi enn að upplausn og endalok Sovétríkjanna gerðu vandamál þjóða þeirra enn verri. „Ef æðstu ráðin [þing lýðveld- anna] eru hlynnt Samveldi sjálf- stæðra ríkja þá virði ég þá ákvörð- un,“ hafði Tass eftir Gorbatsjov. Pavel Vostsjanov, blaðafulltrúi Jeltsíns, sagði í gær að sovéski fáninn yrði dreginn niður í Kreml á gamlárskvöld. Kreml sjálf, aðsetur sovéskra stjórnarstofnana, færðist undir rússnesk yfirráð. Rússneska þingið lýsti því yfir í gær að það tæki við starfsemi og eignum sov- éska þingsins. Að sögn Tass mót- mæltu þingfulltrúar frá Mið-Asíu- lýðveldum Sovétríkjanna þessu og sökuðu Rússa um yfirgang. Innan skamms mun Rússland taka við sov- éska seðlabankanum, Gosbank, að því er tilkynnt var í gær. Um það var og samið í gær við tólf erlenda banka að Sovétríkin og arftakar þeirra þyrftu ekki að borga af er- lendum lánum í þijá mánuði í byijun næsta árs en vextir yrðu hins vegar greiddir. Á laugardag- hittir Borís Jeltsín leiðtoga fimm Asíulýðvelda Sovét- ríkjanna í Alma Ata, höfuðborg Kazakhstans. Þessi lýðveldi hafa ákveðið að ganga í Samveldi sjálf- stæðra ríkja að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum. Sagði Seitkazíj Motajev, talsmaður forseta Kazakh- stans, í gær að nýju aðildarríkin yrðu jafnrétthá stofnendunum, Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rúss- landi. Yrði nafni ríkjabandalagsins breytt í Samveldi evróasískra ríkja. Jeltsín segir að á fundinum verði m.a. samið um tilhögun varnarmála í samveldinu og útnefndur yfirmaður heraflans. Aðstoðarmaður James Bakers, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær að Jevgeníj Sjaposníkov, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, hefði sagst búast við að hann yrði yfirmaður herafla sam- veldisins. Gorbatsjov hefur það hlut- verk með höndum nú hvað Sovétrík- in varðar. Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu, hefur lýst sig yfirmann heraflans þar í landi og hið sama gerði Ajaz Mutalibov, forseti Az- erbajdzhans, í gær hvað hans lýð- veldi varðar. Andrej Gratsjov, tals- maður Gorbatsjovs, sagði í gær að Sovétforsetinn myndi leggja ákveðn- ar tillögur um framtíð hersins fyrir fundinn í Alma Ata og svo kynni að fara að hann yrði þar viðstaddur. Samkvæmt fréttum Reuters-frétta- stofunnar verður honum ekki boðið á fundinn. Um framtíð Sovétríkj- anna og Gorbatsjovs sagði Gratsjov að forsetanum væri nú umhugað um að tryggja snurðulaust breytinga- skeið sem lokið yrði um miðjan jan- úar. Neðri deild sovéska þingsins krafðist þess í gær að Gorbatsjov segði af sér. Reuter Dóttír Marcos-hjónanna snýr heim Irene Marcos, dóttir Ferdinands Marcosar heitins forseta Filippseyja og Imeldu eiginkonu hans, kom í gær til ættjarðar sinnar eftir sex ára útlegð í Malasíu. Sést hún hér ásamt móður sinni við kömuna til landsins. Reuter Olszewski gefst upp á sljórnarmyndun í Póllandi: Samstarf fimm Sam- stöðuflokka úr söpumii Varsjá. Reuter. 1 ■ JAN Olszewski gafst í gær upp á að mynda ríkisstjórn í Póllandi og sagði Lech Walesa forseta hafna allri samvinnu. „Æðstu embættismenn ríkisins verða að að sýna gagnkvæma hollustu til að hægt sé að ná árangri, þeir verða að haga sér í samræmi við reglur lýðræðisins,“ sagði Olsz- ewski í afsagnarbréfi sínu. Fyrir tveim vikum samþykkti Walesa tilnefningu Olszwskis eftir langt þóf en forsetanum þótti efnahags- máiastefna flokkanna fimm sem upprunalega studdu væntanlega stjórn vera í lausu lofti. Tveir flokkanna hafa þegar slitið sam- starfinu. Fyrii' ári mistókst Olszewski að myndá stjórn og var ósamkomulag við Walesa einnig ástæðan. Að sögn breska vikuritsins The Economist vill Walesa helst fá að ákveða sjálfur hveijir skipi allar ráðherrastöður og jafnframt reynir hann að koma manni frá Gdansk í embætti forsæt- isráðherra en valdagrundvöllur for- setans er þar í borg. Hin mikilvæg- asta valdamiðstöðin er Varsjá og þaðan kemur Olszewski sem neitar staðfastlega að sætta sig við ofríki af hálfu Walesa, segir vikuritið. Óljóst er hvort þingið, Sejm, sam- þykkir afsögn Olszewskis. Fráfar- andi forsætisráðherra er Jan Krzysztóf Bielecki sem vill halda áfram harðri markaðsstefnu og nýtur stuðnings Walesa. Flokkarnir fimm höfðu náð samkomulagi um að milda stefnuna nokkuð en andstaða al- mennings við markaðsstefnuna hefur farið hraðvaxandi að undanförnu vegna atvinnuleysis og lélegra lífs- kjara. Tvær milljónir manna eru án vinnu en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er samþykkur aðhaldsstefnu Stjórnarkreppu var afstýrt í Noregi i gærmorgun er mála- miðlunarsamkomulag náðist i Stórþinginu um breytingar á skattalöggjöfinni eftir strangar og tvísýnar samningaviðræður stjórnmálaflokkanna. Fulltrúar flokkanna, Verkamann- aflokksins, Miðflokksins, Kristilega þjóðarflokksins og Hægriflokksins, lýstu allir yfir sigri eftir að mála- fráfarandi stjórnar og telur hana nauðsynlega til að treysta efnahag- inn. Bielecki og Bronislaw Geremek, einnig umbótasinni, reyndu báðir að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar 27. október en mistókst. Flokkur Bieleckis ákvað að slíta samstarfi flokkanna fimm í síðustu viku og bar við vantrú á að samkomulag næðist um skynsamlega efnahagsstefnu. Á laugardag hrökk annar flokkur frá og sagði Olszewski ekki nógu ákveð- inn í að snúa frá stefnu ríkisstjórnar Bieleckis. miðlunarsamkomulagið náðist. Breytingarnar þýða að norskir laun- þegar greiða 6,9 milljörðum norskra króna minna í skatta á næsta ári en ella, eða jafnvirði 64 milljarða ISK. Hægriflokkurinn stóð gegn óbreyttu frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar en lét af andstöðunni eftir að komið var til móts við kröfu flokks- ins um lækkun hátekjuskatts og létt- ari skattbyrði fyrirtækja. Noregur: Málamiðlun í skattamálum Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.