Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 Aðilar vinnumarkaðar og orkufyrirtæki: Viðræður um sölu á umframorku á lægra verði að hefjast Ökumaður lítils fólksbíls var fluttur á slysadeild Borgarspítalans eftir að hafa lent í árekstri við stræt- isvagn við Höfðabakkabrú í Reykjavík um klukkan 20 í gærkvöldi. Að sögn lögi-eglu var maðurinn mikið slasaður en þó ekki í lífshættu. Talið var að orsakir árekstursins mætti rekja til mikillar hálku sem var á götum borgarinnar í gær. Þá rákust tveir bílar saman á Suðurlandsvegi á móts við bæinn Bitru í Flóa um klukkan 16 í gær, þegar annar þeirra rann til í krapi og yfir á öfugan vegarhelm- ing. Ökumaður annars bílsins var fluttur á_ sjúkra- hús en var lítið meiddur að sögn lögreglu. Á mynd- inni sjást fólksbíllinn og strætisvagninn eftir árekst- urinn við Höfðabakkabrú í gærkvöldi. VIÐRÆÐUR eru að hefjast á milli samstarfshóps aðila vinnumark- aðarins og raforkufyrirtækja um möguleika á því að atvinnufyrir- tæki geti tímabundið fengið umframorku á lægra verði en al- mennt gildir, að þvi marki sem þau geti aukið notkun sína. Mikil hálka olli slysum Samstarfshópur Alþýðusam- bands íslands, Vinnuveitendasam- bands íslands og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna um at- vinnumál er að kanna leiðir til þess að afstýra atvinnuleysi, bæta rekstrarskilyrði fyrirtækja og huga að auknum atvinnutækifærum á næstu árum. í bréfi samstarfs- hópsins til Landsvirkjunar, Raf- magnsveitna ríkisins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur kem- ur fram að einn þeirra möguleika sem ræddur hefur verið í hópnum er hvort hvatning til fyrirtækja til að auka framleiðslu eða breyta úr notkun olíu eða annarra orkugjafa í rafmagn gæti legið í því að fyrir- tækjum yrði boðið að nýta um- framraforku á betra verði en þau greiða fyrir almenna rafmagns- notkun sína. Óskaði samstarfshóp- urinn eftir viðræðum við orkufyrir- tækin um möguleika á því að fyrir- tæki gætu fengið tímabundið betri kjör á verði umframorku, að því marki sem þau gætu aukið notkun sína. Orkufyrirtækin féllust á að taka upp þessar viðræður og hafa skip- að fjóra menn til þátttöku í þeim. Ekki hefur verið boðað til fundar aðila. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Lands- virkjun hafi yfir mikilli umfram- orku að ráða, þ.e. stórum hluta af framleiðslu Blönduvirkjunar, og ef hægt væri að selja eitthvað af þeirri orku væri það af hinu góða. Myndi Landsvirkjun leitast við að bjóða notendum hæfilega hagstæð kjör ef það leiddi til aukinnar notk- unar. Halldór sagði að í þessu efni kæmi til dæmis til skoðunar hvort hægt væri að auka rafhitun at- vinnuhúsnæðis, skólahúsnæðis og sundlauga. Enn væri olía mikið notuð til að hita þetta húsnæði upp vegna þess að niðurgreiðslur á rafhitun væru bundnar íbúðarhús- næði, sömuleiðis afsláttur Lands- virkjunar á orku til húshitunar. Embætti ríkislögmanns um kaup landbúnaðarráðuneytis á loðdýrahúsum fyrir 47 milljónir: Gjörð fyrrverandi land- búnaðarráðherra ólögleg EMBÆTTI ríkislögmanns telur að kaup landbúnaðarráðuneytins á níu loðdýrahúsum á tveimur bújörðum ríkisins, að upphæð um 47 milljónir króna, eigi sér enga stoð í lögum. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi landbúnaðarráðherra undirritaði kaupsamningana fyrir hönd ríkisins. Ríkislögmaður telur að leita hefði átt heimildar Alþing- is fyrir þessum samningum, og hefur Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra nú vísað málinu til fjárlaganefndar Alþingis. Þorskafli 6% minni en 1990 ÞORSKAFLINN fyrstu 11 mánuðina í ár var 277 þúsund tonn, eða 6% minni en á sama tíma í fyrra en þá var þorskafl- inn 295 þúsund tonn. Heildarafl- inn fyrstu 11 mánuðina á þessu ári var 894 þúsund tonn, en á sama tíma í fyrra var heildarafl- inn tæpar 1,4 milljónir tonna, sem þýðir 36% minnkun. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands var ýsuaflinn fyrstu 11 mánuðina í ár tæp 49 þúsund tonn á móti 55 þúsund tonnum 1990. Tæp 93 þúsund tonn veiddust af ufsa, en rúmlega 84 þúsund tonn 1990. Rúm 96 þúsund tonn af karfa á móti 84.400 tonnum 1990. Síldaraflinn var 43 þúsund tonn (68.349), loðnuaflinn 211 þúsund tonn (692.820), rækjuaflinn 32 þúsund tonn (25.333) og hörpudiskaflinn 9 þúsund tonn (11.348). ÞJOÐARUTGJÖLD á næsta ári dragast saman um 6,4% frá yfir- standandi ári og þjóðartekjur dragast saman um 6,1% sam- kvæmt nýrri endurskoðun Þjóð- hagsstofnunar á þjóðhagshorf- um fyrir næsta ár, sem lögð hef- ur verið fyrir fjárlaganefnd Al- þingis. Þetta er mesti samdráttur þjóðartekna frá árinu 1950. Skv. spánni mun verg þjóðarfram- leiðsla dragast saman um 4,1% á næsta ári. Hér er um að ræða Loðdýrahúsin, á ríkisjörðunum Kirkjufeiju og Kirkjufeijuhjáleigu í Ölfushreppi, voru keypt samkvæmt tveimur kaupsamningum 30. marz síðastliðinn. Samkvæmt upplýsing- um landbúnaðarráðuneytisins var við þessi kaup höfð hliðsjón af 16. grein ábúðarlaga, þar sem segir að landsdrottni sé skylt að kaupa eign- ir fráfarandi leiguliða, sé það nauð- synlegt til búrekstrar á jörðinni og haganlega fyrir komið til frambúð- ar. Séu hús ekki nauðsynleg vegna almenns búrekstrar, skuli meta þau lægra verði en nauðsynleg jarðar- hús. í báðum kaupsamningunum er ákvæði um að ábúendur jarðanna haldi ábúðarrétti sínum á jörðinni, auk þess sem þeir muni áfram eiga önnur mannvirki með sama hætti og hingað til. Sú lagagrein, sem landbúnaðarráðuneyti vitnar til, gerir hins vegar ráð fyrir að kaup mun meiri samdrátt en fram kom í þjóðhagsáætlun í byrjun októ- ber en þá var því spáð að þjóðar- útgjöld myndu dragast saman um 1,5% og þjóðartekjur um 3,1%. Þetta er einnig meiri sam- dráttur en stofnunin gerði ráð fyrir í nóvember eða um 0,5% meiri samdráttur þjóðarfram- leiðslu en þá var gert ráð fyrir. Friðrik Sophusson Ijármálaráð- herra segir að áhrifin af þessari spá þýði viðbótartekjutap fyrir ríkissjóð af þessu tagi fari fram ef leiguliði er að fára af jörðinni. Ráðuneytið telur að þessi kaup hafi verið nauð- synleg til að tryggja áframhaldandi ábúð á jörðunum. Samkvæmt upp- lýsingum landbúnaðarráðuneytis hafa kaup af þessu tagi átt sér stað áður án þess að ábúandi væri að flytja af jörðinni, en þá var um mun lægri upphæðir að ræða. Ríkislögmaður telur að fyrir kaupunum hefði átt að leita heimild- ar Álþingis, samkvæmt 40. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir að ekki megi taka lán, er skuldbindi ríkið, nema samkvæmt Iagaheimild, en með kaupsamningunum voru yfirteknar veðskuldir. Niðurstaða embættisins er að kaupin hafi hvergi átt sér lagastoð og þótt þau kunni að hafa verið nauðsynleg til að tryggja áframhaldandi búsetu á jörðunum, haggi það ekki því að landbúnaðarráðuneytinu hafi borið um 350-400 milljónir og hallinn á ríkissjóði muni því aukast. Því til viðbótar megi búast við frekari lækkun tekna vegna minni inn- heimtu virðisaukaskatts þannig að tekjur fjárlaganna Iækki samanlagt um 500 milljónir að hámarki frá því sem áætlað var. „Við erum samt sem áður að vonast til að takist að halda fyrirfram settu marki um að hallinn verði ekki meiri en fjórir milljarðar í fjárlögunum,“ sagði Friðrik. að leita nauðsynlegra fjárveitinga og lagaheimilda Alþingis til að skuldbinda ríkið. Halldór Blöndal, núverandi land- búnaðarráðherra, hefur nú skrifað fjárlaganefnd Alþingis bréf, þar sem þess er óskað að heimild til að kaupa loðdýrahúsin og yfirtaka veðskuldir, 54 ÁRA gamall maður, Björgvin Ketill Björgvinsson, beið bana af raflosti sem hann fékk í vinnu- slysi á athafnasvæði malbikunar- stöðvarinnar Hlaðbæjar skammt frá Straumsvík. Straumur hljóp um hálfs metra leið milli háspennulínu og kranabómu. Björgvin heitinn, sem var verk- stjóri hjá Hlaðbæ, var ásamt vörubif- reiðarstjóra að vinna við hreinsun vinnuplans. í um 7 metra hæð yfír vinnuplaninu liggur 33 þúsund volta háspennulína, sem sendir straum suður í Voga og Svartsengi. Við vinnu sína notuðu mennirnir vörubifreið með krana og þegar slys- ið varð voru þeir í þann veginn að hífa gamia rafmagnstöflu á bílpall- Skv. mati Þjóðhagsstofnunar mun einkaneysla dragast saman um 6,1% á næsta ári í Stað 3% sem gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Samneysla mun hins vegar ekki aukast jafnmikið og gert var ráð fyrir eða um 0,3% í stað 0,5%, sem er afleiðing af aðhaldsaðgerðum stjórnvalda í ríkisíjármálum. Fjár- festing mun dragast saman um 12,4% og búistervið að innflutning- ur vöru og þjónustu minnki um 10,1%. Þá er gert ráð fyrir að kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann minnki að meðaltali um 5,5%. sem á þeim hvíla, verði veitt í 6. grein fjárlagafrumvarpsins, sem nú er til meðferðar í þinginu. Halldór sagði í samtali við Morgunbiaðið að málið væri nú í höndum Alþingis. Hann hefði ekki heimild til að efna samninginn eða rifta honum, án heimildar þingsins. inn. Þegar bóma kranans var í um hálfs metra íjarlægð frá háspennu- línunni hljóp straumur á milli. Vöru- bifreiðarstjórinn, sem stóð við stjórn- tæki bílkranans, fékk straum, féll við og brenndist á höndum og fótum. Þegar Björgvin heitinn ætlaði að lækka bómu kranans fékk hann í sig svo mikinn straum að talið er að hann hafi látisfysamstundis. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði, sem rannsakar tildrög slyssins ásamt Rafmagnseftirliti rík- isins, liðu um 20 mínútur þar til straumur á háspennulínunni var rof- inn og á meðan neistaði svæðið vegna straumleiðni, en rigning- arsuddi var í lofti og yfírborð plans- ins var blautt. Björgvin Ketill Björgvinsson var fæddur 16. október 1937. Hann var búsettur í Austurtúni 15 í Bessa- staðahreppi og lætur eftir sig eigin- konu og þijú börn. Björgvin Ketill Björgvinsson Endurskoðuð spá Þjóðhagsstofnunar: Þjóðartekjur taldar dragast saman um 6,1% á næsta ári Viðbótartekjutap ríkissjóðs 500 millj., segir fjármálaráðherra Lést af völdum raflosts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.