Morgunblaðið - 18.12.1991, Side 12

Morgunblaðið - 18.12.1991, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 Rafkaup ÁRMÚLA 24 *S: 681518 Meim en þú geturímyndað þér! Skíöi og skíóafatnoóur 100% vind- og vatnsþéttur. Glæsilegt úrval. Erlendir her- menn í Eyjafirði Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Jón Hjaltason: Hernámsárin á Akureyri og Eyjafirði, Bókaút- gáfan Hólar, 1991. Heimsstyrjöldin síðari var ör- lagavaldur í lífi þjóða á þessari öld. Breytingarnar, sem fylgdu henni, komu fram með ýmsu ólíku móti í ólíkum löndum. Þessi styrjöld var ógæfa fyrir Þjóðveija og Japani, en svo undarlegt sem það er, þá virðist hún hafa orðið þeim til góðs, ‘þegar til lengdar lét, enda eru þau nú sterkustu efnahagsveldi sam- tímans ásamt Bandaríkjunum. Kannski voru átökin og eftirköst þessarar styijaldar afdrifaríkust fyrir þjóðir Austur-Evrópu. Það er eiginlega ekki fyrr en nú síðustu tvö árin, að þær eru að losna undan áhrifum hennar. Á Bretlandi var á síðasta áratug hróflað við ýmsum þeim eftirhreytum styijaldarinnar, sem stóðu þeirri ágætu þjóð fyrir þrifum. Á íslandi komu áhrif styijaldar- innar með öðrum hætti en annars staðar, enda voru aðstæður hér ólík- ar þvi, sem gerðist í löndunum næst okkur. Mér er til dæmis til efs, að styijöldin hafi haft_ sömu efnahagsleg áhrif og hér á íslandi í nokkru öðru landi. Um þetta hefur verið fjallað með margvíslegum hætti. í þeirri bók, sem hér er til um- fjöllunar, segir höfundurinn frá stríðsárunum á Akureyri og í Eyja- firði öllum. Eins og höfundur segir í inngangi þá er hernámið bundið við veru brezku hermannanna á íslandi frá maí 1940, þar til ís- lenzka ríkisstjórnin samdi við bandarísku ríkisstjórnina árið 1941 um að taka að sér hervernd lands- ins. Það var svo ekki fyrr en liðið var á árið 1942, að brezku her- mennimir kvöddu Eyjafjörð. í þess- ari bók er fjallað um veru brezku og bandarísku hermannanna á Ak- ureyri og í Eyjafirði og öllum stríðs- árunum gerð skil. í bókinni eru níu kaflar auk inn- gangs, niðurstaðna og mannanafn- askráa. í inngangi og fyrsta kafla er gerð grein fyrir bæjarbrag á Akureyri og að hveiju brezku her- mennirnir -komu árið 1940. I niðurlagskafla bókarinnar er síðan rakinn munurinn á brezku og bandarísku hermönnunum og hvað varð um eigur hersins. í köflum tvö til níu er lýst og skýrt, hvernig ólíkir hlutar herlífs- ins gengu fyrir sig og hvernig þeir tengdust íslendingum. Það er rakið, hvar brezku hermennirnir komu sér fyrir á Akureyri og nágrenni, hvern- ig tilkoma hermannanna skapaði húsnæðisskort, sem kom illa niður á efnaminni fjölskyldum. Loft- varnanefnd starfaði á Akureyri og reyndi ýmsar leiðir til að koma boð- um fljótt og vel til skila um hættu úr lofti. Niðurstaðan úr því varð, að kirkjuklukkurnar voru notaðar til að boða vá úr lofti, sem olli ýmsum erfiðleikum, þegar þurfti að hringja klukkunum á öðrum dögum en sunnudögum. I einum kaflanum er lýst ferli norskra hermanna á Akureyri, til- drögum þess að norsk herdeild var staðsett þar og hvað hún gerði og hvað um hana varð. Einn af rauðu þráðunum í gegnum bókin er sam- búð hinna erlendu hermanna við Akureyringa og Eyfirðinga. Það er sagt frá ýmsum atvikum, þar sem slettist upp á vinskapinn, en í flest- um tilvikum, ef ekki öllum, tókst að greiða úr vandanum. Þegar þetta tímabil er skoðað nú, virðist mér þó, að það sæti furðu, hve sjaldan komu upp veruleg vandkvæði á milli hins erlenda hers og lands- manna. Mér þótti merkilegast af þessum. atriðum frásögnin af viðbrögðum brezku hernaðaryfirvaldanna á Siglufirði við ákalli Þjóðólfs 1. des- ember 1940 um að bæjarbúar hefðu engin samskipti við brezku her- mennina. Þá brugðust hernaðaiyfir- völdin harkalega við og sögðust ekki þola ásakanir og ögranir af þessu tæi. Þau bentu einnig á, að hermennirnir sjálfir ættu erfiða tíð meðal annars vegna loftárása Þjóð- veija á borgina Sheffield, en ftestir hermannanna í Siglufirði komu það- an. Það er ástæða til að gleyma því ekki, að hermennskan var mikið álag fyrir flesta þá hermenn, sem hingað komu. Skilningur á þessu kemur ágætlega fram í ljóði Krist- jáns frá Djúpalæk, sem ijallað er um í bókinni. Þetta er vel skrifuð bók og skemmtileg aflestrar. Að baki bók- inni liggja ítarlegar rannsóknir á efninu og mér er ekki kunnugt um annað verk, þar sem þessi tiltekni þáttur styijaldaráranna hefur verið rannsakaður. Lærdómur höfundar- ins íþyngir ekki textanum á neinn hátt, og ég hygg, að lesendum hætti fremur til að láta sér sjást yfir hann, en að hann trufli þá. Höfundur sleppir beinum tilvísun- Jón Hjaltason um og neðanmálsgreinum en hefur ítarlega heimildaskrá. Nú er eftir að nefna þann þátt bókarinnar, sem eykur verulega gildi hennar, en það eru ljósmynd- irnar. í bókinni er aragrúi ljós- mynda kominn víða að. Á hverri opnu bókarinnar er að minnsta kosti ein Ijósmynd. Hver opna bókarinnar er þannig upp sett, að vinstri síðan hefur texta, sem nær að venjulegri spássíu, en siðan hægra megin hef- ur textann inn dreginn vinstra meg- in, sem gefur pláss fyrir litlar mynd- ir. Þessi uppsetning heppnast vel og plássið, sem skapast, er ágæt- lega nýtt. Sumar þær myndir, sem þar eru, verða ef til vill óþarflega litlar, en mér þótti ekki lýti að því. En ég held, að í sumum myndatext- anna sé gert ráð fyrir fullmikilli staðþekkingu og ég er ekki viss um, að ókunnugir átti sig fyllilega á, hvað verið er að tala um. Kannski hefði mátt hafa einhvers staðar í bókinni kort af Eyjafirði og Akur- eyri fyrir þann hóp lesenda, sem ekki eru kunnugir staðháttum. En þetta er góð bók, sem verðskuldar að vera lesin. ERFÐASKRÁIN Verð kr. 1.580.- Avaxtatertan frá Kjörís Bourbon vanilluís með ananasbitum og kókos/marengsbotni: og ekki spillir verðið!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.