Morgunblaðið - 18.12.1991, Page 13

Morgunblaðið - 18.12.1991, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 13 I samfélagi Jóns Edilonssonar Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Egill Egilsson: Spillvirkjar, skáldsaga. Útg. Iðunn 1991. í þessari nýjustu skáldsögu Eg- ils Egilssónar segir frá Jóni nokkr- um Edilonssyni sem, fæddist ein- hvers staðar fyrir norðan í lok síð- ustu aldar. Hann var óvelkominn í heiminn, móðir hans ættlaus og lít- ilsigld kaupakona og faðir hans var trúlegast Jón nokkur sonur Edilons bónda á Hvinná. Faðirinn gekkst ekki við þessum syni og hljóp á fjöll en Edilon ákvað að feðra drenginn. Augljóst er að kona hans, húsfreyjan á Hvinná var ekki himinlifandi yfir þessari sendingu ALMENNA bókafélagið hf. hefur sent frá sér bókina Klettur í hafi eftir Einar Má Guðmundsson og Tolla (Þorlák Kristinsson). í frétt frá útgefanda segir: „Bók- in er í senn nýstárleg ljóðabók og glæsileg myndlistarbók. Ljóðin eru eftir Einar Má og málverkin eftir Tolla en um 80 litmyndir eru í bók- inni. Kletturinn í titli bókarinnar skír- skotar til íslands, enda er hún óður til lands og lífs í ljóðum og litum. Báðir höfundarnir horfa fremur til hins svipmikla og stórbrotna en hins fíngerða og ástúðlega - hið hijúfa fremur en hið mjúka. Einar Már Guðmundsson hefur áður sent frá sér þijár ljóðabækur, fjórar skáldsögur og eitt smásagna- safn. Skáldsögur Einars Más hafa og lagði sig í framkróka að hijá og hrella drengstaulann, sem ekki er beinlínis vel af guði gerður eftir lýsingum höfundarins og á nú drengurinn hina erfiðustu æsku, og voru þó hrellingar hans í bernsku bara blávatn miðað við það sem síðar varð. Höfundur lýsir ferli Jóns Edil- onssonar og veru hans á Hvinná sem drengurinn hlýtur vitanlega að sætta sig við þó aumir séu hans dagar þar. Afinn Edilon virðist bera til hans nokkra umhyggju og tekur hann með sér í afdrifaríkt hrossadráp sem sprottið er af hér- aðsríg og sveitungaillsku. Sá at- burður verður hvað mestur örlaga- valdur drengsins og upphaf að nýju lífi annars staðar í sveitum og verið þýddar á öll Norðurlandamálin og fyrsta skáldsagan, Riddarar hringstigans, á þýsku og ensku. Þá hefur hann skrifað kvikmyndhand- rit í samvinnu við aðra. Tolli hefur haldið Ijölda myndlistarsýninga, bæði hér heima og erlendis, s.s. í Danmörku, Suður-Kóreu, Frakk- landi og Svíþjóð. Auk málaralistar- innar hefur hann sent frá sér tvær hljómplötur og leikið í tveim kvik- myndum." Klettur í hafi er 135 blaðsíður að lengd með um 80 litmyndum. Umbrot og hönnun sá Metri hf. um en filmuvinnslu litgreiningu, prent- un og bókband annaðist Prentsmiðj- an Oddi hf. Ljósmyndir af málverk- um tóku Kristján Pétur Guðnason, Arni Sæberg, Gerd Dost og Kristján Ingi Einarsson. Margrét Ingólfs- dóttir hannaði kápu. Egill Egilsson bæjum þar sem hver atburður öðr- um hörmulegri og forkostulegri verður í lífi hans. Höfundur mun styðjast við nokkurn raunveruleika þó persónur séu meira og minna hans skapnað- ur. Málfar sögunnar tilheyrir liðn- um tíma og stíllinn er hægur og stundum kiljanskur. Lýsingar á kvennamálum Jóns Edilonssonar og öðrum hans raunamálum þegar lengra líður eru í senn grátlegar og broslegar og smám saman varð ég gripin af frásagnarmáta Egils og forvitnin um þennan furðufugl Jón Edilonsson sem raunar hefur fjarri því látið kreista úr sér allan kjark í uppvextinum.Það er stíg- andi í frásögninni og þar til þráður- inn leiðist út í að verða absúrd í seinni hlutánum heldur höfundur nokkuð þétt um þræði. En eftir að Jón Edilonsson verð- ur fyrir árás þjóðmálaskúms og fleiri kumpána fer bygging sögunn- ar og atburðarás dálítið út um víð- an völl. Höfundur hefur skrifað raunsæjan stíl og þó svo að raunir og mæða söguhetjunnar séu svona ívið og yfirgengilegar er eðlilegur stígandi og samræmi í frásögninni. Ekki er ljóst lengi vel hvar sagan á að gerast þegar þessi atvik taka við; er Jón Edilonsson kannski bara dauður og kominn til himnaríkis eða heljar. Ef hann er það eða ef ekki af hveiju þarf að brjóta upp söguna á þennan hátt. Án efa er þetta meðvitað hjá höfundi en þarna hefur ekki tekist sem skyldi og í þessum köflum liggja veikleik- ar að mínum dómi þó mér detti ekki í hug að bera á móti að mér var verulega skemmt við lestur þessa hluta sögunnar. Undirbúningsvinna höfundar varðandi atvinnuhætti, málfar og náttúru virðist innt af hendi af öt- ulli samvisku. Hvort sem það er nú ekki fullmikið sagt að sagan sé hjartablóð norðlensks þjóðlífs á fyrri hluta aldarinnar eins og ég sá haft eftir Agli, breytir það ekki þeirri skoðun að hún er unnin af kostgæfni og leikni í öllum mæðun- um að þessi bók er að mínum dómi það langbesta sem ég hef lesið eft- ir Egil. Honum virðist láta vel að semja um fyrri tíð og sumar persón- ur bókarinnar auk Jóns Edilonsson- ar verða eftirminnilegar. Tolli og Einar Már. Myndlistar- og ljóðabók eftir Einar Má og Tolla Sjálfstæði og vinátta Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Lotta flytur að heiman Höfundur: Astrid Lindgren Þýðandi: Sigrún Árnadóttir Anís og Ölviður Höfundur: Tove Fagerholm Þýðandi: Vilborg Dagbjartsdótt- ir Sumir dagar eru ömurlegir og Lotta vaknar einn slíkan, rétt eftir fimm ára afmælisdaginn sinn. Hana hafði dreymt ljótan draum og hélt að allt sem hana dreymdi hefði gerst í alvöru. Mamma sýnir henni svo lítinn skilning að Lotta ákveður •að flytja að heiman, beint yfir til frú Berg í næsta húsi. Frú Berg lætur hana hafa geymsluloftið sitt til umráða og þar hreiðrar Lotta um sig, innan um gömul húsgögn og leikföng sem dóttir frú Berg átti þegar hún var lítil. Og Lotta er alsæl, þangað til byijar að skyggja. Hér er á ferðinni sú hin sama og lærði að hjóla í Skarkalagötu. Hún er yngst af þremur systkinum og vill alltaf fá að gera allt sem þau gera. Henni er mikið í mun að geta það sem systkinin Jónas og Mía María geta. Og Lotta er skemmtilega þversum og ákaflega lifandi sögupersóna. Sagan er þráðskemmtileg og seg- ir á sérstæðan hátt að það sé allt í lagi að vera ekki alltaf yfir sig lukkulegur með foreldrana. Það þarf ekki að vera hættulegt. Anís og Ölviður er dálítið ólík öðrum bókum í Litlum lestrarhest- um. Hún ijallar um vináttuna og segir frá Anísi litlu álfastúlku sem er minnst í Stubbaskólanum. En hún er aldrei hrædd, því besti vinur hennar, hann Ölviður, er svo stór og hann verndar hana. En einn daginn verður Ölviður alvarlega veikur og er vart hugað líf. Læknirinn segir að enginn geti kunni ráð við sjúkdóminum nema grasakonan á Keldum. Ferðin til hennar er hættuleg, en Anís litla tekst hana á hendur. Grasakonan fer með vísu sem er lykillinn að því að Öviði batni, en það er nú þrautin þyngri fyrir An- ísi að leysa hana. Allir aðrir en sannir vinir myndu gefast upp. En Anís litla gefst ekki upp og hún bjargar lífi vinar síns. Anís og Ölviður og virkilega sæt saga, einföld og vel sögð, ein af þessum sögum sem fela í látleysi DESEMBER Viö þökkum öllum þeim sem hafa þegar borgaö heimsenda happdrættismiöa og minnum hina á góðan málstað og glæsilega vinninga. Athugið: í þetta sinn voru miöar einungis sendir konum, á aldrinum 20-75 ára, en miðar fást á skrifstofu happdrættisins í Skógarhlíö 8 (s. 621414) og í sölubílnum á Lækjartorgi. VINNINGAR: 1.FORÐ EXPLORER XLT 4ra dyra, sjálfskiptur. Verðmæti 3.000.000 kr. 2.-4. BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr. 5.-54. VÖRUR EÐA FERÐIR fyrir 130.000 kr. 55.-104. VÖRUREÐA FERÐIR fyrir 80.000 kr. HVER KEYPTUR MIÐI EFLIR SÓKN OG VÖRN GEGN KRABBAMEINI! I Krabbameinsfélagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.