Morgunblaðið - 18.12.1991, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
1740. Raddskrár verkanna, sem
þá voru leikin, þrír konsertar og
ein sinfónía, voru gefnar prinsin-
um og hafði hann verkin með sér
til Dresden. Sinfónían var vel leik-
inn og sama má segja um e-moll
konsertinn R-277, sem nefnist II
favorito og skráður sem op. 11
nr. 2. Þessi konsert er mjög
skemmtilegur og lék Auður Haf-
steinsdóttir einleikinn af miklum
glæsibrag. Auður er góður fiðlari
og var leikur hennar sérlega skýr,
eins og hæfir þessu leikræna og
ijöruga verki. „Flautino" konsert-
inn, R-443 er saminn fyrir sópran-
ínó-blokkflautu sem einleikshljóð-
færi. Camilla Söderberg lék verk-
ið af mikilli leikni og er ótrúlegt
hversu mikið er hægt að gera á
þetta litla hljóðfæri, sem kom sér-
staklega fram í lokakaflanum, þar
sem leikur Camillu var hreint út
sagt glæsilegur.
Tónleikunum lauk með flutn-
ingi tveggja konserta úr L’estro
Armonico, safni konserta sem
gefið var út í Amsterdam og átti
mestan þátt í vinsældum Vivaldis
í Norður-Evrópu, J.S. Bach umrit-
aði tvo úr þessu safni fyrir orgel,
þ.e. nr. 8 R-522 og nr. 11, R-
565. Fyrri konsertinn R-578 er
fyrir tvær fiðlur og léku Rut og
Unnur María Ingólfsdætur sóló-
hlutverkin mjög vel. Seinni kon-
sertinn er fyrir Ijórar einleiksfiðl-
ur, og að því leyti til sveija þessi
verk sig í ætt við „Concerti
Grossi", þó þau séu samt sem
áður mótuð af þriggja kafla skip-
aninni og hvergi sé yísað til kafla-
skipan svítunnar. í fjórfiðlukon-
sertinum, R-580, bættust í hópinn
Bryndís Pálsdóttir og Auður og
var leikur allra vel útfærður.
Sama má segja um hljómsveitina
í heild og voru þetta sannkallaðir
hátíðartónleikar.
Óperusmiðjan:
Jólatón-
leikar
Óperusmiðjan stóð fyrir jóla-
tónleikum í Langholtskirkju sl.
sunnudag og komu þar fram
nokkrir einsöngvarar, bæði lærð-
ir, leikmenn og nemendur. Und-
irleikari var Þorsteinn Gauti Sig-
urðsson. Það er vandi að setja
saman söngskrá, þar sem hver
söngvari syngur aðeins tvö lög
en vegna nálægðar jólanna bar
efnisvalið nokkurn svip af því
sem gerist í skólum og þegar
skotið er inn andlegum söngvum
við guðsþjónustur. Margir af
þeim sem komu fram eru efnileg-
ir söngvarar en reynslulitlir og
setti það nokkurn deyfðarblæ á
tónleikanna i heild.
Þórunn Guðmundsdóttir söng
ágætlega þijá jólasöngva eftir
Frank Martin en með henni lék
Hallfríður Ólafsdóttir á flautu
og var flutningur þeirra og Þor-
steins Gauta það bragðmesta á
þessum tónleikum. Inga Back-
man söng Ó, helga nótt, eftir
Adam, og Ave Maríuna, eftir
Sigvalda Kaldalóns og var seinna
lagið mjög vel sungið hjá Ingu.
í raun var ekki fleira á þessum
tónleikum, sem ástæða er til að
nefna en tónleikarnir enduðu á
kórsöng, sem er í raun ekki
hægt að kalla því nafni, því auð-
heyrt var að lítið hafði verið æft
eða unnið að samstillingu radd-
anna.
Kammersveit Reykjavíkur.
VIVALDITONLEIKAR
Tónlist
Jón Asgeirsson
Kammersveit Reykjavíkur und-
ir stjórn Rutar Ingólfsdóttur stóð
fyrir hátíðartónleikum, þar sem
eingöngu voru leikin verk eftir
Vivaldi. Rauðhærði presturinn,
eins og Vivaldi var oft nefndur,
hafði það starf með höndum að
semja tvo konserta á mánuði til
flutnings á tónleikum, þar sem
nemendur fyrsta tónlistarskólans
sem sögur fara af, léku og stjórn-
uðu. Þessi stúlknaskóli, Ospedale
della Pietá, var stolt Feneyinga
og var öllum meiri háttar gestum
boðið að hlýða á leik stúlknanna,
sem margar hveijar voru frábærir
tónlistarmenn. Friðrik IV, kon-
ungur Dana, mun hafa hlýtt á
tónleika undir stjórn Vivaldis 30.
desember 1708, svo nefnt sé dæmi
um það orð sem fór af þessari
stofnun. Þriggja þátta konsert-
formið, sem í reynd er'enn í gildi,
var eitt af einkennismerkjum Viv-
aldis, en auk þess er ritháttur
tónlistar hans grundvallaður á
skýrri hljómaskipan, er tengist
ákaflega ljósri tematískri úr-
vinnslu stefja, stefja sem bæði eru
hrynskýr og lagrænt einföld.
Tónleikamir hófust á sinfóníu
nr. 3, en samkvæmt tónverkaskrá
Ryom er þessi sinfónía nr. 149
og samin í tilefni heimsóknar
Friedrich Christian, krónprins af
Saxlandi og Póllandi, en hann
kom á tónleika skólans 21. mars
Ein af 10 söluhæstu bókum á sölulista DV 17./12.
" Hann var sko ekki eblilegur". Ég sá það eins og skot..."
(Saxi læknir um Þórhall Sigurbsson ungan)
Maöurinn á bak viö þúsund andlitin
Fáir hafa kitlab hláturtaugar landsmanna jafn rækilega og
Þórhallur Sigurbsson, sem bregbur sér betur en nokkur annar í
allra kvikinda líki. Nú hefur annar spéfugl, Þráinn Bertelsson,
sem kunnur er af gamansömum kvikmyndum sínum og
útvarpsþáttum, sett saman bók um feril Ladda frá upphafi til
þessa dags.
Þessi bók á eflaust eftir ab koma mörgum í gott skap, en hún á
líka eftir ab koma mörgum á óvart. Þráinn gægist nefnilega
undir skelina á listamanninum og Laddi segir hispurslaust frá lífi
sínu, - hörbum heimi skemmtanabransans og Ijúfa lífinu í
kringum hann, uppvexti sínum, fjölskyldu, vonum, sigrum og
vonbrigbum.
Hver er maburinn meb þúsund andlitin? Hver er þessi feimni
Hafnfirbingur, sem á svo aubvelt meb ab koma öllum
landsmönnum til a veltast um af hlátri? Hvernig stób á því ab
upprennandi húsgagnasmibur varb vinsælasti skemmtikraftur
þjóbarinnar? Þráinn skrifar um Ladda á einlægan og opinskáan
hátt og lesendurfá ab kynnast Þórhalli Sigurbssyni, manninum
sjálfum bak vib öll gervin.