Morgunblaðið - 18.12.1991, Side 18

Morgunblaðið - 18.12.1991, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 Skemmtilegur, einlægur og hlýr ___________Bækur________________ Gísli Jónsson Ellert B. Schram Eins og fólk er flest Frjáls fjölmiðlun hf. „Alls staðar mætir maður þörfinni fyrir að þakka, fyrirgefa, hugga, biðja, trúa. Jafnvel gleðin og ástin eru stefnumót við almættið, vegna þess að kærleikurinn er ávöxur trú- arinna, alveg eins og fyrirgefningin er afleiðing syndarinnar. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Er hægt að segja meira? Er hægt að fara fram á annað?“ Svona alvarlegur er hann Ellert undir niðri, þó að oftar en hitt snúi gamansemin að okkur, skopskynið, jafnvel háð, en þó er hann aldrei kaldhæðinn. Segja má að hann sé hlýhæðinn. Hann segist víða hafa komið við, og það vitum við. Ég man best eft- ir honum í knattspymu og pólitík. Tvær myndir eru skýrastar fyrir mér, svo að ég er ekkert hissa á því, að hann hefur skrifað góða bók. KR er að spila norður á Akur- eyri, á nýja vellinum á Friðbjarnar- túni, við lið ÍBA. Ellert er fýrirliði. Ég man ekki hvernig leikurinn fór eða hvemig hann var að öðru leyti en því, hversu góður fyrirliði Ellert var. KR-liðið snerist allt um hann eins og hjól um ás, hlýddi vilja hans og bendingum í einu og öllu. Hann minnti mig á hljómsveitarstjóra. Hin myndin er frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins á örlagastund. Þær hafa nú ýmsar verið. Spennan, sem lá í loftinu, var ólýsanleg. Ætlaði Ellert að bjóða sig fram gegn Geir, eða ekki? Hann steig í stólinn, dulur á svip, og lét fundinn standa á öndinni í 15 langar mínút- ur. Og menn sveifiuðust fram og aftur. Hann ætlar. Hann ætlar þá ekki. Og að lokum ætlaði hann ekki. Þrátt fyrir allt kapplyndið gaf hann ekki kost á sér. Hann er í eðli sínu maður friðar og sátta. Það sýnir líka bókin, Eins og fólk er flest. Hún er kannski daufust, þar sem hann segir frá pólitíkinni. Ég held reyndar að þar hafi hann hætt of snemma. Mig minnir líka að hann segi í bókinni að honum sé ekki gefin mikil þolinmæði. í bók Ellerts kennir margra grasa: minningarbrot, ritgerðir, smásögur, svipmyndir, ef unnt er að greina þarna á milli. Bókin fer léttilega og skemmtilega af stað, t.d. þegar lýst er karlmennskuleysi ungs drengs; dofnar ofurlítð um miðbikið, en rís hæst í nokkrum hluta undir lokin. Þar eru t.d. tvær prýðilegar gerðar smásögur, önnur sem ber sama heiti og bókin öll, hin Á flótta undan fríinu. Dömufrí er bráðsnjöll hugleiðing. En einlæg- astur og alvarlegastur er Ellert í bókarlok, það sem hann játar trú sína og minnist móður sinnar á fagran og minnisstæðan hátt. Þar ratar hann hið þrönga einstigi milli hlýrrar viðkvæmni og óskemmti- legrar væmni. Fáir munu þeir vera sem reist hafa foreldri sínu stæði- legri bautasein en þarna er gert, enda er bókin öll tileinkuð móður hans. Sá sem hér segir frá bók veit mæta vel, að hjá þeim sem þarf að skila efni í blað ekki sjaldnar en vikulega, er andagiftin hvikull gest- Ellert B. Schram ur. Þættir Ellerts eru mjög misgóð- ir og mér hefði ekki fundist nauð- synlegt að taka þá alla í bókina. En þá minnist ég þess líka að fólk hefur, sem betur fer, afar misjafnan smekk. Eins og fólk er flest er þægileg bók, auðveld lestrar, í góðu broti, létt á höndum, læsileg uppi í rúmi, letur skýrt og hæfilega stórt. Gam- an er að lesa bók án þess að rekast á prentvillur. Ég las reyndar bókina ekki með prentvilluleit að mark- miði, en ég sá enga og varð hissa, þangað til ég las að Ásgrimur Páls- son bæri ábyrgð á prófarkalestri. Þá kannaðist ég við vinnubrögðin. En efnið skiptir þó auðvitað mestu. Bókin er skrifuð af einlægni og góðvild. Engum er hallmælt eða illt lagt til neins. Hún er hlý blanda af gamni og alvöru, samin af þeirri íþrótt sem gerði höfundinn að fyrir- liða í íþróttum og stjórnmálum. Einhvem tíma Jiefur hann kennt óþyrmilega til. Vissum við ekki öll fyrir löngu að húmor er úthverfa á sársauka, eins og maðurinn sagði? Aðstandendur þessarar bókar fá góða einkunn frá gömlum kennara. Skíðagallar - sniógallar Barna- og unglingastærðir nr. 1 22-176. 2 litir. Aðallitur fjólublár. Aðallitur bleikur. Verð aðeins kr. 7.995,- Fullorðinsgallar 2 litir. Ein- litt rautt. Einlitt svart Verð kr. 15.800,- 5% staðgreiðslu- afsláttur Oskyggnd lofgjörð til náttúrunnar Bókmenntir Jenna Jensdóttir Jón Valur Jensson: Sumarljóð 1991, Goðorð, Reykjavík 1991. Á öllum tímum hefur verið til fólk sem er svo uppnumið af sjálfu lífs- undrinu að það getur jafnvel tárvott haldið á ánamaðki í hendi sér líkt og skínandi demanti og dásamað tilurð hans vegna hlutverks hans í lífkeðjunni. Þetta hefur ekki verið nein hræsni, heldur ósvikin forundr- an sprottin af einlægni og hrein- skilni sem varðveitt hafa ferskleika bernskunnar og hæfileika til að hríf- ast. Slíkt fólk hefur augu næm og leit- andi að fegurð náttúrunnar og vitund þess nærist á þeim töfrum er umlykur það í faðmi gróandi umhverfis. Að loknum lestri Sumarljóða 1991 sýnist mér að höfundurinn eigi skylt við þennan hóp manna. Ljóðin eru öll ort á síðastliðnu sumri — eða nánar frá maílokum til október. Höfundur hefur ferðast um landið — frá Laugarvatni til Snæ- fellsness og sem bergnuminn nálg- ast íslenska náttúru, í ljóðum sínum, Ú þeim tíma sem fegurð hennar og tign á sér engin takmörk, síst í þeiiri veðurblíðu sem var hér sunnanlands í sumar. Jón Valur yrkir og festir ljóð sín á blað um leið eins og ferðamaður sem hripar niður atburði dagsins, svo allt reynist sem sannast í frá- sögn hans: Nú dimmir yfir eins og nóttin sé að Ma á svalur næðingur fer um greinar tijánna droparnir byrja að falla einn af öðrum af blaði í blað blátt blekið rennur til í Ijóði mínu ég stend upp sting því í vasann slíðra penna minna og hef svo gönguna heim. (Bls. 9.) Það er tvennt ólíkt að yrkja ljóð eða segja sögu. Jón Valur virðist ekki finna skil þar á milli. Ljóðin eins og spretta fullgerð úr hug hans, koma til að vera — til að birtast án sérstakrar yfirvegunar höfundarins. Oft fer það vel: Hve hrikaleg er fegurð hraunsins hins gráa og úfna ogyndislegt lyngið og mosinn sem þekur gjótur og dældir (bls. 49). Höfundi gleymist að þegar ærin hefur fætt afkvæmi sitt í kjöltu jarð- Jón Valur Jensson ar karar hún það af eðlisávísun svo fegurð þess sést og því auðnast lengra líf. Það tjóir samt ekki að gera sig stóran með umvandanir í þessu til- viki. Það hefur forstjóri útgáfunnar, Brynjar Viborg, séð. Svo næmur sem hann er fyrir fegurð Ijóðmáls, hefur hann virt þau verðmæti sem felast í skáldskap Jóns Vals, góðleika, barnslega aðdáun og einlæga ást á landinu: Um landið mitt fagra fer logi um engi og hús sem lýsandi bál þér, jarðneska fegurðsem frelsið og öræSn víð, nú fagnar mín sál. (Bls. 15.) Það er einsog ölvun af sælukennd hafi hertekið höfundinn, þegar sum- arið hefur verið svo gjöfult af því sem býr allt í blómaskrúð með ið- andi lífi. Og honum er það mikils- vert að gefa öðrum hlutdeild í því með sér. Ljóð hans tala líka mál sem fólkið í landinu skilur. Eitt' lengsta ljóðið í bókinni er þýðing á ljóði eft- ir Langfellow, nefnjst það Sólskins- dagur. Það er sagt að höfundar horfi í augu sín þegar hugverk þeirra eru komin fyrir annarra sjónir. Eflaust gerir Jón Valur það einnig og sér þá það sem betur má fara í skáld- skap hans: Strýk stírurnar úr augunum stirt bakið lætur finna til sín eftir ójafna jörðina en bjartur morgunninn ólgar og iðar eins og öllu hafí verið gefinn lífsandi þessa nótt. Sumarljóð 1991 er 60 bls. og geymir 29 ljóð og þeim er skipt nið- ur í fjóra kafla sem hver ber sitt heiti. Falleg er kápumyndin. Heimskrmgla með nútímastafsetningu UT ER komin hjá bókaútgáfu Máls og menningar Heimskringla Snorra Sturlusonar, á 750 ára ártíð höfundarins. Þetta er fyrta útgáfa verksins með nútímastaf- setningu. Í kynningu útgefanda segir: „Heimskringla er saga norskra kon- unga frá Haraldi hárfagra (d. um 930) fram til Magnúsar Erlingssonar (1161-1184). Fyrst er þó Ynglinga- saga þar sem segir af forfeðrum Noregskonunga allt frá ásunum Óðni og Frey. Snorri Sturluson (1178/79-1241) er nú almennt talinn höfundur verksins, þótt hann sé hvergi kallaður það í Heimskringlu sjálfri, frekar en almennt tíðkaðist um höfunda íslenskra miðaldarita. Er óhætt að telja Heimskringlu eitt höfuðverk íslenskra bókmennta og Snorri er sennilega þekktasti höf- undur sem landið hefur alið. Þessi nýja útgáfa er í þrem bind- um, fyrstu tvö bindin geyma texta Heimskringlu en þriðja bindið er lyk- ilbók með margvíslegu aukefni og skýringum. Textinn er prentaður á nútímastafsetningu og jafnframt eru ýmsar fornar beygingar, einkum sagna, færðar til nútímahorfs, en mörgum fornum orðmyndum haldið. í textabindunum er einnig að finna vísnaskýringar og á spássíu eru til- vísanir í töflur og kort lykilbókar. í lykilbókinni er inngangur um Snorra Sturluson, konungasögur og Heimskringlu, auk upplýsinga um handrit og útgáfur. Þar eru líka prentaðir ýmsir textar úr fornum ritum sem ætlað er að varpa ljósi á Heimskringlu og hugmyndaheim Snorra. Þá eru í bókinni 77 ættartöl- ur og yfirlitsmyndir sem skýra margt í flóknum konungserfðamál- um verksins, svo og 97 landakort. Aftast er dálítil orðabók og þar eru líka ítarlegar skrár. Ritstjórn Heimskringlu-útgáfunn- ar var í höndum Bergljótar S. Kristjánsdóttur, Braga Halldórsson- ar, Jóns Torfasonar og Örnólfs Thorssonar, en þau hafa áður átt aðild að heildarútgáfu íslendinga sagna og Sturlungu. Fjölmargir aðr- ir fræðimenn hafa lagt útgáfunni lið.“ Textabindin eru samanlagt 848 síður en lykilbókin 680 síður. Bindin eru seld saman í öskju og var prent- un og frágangur allur unninn í Prentsmiðjunni Odda hf. I I I I I k í i 1 i i i i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.