Morgunblaðið - 18.12.1991, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
Góður vinnudagxir
eftir Pétur Pétursson
Það var löngu áður en skoðanak-
annanir komust í tísku að menn
gerðu það sér til gamans og dægra-
styttingar að leita álits í kunningja-
hópi um afstöðu manna til vinnu
og starfa. Ekki var þá heldur
gleymt hvíldartíma, sem var þá
mjög á dagskrá, vegna deilu um
vökulög. Svo sem fara má nærri
reyndust svör manna misjöfn og
ósamhljóða. Flest þeirra eru nú
gleymd, en eitt lifir í minni margra.
Það var svar Púlla. Hann sagðist
helst kjósa að gera ekki neitt og
hvíla sig vel á eftir. Það var ein-
mitt um þær mundir, sem hann leit-
aði til frænda síns er var ráðherra
að biðja hann ásjár. Kunningjarnir
biður eftirvæntingafullir um árang-
ur viðtalsins. Púlli kom brúnaþung-
ur af fundi ráðherrans og sagði:
„Hann bauð mér vinnu, en þá sló
nú í hart milli okkar frændanna."
I þann mund er þetta gerðist hóf
drengur á fermingaraldri prentnám
í Vestmannaeyjaprentsmiðju hjá
Guðjóni Ó. Guðjónssyni. Það var
haustið 1926. A þeim 65 árum sem
liðin eru síðan hefír honum aldrei
fallið verk úr hendi. Iðjusöm hönd
og rósasmur hugur, smekkvísi og
einbeittur vilji hafa jafan stýrt at-
hafnaþrá Hafsteins Guðmundsson-
ar.
I prentiðn og bókagerð hefir hann
markað spor og varðað veginn af
list og kunnáttu. Hallbjörn Hall-
dórsson, oft nefndur meistari Hall-
björn, ræddi oft og ritaði um það
sem hann nefndi „svartlist".
Hann hefði án efa kjörið Haf-
stein Guðmundsson í framvarða-
sveit þeirrar listgreinar. Ósk Jóns
Helgasonar prófessors og orð er
hann ber fram í ljóði sínu einkenna
afstöðu Hafsteins til ævistarfa og
iðju, „að góður vinnudagur fari í
hönd“.
Á þeim 65 árum sem liðin eru
síðan Hafsteinn hóf prentstörf hefir
hann unnið víða og þjónað mörgum
meisturum af trúmennsku og
dyggð. Hann brosir kankvíslega er
hann minnist þess að hafa verið
„atvinnulaus" í 5 mínútur á 65 ára
æviferli sínum.
Það var á árum hans í ísafoldar-
prentsmiðju. Þar lauk hann námi
árið 1932. Vann síðan til 1942. Dag
nokkurn skrapp hann til læknis.
Er hann kom þaðan var meistari
hans þykkjuþungur. Reif bréfsnifsi
og ritaði á blaðsnepilinn fáein
krassandi orð um að Hafsteinn
Auðunn Bragi Sveinsson
segir af prestum
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá,
Hafnarfirði, hefur gefið út bók-
ina Sitthvað kringum presta eftir
Auðunn Braga Sveinsson. í kynn-
ingu útgefenda segir:
„Auðunn hefur á sínum lífsferli
kynnst mörgum og þar á meðal
ýmsum prestum. í þessri bók lýsir
hann kynnum sínum af rúmlega
sextíu íslenskum prestum, sem
hann hefur haft eitthvað saman við
að sælda í gegnum tíðina. Þeir
prestar, sem Auðunn segir hér frá,
eru bæði lífs og liðnir og kynni
hans af hveijum og einum mjög
mismikil; Við suma eru kynnin löng
en við aðra vart meira en einn fund-
ur.“
Sitthvað kringum presta er
sett og prentuð í Prisma, Hafnar-
fírði. Bókin er bundin í Félagsbók-
bandinu Bókfelli og kápu hannaði
Prisma. Bókin er 220 bls.
Auðunn Bragi Sveinsson
væri rekinn úr starfi. Hafsteinn
sneri til dyra og gekk síðan sem
leið lá, stuttan spöl úr Austurstræti
upp Bankastræti og inn húsasund,
í bakhús á Laugavegi. Þar var
prentsmiðjan Acta til húsa. Þar var
Hafsteini tekið opnum örmum og
réðst hann þar til starfa. Daginn
eftir hringdi meistarinn í ísafold
og vildi nú fyrir hvern mun heimta
Hafstein aftur til starfa. Bað um
„uppsagnarbréfíð" aftur og kvað
það ógilt. Hafsteinn kvaðst hafa
hent því og hélt áfram starfí sínu
hjá Acta.
Til Hóla réðst Hafsteinn við
stofnun þeirrar prentsmiðju og var
lengi kendur við þá smiðju. Síðar
stofnaði hann sína eigin prent-
smiðju, Prentshús Hafsteins. Haf-
steinn hefir veitt forstöðu og verið
forgöngumaður um flestar þær
greinar er horfa til menningarauka
og framfara í bókagerð og skreyt-
ingu.
Auk þess hefír hann staðið fyrir
útgáfu þjóðlegra bókmennta og
sagnaflokka. Hvarvetna sem hann
á hlut að verki einkennast vinnu-
brögð af vandvirkni og smekkvísi.
Þegar íslensk menning kemur á
dagskrá eru viðbrögð manna með
ýmsum hætti. Fræg eru orð Steins
Steinarr er hann vitnaði í aldraða
fóstru sína, sem sagði að „menning“
væri rímorð, sem þeir notuðu fyrir
sunnan til þess að ríma á móti
„þrenning".
Öflugj; bókmenntafélag hóf út-
gáfu ritverks um íslenska menn-
ingu. Út kom eitt bindi. Annars
bindis var beðið með mikilli eftir-
væntingu. Á því varð bið. Er það
dróst úr hömlu og áskrifendur
verksins voru nær úrkula vonar um
að framhald kæmi voru háskóla-
stúdentar samankomnir í glöðum
hóp á góðum degi og ræddu menn-
ingarmál. Með þeim voru einnig
kennárar, prófessorar, kunnir
fræðimenn og mælskusnillingar.
Var létt yfir máli manna og vel
unað við gamanmál og bijóstbirtu.
Er rætt var um framhald sam-
kvæmis reis aldursforseti á fætur
og kvað nú mál að hverfa úr sam-
kvæmi og halda heim. Þá kvað við
úr hópnum: Þú ert náttúrulega að
flýta þér heim til þess að skrifa
annað bindi af íslenskri menningu.
Hafsteinn Guðmundsosn hefír nú
ráðist í það stórvirki að gefa út ís-
lenska menningarsögu. Er það bók-
aflokkur, sem 40 þjóðkunnir fræði-
menn rita. Mun það mála sannast
Hafsteinn Guðmundsson
að þar riti færustu menn, hver um
sitt sérsvið. Kaflar eru vel afmark-
aðir. Er fyrirhugað að bindin verði
10 alls. Bókaflokkurinn er talinn
henta jafnt áhugafólki, sem og
fræðimönnum. Af þeim fjórum
bindum sem þegar eru komin er
ljóst að hér er verk sem er einkar
hentugt almenningi. Það ber með
sér þann höfuðkost, sem nauðsyn-
legur er til útbreiðslu og langlífis,
að vera á svo alþýðlegu máli að
hver maður skilji, en jafnframt sé
ljóst að höfundar valdi viðfangsefn-
inu og séu svo fróðir um efnið að
þeir geti ausið úr brunni þekkingar
sinnar öðrum til gagns og gleði.
Ungir háskólanemendur segja
mér að þeir hafi notið ritsins vel
við nám og rannsóknir. Sé furðu
margt í þessum bókum sem komi
að góðu gagni og sé ekki aðgengi-
legt annarsstaðar (t.d. yfírlit yfír
þróun íslensks máls). Bækurnar
mega því teljast mikill fengur fyrir
háskólanema og nemendur Kenn-
araháskóla.
Undirritaður getur þó eigi mælt
fyrir munn annarra en sjálfs sín.
Þeir sem enn hafa ánægju af því
áð fræðast um mannlíf og þjóð-
hætti fyrri alda, þekkja líf og starf
sinnar eigin þjóðar, fræðast um
bjargræðisvegi, tímatal, lækningar,
skurðlist og listmálun, lesa um dul-
argáfur og dansa, málsögu og bóka-
gerð, félagslíf og ferðalög, svo fátt
eitt sé talið, þeir ættu að eignast
íslenska þjóðmenningu, sem Haf-
steinn Guðmundsson ber á borð og
býður þjóðinni til afiestrar og eign-
ar.
Mér kemur í huga sem góðkunn-
ingi minn, gamail og gegn bóksali,
sagði mér um bókakaup og ritverk.
ITVEGGJA DYRA
(&oolcron
KÆU' OG FRYSTISKÁPUR
ÓTRÚLEGA LÁGT VERD
39*520 $tgr.
Samt. stærö: 275 1.
Frystihólf: 45 1. ❖ ❖ * ❖
Hæö: 145 sm. Breidd 57
Dýpt: 60 sm.
Vinstri eða hægri opnun.
FULLKOMIN VIÐGERDA- OG
VARAHLUTAÞJÓNUSTA
DMtt
Heimilis- og raftækjadeild.
HF
j Laugavegi170-174 Sfmi 695500
Góðvinur hans sem dvaldist lang-
dvölum erlendis ritaði honum og
ráðlagði honum að festa kaup á
norsku ritsafni öndvegi.shöfunda er
kom út hjá kunnu norsku forlagi.
Voru það höfuðskáld Norðmanna í
veglegri útgáfu, bækurnar fagur-
lega innbundnar og mikil prýði í
hveijum bókaskáp. Að ráði vinarins
pantaði bóksalinn 5 eintök af ritum
hvers höfundar. Er hann auglýsti
bækurnar kom til hans vel fjáður
kaupsýslumaður og festi kaup á
öllum ritverkum norsku höfund-
anna er í boði voru. Daginn eftir
kom hann aftur í bókabúðina og
sagði: Áttu ekki 650 sentimetra af
bókum í svipuðu bandi. Það vantar
í eina hilluna til þess að skápurinn
sé fullur. Bóksalinn kvaðst því mið-
ur ekki eiga fleiri norska höfunda
en hann hefði þegar fengið, en við
nánari athugun urðu þeir ásáttir
um að 40 sentimetrar af sænsku
skáldkonunni Selmu Lagerlöf
kæmu sterklega til greina sem
„eyðufyllir" í skápnum. Hún átti
líka heima „handan við Kjöl“, í orðs-
ins fyllstu merkingu.
Bækur Hafsteins Guðmundsson-
ar eiga heima í hveijum bókaskáp
landsins. Þær eru fróðlegar, þær
eru þjóðlegar og þær eru stofu-
prýði, það gerir innihaldið og það
gerir kjölurinn.
Hafsteinn Guðmundsson kenndi
ungum nemendum prentlistar
teikningu um 20 ára skeið Hjálpar-
tækin strokleður og blýantur, auk
heilræðis: „Drengir mínir. Gerið allt
vel sem þið gerið.“ Sjálfur hefir
Hafsteinn fylgt því heilræði.
Höfundur er þulur.
Skáldsaga
eftir Mario
Vargas Llosa
PANTALJÓN og sérþjónustan
eftir Mario Vargas Llosa kom
út á íslensku hjá Almenna Bóka-
féiaginu í þýðingu Sigrúnar
Ástríðar Eiríksdóttur. I kynn-
ingu útgefenda segir:
„Mario Vargas Llosa er einn af
víðkunnustu rithöfundum Suður-
Ameríku og það jók enn á frægð
hans þegar hann bauð sig fram í
forsetakosningunum í ættlandi sínu
Perú á síðasta ári og munaði litlu
að hann næði kosningu. Skáldsögur
hans berast víðsvegar um heiminn
en á íslensku hefur hann ekki verið
þýddur fyrr en nú að hin fyndna
háðssaga hans, Pantaljón og sér-
þjónusta, birtist nú í íslenskri þýð-
ingu. Sagan gerist í landamærahér-
uðunum í frumskógi Perú. Þar eru
miklir herir til að gæta landamær-
anna og þeir eru langt leiddir vegna
skorts á kvenfólki. Kærur og kvart-
anir dynja á herstjórninni vegna
nauðgunarmála. Hún reynir að ráða
fram úr þessu og ræður ungan og
metnaðarfullan höfuðsmann til að
leysa málin. Pantanljón hugsar með
skelfíngu til verkefnisins en setur
skylduna ofar öllu öðru og eftir
miklar skýrslugerðir, sem hann
leggur fyrir yfirmenn sína, hefst
hann handa um framkvæmdir,
safnar starfsfólki í gleðihúsum hér-
aðsins og sérþjónustan tekur til
starfa. Árangurinn er með ólíkind-
um, en skyldi þetta ekki bjóða upp
á nýjan vanda?“
Bókin er 257 bls. að stærð og
unnin hjá Skerplu og Prentsmiðju
Áma Valdemarssonar.
SfENNANPi!
-efþú áttmiða!