Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 Útgáfa íslandslýsingar Resens í þýðingu dr. Jakobs Benediktssonar var kynnt í nýju húsi Sögufé- lagsins þegar bókaafgreiðsla var opnuð þar sl. mánudag. F.v. Loftur Guttormsson, stjórnarmaður í Sögufélaginu, Gunnar F. Guðmundsson, sem aðstoðaði dr. Jakob við útgáfu íslandslýsingarinnar, dr. Jakob Benediktsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, verslunarstjóri Sögufélagsins og Heimir Þor- leifsson forseti félagsins. Sögufélagið í eigið húsnæði Islandslýsing Resens gefin út í þýðingu dr. Jakobs Benediktssonar SÖGUFÉLAGIÐ flutti í fyrsta sinn í eigið hús- næði með bókaafgreiðslu sína um seinustu helgi. Félagið sem verður 90 ára í mars á næsta ári hefur keypt lítið hús við Fischersund 3 en sú bygging á sér alllanga sögu, elsti hluti hússins var byggður árið 1878. Unnið hefur verið að gagngerum endurbótum á húsnæðinu og bókaaf- greiðslan er öll viðarklædd. Líkir Ragnheiður Þorláksdóttir verslunarstjóri þessum vistaskipt- um við byltingu í starfsemi Sögufélagsins. Á þessum tímamótum gefur Sögufélagið út bókina íslandslýsing Resens, sem er þriðja ritið í safni Sögu- félagsins um ísland á 17. og 18. öld. Bókin er eftir Peder Hansden Resen (1625-1688), sem var kunnur danskur lærdómsmaður er samdi mikið rit um danska ríkið og hjálendur þess, Atlas Danicus, og var íslands- lýsingin hluti þess. Dr. Jakob Benediktsson þýddi Islandslýsingu Resens úr latínu. Hefur hann einnig samið skýringar og ítarlegan inngang að verkinu. Dr. Jakob sagði í samtali við Morgunblaðið að íslandslýsing Resens væri um margt ólík öðrum bókum erlendra manna um ísland, einkum fyrir það, að Resen sótti mestan hlut efnisins til íslenskra heim- ilda. Ýmis rit sem Resen sótti í hafa glatast með öllu og sagði Jakob að Islandslýsingin hefði því mik- ið heimildargildi. Jakob sagði að Islandslýsing Re- sens hefði gleymst og verið fáum kunn um iangan aldur, þótt hún hefði verið varðveitt í nokkrum hand- ritum, allt fram á daga Þorvaidar Thoroddsen, sem rakti efni hennar í Landfræðisögu sinni. Peder Hansen Resen var prófessor í lögum, sagn- fræðingur og um tíma borgarstjóri Kaupmannahafn- ar, jafnframt því sem hann fékkst við útgáfu fornra rita á borð við Snorra-Eddu, Völuspá og Hávamál, auk orðabókar Guðmundar Ándréssonar. Islandslýsingin skiptist í 31 kafla sem greina frá náttúru iandsins, stjómarfari og þjóðmenningu, stundum af mikilli nákvæmni, og er krydduð frásögn- um um kynjaskepnur og önnur furðuverk ásamt Morgunblaðið/KGA Skilti Sögufélagsins komið fyrir á Fischersundi 3. J.E. Jensen bakari lét byggja geymsluskúr á þessum stað 1878 og er það nú vestari hluti hússins. Austari hlutinn var byggður 1894 af A. Frederiksen bakara, sem átti Norska bakarí- ið við Fischersund. ýmsu þjóðsagnaefni. Resen kom aldrei sjálfur til Islands heldur studdist við prentaðar og óprentaðar heimiidir. Sagði Jakob að Resen hefði átt aðgang að íslenskum handritum en meginheimild hans með- al óprentaðra heimilda hafi verið íslandslýsing Odds biskups Einarssonar en meðal prentaðra bóka voru rit Amgríms lærða meginheimildir. Hann mun hafa kynnst íslenskum mönnum nokkuð í Kaupmanna- höfn og notið aðstoðar þeirra, að sögn Jakobs. Em birtar teikningar af Þingvöllum í bók Resens og mun þar vera elsti uppdráttur sem fundist hefur af fyrirkomulagi Lögréttu á fyrri tímum. í inngangi bókarinnar segir dr. Jakob m.a. að íslandslýsing Resens hafi borið af ritum erlendra höfunda um ísland á sinni tíð. „Afstaða Resens til íslendinga er vinsamleg; hann var sjálfur bókamaður og mat bókmenntir þeirra mikils og dró síst úr gildi þeirra. Hann var, eins og flestir samtímamenn hans, ekki ýkja gagnrýninn á það sem á bókum stóð, og má víða sjá þess merki. Hinsvegar sniðgekk hann að mestu þær tröllasögur sem víða óðu uppi í erlendum bókum um ísland. Þar setti hann íslenskar heimild- ir skör hærra.“ Hátt í þúsund dans- arar á íslandsmóti íslandsmeistarakeppni í dansi var haldin í Ásgarði í Garðabæ, um helgina. Á laugardag var keppt í gömlu dönsunum, en á sunnudag í „standard-“ og suður-amerískum dönsum. Alls tóku á fjórða hundr- að pör þátt í keppninni og voru keppendur á öllum aldri og margir Islandsmeistarar kjörnir. Um 75 pör tóku þátt í keppni í standard-_ og suður-amerískum dönsum. í standard voru dansaðir fimm dansar: Vals, hægur foxtrot, tangó, quickstep og Vínarvals. Suður-amerísku dansarnir voru Cha cha, rúmba, samba, jive og pasodoble. í aldursflokki unglinga 12-15 var keppt í fjórum dönsum í hvorum flokki, og voru þá Vínar- vals og pasodoble undanskildir. Belgískir, enskir og finnskir dóm- arar voru hérlendum starfsbræðr- um sínum til halds og trausts í standard- og suður-amerísku döns- unum, en meðal þátttakenda í þeim voru þijú pör íslenskra atvinnu- manna. Mikil þátttaka var í gömludansa- keppninni, og dönsuðu þar um 300 pör í sjö aldursflokkum, allt frá flokki 7 ára og yngri og upp úr. Dansaður var stiginn skottís, skott- ís númer 3, ræll, polki, Vínarkruss, gay Gordon og Masúrka. Islandsmeistarar urðu: Gömludansar: 7 ára og yngri, Ámi Traustason og Heiga Þ. Björg- vinsdóttir; 8-9 ára, Hafsteinn Jón- asson og Laufey K. Einarsdóttir; 10-11 ára, Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Haraldsdóttir; 12-15 ára, Daníel Traustason og Hrefna R. Jóhannsdóttir; 16-25 ára, Ragn- ar Sverrisson og Anna B. Jónsdótt- ir; 25 ára og eldri, Svavar Björg- vinsson og Berglind Freymóðsdótt- ir. Standarddansar: 12-15 ára, Vict- or Victorsson og Drífa Þrastardótt- ir; 16-18 ára, ’Oskar ’Oskarsson og Ása Einarsdóttir; 19 ára og eldri, Ragnar Sverrisson og Anna Jóns- dóttir; í flokki atvinnumanna, Jón P. Úlfljótsson og Kara Arngríms- dóttir. Einn dansaranna fær aðstoð við að smyrja á sig brúnkukremi, sem er mikilvægt fyrir suður- amerísku sveifluna. Suður-Amerískir dansar: 12-15 ára, Davíð Á. Einarsson og Jóhanna E. Jónsdóttir; 16-18 ára, Gunnar Sverrisson og Anna M. Ragnars- dóttir; 19 ára og eldri, Ingvar Þ. Geirsson og Anna Sigurðardóttir; í flokki atvinnumanna, Jón P. Úlf- ljótsson og Kara Arngrímsdóttir. Alls tóku nemendur frá sjö dans- skólum þátt í mótinu. Næsta mót verður haldið í mars og mun það verða 10 dansa keppni, og saman- lögð stig ráða úrslitum. Þéttskipað var í salinn á Islandsmeistaramótinu í dansi sem haldið var um helgina. Myndin er frá keppni í flokki 16-18 ára í standardd- önsum. BRENGLUÐ MYND eftir Eyþór Arnalds Orð eru dýr. Sú staðreynd gerir það mikilvægt að rétt sé eftir mönn- um haft, ekki síst opinberiega. Það skiptir alla þá máli sem við er rætt í fjölmiðlum að myndin sem brugð- ið er upp af þeim sé dregin skýrum og réttum dráttum. Á þessu vili stundum verða misbrestur, jafnvel þó hinir ágætustu menn íjalli þar um. Gerist slíkt er ekki um annað að ræða en vekja athygli á mis- tökunum. í grein eftir Árna Matthíasson, sem birtist 17. nóvember sl. var sagt frá tónleikaferð um landið, sem ég og félagar mínir í Todmobile, Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur B. Þorvaldsson, fórum ásamt förun- eyti. Ég er ekki sáttur við þá myns sem blaðamaðurinn dregur þar upp. Sérstaklega þykir mér slæmt að grundvailarhugsun okkar hefur ekki komist óbrengluð til skila. „Við í Todmobile höfum sannarlega ekkert nema gott um það fólk að segja sem kom til þess að hlusta á okkur, og á það jafnt við um íbúa Ólafsfjarðar og Ólafsvíkur sem og alla aðra.“ Sagt er að ferð okkar hafi varað í 5 vikur, hið rétta er að hún stóð í 3 vikur. Kostnaður var sagður 5 milljónir króna. Hið rétta er að kostnaður var 2 milljónir króna. í greininni var einnig sagt að 400 áheyrendur þyrfti í sal á hverjum stað til þess að ekki yrði tap á ferð- inni. Þetta er rangt með farið. Rætt var um að um 100 áheyrend- ur þyrftu að sækja hveija tónleika til þess að dæmið gengið upp. Ætla mætti af umfjöllun varðandi kostnað að tap hafi verið á tónleika- ferðinni, en svo var ekki. Dæmið gekk upp. Þessi tónleikaferð Todmobile um landið í byijun vetrar er ein ánægju- legasta lífsreynsla sem hljómsveitin hefur orðið fyrir á sínu stutta ævi- skeiði. Við í Todmobile höfum sann- arlega ekkert nema gott um það fólk að segja sem kom til þess að hlusta á okkur, og á það jafnt við um íbúa Ólafsfjarðar og Ólafsvíkur sem og alla aðra. Sem dæmi um slysalega umljöll- un er einmitt þegar eftir mér er haft í beinni ræðu verulega neikvæð ummæli um kauptún sem ég hef ekkert nema gott eitt um að segja. Hið sanna er að allsstaðar var okk- ur vel tekið og stemmning víða framar vonum. Grein Árna Matthíassonar var Eyþór Arnalds byggð á samtali við okkur í Todmobile sem fram fór á hótelher- bergi á Akureyri fyrir tónleika. Við stóðum í þeirri trú, að Árni mundi skrifa grein um tónleikana á Akur- eyri frá eigin bijósti og spjall okkar væri honum fyrst og fremst til upp- lýsingar. Okkur var ekki gefið tæki- færi til að heyra eða lesa greinina fyrr en hún birtist með litprentuðum myndum í Morgunblaðinu, okkur til skelfingar. Þetta er því miður ekki í eina skiptið sem við höfum opnað Morg- unblaðið og ekki kannast við þá persónuleika sem þar er lýst en eiga víst að vera við. Það getur haft alvarlegar afleið- ingar að mistúlka og orð og setning- ar. I umfjöllun Árna er grundvallar- hugsun okkar varðandi þessa ferð gerð neikvæð. Hið sanna er að þessi ferð var langþráð viðleitni okkar til að leika fyrir landsbyggðarfólk. Það hefur sýnt sig á ferðum okkar um landið að þar eru áheyrendur þakklátari og á flestan hátt betri hlustendur en þeir sem búa á höfuðborgar- svæðinu. Það er einmitt þetta síð- asta og mikilvæga atriði sem komst ekki til skila í greininni hans Árna Matthíassonar „Spilað fyrir fólkið“. Ilöfundur er tónlistarmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.