Morgunblaðið - 18.12.1991, Page 29

Morgunblaðið - 18.12.1991, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 29 Jólafagnaður Yeradar ARLEGUR jólafagnaður Verndar á aðfangadag verður haldinn í Skipholti 37, veit- ingahúsinu Furstanum. Húsið verður opnað kl. 15. Þá er á boðstólum síðdegiskaffi með kökum, gosdrykkjum og sælgæti. Þríréttaður hátíðarmatur verð- ur framreiddur kl. 18. Á matseðl- inum verður súpa, hangikjöt með uppstúfi og grænmeti, síðan blandaðir ávextir með þeyttum tjóma. Að borðhaldi loknu verður stutt helgistund. Boðið verður upp á kaffi og ijómatertu kl. 22. Allir eru velkomnir, sem ekki hafa í önnur hús að venda þetta helgasta kvöld. Með bestu kveðjum, f.h. Jólanefndar Verndar, Hanna Johannessen, formaður. Morgunblaðið/Þorkell Tryggvi Pálsson, bankastjóri íslandsbanka, Eiður Guðnason umhverfisráðherra, Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags Islands, Sveinn Runólfsson framkvæmdastjóri Landgræðslu ríkisins, Sigurð- ur Þráinsson, fulltrúi Náttúruverndarfélags Islands, og Auður Sveinsdóttir formaður Landverndar. Islandsbanki styður Skógræktarfélag Islands: Heitir fjórum plöntum fyrir hvern nýfæddan Islending Verðmæti gjafarinnar 1,9-2,3 milljónir kr. ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að gefa Skógræktarfélagi íslands fjór- ar plöntur næstu fjögur árin fyrir hvern nýfæddan Islending, eða eina plöntu til gróðursetningar í hveijum landsfjórðungi. Þá ætlar Islandsbanki á næsta ári að gefa Landgræðslu ríkisins eina milljón króna til að kaupa raðsáningarvél til uppgræðslu og landbóta. Af árlegri pappírsnotkun bankans eru um 10 tonn vistvænn pappír og er í athugun innan bankans að prenta tékkhefti á vistvænan pappír. Morgunblaðið/Bjarni Sendiherrahjón Bandaríkjanna, Charles og Sue Cobb, við fagurlega skreytt jólatréð á Laufásvegi. Sendiherra Banda- ríkjanna hættir Aðeins eitt raðsáningartæki er til á íslandi, en það hefur margsannað gildi sitt. Bankinn mun einnig af- Aðventustund í Hafnarborg KÓR og barnakór Hafnarfjarð- arkirkju, Tónlistarskóli Hafnar- fjarðar og Hafnarborg gangast fyrir Aðventustund í Hafnarborg fimmtudaginn 19. desember klukkan 20,30. Á efnisskrá eru aðventu- og jóla- tónlist og fram koma: Inga Bachman sópransöngkona, Einar Jónsson trompetleikari, Hallfríður Ólafsdótt- ir flautuleikari, Gunnar Guðmunds- son fiautuleikari, Guðrún Guðmundsdóttir orgelleikari, Ric- hard Korn kontrabassaleikari, Barn- akór Hafnarijarðar og Kór Hafnar- fjarðarkirkju. Stjórnendur eru Bryn- hildur Auðbjargardóttir og Helgi Bragason. henda Náttúruverndarráði hálfa milljón króna til að bæta aðstöðu og hefta sandfok við Dimmuborgir. Svæðinu stafar nú hætta af vaxandi ferðamannaþunga og sandfoki á svæðinu sunnan Dimmuborga. Á síðasta ári fæddust 4.768 ís- lendingar og sé miðað við að sami fjöldi fæðist næstu fjögur árin er gjöf íslandsbanka 76.288 plöntur. Meðalverð á skógarplöntu er á bilinu 25-30 kr. og er verðmæti gjafarinn- ar því 1,9-2,3 milljónir kr., þar af renna 467-560 þúsund kr. til ríkis- sjóðs í formi virðisaukaskatts. Islandsbanki gaf síðastliðið sumar Skógræktarfélagi íslands 90 þúsund trjáplöntur til gróðursetningar og þar af gróðursettu starfsmenn bank- ans 25 Jmsund plöntur á Skógrækt- ardegi Islandsbanka. Þá gaf bankinn 500 þúsund krónur til landgræðsluá: taksins „Græðum og græðum". í fréttatilkynningu frá íslandsbanka segir að þessu samstarfi við upp- græðslu Islands og gróðurverndar verði haldið áfram. Um áramótin kemur út dagatal bankans í 80 þúsund eintökum sem prentað er á vistvænan pappír. Da- gatalið er helgað umhverfísmálum og umhverfisvernd og vill bankinn með útgáfunni hvetja alla landsmenn til dáða á þessu sviði. Samhliða da- gatalinu gefur Islandsbanki út vegg- spjald með sömu myndum og boð- skap og er að finna á dagatalinu. Tryggvi Pálsson bankastjóri íslands- banka afhenti á mánudag fulltrúum Landgræðslunnar, Skógræktarfé- lags Islands og Náttúruverndarráðs áheitin við hátíðlegt tækifæri í bank- anum. Viðstaddur var Eiður Guðna- son umhverfisráðherra sem fékk afhent fyrsta eintakið af dagatalinu og veggspjaldinu. CHARLES E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna á Islandi lætur brátt af störfum sem slíkur og hverfur til Bandarikjanna á nýj- an leik. Hann og kona hans Sue hafa verið hér á landi síðan haustið 1989. Cobb sagði í samtali við Morgun- blaðið að George Bush Bandaríkja- forseti hefði óskað eftir því að hann yrði einn af kosningastjórum sínum og meðal annars þess vegna hyrfi hann aftur heim fyrr en upphaflega hefði staðið til, til þess að taka þátt í og undirbúa kosningabaráttu Bandaríkjaforseta. Auk þess segist Cobb þurfa að hætta fyrr en ella af persónulegum ástæðum, viðskiptalegs eðlis, svo og vegna þess að seta hans í stjórn Háskólans í Miami geri það að verk- um að hann þurfi að sinna stjórnun- arstörfum þar í auknum mæli. Ekki hefur verið ákveðið hver mun taka við af Cobb en reiknað er með því að sendiherraskipti fari fram seinnihluta janúarmánaðar eða í byijun febrúar á næsta ári. Reyndum að sinna þeim sem verst urðu úti í stríðinu Morgunblaðið/Emilfa Aðalstöðin styður rannsóknastarf- semi Krabbameins- félagsins Almar Grímsspn, formaður Krabba- meinsfélags íslands, og Baldvin Jónsson, eigandi Aðalstöðvarinnar, innsigluðu í gær samstarfssamning með handabandi á skrifstofu Aðal- stöðvarinnar, en helmingur nettó- tekna stöðvarinnar af jólakveðjum sem lesnar verða yfir hátíðirnar rennur til rannsóknastarfsemi Krabbameinsfélagsins. Verður fénu varið til grunnrannsókna á bijósta- krabbameini á rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði. Auk þess rekur rannsóknastofan lífsýna- banka sem ætlaður er til að safna efnivið, aðallega blóðsýnum, fyrir rannsóknir framtíðarinnar. - segir Björn Óli Hauksson, sem vann á vegum Rauða krossins í írak BJÖRN Óli Hauksson rekstrarverkfræðingur hefur undanfarna sjö mánuði unnið á vegum Alþjóðanefndar Rauða krossins í írak, m.a. við að koma upp vatnsdreifingarkerfi, en víða í landinu var vatns- laust eftir Persaflóastríðið. Hann segir ástandið í írak ekki hafa verið eins slæmt eftir stríðið og hann hafði í upphafi talið. Björn segir íraka vera vingjarnlegt fólk og jákvætt þrátt fyrir þær hörm- ungar, sem það hefur gengið í gegnum. Björn fór til írak um miðjan apríl en þá var hann var beðinn um að sinna neyðarhjálp þar ásamt fjórum öðrum Islendingum, Magn- úsi Hallgrímssyni verkfræðingi, Kristjóni Þorkelssyni pípulagning- armanni, Magnúsi Björnssyni vél- virkja og Helgu Leifsdóttur við- skiptafræðingi. N eyðarvatnsdr eifikerfi sett upp Fljótlega eftir komuna til Bagdad fór hluti hópsins til Nasiri- yah, sem er rúmlega 400 kílómetra suður af Bagdad og eru íbúar borg- arinnar um 250 þúsund. „Þegar við komum þangað var búið að sprengja flestar brýr yfir Efrat-ána og þar sem vatnsleiðslur voru byggðar inn í brýrnar var hálf borgin orðin vatnslaus og í hinum helmingnum varð fólk að taka vatnið úr meginæðum, þar sem það blandaðist grunnvatni og skolpi,“ segir Björn. Björn segir að þeir hafi því byij- að á því að koma upp neyðarvatns- dreifikerfi fyrir borgina og ná- grenni með því að byggja neyðar- vatnstanka úr bárujárni og plastdúk. „Þessir tankar taka um 70 þúsund lítra hver og þegar við vorum búnir að byggja alla tankana voru þeir alls um níu talsins í borg- inni sjálfri og nágrenni. Með þessu gátum við dælt vatni frá vatns- veitunum rétt fyrir utan borgina yfir í tankbíla, sem fluttu svo vatn- ið í neyðartankana og við dreifðum þegar mest var rúmlega milljón lítr- um af vatni á dag. Þarna reyndum við aðallega að sinna þeim, sem verst höfðu orðið úti í stríðinu," segir Björn. Lítill skaði eftir stríðið Þegar búið var að byggja neyð- arkerfið upp fór, að sögn Björns, að hægja á framkvæmdum í Nasiri- yah og fór hann þá til Bagdad þar sem hann tók við stjórnunarstöðu og sá meðal annars um alla þá birgðaflutninga, sem komu við vatnsdreifingu og vatnsveitum í írak. Þar var hann í rúmlega fjóra mánuði eða þar til verki hans í Irak var lokið. Björn segir að það hafí komið sér á óvart hversu lítill skaði hafði orðið eftir stíðið. „Ég átti von á því að skaðinn væri meiri í land- inu. Það var búið að eyðileggja ákveðin skotmörk í landinu, sem gerði að verkum að til dæmis var ekki rafmagn á mörgum stöðum og víða var vatnslaust. Þegar ég kom fyrst út var eins og stríðið væri enn í loftinu og vegna raf- magnsleysis var Bagdad alveg myrkvuð. Þetta gerði einnig erfið- ara en ella að hefja neyðarstarfið." Irakar vingjarnlegir „Ég kunni alveg sérstaklega vel við Iraka. Þetta er mjög stolt fólk, en samt mjög vingjarnlegt og vill allt fyrir mann gera og gildir það fyrir alla þjóðfélagshópa í landinu. Gagnvart mér var fólk mjög já- kvætt og jafnvel þó að stundum væri ég tekinn sem Bandaríkja- maður var samt sama viðhorfið til staðar þrátt fyrir að stríðið hefði Morgunblaðiö/Ámi Sæberg Björn Óli Hauksson endað aðeins nokkrum vikum áð- ur,“ segir Björn. Björn segist gjarnan vilja fara aftur á vegum Rauða krossins ef honum byðist það. „Ég var mjög ánægður með veruna í Irak, meðal annars vegna þess hve Rauða krossinum tókst að inna af hendi gott starf í þágu allra þjóðfélags- hópa, hvort sem það voru Kúrdar eða aðrir írakar. Svona starf er náttúrlega allt bundið þörfinni á hverjum tíma en ég myndi ekki hika við að fara aftur ef eitthvað byðist," sagði Björn Óli Hauksson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.