Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 Miðvikudagur 18. desember. I dag klukkan 11 kemur Hurðaskellir í heimsókn á Þjóð- minjasafnið ásamt Barnakór Víðistaðaskóla. Bubbi spil- ar á Tveim- ur vinum TÓNLEIKAR með Bubba Mort- hens verða I kvöld á skemmti- staðnum Tveir vinir og hefjast þeir klukkan 22,30. Með Bubba kemur fram nýja hljómsveitin hans, en hana skipa Pálmi Gunnarsson, Reynir Jónas- son, Gunnlaugur Briem og Tryggvi Hiibner. Sálin hans Jóns míns. Sálin með tónleika á Púlsinum HLJÓMSVEITIN „Sálin hans Jóns míns“ heldur tónleika á Púlsinum fimmtudagskvöldið 19. desember. Sveitin sendi nýlega frá sér þriðju breiðskífu sína, sem nú hefur náð svokallaðri platínusölu, þ.e. selzt í 7.500 eintökum. Á Púlsinum verður efni nýju plötunnar kynnt með hljóðfærasslsætti að hætti Sálar- manna. Útvarpað verður frá tón- leikunum á Rás 2. Þetta verða síð- ustu tónleikar Sálarinnar á þessu ári. Alit Evrópudómstóls- ins kemur ekki á óvart - segir í ályktun Samstöðu um óháð Island SAMSTAÐA um óháð ísland, samtök sem nýlega voru stofnuð, hafa sent frá sér ályktun sem er svohljóðandi: „Álit Evrópudómstólsins á samn- ingsdrögum um Evrópskt efnahags- svæði hefur sett EES-málið í hnút, sem óvíst er að verði leystur. Eins og lesa má í nýútkomnu fréttabréfi Samstöðu kemur þessi síðasta hindrun ekki á óvart. Dómstóllinn vill ekki framselja neitt af valdi sínu til EES-stofnana. Þessi athugasemd EB-dómstólsins í Lúxemborg sýnir í senn eðli EES-samningsins og hver það er sem myndi hafa undir- tökin á efnhagssvæðinu. íslensk stjórnvöld eiga að viður- kenna í hvert óefni er komið. Við eigum ekkert erindi í áframhaldandi samflot með ríkjum sem keppa að inngöngu í Evrópubandalagið. Samningsdrögin sem fyrir lágu voru ótæk og geta úr þessu aðeins versn- að. Þau eru þegar komin í mótsögn við ákvæði stjórnarskrárinnar og stofna efnahagslegu og stjórnar- farslegu sjálfstæði þjóðarinnar í mikla hættu. Islendingar eiga góðra kosta völ í samskiptum við Evrópubandalagið. Nú þegar á að hætta þátttöku í frek- ari EES-viðræðum, leggja yfirvegað mat á þjóðlega hagsmuni og leita eftir tvíhliða viðræðum við EB um endurbætur á gildandi fríverslunar- samningi og gagnkvæmum sam- skiptum á öðrum sviðum. Stjórn Samstöðu hefur að undanförnu lagt áherslu á að sú leið verið farin og telur hana farsælasta fyrir framtíð lands og þjóðar. Aðild að Evrópsku efnahagssvæði var slæmur kostur, en sýnu verri væri innganga í Evrópubandalagið sem tók í -Maastricht viðbótaskref í átt að stórríki með sameiginlega mynt, óháðum seðlabanka og póli- tísku samstarfi í utanríkis- og ör- yggismálum." Grundartangakórinn Sextán lög með Grimdatangakór ÚT ER kominn geisladiskur og snælda með 16 lögum, sem Grundartangakórinn syngur. Meðal laga eru lög eftir Jón Múla Árnason, Sigfús Halldórsson, Magnús Kjartansson og Magnús Eiríksson og sameiginlegt með þeim öllum er að útsetningar þeira eru sérstaklega gerðar fyr- ir kórinn af nokkrum nemendum Tónlistarskólans í Reykjavík, þeim Eiríki Árna Sigtryggssyni, Gunnari Gunnarssyni, Hilmari Sverrissyni, Úlfi Haraldssyni og Þuríði Jónsdóttur. Upptaka fór fram í Stúdíó Stemmu undir handleiðslu Sigurðar Rúnars Jónssonar. Stjórnandi kórsins er Lárus Sig- hvatsson skólastjóri Tónlistarskól- ans á Akranesi. Undirleikari er Flosi Einarsson píanóleikari, en auk hans komu þeir Eðvarð Lárusson, Eiríkur Guðmundsson, Halldór Sighvatsson og Páll Einarsson við sögu. Grundartangakórinn er 19 manna karlakór starfsmanna við járn- blendiverksmiðjuna við Grund- artanga. Hann hefur starfað nær órlitið frá 1980 og sungið víða vest- anlands og norðan, auk þess sem hann hefur sungið á nokkrum stöð- um í Noregi. Umsjón með dreifingu hefur Þor- steinn Ragnarsson, íslenska járn- blendifélaginu, Grundartanga. Þúsundir á faraldsfæti ÞÚSUNDIR manna leggja land undir fót síðustu dagana fyrir jól, og frá Umferðarmiðstöðinni eru daglega yfir 60 komur og brottfarir. Fyrir hátíðirnar flylja langferðabifreiðar sem fara frá Umferðamiðstöðinni hátt í þrjú þúsund farþega til síns heima. En það er ekki bara fólk sem flutt er, því landsmenn eru iðnir við að sepda vinum og ættingjum jólagjafir. Fyrir jólin í fyrra fóru um 60 þúsund pakkar um í gegn- um pakkaafgreiðslu BSÍ og síst lítur út fyrir að álagið verði minna nú. Jól og áramót eru miklir anna- tímar hjá sérleyfishöfum. Á öllum styttri leiðum út frá Reykjavík eru frá einni upp í sjö ferðir á dag, og á lengri leiðum ein til tvær ferðir. Auk þess hefur verið bætt inn all- mörgum aukaferðum. Síðustu ferðir langferðabifreiða fyrir jól á lengstu sérleyfísleiðum frá Umferðarmiðstöðinni eru á Þor- láksmessu kl. 08:00 og 17:00 til Akureyrar, kl. 08:30 til Hafnar í Hornafirði, á Snæfellsnes kl. 09:00 og 19:00, til Búðardals og Króks- fjarðar kl 08:00 og til Hólmavíkur kl. 10:00. Á styttri leiðum verða bifreiðar í förum á aðfangadag, en engar ferðir verða á jóladag. Fólki er bent á að tryggja sér farmiða tímanlega og einnig er áríðandi að allir pakkar séu vandlega merktir, og með símanúmeri móttakenda. Allar nánari upplýsingar um ferðir sérleyfishafa um jól og ára- mót eru veittar hjá BSI, Umferð- arniiðstöðinni. Einnig hefur verið gefin út sérprentuð áætlun sem fæst endurgjaldslaust á sama stað. (Úr fréttatilkynningn). Eitt atriði úr myndinni Flugásar. Bíóborgin og Sagabíó sýna myndina „Flugásar“ BIÖBORGIN og Sagabíó hafa haf- ið sýningar á jólamyndinni 1991 „Flugásar". í aðalhlutverkum eru Charlie Sheen og Valeria Golion. Leikstjóri er Jim Abrahams. Myndin segir frá „flugásum" í bandaríska flughemum. Hér er tekið á gamansaman hátt á ýmsum töff- aramyndum, þó aðallega „Top Gun“ enda eru hér á ferðinni sömu aðilar og gerðu myndirnar „Airplane" og „Naked Gun“. , *\ <# %, & ° Velkomin f verslunina Jötu, viö Laugaveginn ofanverðan. Hálft hundraö bílastæöa norðan búðarinnar. Það titheyrir jólunum að fara f Jötuna. Opið virka daga frá 9 - 22.00 Laugardaga frá 10-22.00 Sunnudaga frá 18-22.00 Sendum í póstkröfu. l/erslunin Hátúni 2 S 25155
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.