Morgunblaðið - 18.12.1991, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
ísland og íslendingar
í augum útlendinga
Hvað finnst útlendingum um okkur o g hvað segjum við þeim um okkur?
eftir Sigrúnu
Davíðsdóttur
MEÐ ÞVÍ að íslendingar eru
fámenn þjóð í hafsjó mannkyns,
þá er ekki laust við að útlending-
ar reki upp stór augu, þegar
þeir hitta fulltrúa þessa fáséða
stofns. Því lengra sem dregur
frá Islandi, því meiri undrun
vekur það, þegar maður ljóstrar
upp þjóðerni sínu. Á sínum tíma
sá Arngrímur lærði Jónsson sig
tilneyddan til að setjast niður og
skrifa varnarrit til að svara þeim
„mörgu lastritum" útlendinga
um Island. Arngrímur var uppi
1568-1648 og á þeim tíma gengu
ýmsar furðusögur um landið,
^ sem honum fannst full ástæða
til að reyna að leiðrétta. Hug-
myndir útlendinga núorðið eru
ef til vill ekki jafn makalaust
skrýtnar og þær voru á tímum
Arngríms, en þær eru um-
hugsunarverðar, líka af því að
glöggt er gests augað ...
Veðrið og náttúran
Nafnið sjálft, ísland, leiðir oft
af sér fyrsta umræðuefnið, nefni-
lega veðurfarið. Hvort þar sé eins
kalt og af er látið. Það kemur Norð-
urlandaþjóðum ekki á óvart að hér
sé svalara en víðast hjá þeim og
úrkomusamt, en það er erfitt að
útskýra fyrir Itala eða Frakka
hvernig sé að búa í landi þar sem
venjulegt hásumarveður getur verið
eins og þeir eiga að venjast í mars.
Þeir heyra þetta og kinka kolli, en
skilja auðsjáanlega ekki. Þegar tal-
ið barst að ræktun gat ítalinn alls
ekki skilið að það væri ekki einu
sinni hægt að rækta epli á íslandi,
því þau yxu alls staðar.
Skammdegið og björtu sumar-
næturnar eru heimsfrægar. Þetta
fyrirbæri er svo sérstakt að það er
varla við því að búast að hægt sé
að átta sig á því, nema fyrir þann
sem er alinn upp það. Flestir útlend-
ingar vita af þessu og spyrja út í
þetta tvennt og andlitið verður eitt
spurningamerki, þegar þeir heyra
að það sé í raun lesbjart úti um
miðja sumarnótt. Foreldrar spyija
áhyggjufullir hvort börnin ruglist
ekki alveg og hvernig hægt sé að
koma þeim í rúmið.
Hróður heita vatnsins hefur farið
víða, því margir útlendingar hafa
heyrt af landinu, þar sem heita
vatnið vellur upp úr jörðinni af
sjálfsdáðum. Heitt vatn er eitt af
því sem margar þjóðir fara sparlega
með og það er ekki gefíð að það
streymi alls staðar jafn ríkulega úr
sturtunni og við erum vön. Víða
má þakka fyrir smá dreitil. íslend-
ingur einn, sem bjó hjá fjölskyldu
í Frakklandi, hafði fyrir sið að fara
í bað ekki aðeins að morgni, heldur
einnig síðdegis, þegar sumarhitarn-
ir tóku að heija. Þegar húsmóðirin
tóki eftir þessu, var hún æf yfir svo
miklu bruðli og spurði hvort hann
væri vanur þessu að heiman. Þegar
íslendingurinn stundi því upp að á
íslandi streymdi sjóðandi vatnið
bara upp úr jörðinni og kostaði
næstum ekki neitt bráðnaði konan
og sá að það væri auðvitað erfitt
fyrir hann að skilja hve dýr vökvinn
væri í Frakklandi og fyrirgaf honum
allt.
Verðlag, mannfæð og
drykkjuskapur
Island er greinlega alræmt fyrir
hátt verðlag. Þeir, sem hafa eitt-
hvert veður af íslandsferðum, hvort
sem þeir hafa farið sjálfir eða
þekkja íslandsfara, bera oft upp
spurninguna hvers vegna allt sé
svona dýrt á íslandi. Það er reynd-
ar ekki sama hver kvartar. Verðlag
á Norðurlöndum er hátt, þó það sé
kannski ekki alveg eins hátt og á
íslandi. Innan Evrópu er hægt að
komast ódýrt á milli með bíl eða
lest, en til að komast til Islands,
verður fyrst að byija á að punga
út vænni íjárhæð í farið. En af því
flestar þjóðir eru aðhaldssamar, svo
ekki sé sagt sparsamar eða hrein-
lega nískar, þá eru útlendingar
uppteknir af íslensku verðlagi.
Þetta með verðlagið er eiginlega
svolítið dapurlegt, því margir af
þeim, sem kunna að meta villta
náttúru, kippa sér ekki upp við veð-
urfarið og vildu gjarnan koma til
íslands, verða að láta sér nægja
drauminn um íslandsferðina. Þá
kemur að spurningunni um hvernig
ferðamönnum íslendingar vilja
stefna til sín. Á að reyna að höfða
til þeirra, sem hafa peninga til að
spreða í kringum sig, eða þá sem
kunna að meta landið, en koma
kannski með helling af mat sjálfír
og borga í raun fyrir lítið annað
en farið? Einhvern veginn finnst
mér svo ótrúlegt að þeir sem hafa
mikla peninga eigum við ekki bara
að segja þeir ríku — fengið neitt
sem heitið getur munaður, fyrir
peningana sína. Áhuginn er fyrir
hendi, en bara ekki hjá peningafólk-
inu .. en svo er líka spurning hvað
á að vera að standa í að laða ferða-
fólk til landsins, þegar við höfum
það fyrir augunum, hvemig verður
umhorfs á fjölsóttum ferðamanna-
slóðum.
Flestir útlendingar gera sér grein
fyrir að Islendingar eru fámenn
þjóð, en það vekur samt alltaf
dijúga undrun að þeir skuli ekki
vera nema 250 þús. Bara eins og
hverfi í Róm eða París, um fjórði
hlutinn af Kaupmannahöfn. 250
þús. manna bær þykir ekki stór í
Bandaríkjunum ... og samt hefur
landið upp á að bjóða háskóla, sin-
fóníuhljómsveit, leikhús, fyrir utan
sjúkrahús og allt það sem til þarf
í nútíma þjóðfélagi.
Margir útlendingar hafa heyrt
að íslendingar kunni að drekka
hressilega. Það kemur þeim yfirleitt
mjög á óvart að meðalneysla á
áfengi sé lág hér. Niðurstaðan er
þá að fólk drekki kannski lítið, en
innbyrði skammtinn allan í einu.
En það er kannski ekki síst drykkju-
skapur unglinga, sem kemur út-
lendingum undarlega fyrir sjónir.
Það eru varla til unglingasamkomur
í nágrannalöndunum, sem standast
samanburð við t.d. verslunar-
mannahelgamar. Vafalaust eru til
svallhópar þar, en þeir eru ekki
sérlega áberandi. Og það er minna
um að ósköp venjulegur táningur
breytist í stuðljón við valin tæki-
færi. Afnám bjórbannsins spurðist
víða.
Bókaþjóðin, sem svarar
ekki bréfum
Frakkar þykja hrokagikkir, sér-
staklega Parísarbúar, Þjóðveijar
þykja stífír og ofurnákvæmir, Spán-
veijar og kannski einnig ítalir þykja
slóttugir og jafnvel undirförulir og
Ameríkanar yfirborðslegir, þegar
eitthvað slæmt er sagt um þessar
þjóðir. Hvað varðar þjóðina, sem
byggir fsland, þá eru íslendingar
líklega of fáir til að af íslenskri
manngerð fari nokkurt sérstakt
orðspor úti í hinum stóra heimi.
Um daginn hitti ég þýska konu,
sem hefur mikil viðskipti við íslend-
inga vegna vinnu sinnar. Hún hafði
allt gott um þá að segja. Henni
fannst þeir kumpánlegir og miklu
látlausari í framkomu en landar
hennar, en kannski ekki jafn dríf-
andi í st'arfi eins og hún átti að
venjast heima fýrir. En eitt fannst
henni áberandi í fari þeirra og það
var hve þeir væru uppteknir af sjálf-
um sér sem þjóð. I augum íslend-
inga væri ísland og íslendingar
nafli alheimsins. Henni fannst þetta
í aðra röndina heillandi, ögn þreyt-
andi, líka vegna þess að það byrgði
þeim sýn. Henni datt heist f hug
að þetta væri vegna þess að íslend-
ingar væru eyþjóð.
Þessi takmarkaða sýn til annarra
þjóða er kannski orsökin að öðru,
sem íslendingar eru ótrúlega fræg-
ir fyrir. Þeir svara ekki bréfum! Við
vitum vel að íslendingar eru engir
afreksmenn í bréfaskriftum, en mig
hafði ekki grunað að ég ætti eftir
að hitta útlending eftir útlending,
sem kvartaði yfír þessu. Ótrúlega
margir útlendingar, úr margvísleg-
um greinum, hafa þessa sömu sögu
að segja af samskiptum sínum við
íslendinga. Og þessi löstur verður
ekki til að efla áhuga útlendinga á
samskiptum við eyþjóðina, sama
hvað þeir iáta annars vel af henni.
Danskur bókaútgefandi lét þau orð
falla að það ætti að gefa íslending-
um rafmagnsritvélar. En þegar ég
benti honum á að þeir væru löngu
komnir á æðra þróunarstig og not-
uðu tölvur og símbréf, þá yppti
hann öxlum og sagðist ekki vita
hvað gæti orðið þeim til bjargar. í
aðra röndina kann þetta að vera
oggulítið fyndið, þessi þjóð sem er
svo sérvitur að hún svarar ekki
bréfum, en í hina röndina er þetta
öldungis ófyndið. Yfirleitt finnst
mér sérvitringsbragurinn með öllu
ófyndinn, en meira um það á eftir.
Talandi um bréfaskriftir, þá ligg-
ur leiðin yfir í bókmenntirnar. Jú,
við erum fræg fyrir að vera bók-
menntaþjóð, ekki áðeins í augum
okkar sjálfra, heldur einnig í augum
annarra. Meðal lesandi manna er
vitað að Islendingar gefa heilmikið
út og virðast í raun lesa það sem
er gefíð út. Það merkilega er að
venjulegt upplag bóka á Norður-
löndum og víðar er svipað og meðal
þessarar dvergþjóðar. Og listelskt
fólk veit líka að hér þrífst blómlegt
tónlistarlíf og myndlistin streymir
fram. Reyndar heyrast stöku raddir
um að íslendingar haldi að þeir eigi
það heimsins besta af öllu, en þær
raddir eru miklu fleiri, sem heillast
af kraftinum í listalífi Islendinga,
tónleikunum, tónlistarskólunum,
leikhúsunum og öllu því.
Á Norðurlöndum kannast ýmsir
við að íslenskar nafnavenjur eru
öðruvísi en þarlendir eiga að venj-
ast. Það er þetta með fornöfnin, sem
eru alltaf notuð og sem síma-
skránni er raðað eftir. En mörgum
gengur erfiðlega að átta sig á þessu
einfalda kerfi okkar. Ég hef verið
spurð hvort það sé ekki erfítt að
finna fólk í símaskránni, þegar það
sé eingöngu notuð fornöfnin. Við-
komandi hélt að eftirnöfnunum
væri bara sleppt! Og svo er auðvit-
að skrýtið að hjón skuli ekki hafa
sama eftirnafn, þó það sé ekki leng-
ur jafn dularfullt og það var, þar
sem margar erlendar konur velja
að halda sínu nafni við giftingu.
Og svo að bróðir og systir skuli
ekki hafa eins nafn, heldur endi
annað nafnið á -son og hitt á -dótt-
ir. í Danmörku eru nöfn barna allt-
af að lengjast, því á þau er hengt
nöfnum bæði móður og föður, sem
svo skilja kannski og þá fá börnin
nöfn nýrra aðstandenda, sem svo
skilja aftur... og alltaf fá börnin
nýtt nafn í skottið.
Sveinn Hinarsson
ISLENSK
LEIKLIST
I
Upphaf ritverks um
íslenska leiklistar-
sögu og er brautryðj-
endaverk á þvf sviði.
Bókin fjallar um upp-
tök leiklistarinnar hér
á landi og greinir frá
áhrifum víða úr heim-
inum og frá íslensk-
um fornbókmenntum.
Greint er frá fyrstu
leikstarfsemi hérlend-
is og upphafi ís-
lenskrar leikritunar
fram undir síðustu
aldamót. Ritið er
skreytt myndum.
(SLENSK
LEIKLIST
Sveinn Einarsson
Bókaúfgöfa
/MENNING4RSJÓÐS
SKÁLHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK
SÍMI 6218 22
asKX*^
IPROTTA VÖRURUR í SÉRFLOKKI,
SKÓR SEM SKARA FRAM ÚR
NEW LINE vind- og hlaupagallar
Rehband hitahlífar, bolir, töskur, boltar
Golfvörur á vetrarveröi
Sportbúð Kópavogs, Hamraborg.
Valsport, Hafnarstræti 88, Akureyri.