Morgunblaðið - 18.12.1991, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
45
Nöfnin leiða oft huga útlendinga
að íslenskum konum, sem aldrei
skipta um nafn, og hvort þær séu
þá ekki sjálfstæðar. Sumir sem
hafa heimsótt ísland, finnst að það
sé eitthvað dugnaðarlegt við ís-
lenskar konur. Þeir tóku líka eftir
hversu ófeimnar þær voru á
skemmtistöðum. Svo hefur lengi
það orð farið af íslensku kvenfólki
að það sé öðru kvenfólki fegurra.
Og margir, meira að segja mjög
margir, vita að íslendingar hafa
kosið yfir sig konu sem forseta.
Eru fslendingar
ameríkaníseraðir?
Þegar talað er um Finnland,
heyrist orðið Finnlandísering oft
nefnt, Finnum til lítillar ánægju.
Útlendingar, sem hafa verið á Is-
landi, nefna oft að þeim finnist ís-
lendingar vera ameríkaníseraðir.
Þessi staðhæfing kemur oftast frá
Norðurlandabúum. Ég man ekki
eftir að hafa nokkurn tíma heyrt
Bandaríkjamann halda því fram að
honum þætti íslendingar minna á
landa sína. Þegar spurt er hvað átt
sé við með þessari staðhæfingu, er
svarið oftast á þá leið að það sé
svo mikið nýjabrum á öllu á ís-
landi. Ekkert gamalt er sjáanlegt,
nema skerið sjálft, ekkert nema ný
hús og nýir bílar (og einu sinni
voru margir þeirra bandarískir).
Sumir nefna líka að íslendingar séu
óformlegir og óhátíðarlegir í um-
gengni, líkt og bragurinn er í
Bandaríkjunum. Um miðja öldina
skrifaði Dani, búsettur á íslandi, í
bréfi heim til Danmerkur að íslensk-
ur æskulýður leitaði fyrirmyndar í
bandarískum umgengnisvenjum,
sem á yfirborðinu líktust íslenskum
venjum.
Því verður ekki á móti mælt að
Island skar sig úr flestum ef ekki
öllum Evrópulöndum í að þar er
ekkert gamalt sjáanlegt. Ef horft
er yfir Reykjavík með augum, sem
eru vön að hafa fyrir augunum hús
og listaverk frá miðöldum, eða jafn-
vel upphafi tímatals vors, og fram
á voran dag, þá er óneitanlega nýja-
brum, svo ekki sé talað um hráa-
bragð yfir Reykjavík. Útlendingar
festa sig einnig oft við hvað íslend-
ingar leggi mikið upp úr veraldleg-
um gæðum, að eiga fín heimili, fína
bíla og fín föt. Þessi efnishyggja
þykir líka minna á það sem Banda-
ríkjamenn eru frægir fyrir, neyslu-
hyggju og kaupa-og-henda-hugs-
unarháttinn. Með því að líta á inn-
flutningsskýrslur verður því vart á
móti mælt að íslendingar þurfa að
hafa mikið af dóti í kringum sig,
en hvort það hefur eitthvað með
bandarísk áhrif að gera, er annað
mál.
Það er misjafnt hveiju útlending-
ar búast við, þegar þeir stíga fæti
á íslenska grund. Ýmsir hafa lesið
einhveijar Islendingasögur og vita
hvernig við varðveittum fornbók-
menntirnar og allt það. Sumir þeirra
álíta að íslendingar gangi enn um
á sauðskinnsskóm og búi í torfbæj-
um. Þegar þeir hitta fyrir ógnarlega
nútímalegt þjóðfélag með öllum
ÍNITÉaf
Litsj ónvarpstæki
20" m/Qarst.
kr. 29.950,- stgr.
5 ára ábyrgð
á myndlampa
VÖNDUÐ VERSLUN
m*m*co
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005
nýjustu græjum, verða þeir oft fyr-
ir áfalli og finnst illa komið fyrir
söguþjóðinni. Það kann líka að ýta
undir þetta með ameríkanísering-
una.
Ef rétt er að við gleypum við
neysluhyggju og að við séum efnis-
lega þenkjandi, þá er að minnsta
kosti'ekki hægt að segja um okkur
að við gleypum orðin yfir nútíma-
fyrirbærin hrá úr ensku. Þeir út-
lendingar, sem þekkja eitthvað til
íslendinga, vita að þeir eru þjóð,
sem tekur helst ekki upp erlendar
slettur, heldur þýða erlend orð og
hugtök eða smíða nýyrði.
Þjóðin sem trúir á
drauga og etur hrútspunga
... að eigin sögn
En það er ekki síður umhugsun-
arvert, hvernig við sjálf segjum frá
landinu, hvernig við kynnum það.
Einhver segir kannski að það sé
nú nokk sama hvað útlendignar
áliti um okkur og komi okkur engan
veginn við. Ýmsar þjóðir lifa þó
góðu lífi á orðspori sínu og nota
það til að selja vörur sínar. Danir
flíka því mjög að þeir séu lítil og
samviskusöm þjóð, þar sem sé góð
hefð fyrir ■ vönduðu handverki og
því sé viturlegt að kaupa dönsk
húsgögn og annan húsbúnað. ítalir
hafa komið því inn hjá stórum hópi
útlendinga að fátt sé fínna en ítalsk-
ir skór og töskur, að ógleymdum
matnum. Og svo höfða þeir óspart
til men ni ngararfleifðar sinnar.
Frakkar vilja einnig tileinka sér
matargerðina að ógleymdum fatn-
aði og ilmvötnum. Þessar þjóðir
nota ímynd sína leynt og ljóst til
að selja vörur sínar. Nýjar vörur
eiga að njóta góðs af því, sem þjóð-
irnar eru þegar þekktar fyrir.
Það liggur í augum uppi að þeg-
ar æ fleiri gera sér grein fyrir að
ómenguð náttúra er að verða sjald-
séð í Evrópu og víðar, þá hlýtur
þjóð eins og íslendingar að halda
því á lofti að hún býr í hreinu landi.
En hvernig kynnum við okkur sjálf?
Mér virðist að undarlega oft fyllum
við útlendinga með alls kyns furðu-
sögum, sem eru kannski fyndnar á
einhvern aula-mælikvarða, en varla
fyrir aðra. Við segjum frá sviðnum
kindahausum, hrútspungum,
draugatrú, álaga- og álfasteinum
og tryllingslegum bókmenntaá-
huga, sem komi ekki aðeins fram
í lestri, heldur að allir séu að segja
sögur, skrifa og yrkja. Og við erum
óspör á að halda því fram að „Við
íslendingar“ séum svona og svona,
rétt eins og við séum öll runnin upp
í sama túninu.
Þegar augu alheimsins fylgdu
Reagan og Gorbatsjov til íslands,
skolaði töluvert af svona frásögnum
út yfír Atiantshafið. Enginn gat
komist hjá að heyra um reimleikann
í Höfða. Þessar og ámóta frásagnir
koma vart frá öðrum en íbúunum
sjálfum.
I fyrravetur var sýnd í sænska
sjónvarpinu þáttaröð um Evrópu,
sem var reyndar oft nokkuð fífls-
leg, því umsjónarmennirnir virtust
dæmalausir kjánar á köflum. Þar
fékk Island um kortérs umfjöllun,
sem skiptist nokkurn veginn í
þrennt. Fyrst var farið á einhveija
verslunarmannahelgarsamkomu,
þar sem myndavélin veltist eftir
jörðinni innan um drukkna ungl-
inga. Síðan var rætt við alláheijar-
goðann, sem hummaði eitthvað áA
íslensku, og loks var rætt við for-
seta íslands. Innanum voru stöku
myndir héðan og þaðan. Auðvitað
er ekki hægt að hafa stjórn á út-
lendingum, sem koma til að setja
saman svipmyndir frá íslandi. Allra
þjóða blaðamenn eiga það sam-
merkt að vera í stöðugri skrýtileg-
heita leit. En það eru einhveijir
heimamenn sem ganga um og segja
glaðbeittir frá verslunarmannahelg-
um og ritræpunni, býst ég við.
Danir em stöðugt að tala um að
þeir séu fáir og smáir og geti því
ekki þetta og hitt. Þetta er eitt-
hvert uppgerðarlítillæti, sem á
væntanlega að breiða yfír djúp-
stæða minnimáttarkennd og er ekk-
ert sérlega skemmtilegt til lengdar.
En þeir tala reyndar líka mikið um
þessa áráttu sína sjálfir og eru sér
vel meðvitaðir um þennan þátt þjóð-
arkaraktersins. Islendingar tala
aldrei um sjálfa sig sem smáþjóð
og hafa tilhneigingu til að tala um
allt íslenskt sem mest og best og á
heimsmælikvarða. Það er auðvitað
góður eiginleiki að ve.ra ánægður
með sig og sitt og sína, en það
getur kannski líka gert okkur blind
á það sem betur mætti fara og
hindrað okkur í að læra af öðrum. s.
Agætur Islendingur hafði einhveiju
sinni á orði að hann vildi ekki vera
í næsta nágrenni við íslendinga, ef
þeir væru jafn margar milljónir og
þeir væni þúsundir.
Maður getur líka spurt sig, hvaða
tilgangi aulafrásagnir íslendinga
af íslendingum eiga að þjóna.
Kannski er þeim ætlað að setja
okkur á eitthvert sérplan, gera okk-
ur svo gjörsamlega frábrugðin öll-
um öðrum þjóðum að það sé ekki
hægt að bera okkur saman við ann- ^
að dauðlegt fólk. En þá þjáumst
við líka af því sama og Danir. Okk-
ar minnimáttarkennd brýst bara
öðruvísi út.
Jólatilbod-
Ilmandi og fallegar hýasintur eru
ómissandi á hverju heimili fyrir jólin.
Úrvals hýasintur,
eigin ræktun.
Verð k r •: