Morgunblaðið - 18.12.1991, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
Kynbótamat Búnaðarfélags
Tslands fyrir undaneldishross
eftir Kristin Hugason
Að undanfömu hafa átt sér stað
ritdeilur á síðum Morgunblaðsins
um aðferðir við að leggja mat á
kynbótagildi undaneldishrossa. Er
þar átt við grein dr. Þorvaldar Árna-
sonar frá 1. nóvember síðastliðnum:
^.„Fjörbrot nátttröllanna í heimi ís-
lenskrar hrossaræktar", og greinar
þeirra feðga, Gunnars Bjarnasonar,
fyrrv. hrossaræktarráðunautar
Búnaðarfélags íslands, og Halldórs
Gunnarssonar, formanns út-
flutningsnefndar Félags hrossa-
bænda og sóknarprests í Holti und-
ir Eyjafjöllum. Grein Gunnars birt-
ist 5. nóvember og grein Halldórs
þann 14. sama mánuðar. Áður,
bæði nú í október og fyrir um ári,
birti blaðið einnig fréttir af máli
því sem deilt er um. Deiluefnið er
einkum það hvort ákveðin reikniað-
ferð sem notuð er til að leggja mat
á kynbótagildi undaneldishrossa sé
nothæf eða ekki, en fleira hangir á
^spýtunni.
Vegna þess að þessi umræða
hefur átt sér stað á síðum blaðsins
vill undirritaður að eftirtalin atriði
komi fram málinu til skýringar.
Um meint samráðsleysi
Búnaðarfélags íslands
Halldór Gunnarsson fullyrðir í
grein sinni að Búnaðarfélag Islands
hafi ekki haft neitt samráð við
hrossaræktarmenn þegar nýjar að-
ferðir voru teknar upp í leiðbeining-
~«arstarfí félagsins í hrossarækt.
Þetta er rangt svo sem nú skal frá
greint.
Nám og rannsóknarstarf Þor-
valdar Árnasonar varðandi notkun
nútíma búfjárkynbótafræði við
ræktun íslenskra hrossa hófst um
1975 og kynning hans á nýjum
aðferðum í hrossaræktinni á meðal
bænda, hestafólks og ráðunauta
hófst um 1977. Á árinu 1983 var
birt í fyrsta sinn kynbótamat fyrir
íslensk undaneldishross sem reikn-
að var út með ákveðinni tölfræði-
legri aðferð í kynbótafræði sem
nefnd er BLUP-aðferð.
BLUP er skammstöfun á hinu
enska nafni þessarar aðferðar, sem
.#er besta óbjagaða spá, („Best Line-
ar Unbiased Prediction“) og lýsir
nafnið að hluta til tölfræðilegum
eiginleikum hennar. Megin heiður-
inn af útfærslu aðferðarinnar á
Bandaríkjamaður að nafni C.R.
Henderson prófessor við Cornell-
háskólann í New-York-fylki í
Bandaríkjunum. Þar í landi stóð
enda vagga nútíma kynbótafræði
sem er ung fræðigrein, hún fer fyrst
að þróast verulega upp úr síðari
heimsstyijöld. Þróun kynbótafræð-
innar hefur síðan haldist í hendur
við aukna tölvu- og reiknitækni.
Rannsóknarstarf Hendersons að
útfærslu aðferða til að meðhöndla
og vinna úr afurðatölum í búfjár-
rækt, fyrst og fremst til þess að
reikna út kynbótamat undaneldis-
gripa, má rekja allt aftur til ársins
1949. Árið 1973 birti Henderson
grein þar sem hann gerði grein
fyrir BLUP-aðferðinni við kynbóta-
mat. Segja má að í kjölfar birtingar
þeirrar greinar hafi fylgt mjög hröð
þróun í sífellt ijölbreyttari notkun
aðferðarinnar. Ekki sér enn fyrir
enda þeirrar þróunar. Henderson
hefur hlotnast heimsfrægð innan
fræðisviðsins og margvíslegur heið-
ur fyrir framlag sitt til vísindanna.
Á löngum rannsókna- og kennara-
ferli hafa fjölmargir þekktir kynbót-
afræðingar numið af eða unnið með
Henderson. Má þar geta um Dale
van Vleck sem árum saman var
nánasti samstarfsmaður Henders-
ons og Norðmanninn Knut
Rönningen sem hefur átt glæstan
feril sem prófessor í kynbótafræði
í Ultuna í Svíþjóð og síðar í Noregi.
I upphafi var ekki unnt að reikna
út kynbótamat fyrir nema einn eig-
inleika í einu og ekki fyrir aðra
gripi í stofninum en feður. Stærsti
þröskuldurinn við notkun þessarar
aðferðar frá upphafi hefur verið
skortur á fullnægjandi reiknitækni
og reiknirými í tölvum. Fljótlega
fóru þó brautryðjendumir að leita
leiða til að útfæra aðferðina svo að
takast mætti að reikna út kynbóta-
mat fyrir nokkra eiginleika samtím-
is, nýta gögnin betur sem hverju
sinni liggja til grundvallar útreikn-
ingunum og fá kynbótamat á fleiri
gripi hveiju sinni en einungis feð-
urna. Fræðilegar úrlausnir fundust
og tölvurnar urðu öflugri og svo-
nefnd einstaklingslíkön komu til
sögunnar og með þeim varð unnt
að reikna út kynbótamat fyrir hvern
grip fyrir sig. Fram komu aðferðir
til að reikna samtímis út kynbóta-
gildi margra eiginleika undaneldis-
gripa með BLUP-aðferð á grunni
einstaklingsiíkans. Við þróun þeirra
aðferða hefur Þorvaldur Árnason
unnið mikið fræðistarf, jafnframt
því sem útfærsla á BLUP-aðferð-
inni í reiðhrossarækt var brautryðj-
andastarf. Þessar rannsóknir Þor-
valdar Ámasonar hafa vakið heims-
athygli á meðal búfjárkynbótafraið-
inga.
Hér að framan var þess getið að
á árinu 1983 var birt í fyrsta sinn
fræðilegt kynbótamat fyrir íslensk
undaneldishross. Kynbótamatið var
reiknað út með BLUP-aðferð með
einstaklingslíkani og lausnir voru
reiknaðar út fyrir marga eiginleika
samtímis. Birtingin var í tengslum
við lok doktorsnáms Þorvaldar Árn-
asonar, á hans ábyrgð, en í fullu
samráði við Búnaðarfélag Islands
sem ber ábyrgð á kynbótastarfi í
búfjárrækt hér á iandi. Á næstu
ámm voru möguleikar þessara nýju
aðferða víða ræddir svo sem í
sýningamefnd Búnaðarfélags ís-
lands og hjá Landssambandi hesta-
mannafélaga, en nefnd sú starfaði
í samræmi við ákvæði búíjárrækt-
arlaga frá 1973 og var eins konar
kynbótanefnd í hrossarækt. Þor-
valdur Árnason var einnig mjög
ötull á þessum árum að halda fyrir-
lestra á almennum fundum hesta-
manna víða um land. I sýningar-
nefnd voru gerðar samþykktir um
að taka BLUP-aðferðina í notkun
í hrossaræktinni og leggja BLUP-
kynbótamat til grundvallar við upp-
gjör afkvæmadóma. Síðla árs 1985
reiknaði Þorvaldur út kynbótamat
að nýju en þá höfðu dómar frá
þremur sýningarámm bæst við.
Niðurstöðurnar voru kynntar í
nefndinni, haldið var fast við fyrri
samþykktir um þessi mál og ákveð-
ið að breyta vægi tölts og taka upp
nýtt skýrsluhaldskerfi í hrossarækt.
í samræmi við það var ættbókar-
númerakerfið gamla lagt niður og
tekin upp fæðingamúmer allra
skráðra hrossa sem er undirstöðu-
atriði svo að grunngögnin nýtist að
fullu og kostir einstaklingslíkansins
fái notið sín við útreikning kynbóta-
matsins.
I ljósi m.a. samþykkta sýningar-
nefndar ákvað stjóm Búnaðarfélags
íslands á fundi sínum í júlímánuði
1986 að taka BLUP-aðferðina í
notkun hjá félaginu tii að meta
kynbótagildi undaneldishrossa hér-
lendis. Jafnframt var samið við fyr-
irtæki Þorvaldar Ámasonar í Sví-
þjóð um að reikna kynbótamatið
út árlega eftir þeim gögnum um
dóma og skráningu hrossa sem fé-
lagið sendi honum. Eftir þessum
samningi var unnið næstu árin en
frá 1989 hefur Búnaðarfélagið
sjálft haft alla útreikninga á kyn-
bótamatinu með höndum. Hins veg-
ar samdi félagið við Þorvald Árna-
son um að vera faglegur ráðunaut-
ur þess við þróun aðferða við kyn-
bótamat og við forritagerð til út-
reikninganna. í samræmi við það
samkomulag var unnið fram á árið
1990. Til stóð að útfæra þetta kerfi
enn frekar og sú vinna var í fulium
gangi þegar þráðurinn slitnaði um
mitt ár 1990.
Upp úr slitnaði
Þegar hér er komið sögu hafði
sú breyting orðið á að Hrossarækt-
arnefnd Búnaðarfélags Islands, sem
starfar í samræmi við ákvæði bú-
íjárræktarlaga frá 1989, var tekin
til starfa. Hrossaræktarnefnd kom
m.a. í stað sýningarnefndar og þar
eru teknar ákvarðanir er lúta að
framkvæmd meginþátta ræktunar-
starfsins. í búfjárræktarnefndum
Búnaðarfélags Islands, þ.m.t. í
Kristinn Hugason
„Það liðu rúm þrjú ár
frá því að kerfi Þor-
valdar Árnasonar var
fullbúið þar til það var
tekið í notkun í leið-
beiningastarfi félagsins
og tæp átta ár liðu þar
til kerfið var loks notað
sem grunnur að dómi
stóðhesta með afkvæm-
um. Þrátt fyrir að hér
sé um kjöraðferð að
ræða til þeirra hluta.
Nær væri að gagnrýna
okkur hjá Búnaðaðar-
félagi íslands fyrir að
fara of hægt í þessu
máli.“
Hrossaræktarnefnd sitja fulltrúar
starfandi ráðunauta og bænda
(hrossaræktarmanna). Lögum sam-
kvæmt, til að styrkja hlut faglegra
sjónarmiða í afgreiðslu mála, eru
fulltrúar starfandi ráðunauta í bú-
íjárræktarnefndum í meirihluta.
Tilvalið þótti að bjóða Þorvaldi til
fundar í Hrossaræktarnefnd 18.
apríl 1990 þar sem hann var þá
staddur á landinu í einkaerindum,
auk þess sem hann notaði ferðina
til að rækja samstarf sitt við Búnað-
arfélag Islands. Á nefndarfundinum
varð Þorvaldur Árnason hins vegar
fyrir feiknalegu aðkasti annars full-
trúa Félags hrossabænda í nefnd-
inni, Halldórs Gunnarssonar. Hall-
dór gekk af fundi á meðan að Þor-
valdur hélt framsöguerindi sitt en
tók svo þátt í umræðum fundar-
manna um efnið o? líkti þá mennt-
un Þorvaldar við „nýju fötin keisar-
ans“ og fór fram á opinbera rann-
sókn á menntun hans og hæfni.
Hinn fulltrúi Félags hrossabænda,
Einar E. Gíslason, lýsti sig ekki
andvígan málflutningi Halldórs.
Aðrir nefndarmenn lýstu yfir ger-
ólíkri skoðun á framlagi Þorvaldar
Árnasonar til hrossaræktar á ís-
landi. Þeir lýstu yfir skilningi á að
nýta bæri ferska kynbótafræði-
þekkingu í hrossaræktarstarfinu en
leiddu að öðru leyti hjá sér málflutn-
ing Halldórs og svöruðu honum í
engu. Leit þorri fundarmanna svo
á að afloknum fundinum að máli
þessu væri lokið. Á þessum og
næsta fundi Hrossaræktarnefndar
voru gerðar gagnmerkar samþykkt-
ir sem treystu undirstöðu notkunar
BLUP-kynbótamats i íslenskri
hrossarækt og festu aðferðina í
sessi. Nú á árinu 1991 á vorfundi
var þeirri stefnu fylgt enn frekar í
starfi nefndarinnar.
Veigamestu atriðin í ofangreind-
um samþykktum Hrossaræktar-
nefndar eru eftirfarandi: Reglur um
verðlaunastig stóðhesta með af-
kvæmum eftir kynbótamati er
fyrsta atriðið. Stefnumótun í dóm-
störfum í samræmi við stigunar-
kvarða þar sem markvisst er leitast
við að dæma hrossin í samræmi við
þann erfðabreytileika sem býr í ís-
lenska hrossastofninum er annað
atriðið. Það næst með því að auka
dreifíngu einkunna og vinna dóm-
ana í samræmi við skýrar reglur
sem hafa verið gefnar út og kynnt-
ar. Á þann hátt verða dómar á
kynbótahrossum betri gundvöllur
að útreikningi kynbótamats og al-
mennt upplýsingagildi þeirra eykst.
Þriðja atriðið sem hér skal nefnt
er breytt vægi í kynbótadómstigan-
um sem hefur sama tilgang og
hækkun á vægi tölts sem var gerð
1986, þ.e. að leggja meiri áherslu
í ræktuninni á þá eiginleika í fari
íslenska reiðhestsins, sem helst
marka myndugleik hans og þokka.
Flestu hestafólki og jafnvel fleir-
um eru eflaust í fersku minni þau
átök sem urðu á árinu 1990 í sam-
bandi við kynbótadóma. Það er afar
skiljanlegt að nokkurn tíma tæki
fyrir umráðamenn kynbótahrossa
að átta sig á þeim nýju áherslum,
sem þá voru teknar upp við dóma
kynbótahrossa, og frá var greint
hér að framan. Aftur á móti var
það sá andi, sem ríkti innan Hrossa-
ræktarnefndar og Þorvaldur Árna-
son fékk smjörþefinn af, sem réði
því hvaða stefnu mál þessi tóku í
heild. í ár hefur verið unnið áfram
að þessu starfi í góðri einingu,
bæði innan og utan Hrossaræktar-
nefndar, en þar á Halldór Gunnars-
son ekki lengur sæti. Undirritaður
vill í því sambandi þakka hrossa-
ræktendum um land allt fyrir gott
samstarf að þessum málum bæði á
sýningarstöðum og á fundum.
Fyrrgreind framkoma Halldórs á
fundi Hrossaræktarnefndar varð til
þess að Þorvaldur Árnason taldi sér
ekki fært að starfa lengur fyrir
Búnaðarfélag íslands og íslenska
hrossarækt. Hann sleit því formlega
öllu samstarfi við Búnaðarfélag Is-
lands með bréfi til búnaðarmála-
Matargerð
er list og undirstaðan
er úrvals hráefni
_ /S00_
kjotiðnaðarstoð