Morgunblaðið - 18.12.1991, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
53
Lára L Sigursteins-
dóttir - Minning
Fædd 7. júlí 1914
Dáin 18. maí 1991
í tilefni þess að jólin eru að nálg-
ast, langar okkur systkinin að
minnast elskulegrar ömmu okkar,
Láru Laufeyjar Sigursteinsdóttur,
sem lést þann 18. maí sl. eftir
margra ára veikindastríð. Verða
þetta fyrstu jólin án ömmu og verð-
ur þar óneitanlega tómarúm sem
ekki verður fyllt.
Amma fæddist á Akranesi þann
8. júlí 1914 og ólst upp hjá föður-
afa sínum og ömmu frá því að hún
var nokkurra mánaða til 16 ára
aldurs. Mat hún þau mikils, enda
voru þau henni einstaklega góð og
leið henni mjög vel þar. Hún talaði
oft um ömmu sína og hversu góð
hún hefði verið sér. Eina alsystur
átti hún sem nú er látin, og 9 hálf-
systkini og eru 7 þeirra á Iífí. Leið
ömmu lá svo til Reykjavíkur og þar
kynntist hún fyrri manni sínum,
Sigurgrími Ólafssyni, og eignuðust
þau þrjár dætur saman, en áður
átti hún dreng sem hún missti að-
eins 6 mánaða gamlan. Sigurgrím-
ur afi missti fljótlega heilsuna og
var því oft þröngt í búi hjá þeim.
Við systkinin áttum því miður ekki
því láni að fagna að kynnast Sigur-
grími afa, því við vorum ekki fædd
þegar hann lést (nema Guðrún, sem
fæddist sama ár og hann dó).
Amma og afí höfðu slitið samvistir
töluvert löngu áður en hann dó og
kynntist hún þá seinni manni sín-
um, Geir Þórðarsyni og hófu þau
búskap árið 1960. Geir afí hefur
bæði verið ömmu og okkur börnum
og barnabörnum alveg einstaklega
góður og á hann alveg sérstakt
pláss í hjarta okkar, ekki síst vegna
þess hve góður hann var henni
ömmu. Hann barðist við hlið henn-
ar í öllum hennar veikindum og við
segjum alltaf að hann sé besti afí,
faðir og eiginmaður sem hægt sé
að hugsa sér. Amma og afí bjuggu
lengst af á Selfossi. Þar undu þau
hag sínum vel og vildu hvergi ann-
ars staðar vera. Þegar við vorum
lítil bjuggum við nokkur ár á loft-
inu hjá þeim með foreldrum okkar
og eru það góðar minningar sem
við alltaf munum geyma. Það var
svo gott að koma niður til ömmu
og afa. Amma gaf sér alltaf tíma
fyrir okkur þrátt fyrir veikindi sín,
og við minnumst þess hversu gott
var að tala við hana, hún skildi
okkur svo vel.
Amma var mikið fyrir blóm, það
fór ekki framhjá neinum sem
kynntist henni. Það voru blóm all-
staðar, jafnt úti sem inni og það
var sjaldan sem hún amma okkar
fór í blómabúð án þess að kaupa
blóm með sér heim. Við munum
hve augu hennar lýstu upp af gleði
ef við gáfum henni blómvönd og
það var okkur mikils virði. Amma
var mjög trúuð og var hún í hvíta-
sunnusöfnuðinum. Hún sótti sam-
komur hvítasunnusafnaðarins á
Selfossi alveg þangað til hún lést.
Trú hennar hafði óneitanlega áhrif
á okkur og við munum alltaf minn-
ast þess sem hún kenndi okkur og
láta það verða okkar veganesti í
lífinu. Amma fór alltaf með borð-
bæn og las kvölds og morgna í
biblíunni og alltaf bað hún fyrir
okkur fjölskyldu sinni.
Okkar kvöldbænir enduðu alltaf
á því að biðja Guð um að gera
ömmu fríska, og við vitum að hann
hefur svarað bænum okkar, þó að
það sé á annan hátt en við meint-
um. Við vitum að ömmu líður vel
á himnum, en það er samt erfitt
fyrir okkur að átta okkur á því að
elsku amma okkar er dáin. Við
systkinin vorum í Noregi þegar
amma dó, þannig að við gátum
ekki kvatt hana hinstu kveðju.
Okkur þótti það mjög erfitt og vilj-
um því með þessum orðum kveðja
elsku ömmu sem okkur þótti svo
vænt um. Við munum alltaf minn-
ast elsku ömmu okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð tregi tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Guðrún, Sigurgeir
og Hulda Lára.
___________Brids______________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Jólamót Bridsfélags
Hafnarfjarðar
Hið árlega jólamót félagsins og
Sparisjóðs Hafnarfjarðar verður haldið
laugardaginn 28. desémber. Spilað
verður í Víðistaðaskóla og byijað
stundvíslega kl. 12. Keppninni verður
síðan lokið um kl. 18. Keppnisgjald
verður 1.500 kr. á mann. Veitt verða
5 verðlaun í hvorum júðli, 40.000,
25.000, 20.000, 15.000 og 10.000 kr.
á parið, samtals 10 verðlaunasæti að
upphæð 240 þúsund krónur. Þar sem
þátttaka verður takmörkuð í þessa
vinsælu keppni er fólki bent á að skrá
sig sem fyrst.
Nánari upplýsingar og skráning á
kvöldiri og um helgar: 642450 (Erla),
46329 (Dröfn), 625894 (Júlíana),
652809 (Jón).
Bridsfélag Hornafjarðar
Garðeyjarmótið, sem er Board A
Match sveitakeppni stendur yfir og
er lokið tveimur umferðum af þremur.
Staðan:
Blómaland 63
Nesjamenn 59
Hótel Höfn 56
Ámi H. 55
Sigfmnur G. 52
Jöklaferðir 49
Síðasta umferðin verður spiluð 22.
des. en aðalfundur félagsins verður
haldinn 29. des. auk þess sem spilað
verður.
Bridsfélag Suðurnesja
Karl Hermannsson og Gísli Torfa-
son sigruðu í þriggja kvöld jólatví-
menningi félagsins sem lauk sl. mánu-
dag. Sextán pör spiluðu barometer,
fimm spil milli para, og náðu aðeins
5 pör að ná plússkor.
Lokastaðan:
Karl Hermannsson - Gísli Torfason 99
Óli Þór Kjartansson - Jóhannes Ellertsson 75
StefánJónsson-ValurSímonarson 56
Gretheíversen-BirkirJónsson 45
Kjartan Ólason - Þórður Kristjánsson 30
Þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og
útför systur okkar,
GÍSLÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR,
Skólabraut 27,
Akranesi.
Systkini hinnar látnu.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð-
arför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HRAFNHILDAR ÁSTU JÓNSDÓTTUR,
Ljósheimum 18,
Reykjavík.
Einar Már Árnason, Margrét Eiríksdóttir,
Vilhelm Þór Árnason, Kristrún Jónsdóttir,
Jón Vignir Árnason, Brynhildur Bjarnadóttir,
Ásgeir Árnason, Sigrún Olgeirsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SUMARLIÐA GUNNARS JÓNSSONAR,
Fjólugötu 29,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E á Landspítalanum.
Hilma Marinósdóttir,
Einar Ársæll Sumarliðason, Oddbjörg Inga Jónsdóttir,
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, Halldór Egill Guðnason
og barnabörn.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
RAGNHEIÐAR G. SIGURGÍSLADÓTTUR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík.
Jón Gunnar Skúlason,
Baldur Skúlason,
Sigurgísli Skúlason,
Arna Skúladóttir,
Katrfn Freyja Skúladóttir,
tengdabörn og barnabörn.
Skúli Skúlason,
Anna Skúladóttir,
Guðrún Skúladóttir,
Hrefna Margrét Skúladóttir,
Morgunblaðið/Amór
Bernódus Kristinsson og Árni Loftsson sigruðu í bridsmóti sem LA
Café hélt um helgina. Um fjórðungur skráðra þátttakenda lét ekki
sjá sig á mótsstað og spiluðu aðeins 23 pör af 30 skráðum. Á með-
fylgjandi mynd spila sigurvegararnir gegn Eiríki Hjaltasyni og Jóni
Hilmarssyni.
Bridsdeild Barðstrendinga
Hraðsveitakeppni deildarinnar er
nú lokið. Sveit Þórarins Árnasonar
sigraði með 2708 stig. Sveit Björns
Arnasonar varð í öðru sæti með 2694
stig og sveit Péturs Sigurðssonar end-
aði í þriðja sæti með 2681 stig. Auk
Þórarins var sigursveitin skipuð Gísla
Víglundssyni, Friðjóni Margeirssyni
og Ingimundi Guðmundssyni.
Það voru lágar skorir í fimmtu og
síðustu um'ferðinni en efstu skorir
hlutu eftirfarandi sveitir:
Sigrún Jónsdóttir 532
Ólafur Á. Jónsson 532
Gísli Sveinsson 530
Björn Árnason 524
Sigurður ísaksson 520
Meðalskor: 504.
Aðalsveitakeppnin hefst mánudag-
inn 6. janúar. Hægt er að skrá sveitir
hjá Ólafi í síma 71374. Nýir spilarar
eru velkomnir.
+
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar-
för elskulegrar móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUÐLAUGAR FJÓLU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Kirkjulundi 6,
Garðabæ.
Erla Ingvarsdóttir,
Ásta Ingvarsdóttir,
Sigfrfður Ingvarsdóttir,
Fjóla íslejfsdóttir,
Karólína jsleifsdóttir,
Magnús ísleifsson,
Rögnvaldur Hjörleifsson,
Ólafur Gunnlaugsson,
Guðmundur Guðmundsson,
Ottó Hreiðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för unnusta míns, föður, sonar og bróður,
HILMARS ÞÓRS DAVÍÐSSONAR,
Aðalgötu 11,
Blönduósi.
Guð blessi ykkur öll og gefi gleðileg jól.
Þórhildur Gísladóttir, Hildur Harpa Hilmarsdóttir,
Bóthildur Halldórsdóttir, Davíð Sigurðsson,
Halldór Rúnar Vilbergsson, Jórunn Sigurðardóttir,
Sigurður Friðrik Davfðsson, Arís Njálsdóttir,
Anna Kristín Davíðsdóttir, Guðmundur Reyr Davíðsson
og aðrir aðstandendur.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinsemd við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARÍU EYJÓLFSDÓTTUR,
Hringbraut 39.
Sérstakar þakkir færum við öllu starfs-
fólki á lyfjadeild 11A Landspítalans fyr-
ir góða umhyggju.
Jón Veturliðason,
Eyjólfur Jónsson, Helen Brynjarsdóttir,
Kristinn Jónsson, Björk Aðalsteinsdóttir,
Sígrún Jónsdóttir, Jóhannes Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
fráfall mannsins míns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
KJARTANS STEINBACH.
Soffía Loptsdóttir Steinbach,
Guðmundur K. Steinbach, Kamilla Guðbrandsdóttir,
Ragnhildur K. Steinbach, Hilmar Sigurðsson,
Kjartan K. Steinbach, Marta Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.