Morgunblaðið - 18.12.1991, Síða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991
eKOtír&i Uzngb-frcú ffi-
meHcjctsa/^nina slna."
\t-i‘i ' -
... boðskapur jólanna.
TM Reg. U.S. Pat Off. —afl nghts reserved
° 1991 LosAngeles Times Syndicate
Með
morgxmkaffrnu
Þú hefðir nú getað spurt hann hvort hann Iéki tennis áður en
þú gerðir þinn helming kláran.
HOGNI HREKKVISI
,E/N6 OG JÓLAkZ>R.T /V)EE> LVÓ.S/WVvVo ."
Leiksoppur Húsnæðis-
stofnunar ríkisins
Það þykir furðu sæta þegar ein-
staklingar gera samning sín á milli
og annar þeirra riftir samningi án
þess svo að geta til um hvað um
hafi verið að ræða. Sá sem uppi
situr með spurningarmerki átti sér
einskis ills von, en einsog við sem
búum við hið svokallaða réttarríkis-
sjónarmið vitum að ef samningur
er kominn á milli aðila verður sá
sem gengur burtu án þess að geta
fært ástæðu fyrir skyndilegri brott-
vikningu frá samningi þessum með
rökum til að afsaka tilvik sem slíkt,
að standa samt sem áður við hlut
sinn sem viðkomandi gerði við við-
semjanda sinn. Um þetta er nánar
tíundað í samningalögunum og í
kröfurétti, til eru óskráð lög virðist
ætla að mati þeirra sem vinna hjá
Húsnæðisstofnun ríkisins.
Góðkunningi Velvakanda var
metinn í húsabréfakerfið nú sl.
mars og eftir að hafa skoðað allar
kjallaraholur og risíbúðir var sá tími
sem Húsnæðisstofnun gaf honum
til athugunar að renna út, þ.e.a.s.
4 mánuðir, svo hann fór uppí stofn-
unina og bað um hvort möguleiki
væri á því að fá örlítið meiri tíma
til umhugsunar. Ekkert var því til
fyrirstöðu, heiðarlegur maður og
góður skattgreiðandi. Vini Velvak-
anda var sagt að honum yrði send
yfirlýsing þess efnis þegar frestur-
inn rynni út og sagt hvernig hann
ætti að snúa sér.
Fresturinn rann út og vinur Vel-
vakanda hélt áfram sinni ábyrgðar-
fullu leit því að leita að þaki yfír
höfuðið er ekkert smámál eins og
að fara út í sjoppu þó að það geti
að vísu verið flókið stundum, en það
er nú önnur saga. Kona vinar Vel-
vakanda sem var að ganga með
sitt fyrsta bam varð þyngri með
hveijum degi, þrýsti óneitanlega á
ákvarðanatöku í sambandi við val
á fyrstu íbúð þeirra hjóna, hringur-
inn þrengdist og loks kom íbúðin
sem þau gátu hugsað sér að búa í
pg borga af uppí hendurnar á þeim.
I millitíðinni barst vini Velvakanda
bréf frá Húsnæðisstofnun ríkisins
þess efnis að fresturinn væri runn-
inn út, einsog vinur Velvakanda þá
þegar vissi, en jafnframt var þess
getið að ef hann vildi fá annað
greiðslumat eða framlengingu á því
ætti hann að leita til banka eða
verðbréfafyrirtækja sem tekið hafa
alfarið við gerð greiðslumatsins.
Eins og hann og flestir aðrir í hans
sporum hugsaði hann að fá þessa
framlengingu og þá fara í banka
enda væri stóra stundin, stund
ábyrgðar, runnin upp, það átti að
festa kaup á framtíðarhúsnæði fyr-
ir verðandi, stækkandi fjölskyldu.
Vinur Velvakanda kominn í kaupa-
stöðu og seljandi fús til að láta af
hendi rakna íbúðina gegn öruggum
greiðslum húsbréfa. Nú fór vinur
Velvakanda í banka með öll þau
gögn sem til var ætlast og orðsend-
inguna frá Húsnæðisstofnun ríkis-
ins auk bréfsins um framlenging-
una, lagði gögnin inn og vænti svars
fljótlega. Ekki leið á löngu, því þeg-
ar hafði Húsnæðisstofnun ríkisins
gert greiðslumat og því ekkert til
fyrirstöðu að það þyrfti að láta
meta upp á nýtt, einungis var um
að ræða að framlengja eldra mat.
Nú fóru atburðir þessarar nýbök-
uðu fjölskyldu að taka á sig nýja
mynd, bankastjórinn bar sig aum-
lega og tjáði vini Velvakan'da að
þrátt fyrir að hann hefði bent á
bréfið hefði viðkomandi starfsmað-
ur hjá Húsnæðisstofnun sagt að það
væri ekki hægt að framlengja
gamla greiðslumatið, bankastjórinn
bað vin Velvakanda innvirðulegrar
afsökunar og eina sem hann gæti
gert væri að meta hann upp á nýtt.
Þetta væri það leiðinlegasta sem
hann gerði að eiga við starfsfólk
Húsnæðisstofnunar því í fyrsta lagi
væri aldrei eða sjaldan nokkur við
og í öðru lagi væri bókstaflega ekk-
ert mark takandi á því sem þeir
sögðu eða létu hafa skriflega eftir
sér, þeir skiptu og breyttu til, eins
og þeim lysti og væru gjörsamlega
ábyrgðarlausir í gerðum sínum.
Stuttu seinna kom bamið í heim-
inn en þá hafði átt að vera komið
þak yfir fjölskylduna en svo er að
þakka Húsnæðisstofnun ríkisins um
að allt er komið í strand þrátt fyrir
yfirlýsingu þeirra. Hvað skal til
ráða taka?
Vinur Veivakanda er margítrek-
að búinn að reyna að fá samband
við starfsfólk Húsnæðisstofnunar-
innar, en án árangurs, því hann
vill ekki trúa slíkum vinnubrögðum
að það sé með gerræðislegum
vinnubrögðum verið að blekkja fjöl-
skyldufólk með því að opna fyrst
dyrnar er skella svo hurðinni svo
fast þrátt fyrir skriflega yfirlýsingu
þess efnis að hafa þær opnar.
Nú þegar jólamánuðir og hátíðin
er í sjónmáli og draumar ungs fólks
orðnir að engu er spurningin sem
hægt er að varpa fram: Ef skrifleg
yfirlýsing frá opinberri stofnun er
ekki nægileg, hvað er þá fullnægj-
andi?
Hjálagt þessu til sönnunar sendi
ég ofanrætt bréf Húsnæðisstofnun-
ar ríkisins undirritað f.h. hennar.
íslendingur í húsnæðishrakningum.
Víkverji skrifar
Vegna verkfalla Dagsbrúnar
hafa Reykvíkingar og gestir
í höfuðborginni orðið fyrir nokkrum
óþægindum undanfarna daga. Til
að árétta launakröfur ákváðu Dags-
brúnaianenn að stöðva þjónustu ein-
stakra fyrirtækja. Almennu við-
brögðin við þessum aðgerðum, sem
nú er sem betur fer lokið, birtast
helst í hneykslan og reiði og ekki
vænkast hagur Dagsbrúnar meðal
almennings, þegar í Ijós kemur, að
til verkfallanna er eifnt í óþökk
þeirra sem leggja niður vinnu.
Raunar hefur einnig verið skýrt frá
því, að þessi verkfallahrina hafi
beinlínis torveldað samninga um
kjör hlaðmanna hjá Flugleiðum.
I sjálfu sér vekur ekki neina
undrun, að launafólk sætti sig illa
við að fá fyrirmæli frá verkalýðsfé-
lagi sínu um að leggja niður störf
og afsala sér launum í mestu önnum
fyrir hátíðarnar. Hitt er furðulegra
að forysta Dagsbrúnar skuli ekki
hafa fengið samþykki og umboð til
vinnustöðvunar hjá þeim félags-
mönnum, sem leggja niður störf í
því skyni að treysta samningsstöðu
allra Dagsbrúnarmanna. Vekur
þetta spurningar um skipunarvald
verkalýðsfélaga gagnvart einstök-
um starfshópum innan félaganna.
Er forsvaranlegt fyrir félögin að
velja fámenna hópa sem gegna við-
kvæmum störfum og skipa þeim
að fórna þannig eigin hagsmunum
fyrir heildina?
xxx
Enn er ástæða til að ræða um
vinnubrögð á Alþingi. Frá því
var greint í sjónvarpsfréttum á
laugardagskvöld, að formenn þing-
flokka hefðu komist að samkomu-
Iagi um þinglega meðferð á þriðju
umræðu fjárlaga. Þrátt fyrir þetta
samkomulag voru umræður um
þingsköp á Alþingi í klukkustund á
laugardagsmorgninum, þar sem
deilt var um þessa meðferð. Var
iaugardagurinn þó aukadagur undir
þingstörfin, þar sem ætlunin var
að greiða fyrir afgreiðslu mála.
Samkvæmt heimildum Víkveija
verða menn nú varir við skýr skil
innan stjórnarandstöðunnar í af-
stöðunni til vinnubragða á Alþingi.
Forystumenn Kvennalistans og
Framsóknarflokksins hafa verið að
fjarlægjast Alþýðubandalagið, en
innan þess virðist ágreiningur milli
Margrétar Frímannsdóttur, for-
manns þingflokksins, og Ólafs
Ragnars Grímssonar, formanns
flokksins. Er litið þannig á, að við
Kvennalistann og Framsóknar-
flokkinn sé unnt að gera samkomu-
lag um þingstörf, sem haldi, en
gagnvart Alþýðubandalaginu verði
að hafa þann fyrirvara, að Ólafur
Ragnar sýni þingflokksformanni
sínum þá óvirðingu að hafa hana
að engu.
xxx
Aðventan er tími undirbúnings
og eftirvæntingar. Hún á
einnig að minna okkur á, að tíminn
er dýrmætur og ástæðulaust að sóa
honum. Þeir sem stofna til tilgangs-
lausra verkfalla eru að kasta tíman-
um á glæ, svo að ekki sé minnst á
þá, er telja sér það helst til fram-
dráttar í stjórnmálum að halda uppi
tilangslausu málþófi í sölum Alþing-
is. Lýðræðið er í eðli sínu tíma-
frekt, sú staðreynd réttlætir síður
en svo skipulagða tímasóun.