Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 18.12.1991, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 61 Hlustað á þingpöllum Mánudaginn 9. þ.m. var ég undir- ritaður staddur á þingpöllunum, þar sem þingmaðurinn Ingi Björn Al- bertsson var flutningsmaður að frumvarpi, ásamt nokkrum öðrum. Þar var óskað eftir stuðningi þing- heims við ungt fólk á íþróttasvið- inu. Hann taldi nauðsyn á að styðja sérstaklega við bakið á þeim, sem sýndu ótvíræðan áhuga á íþróttum og þó sérstaklega þeim, sem náð hefðu langt í einhverri grein og væru líklegir til afreksverka. Og nefndi hann sjóðsmyndun í því sam- bandi. Auðvitað er frumvarp af slíku tagi góðra gjalda vert. En er þingm. hafði lokið ræðu sinni kvaddi sér hljóðs ein kvennalista- konan, 18. þingm. Reykvíkinga,, Kristín Ástgeirsdóttir, og hélt hún fjálglega ræðu um nauðsyn á öflugu starfi, ungu fólki til aðstoðar með uppbyggjandi íþróttastarfsemi, en kvartaði þó undan því að hún - eða kvennaljstakonurnar - hefðu ekki verið kallaðar til meðflutnings á þessari þingsályktunartillögu. Hún gat þess í leiðinni að hún þekkti kúluvarpara, sem hefði náð langt á sínum tíma í þeirri íþrótt, en væri nú með takmarkað starfsþrek og gæti hún hugsað sér að slíkir menn nytu styrktar við, og þá úr þeim sjóði, sem stofnaður yrði í þeim til- gangi að styrkja íþróttamenn. Hún gat þó ekki setið á sér að öfundast út í styrk þann, sem Borg- arstjórinn veitti heimsmeisturunum okkar í brids við heimkomuna, eftir hinn glæsilega sigur í þeirri íþrótta- grein, nú fyrir nokkru síðan. Lá í orðunum að hún teldi brids ekki til íþrótta og því ekki ómaksins vert að veita þeim þann styrk, sem þeir. fengu. Að vísu fengu þeir hann ekki persónulega, heldur Bridssam- bandið, sem mörg félög víðs vegar um landið eru aðilar að. Og þá hefði ég beðið um orðið, til að svara henni af þingpöllunum, hefði ég ekki átt það víst, að vera teymdur burtu í lögreglufylgd, en þessari konu, sem er 18. þingmaður Reykvíkinga, vildi ég segja þetta: Að þó hún spili ekki brids og sé ekki sjálf áhugasöm um þá íþrótt, þá er nefnilega geysistór hópur í þessu landi sem iðkar hana, og ekki síður ungt fólk í öllum ald- ursflokkum. Og þessari heiðurs- konu, sem hefur fundið sig knúna til að gefa kost á sér til setu á þingi fyrir okkúr Reykvíkinga, skal á það bent, af því ég býst ekki við að hún viti það, að innan bridshreyfingar- innar eru starfandi í dag nálægt fimm þúsund manns, að vísu víðs vegar á landinu og áreiðanlega vægt áætlað er a.m.k. 'A hlutinn ungt áhugafólk í greininni. Og ef þetta unga fólk á ekki skilið að því sé veitt verðskulduð eftirtekt og aðhlynning fyrir sína starfsemi þar, þá skil ég ekki nútíma alþingis- menn. Og þá get ég upplýst alla um það, að það er og hefur verið stranglega bannað að hafa áfengi um hönd í allri keppni, sem eru mjög margar um árið, og ungir sem aldnir hafa gaman af. Og þar á ofan er nú búið að taka upp reyk- ingabann í þeim sölum, sem keppt er í. Þessar reglur hafa reynst vel. Fólki er ekki endilega bannað að reykja, en það fær sitt afdrep utan spilastaðar til þeirrar svölunar. Að lokum vildi ég aðeins geta þess, að svo til öll þjóðin þekkti karl föður hennar, sem var allt í senn, greind- ur, frjálslegur og skemmtilegur maður, sem margt gott liggur eftir og lifir með þjóðinni. Og þingkon- unni dóttur hans vildi ég óska allra heilla í sínu starfi, og að henni lærist að meta að gott íþróttafólk er gulls ígildi, hvar í flokki sem það stendur. Lárus Hermannsson Þessir hringdu . . . Hálfur kalkúni Kona hringdi og vildi foiyitn- ast um hvort ekki væri hægt að fá einhvers staðar hálfan kalk- úna í verslunum. Hún sagði það vera of mikið fyrir litla ijölskyldu að kaupa heilan kalkúna og það þyrfti ekkert endilega að fylla kalkúna og því í lagi að kaupa hálfan. Poki með stelpufötum Þriðjudaginn 10. des. fannst blár plastpoki á Háaleitisbraut þegar beygt var inn á hana frá Bólstaðarhlíð. Á pokanum er mynd af Andrési Önd og í honum er fullt af stelpufötum. Frekari upplýsingar hjá Ragnheiði í síma 21892. Kettlingar óska eftir heimili Fjórir kassavanir kettlingar óska eftir góðu heimili fyrir jól- in. Upplýsingar í síma 77910 eða 679630. Höfðar til -fólksíöllum starfsgreinum! fÍtnrgMuM&foifo Gefid ykkur sjálfum jólagjöf í heimilið. BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK ■ SÍMI 91-681199 - FAX 91-673511 Spádómarnir rætast 1 GOÐ JOLAGJOF STJÖRNUKORT PERSÓNULEG JÓLAGJÖF PERSÓNULÝSING fjallar meðal annars um grunneðli, tilfinningar, hugsun, ást, starfsorku og framkomu. Bent er á veikleika, hæfileika og æskilegan farveg fyrir orku þína. FRAMTIÐARKORT fjallar um orku næstu tólf mánuði, bendir á hæðir og lægðir, meðal annars hvað varðar lífsorku, tilfinningar, samskipti og vinnu. Fjallað er um möguleika hvers mánaðar og hvernig best er að bregðast við aðstæðum. SAMSKIPTAKORT lýsir samskiptum tveggja einstaklinga, til dæmis hjóna, vina eða vinnufélaga. Stjörnukort beggja aðila borið saman. Afgreiðum stjörnukort samdægurs. Sendum í póstkröfu. STJÖRNUSPEKISTÖÐIN Gunnlaugur Guðmundsson, Laugavegi 59, Kjörgarði, 2. hæð. Símar91-10377 og 91-617777. r Herrajakkar Blazer- jakkar Velor - sloppar Náttföt Skyrtur Peysur Frakkar Hanskar Loðhúfur Hattar GZísW * rC • VIÐ HJÁLPUM - HJÁLPAÐU OKKUR! Munið heimsendan gíroseöil. HIÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.