Morgunblaðið - 21.01.1992, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
Utanríkisráðherrar Norðurlanda funda á Islandi:
Ætla að ræða EES-samn-
ingana utan dagskrár
Utanríkisráðherrar Norðurlanda funda hér í Reykjavík í dag. Fundur
þeirra hófst í gærkveldi. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
Islands, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að hann hygðist aðal-
lega ræða við kollega sína á Norðurlöndum um stöðu EES-samning-
anna, þótt þeir væru ekki á dagskrá. „Ég ræði þá bara utan dag-
skrár,“ sagði ráðherra.
Á dagskrá fundarins eru m.a. í fyrrum Sovétríkjunum, ástandið á
málefni Rússlands og annarra ríkja Balkanskaga, Miðausturlönd og
Ólíklegt að hitamet
janúar frá 1964 falli
FYRSTU 19 dagana í janúar var meðalhiti á landinu um það bil 1,5
gráður en meðaltal fyrri janúarmánuða er 0,5 gráða frost. Einar Svein-
björnsson veðurfræöingur telur ólíklegt að 3,6 gráða hitamet í jariúar
1964 verði slegið að þessu sinni.
Einar sagði að 5-7 gráða frost ótrúlegt og vísaði til þess að veður
fyrstu 5 daga mánaðarins hefði dreg- færi kólnandi í dag og töluvert frost
ið meðalhitann töluvert niður og yrði á morgun. Aftur á móti er allt
háan hita þyrfti út mánuðinn til að útlit fyrir hlýindi undir lok vikunnar.
slá metið frá 1964. Slíkt kvað hann
Suður-Afríka og Ráðstefnan um ör-
yggi og samvinnu í Evrópu.
Auk utanríkisráðherra íslands
sækja fundinn Uffe Ellemann-Jens-
en, utanríkisráðherra Danmerkur,
Paavo Vayrynen, utanríkisráðherra
Finnlands, Thorvald Stoltenberg,
utanríkisráðherra Noregs, og Marg-
aretha af Ugglas, utanríkisráðherra
Svíðþjóðar.
„Eg ætla aðallega að ræða eitt
mál og það er ekki á dagskrá — það
eru EES-samningarnir,“ sagði Jón
Baldvin. Hann sagðist eiga von á að
utanríkisráðherrar Norðurlandanna
myndu eyða dijúgum tíma í að ræða
hlut Norðurlanda í aðstoð við Eystra-
saltsríkin og Rússland. „Annars
liggja ekki fyrir nægilega skýrar
upplýsingar um tillögur hvers ríkis
fyrir sig í þeim efnum. Raunar á ég
ekki von á að þær verði ljósar fyrr
en eftir fundinn í Washington, síðar
í vikunni," sagði Jón Baldvin Hannib-
aisson utanríkisráðherra.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 21. JANÚAR
YFIRLIT: Um 400 km vestur af Hvarfi er 950 mb iægð, sem þok-
ast norðnorðvestur. Önnur vaxandi lægð langt suðvestur í hafi,
hreyfist í norðaustur, í átt til landsins.
SPÁ: Á morgun verður sunnan- og suðvestanátt, víðast kaldi eða
stinningskaldi. Él verða vestanlands, skúrir með suðurströndinni
en léttskýjað á Norður- og Norðaustanlandi. Hiti nálægt frost-
marki vestaniands en 3 til 6 stig víðast austanlands. Undir kvöld
má búast við vaxandi suðaustanátt.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestlæg átt og hiti nálægt frost-
marki. Él sunnan- og vestanlands en léttskýjað norðaustanlands.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Sunnan- og suðaustanátt og hlýnandi
veður í bili. Rigning um sunnanvert landið en þurrt Norðanlands.
Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, » Súld
CX5 Mistur
—j- Skafrenningur
[T Þrumuveður
/ DAG kl. 12.00
Heimild: Veðurstola islands
(Byggt á veöurspá kl. 16.151 gær)
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl, 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hiti 7 7 veftur skýjað úrkoma
Bergen 3 súld
Helsinki •i-10 léttskýjaft
Kaupmannahöfn 0 skýjað
Narssarssuaq snjókoma
Nuuk •f2 snjókoma
Osló +6 skýjaft
Stokkhólmur +5 hálfskýjað
Þórshöfn 6 léttskýjað
Algarve 12 heiðskírt
Amsterdam 0 léttskýjað
Barcelona 6 mistur
Berlin 44 skýjað
Chicago 46 alskýjað
Feneyjar 4 súld
Frankfurt 2 skýjað
Glasgow 8 rlgning
Hamborg +3 iéttskýjað
London 5 skýjað
LosAngeles 10 heiðskirt
Lúxemborg 3 alskýjað
Madrid 4-2 þoka
Malaga 16 heiðskírt
Mallorca 12 léttskýjað
Montreal ■(■19 fsnálar
NewYork +8 snjókoma
Orlando 8 alskýjað
Parrs 5 rigning
Madeira 16 skýjað
Róm 9 rigning
Vín ■f4 snjókoma
Washington +4 alskýjað
Winnipeg •(•14 skafrenningur
Frá slysstaðnum við Hringbraut. Morgunbiaðið/Juiius
Maður varð fyrir
bifhjóli og beið bana
77 ÁRA gamall maður lést á sjúkrahúsi í fyrrakvöld af áverkum sem
hann hlaut er hann varð fyrir bifhjóli á Hringbraut fyrr um dag-
inn. Ökumaður bifhjólsins, 21 árs
var lögð inn á sjúkrahús.
Slysið varð á Hringbraut,
skammt austan við Laufásveg. Tal-
ið er að maðurinn hafi verið á leið
norður yfir götuna er hann varð
fyrir bifhjólinu, sem ekið var til
austurs. Maðurinn hlaut mikla
áverka og var fluttur í sjúkrahús,
stúlka, hlaut áverka í andliti og
þar sem hann lést skömmu síðar.
Ókumaður hjólsins meiddist einnig,
svo sem fyrr greinir, en farþegi
hlaut ekki teljandi meiðsli, að sögn
lögreglu.
Ekki er unnt að greina frá nafni
hins látna að svo stöddu.
Tryggingamiðstöðin hf.:
Breytt uppbygging ið-
gjaidaskrár félagsins
Tryggingamiðstöðin hf. hefur í ljósi aukinnar samkeppni vátrygginga-
félaganna í ökutækjatryggingum, breytt nokkuð uppbyggingu iðgjald-
askrár félagsins. Aðalbreytingin felst í þremur iðgjaldaflokkum. í 1.
flokki eru einstaklingar á aldrinum 17 til 24 ára, í öðrum flokki 25 til
29 ára og í hinum þriðja einstaklingar 30 ára og eldri.
Samkvæmt upplýsingum Gunnars
Felixsonar framkvæmdastjóra
Tryggingamiðstöðvarinnar hefur
þessi breyting í för með sér almennt
nokkra hækkun á iðgjöldum þeirra,
sem eru í fyrsta flokki, en óverulega
breytingu á iðgjöldum þeirra, sem
eru í 2. flokki. Hins vegar munu
ökumenn, 30 ára og eldri með 40%
bónus eða hærri, fá lækkun allt að
10%.
Með iðgjaldabreytingu þessari er
ekki verið að hækka heildariðgjöld
ökutækjatrygginga, heldur er verið
að breyta iðgjaldaskrám með hliðjón
af tjónareynslu ofangreindra flokka,
að sögn Gunnars. Engar breytingar
verða á bónusreglum félagsins, né
hefur fjöldi ekinna kílómetra áhrif á
iðgjaid, hvorki til hækkunar eða
lækkunar. Sjálfsábyrgð verður ekki
tekin upp í ábyrgðartryggingu öku-
tækja hjá Tryggingamiðstöðinni.
Gunnar Felixson sagði að eins og
áður myndi Tryggingamiðstöðin
verða eina vátryggingafyrirtækið á
Islandi, sem endumýjaði ökutækja-
tryggingar til 6 mánaða í senn, en
sá háttur hefur mælst mjög vel fyr:
ir hjá viðskiptavinum félagins. í
þessari viku mun viðskiptavinum
félagsins verða send endurnýjun
allra bifreiðatrygginga, sem end-
urnýjast eiga 1. mars næstkomandi.
Það er að þessu sinni gert fyrr en
áður hefur tíðkast, til þess að allir
viðskiptavinir félagsins geti fyrr
gert sér grein fyrir hvert iðgjald
þeirra verður. Þetta er einnig gert
í samræmi við ósk Tryggingaeftir-
litsins, að endurnýjanir verði al-
mennt sendar út 5 vikum fyrir gjald-
daga.
Stal útvarpstæki, vara
lit og sviðakjamma
UNGUR maður var handtekinn á
Rauðarárstíg á laugardagsmorg-
un eftir að hann hafði, að því er
talið er, brotist inn í 8 bíla og stol-
ið meðal annars útvarpstækjum,
varalit, hangikjöti og soðnum svið-
akjamma. Matnum hafði hann
stolið úr bíl við Sundhöllina.
Um helgina var einnig handtekinn
ungur maður, sem var að reyna að
bijótast inn í hús við Bræðraborgar-
stíg. íbúar komu að manninum og
stugguðu honum frá en hann lét
ekki segjast heldur færði sig að
næsta glugga í sama húsi og reyndi
að spenna hann upp. Lögregla kom
og handtók manninn, sem gat enga
skýringu gefið á athæfi sínu. Að
sögn lögreglu var hann mikið ölvað-
ur. í miðjum viðræðum við lögreglu-
mennina gerði hann sér grein fyrir
því að hann væri staddur í Reykja-
vík og varð honum mikið um þá
uppgötvun.
Aðfaranótt sunnudagsins stóð lög-
reglan mann að því að reyna að bijót-
ast inn í verslun við Bræðraborgar-
stíg. Ábending barst frá vegfaranda
um að verið væri að bijótast inn í
verslunina og þegar lögregla kom á
staðinn, greip hún þjófínn glóðvolg-
an.
14.660 sáu
Töfraflautuna
SÍÐASTA sýning á Töfraflaut-
unni í uppfærslu íslensku óper-
unnar var síðastliðinn sunnudag.
Sýningar urðu 35, þar af þrjár
utan Reykjavíkur, og sýningar-
gestir 14.660.
Að sögn Guðríðar Jóhannesdótt-
ur, framkvæmdastjóra íslensku
óperunnar, er sýningum á Töfra-
flautunni hætt vegna æfínga á
Ótelló eftir Verdi og er stefnt að
frumsýningu 9. febrúar.
I
>