Morgunblaðið - 21.01.1992, Side 11

Morgunblaðið - 21.01.1992, Side 11
MORGUNBIAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992 11 Sambandið við markaðinn _________Bækur_______________ Pétur Pétursson Þorvaldur Gylfason: Hagfræði, stjórnmál og menning. Hið ís- lenska bókmenntafélag. 1991. 203 bls. Þessi bók er samsafn greina um efnahags- og atvinnumál sem höf- undurinn, Þorvaldur Gylfason pró- fessor í þjóðhagfræði við Háskóla íslands, hefur birt frá því vorið 1990. Þetta eru í allt 30 greinar sem myndá fimm kafla: I. Island og Evrópa; II. Lífskjör í læðingi; III. Atvinna og verðólga; IV. Um- hverfismál og menning og V. Ur ýmsum áttum. Sumar þessara rit- gerða hafa birst í Morgunblaðinu og hafa því náð stórum lesenda- hópi nú þegar, en aðrar hafa birst í tímaritum um efnahagsmál, sem höfða til minni lesendahópa, Fjár- málatíðindum og Vísbendingu. Eins og kaflaheitin bera með sér þá er hér komið inn á atvinnu- og efnahagsmál í víðum skilningi og allar þessar greinar fjalla um mál sem eru og hafa verið í deiglunni undanfarin misseri. Höfundur er eins og fleiri talsmaður þess að markaðsöflunum sé gefið aukið rými og hefur hann tröllatrú á því að þau efli heilbrigt atvinnulíf og bæti lífskjör. Færir hann reyndar mörg rök fyrir því að svo sé og bendir m.a. á augljós dæmi frá Austur-Evrópu máli sínu til stuðn- ings, en þar hafa markaðssjónarm- ið til skamms tíma, eins og allir vita, verið látin lönd og leið og frumkvæði og framleiðslugeta kafnað í skrifræði og pólitískri spillingu. Að mati höfundar verður að koma til hugarfarsbreyting og stefnubreyting til þess að markaðs- öflin fái að njóta sín að fullu hér á landi. Yfirleitt er umfjöllun höf- undar mjög málefnaleg, en þó get- ur hann orðið hvassyrtur í gagn- rýni sinni. Beinist hún einkum að stjórnmálamönnum sem hann telur hafa margt á samviskunni þegar um er að ræða stjórnun efnahags- mála og fjármála hér á landi. Flokkarnir og hagsmunir flokks- manna eru settir framar en hags- munir almennings t.d. í bankamál- um. Höfundur átelur ráðuneytin og stjórnmálamennina yfirleitt fyr- ir það að draga um of taum sterkra hagsmunasamtaka eins og útgerð- armanna og bænda. Þessi samtök hafa greiðan aðgang að ráðuneyt- unum. Þar er hlustað á rök þeirra og ráð en minna hugað að heildar- hagsmunum. Og afleiðingarnar eru augljósar að mati Þorvaldar. Gífurleg sóun á sér stað á opin- beru fé og fer það í alls konar styrki og fyrirgreiðslu við atvinnu- starfsemi sem ekki mundi standast fijálsa samkeppni. Hér er um að ræða of mikla fjárfestingu í sjávar- útvegi. Skipaflotann má minnka, samkvæmt útreikningum Hag- fræðistofnunar HÍ, um allt að 40% án þess að það þyrfti að bitna á þeirri sókn flotans sem leyfileg er. Þessi óstjórn kemur einnig fram í offramleiðslu í landbúnaði sem birst hefur m.a. í því að kjöti af dilkum sem nagað hafa ofbeitt afréttarlönd er hent í stórum stíl því enginn vill kaupa það á því verði sem kostar að framleiða það þrátt fyrir allan styrkjaslóðann Þorvaldur Gylfason sem þessi framleiðsla dregur á eft- ir sér. Höfundur er talsmaður þess að tekin verði upp sala veiðiheimilda í stað kvótafyrirkomulagsins. Út- vegsmenn fá nú aflaheimildir í formi kvóta gefins frá stjórnvöld- um, en þeir hinir sömu geta síðan selt þá öðrum útvegsmönnum sem vilja hasla sér völl. Höfundur bend- ir á að fiskimiðin séu þjóðareign. Vill hann setja á stofn markað með veiðiheimildir sem útlending- um væri hugsanlega veittur að- gangur að. Þar með væri auðveld- ara fyrir íslendinga að ná hagstæð- um samningum við Evrópubanda- lagið og höfundi finnst það allt annað en fráleitt að ísland sæki um aðild að bandalaginu. Hann telur litla hættu á því að erlendir útgerðarmenn standist samkeppni við innlenda varðandi kaup á veiði- heimildum og bendir í því sam- bandi á hve framleiðnin í íslenskum sjávarútvegi er mikil þrátt fyrir allt. Við lifum á tímum þar sem mik- il trú er á mögleikum fijáls hag- kerfis, en hvað þá með sameiginleg gildi sem ekki verða með góðu móti vegin og metin á forsendum markaðsbúskapar, svo sem heil- brigðismál, menntun, listir og vís- indi? Um þetta fjallar höfundur af innsæi og skilningi í 24. kafla bók- arinnar. Hér er vikið að hlutverki rikisvaldsins sem hlýtur að verða að endurmeta með tilliti til margra málaflokka þegar sambandinu við markaðinn er breytt. Hvar eru mörk hins opinbera og einkahags- muna? Hvernig á að skilgreina þessi mörk og réttlæta? Umfjöllun höfundar er mjög gott framlag til skynsamlegrar orðræðu um þessa brennandi spumingu sem snertir hin ýmsu svið hagfræði, stjórn- mála og menningar. Þessi bók býður upp á kjörið tækifæri til að heija máls á marg- brotnum viðfangsefnum efnahags- mála. Hér hefur aðeins verið minnst á nokkur meginþemu bók- arinnar sem fjallar einnig um verð- bólgu, vexti og gengi. Málið er markvisst og mærðarlaust og efnið þannig framsett að það er skiljan- legj; hveijum og einum sem áhuga hefur á því að setja sig inn í þessa hluti og taka afstöðu til þeirra. Bókin er tilvalin umræðugrundvöll- ur t.d. í leshópum um þjóðmál og efnahagsmál líðandi stundar. BREYTTU ÁHYGGJUM í UPPBYGGJANDI ORKUt NÁMSKEIÐ: MARKVISS ÁHRIFARÍK MÁLFLUTNINGUR FUNDARSTJÓRN Síml 91-46751 Sá vinsœlasti ár r>*/1 710 flfífi t'f/!»■ /í /lÁf IIFI/1 Fra 886.000.- stgr. a götuna innifalib CHARADE SEDAN 92 Kraftmikill fjöískyidubíii med vökvastýri, 5gíra eda s/á/fskiptur Vökvastýri Klukka 3 ára ábyrgb 6 ára verksmibjurybvörn Númerapiötur Nýskráning Loftnet 2 hátalarar Plussklædd sæti Hjólkoppar Halogenljós Rúllubelti í aftursæti Skottlok/bensínlok opnast innanfrá FAXAFENI8 • SIMI91-685870 CHARADE '92 3ja eða 5 dyra Sparneytínn bíii fyrir ísienskar adstæður Nýskráning Loftnet 2 hátalarar Tauklædd sætí Hjólkoppar Halogenljós Rúllubelti í aftursæti Skottlok/bensínlok opnast innanfrá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.