Morgunblaðið - 21.01.1992, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1992
15
Landbúnaðurinn og GATT,
athugasemdir við forystugrein
eftir GunnlaugA.
Júlíusson
í forystugrein Morgunblaðsins
laugardaginn 11. janúar sl. er fjallað
nokkuð um stöðu GATT-samning-
anna, eins og þeir lágu fyrir á þeim
tíma. Jafnframt er fjallað nokkuð
um viðbrögð bændasamtakanna og
fleiri, sem tóku afstöðu gegn fyrir-
liggjandi samningsdrögum.
I þessari forystugrein lætur Morg-
unblaðið það berlega í ljós að því
þyki bændasamtökin hafa farið off-
ari í þessum málum og gert mikið
veður út af litlu og er m.a. talað um
að „stóryrði forystumanna bænda
um drög að nýjum GATT-samningi
hafi komið eins og þruma úr heið-
skýru lofti“.
í forystugreininni kemur síðan
fram að sá sem hana ritaði hefur
alls ekki sett sig inn í efnisatriði
samningsdraganna og verður það
skýrt hér nánar.
Fullyrt er í greininni að „einungis
sé opnað fyrir innflutning á 3% af
innanlandsneyslu hverrar vöruteg-
undar árið 1993 og aukningu up í
5% árið 1999“. Hér er um mikinn
misskilning að ræða. Þetta magn
innflutnings sem hér er minnst á,
3% árið 1993 og aukningu upp í 5%
árið 1999, er það magn sem flutt
yrði til landsins með „lágmarks eða
mjög lágum tollum“ er lagðir yrðu
ofan á heimsmarkaðsverð, eins og
segir í samningstexta. Hér er því í
raun um að ræða þvingaðan innflutn-
ing án álagningar tolla sem ein-
hveiju nemur.
Til viðbótar því yrði síðan opnað
fyrir allan annan innflutning á búvör-
um, með heimild til álagningar tolla,
sem myndu fyrsta árið vega upp
mismun á heimsmarkaðsverði og
verði innanlands en fara síðan lækk-
Gunnlaugur A. Júlíusson
„Aukin og- óeðlileg
verðsamkeppni ætti sér
stað mjög hratt, en hún
væri ekki „tiltölulega
lítil og kæmi til smám
saman“ eins og segir í
forystugreininni.“
andi hröðum skrefum. í forystugrein-
inni ríkir sá skilningur að tollar yrðu
lagðir ofan á „lágmarksmarkaðsað-
ganginn" en ekki yrði um aðrar
rýmkanir á innflutningi að ræða.
Þar sem heimsmarkaðsverð á
helstu búvörum er mjög lágt, eins
og kemur fram í eftirfarandi töflu,
enda stórlega niðurgreitt, þá yrði
niðurfærsla tollsins mjög mikil í
krónum talið á hveiju ári. Það verð
sem hér kemur fram yrði notað sem
viðmiðun, ef tillögur Dunkels næðu
fram að ganga.
Tafla 1. Heimsmarkaðsverð (cif
verð) á nokkrum búvörum samkv.
fyrirliggjandi GATT-tillögum.
Mjólk 6,80 kr/kg
Lambakjöt 98,00 kr/kg
Egg 35,00 kr/kg
Kjúklingar 30,00 kr/kg
Nautakjöt 122,00 kr/kg
Svínakjöt '71,00 kr/kg
Heimild: Norsku bændasamtökin.
Það er ljóst að þegar yrði miðað
við þessi lágu verð þegar tollurinn
væri reiknaður út, þá yrði niður-
færsla verðlags mjög hröð, og aukin
og óeðlileg verðsamkeppni ætti sér
stað mjög hratt, en hún væri ekki
„tiltölulega lítil og kæmi til smám
saman“ eins og segir í forystugrein-
inni.
Fyrir utan það sem hér hefur ver-
ið nefnt eru önnur atriði þung á
metunum, eins og að ekki er reiknað
með að upphæðir frá viðmiðunarár-
unum 1986-’88 séu verðtryggðar og
að útflutningslönd geti niðurgreitt
útfluttar búvörur verulega á meðan
við eigum að fella niður vald til
mótunar eigin stefnu um innflutning
búvara, sem hægt væri að fjalla frek-
ar um en það verður ekki gert hér.
Það verður á hinn bóginn að gera
þá kröfu til Morgunblaðsins jafnt og
allra annarra aðila, sem vilja fjalla
um viðamikil og mikilvæg mál sem
þessi þannig að mark sé á tekið, að
þekking á grundvallaratriðum sé fyr-
ir hendi áður en ályktanir eru dregn-
ar og sleggjudómar felldir.
Höfundur er hagfræðingur
bændasam takanna.
SIEMENS
Lítið inn til okkar og skoðið vönduð
vestur-þýsk heimiiistœki!
Hjá SIEMENS eru gœði, ending og
fallegt útlit ávallt sett á oddinn!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
BÓKAMARKAÐUR VÖKU-HELGAFELLS
URVALS BÆKUR
Alh að
95%
ofsláttur!
A EINSTOKU VERÐI
Dœmi um nokkur sértilboð á
bokamarkaonum: Á bláþræði Venjulegt verð: Tilboðs- verð: Afsláttur:
- skáldsaga eftir Viktoriu Holt 1.790,- 395,- 78%
Fótatak tímans - skáldsaga Kristinar Loftsdóttur 2.480,- 495,- 80%
Ævisaga Bryndísar Schram - eftir Ólínu Þorvarðardóttur 2.312,- 495,- 78% l
Smásögur - eftir Svövu Jakobsdóttur 1.748,- 495,- ■ \>mn r 60% V •
Veisla í farangrinum - skáldsaga Ernest Hemingway í þýðingu Halldórs Laxness 1.829,- 495,- \j£ 73% 1
Launráð - skáldsaga eftir Ken Follet 1.344,- 295,- 78% *
Van Gogh og list hans
- eftir Hans Bronkhorst.
Litprentuð glæsibók í stóru broti, gefin út fyrir
tveimur árum er hundrað ár voru liðin frá fæðingu
Van Goghs. Hér er farið í fótspor þessa áhrifamikla
brautriðjanda í nútíma myndlist.
Venjulegt verð: 3.760,-
Tilboðsverð:
- 995,-
Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á bókamarkaði
Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að Síðumúla 6 í Reykjavík.
Hér gefst einstakt tækifæri til þess að bæta eigulegum verkum í
bókasafn heimilisins - bókum af öllum tegundum við allra hæfi.
Opið alla virka daga frá kl. 9-18,
laugardaga frá kl. 10-16, sunnudaga frá kl. 12-16.
Jakinn í blíðu og stríðu.
Venjulegt verð: 2.580,- Tilboðsverð: 495,-
Baráttusaga Guðmundar J.
Venjulegt verð: 2.680,- Tilboðsverð: 495,-
Gustmiklar bækur um Jakann eftir Ómar Valdimarsson.
Um fáa íslenska menn hefur staðið jafnmikill styrr síðustu
áratugi og Guðmund J. Guðmundsson. í þessum
stórmerku bókum segir hann hreinskilningslegafrá lífi
sínu og dregur ekkert undan.
VAKA-HELGAFELL
Síðuniúla 6, sími 688300