Morgunblaðið - 21.01.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJ UDAGUR 21. JANUAR 1992
19
Afmæliskveðja:
Guðmundur Gíslason
bókbindari, Kópavogi
í dag, þriðjudaginn 21. janúar,
verður kempan og heiðursmaðurinn
Jóhann Guðmundur Gíslason, bók-
bindari í Vallargerði 4 í Kópavogi,
80 ára.
Já ungur. Þessi síkviki atorku-
maður og hugsjónaviti hefur eld-
legan áhuga á öllum framfaramál-
um okkar þjóðar og síns byggðar-
lags. Sparar hann aldrei tíma né
fyrirhöfn við það að leiða mönnum
fyrir sjónir, hversu koma megi
málum til betri vegar. Og sparar
hvorki orðin né raustina þegar hann
telur við þurfa.
Guðmundur er ekki sú mann-
gerð, sem eýðir tímanum í að rífa
niður rifrildisins vegna. Hann vill
því aðeins rífa hið gamla niður, að
nýtt og betra sé byggt í þess stað.
Til nýsköpunar er hann ávallt
reiðubúinn að leggja hug og hönd
að.
Guðmundur Gíslason er Sjálf-
stæðismaður að fæðingu, þroska
og sannfæringu og að vandlega
athuguðu máli. Mörgu yngra fólki
í flokknum hér í Kópavogi finnst
Guðmundur vera flokkurinn sjálfur
holdi klæddur. Slíka virðingu hefur
hann hér í bæ meðal ungra sem
aldinna.
Fyrir Sjálfstæðismönnum um
land allt er óþarft að kynna Guð-
mund sérstaklega. Undirritaður
hefur komið á flesta landsfundi
Sjálfstæðisflokksins í nærri 30 ár.
Þar hygg ég að Guðmundur hafi
ekki farið fram hjá neinum. Því
fyrirferðarmikill er Guðmundur í
fundarstörfum og lætur heyra í sér
svo um munar. Og ekki er það
minnst ef honum þykir ástæða til
að leiðrétta kompás forystumanna
flokksins.
Og það geta margir staðfest, að
fáir verða til þess að leiða athuga-
semdir Guðmundar Gíslasonar hjá
sér. Til þess er maðurinn bæði
skarpgreindur og yfirburða vel að
sér í pólitík, jafnt í nútíð sem for-
tíð. Auk þess sem hann er ræðu-
maður með afbrigðum góður og
kann að halda athygli áheyrenda
fanginni með skörulegum þunga
og dramatískum flutningi. Enda
maðurinn sviðsvanur og arnfránn
á að líta í ræðustól.
Guðmundur fæddist árið 1912
að Ríp í Hegranesi, sonur Gísla
Jakobs Jakobssonar bónda þar og
konu hans Sigurlaugar Guðmunds-
dóttur. Hugur Guðmundar stóð
ekki mjög til búskapar á óðali feðr-
anna, en hafði gaman af hestum
eins og títt er um þá Skagfirðinga.
Svo bar til, að honum varð lítils-
háttar sundurorða við föður sinn
útaf grárri meri, sem strákur vildi
hafa en karl ekki láta. Guðmundur
hleypti þá heimdraganum og fór
til bókbandsnáms á Hólum í
Hjaltadal. Náminu lauk hann svo
á Akureyri með sveinsprófi 1937.
Þannig varð grá meri til happs fyr-
ir okkur sjálfstæðismenn á Reykja-
nesi.
Guðmundur starfrækti eigin
bókbandsstofu á Siglufirði 1937-
1942 og hlaut meistaragráðu í iðn-
inni. Þá fluttist hann suður og
starfaði hjá ýmsum meiriháttar
bókbandsfyrirtækjum hér syðra.
Síðan tóku við störf hjá Sjálfstæðis-
flokknum, Fasteignamati og SSH,
uns hann réðst til Kópavogskaup-
staðar 1971, þar sem hann starfar
enn.
Guðmundur kvæntist 18. júlí
1942 Guðnýju Magneu Þórðardótt-
ur, en hún lést 1983. Guðmundur
og kona hans bjuggu fyrst í Unu-
húsi og leiguðu þar 12 fermetra
íbúð hjá Ragnari í Smára, sem átti
húsið. Starfaði Guðmundur enda
við bókband hjá Ragnari á þessum
tíma.
Þau Guðmundur og Guðný fluttu
í Kópavogi árið 1950 þar sem Guð-
mundur hafði með harðfylgi og
hörðum höndum reist sér veglegt
hús, á lóð sem honum fannst þá
of lítil en núna of stór.
Þeim hjónum Guðmundi og
Guðnýju varð tveggja barna auðið.
Eldri er Sigurlaug, ökukennari, f.
1943, sem var gift Hallbergi Guð-
laugssyni og eiga þau tvo syni,
Guðmund Jóhann og Kristinn
Ragnar. Þórður kennari er yngri,
f. 1945, kvæntur Steingerði
Ágústsdóttur og eiga þau líka tvo
syni. Guðna Þór og Úlfar og eina
dóttur Steinunni Tinnu. Barna-
barnabörn eru engin ennþá, en
Guðmundur er vongóður að úr
rætist bráðlega og er ögn óþolin-
móður eins og við er að búast af
honum, þegar um framfaramál er
að ræða.
Guðmundur hefur eins og áður
segir verið félagsmálamaður allt
sitt líf. Hann hefur í þeim efnum
komið víða við um dagana, sungið
í karlakór og leikið í fjölda leikrita
bæði með Leikfélagi Kópavogs og
Leikfélagi Reykjavíkur og mætt á
flesta pólitíska fundi sem hann
hefur komið höndum yfir. í stjórn
Bókbindarafélags Reykjavíkur var
hann um tíma og varaformaður.
Hann var formaður í Leikfélagi
Kópavogs í tvígang og í hans seinni
stjórnartíð var Hárið sýnt hér í
Kópavogi, ssem þótti tímamóta-
verk. En í bæði skiptin tókst honum
að rétta bágan fjárhag félagsins
við og snúa vörn í sókn.
í frístundum sínum hefur Guð-
mundur verið ákafur fiskimaður og
farið víða til fanga. Fór hann oft
með Axeli heitnum Jónssyni og
Sigurði Þorkelssyni í veiðitúra. Sáu
þeir Axel fremur um nestismálin
en Guðmundur um beituna. Hin
seinni ár hefur áhugi hans beinst
í auknum mæli að ræktun blóma
og jurta. Er gaman að heimsækja
Guðmund í aldingarða hans í Vall-
argerðinu er sumarsólin skín. Þar
er Guðmundur í essinu sínu. Oft
eru gestir leystir út með gjöfum,
afleggjurum eða hnausum af hinum
aðskiljanlegustu plöntum, sem við-
komandi ber ef til vill engin kennsl
á. En séu þessar gjafir gróðursett-
ar eftir forsögn Guðmundar, þá
bregst ekki að þær vaxa og blómg-
ast, það getur undirritaður borið.
I einu hefur Guðmundur verið
eftirbátur annarra íslendinga. En
það er í brennivínsdrykkju. Hann
gekk ásamt tveimur leikbræðrum
sínum í stúku á Sauðárkróki. Hann
heyrði óvart á tal æðstatemplars
og kapílánsins, þar sem þeir ræddu
um þessa nýju bræður og hvursu
þeir myndu duga í gútteríinu.
Æðstitemplar vissi ekki um hina
tvo en sagðist taka ábyrgð á Guð-
mundi. Þetta dugði Guðmundi til
þess að setja sér að bregðast þess-
um manni ekki. En hrókur alls
fagnaðar hefur Guðmundur ávallt
verið þó að aðrir fái sér bragð.
Guðmundur hefur þannig alveg
farið á mis við hina sérstæðu
ánægju timburmannanna um sína
daga. Þó mun hann stöku sinnum
hafa fengið vott af móral, en þá
af pólitískum toga, þegar honum
finnst hann kannski hafa gengið
fram af sjálfum sér í hita augna-
bliksins á æsingafundum.
Guðmundur hefur nefnilega ekki
alltaf farið troðnar slóðir í málflutn-
ingi sínum og ekki alltaf „farið vel
í vasa“ pólitískt, eins og hann orð-
ar það sjálfur. Og alyeg ófeiminn
við það að segja háum sem lágum
í flokki sínum til syndanna og halda
fram sínum skoðunum þó þær séu
ekki stundarvinsælar.
Guðmundur telur sjálfur, að
hann hafi oft fengið meiru áorkað
í pólitík með ráðagerðum bakvið
tjöldin en þó að hann hefði farið á
þing eða sem aðalmaður í bæjar-
stjórn. En í bæjarstjórn var hann
oft á varamannabekk og sat oftlega
fundi, því hann var alltaf á sínum
stað og auðvitað aldrei illa fyrir
kallaður.
Og víst er, að hann hefur drjúg-
um hvíslað í eyru þingmanna og
ráðherra alla tíð og oft haft erindi
sem erfiði fyrir sitt byggðarlag og
flokk. En fyrir sálfan sig hefur
hann aldrei krafist neins, hugsjónin
og starfið skiptir hann öllu máli.
Til flokksstarfa er Guðmundur
óþreytandi. Er mér minnisstætt
hversu þeir eldri mennirnir, Guð-
mundur og Sveinn Ólafsson, báru
af mörgum hinum yngri í eljusemi
við síðastliðnar kosningar til sveitar
og þings. Er ómetanlegt að njóta
reynslu og þekkingar slíkra flokks-
hesta þegar til stykkisins kemur.
Um þessar mundir eru liðin
hundrað ár frá fæðingu Ólafs
Thors. Þegar talað er um þann
mann, kemur ljómi í augu Guð-
mundar._ Minnist hann samskipta
þeirra Ólafs með mikilli hlýju.
Finnst og Guðmundi, að seint muni
sjálfstæðismönnum fæðast annar
eins foringi. Bendir það til að Guð-
mundi finnist hann hafa náð eyrum
Ólafs betur en annarra stjórnmála-
manna. Er það í sjálfu sér ærinn
vitnisburður um pólitískt líf og
áhrif Guðmundar Gíslasonar úr
Kópavogi.
Ög enn er Guðmundur uppfullur
af ráðgerðum á pólitíska sviðinu.
Hefur hann enda búið til marga
þingmenn um sína daga og komið
öðrum til frama í stjórnmálastarfi.
Og það skulu ungir uppar í pólitík
vita, að það er ennþá betra að hafa
Guðmund með sér en á móti.
Guðmundur ætlar að taka á
móti gestum á afmælisdaginn í
Sjálfstæðishúsinu að Hamraborg 1
kl. 16-19. Þar verður slegið á létta
strengi. En Guðmundur hefur áskil-
ið sér allan rétt til þess að taka til
andsvara og leiðréttinga ef honum
líka ekki ræðurnar. Hann hefur og
látið það berast eftir krókaleiðum,
að heldur vildi hann að menn verðu
fé sínu til skógræktar í Kópavogi
heldur en að kaupa gjafir sér til
handa. Enda hvað ætti sosum að
kaupa í afmælisgjöf handa svona
karli, sem drekkur ekki brennivín
og brúkar ekki einu sinni snúss?
En þó að ekki sé ástæða til að
taka mark á þessum ósannaða orð-
rómi, þá hafa sjálfstæðismenn í
Kópavogi heitið því að gróðursetja
sérstakan tijálund í Kópavogi hon-
um til heiðurs að vori.
Við Sjálfstæðismenn í Kópavogi
sendum Guðmundi Gíslasynni hug-
heilar kveðjur á þessum tímamót-
um og óskum þess að honum megi
endast líf og heilsa um langa tíð
ennþá.
Enda er hann í okkar augum
alveg ómissandi.
Halldór Jónsson,
formaður Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Kópa-
vogi.
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
* Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina?
•k Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám-
ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni?
k Vilt þú lesa meira af góðum bókum?
Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið, sem laust
er á, hefst miðvikudaginn 5. febrúar. Skráning í síma 641091.
Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og flest önnur félög
styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum.
HRAÐLESTRARSKOLINN
IElI
mottu og teppa
oairSv«u.KKOWÐ
20-50%
Gram
Te«"
afsláttur
(3233
IrMrr’lr*rz\í^ alm r~Á| I
I FRJÐRIK BERTQSEN
f m m u |L~-
TEPPAVERSLUN
FRIÐRIKS BERTELSEN
FÁKAFEN 9 -Sl'MI 686266
VfSA