Morgunblaðið - 21.01.1992, Page 20

Morgunblaðið - 21.01.1992, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992 Lóðum skilað í Rimahverfi: Gefur ekki rétta mynd af heildar- lóðafjölda - segirskrif- stofustjóri borg- arverkfræðings SIGRÚN Mag-núsdóttir vakti at- hygli á því á fundi borgarstjórn- ar í síðustu viku að í Rimahverfi í Grafarvogi hefði fleiri lóðum verið skilað en úthlutað á síðasta ári. Agúst Jónsson, skrifstofu- stjóri borgarverkfræðings, segir að taka verði tillit til þess að í yfirliti yfir lóðaúthlutanir jafn- gildi hver einbýlishúsalóð einni íbúð í fjölbýlishúsi og tölurnar gefi þannig ekki rétta mynd af heildarlóðafjölda. Sigrún sagði að 48 lóðum hefði verið úthlutað í Rimahverfi á síð- asta ári en 65 lóðum verið skilað. Þá sagði hún að ekki hefði tekist að endurúthluta lóðum sem skilað var þegar á árinu 1990. Á því ári hefði t.d. 66 lóðum undir parhús verið skilað en mun fleiri lóðum undir parhús væri almennt skilað heldur en undir einbýlishús. Ágúst Jónsson sagði, í samtali við Morgunblaðið, að allt ætti þetta sér eðlilegar skýringar. Hann benti á að þegar tekið væri saman yfirlit um úthlutanir lóða væru lóðir undir einbýlishús og hver íbúð í fjölbýlis- húsi lagðar að jöfnu. í Rimahverfi hefði einni lóð undir fjölbýlishús með 24 íbúðum verið skilað og það skekkti myndina væri litið á tölum- ar án tillits til þess. Ágúst sagði að í Rimahverfi hefði allmörgum parhúsalóðum verið út- hlutað og mun fleíri en úthlutað hefði verið í Engjahverfi á síðasta ári. „Þannig verður að hafa í huga að þó að lóðum hafi verið skilað í Rimahverfi eru þær ekki hlutfalls- lega fleiri en í Engjahverfi," sagði Ágúst. Ágúst sagði að til skýringar væri rétt að fram kæmi að þegar verið væri að tala um úthlutanir og skilanir lóða væru sumar lóðim- ar taldar oftar en einu sinni. Millilandaflug Flugleiða: Bókanir um 8% meiri en í fyrra BÓKANIR í millilandaflugi hjá Flugleiðum fyrstu fjóra mánuði ársins eru um 8% meiri en á sama tímabili í fyrra, og að sögn Margrétar Hauksdóttur hjá upplýs- ingadeild Flugleiða, er aukningin í samræmi við aukið sætaframboð. í Atlantshafsfluginu er sæt- aframboð nú 10% meira en í fyrra, og til Norðurlanda er það um 12% meira. Sætafram- boð til Bretlands og annarra Evrópulanda er hins vegar svipað og í fyrra. Margrét sagði sennilega skýringu á auknum bókunum vera hag- stætt verð sem í boði væri, en nýlega kynntu Flugleiðir ný fargjöld til New York og Balti- more, sem em um 22% lægri en lægstu skráðu gjöld félags- ins á þessari flugleið. Þátttakendur á utanríkismálaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins á laugardag Motgunbiað.ð/svemr Utanríkismálaráðstefna Sjálfstæðisflokksins um ný viðhorf í breyttu umhverfi: Þýðing Keflavíkurstöðvarinn- ar mun aukast á næstu árum EES-leiðin kann að reynast íslendingum ófær, segir Davíð Oddsson MIKILVÆGI Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu og Vestur-Evrópu sambandsins (VES) mun líklega aukast á næstu árum en búast má við að hlutverk Atlantshafsbandalagsins haldist óbreytt. Þrátt fyrir niðurskurð í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli er búist við að mikilvægi hennar aukist og að niðurskurður þar verði minni en í öðrum herstöðvum sem fjármagnaðar eru af Bandaríkjamönnum. Þetta kom fram á ráðstefnu um utanríkis- og öryggismál sem utanrík- ismálanefnd Sjálfstæðisflokksins, utanríkismálanefnd Sambands ungra sjálfstæðismanna og Landsmálafélagið Vörður héldu síðastliðinn laug- ardag. Frummælendur á ráðstefnunni voru Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Arnór Hannibalsson prófessor, Björn Bjamason alþingismaður, Gunnar Pálsson sendiherra, Albert Jónsson deildarstjóri í forsætisráðu- neytinu og Arnór Siguijónsson varn- armálafulltrúi. Auk þeirra tóku Eyj- ólfur Konráð Jónsson formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis og Jón Kristinn Snæhólm formaður utanrík- ismálanefndar SUS þátt í pallborðs- umræðum. Davíð Oddsson forsætisráðherra vék að samrunaþróuninni í Evrópu í inngangsorðum sínum og sagði að íslendingar hefðu reynt að verða þátttakendur í þessari þróun með samningaviðræðum um evrópskt efnahagssvæði. Nú benti hins vegar margt til þess að sú leið reyndist íslendingum ófær og að hinar EFTA- þjóðirnar myndu ganga beint í Evr- ópubandalagið. Eftir þijú ár gæti því farið svo að Islendingar yrðu einir eftir í EFTA. Þessi mál hlytu að snerta öiyggismálin og á næstu árum yrðu Islendingar að vera vel á varð- bergi og vera viðbúnir því að laga sig að breytingum á því svið. Sovétdekur Alþýðubandalagsins Björn Bjamason alþingismaður ræddi um hrun Sovétríkjanna og áhrif þess á íslensk stjómmál. Minnti hann á að ýmsir hefðu lengi haft aðdáun á Sovétríkjunum og barist fyrir því í ræðu og riti að íslending- ar hættu varnarsamstarfi við vest- rænar lýðræðisþjóðir til þess að geta þjónað sovéskum hagsmunum betur. Enn skorti þó markvissa úttekt á þessu Sovétdekri og flótti Alþýðu- bandalagsins frá rökræðum um þennan þátt í stefnu þess sýndi best, hve viðkvæmt málið væri. Því fyrr sem þessi mál væm rædd af hrein- skilni þeim mun betra væri það fyrir stjómmálaþróun hérlendis. Þá taldi Bjöm nauðsynlegt að íslendingar löguðu sig að nýjum aðstæðum í verslunarháttum við fyrram Sovét- ríki. í umræðum um saltsildarsamn- ing við Rússa hefðu íslensk stjórn- völd vísað frá sér ákvörðun um lán- veitingu og sagt. réttilega, að hér væri um ákvarðanir seljenda og við- skiptabanka þeirra að ræða. Væri það vísbending um að stjórnvöld hygðust hætta að vera miíliliður í þessum viðskiptum og hafa þau á sama grundvelli og önnur milliríkja- viðskipti. Upplausn í Austur-Evrópu Arnór Hannibalsson prófessor fjallaði um öryggismál Austur-Evr- ópu og benti á að þau væru öll í upplausn í tómarúmi því sem skap- ast hefði við hvarf Varsjárbandalags- ins. í álfunni væri því við mörg ugg- vænleg vandamál að glíma og ríkis- stjórnir hennar væru nú að móta nýja öryggismálastefnu á fálm- kenndan hátt. Við slíkt ástand vissu ríkisstjómir hinna nýfijálsu ríkja ekki hvemig þær ættu að bregðast við aðsteðjandi hættum og því væri sú ósk þeirra skiljanleg að Atlants- hafsbandalagið víkkaði öryggiskerfi sitt út, þannig að það næði einnig til þessara landa. NATO-ríkin ættu þó erfitt með að skuldbinda sig í Austur-Evrópu og því skipti mestu máli að þar verði komið á lýðræðis- legri stjórnskipan. Takist það muni sprengihættan af Iandamæraátökum smám saman hverfa. Mikilvægi RÖSE eykst Gunnar Pálsson fjallaði um örygg- ismál Evrópu með tilliti til Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evr- ópu (RÖSE) og taidi hann að mikil- vægi hennar hefði aukist með hvarfi Varsjárbandalagsins og þátttöku hinna nýfijálsu ríkja í ráðstefnunni. Ráðstefnan væri að koma á fót nýjum stofnunum sem ættu að stuðla að og standa vörð um frið og mannrétt- indi. Mætti þar nefna kosningaskrif- stofu í Varsjá, sem ætti að greiða fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum og standa vörð um mannréttindi í aðildarríkjunum, og átakavarnastöð í Vínarborg, en hlutverk hennar væri að koma í veg fyrir átök með miðlun upplýsinga og e.t.v. milli- göngu í deilumálum. Einnig væri lík- legt að samvinna á sviði efnahags- mála myndi í auknum mæli ryðja sér til rúms innan ráðstefnunnar með það fyrir augum að móta almennar reglur um viðskipti sem kæmu ný- fijálsu ríkjunum vel en ekkert væri jafn líklegt til að ógna friðnum og hið bágborna efnahagsástand þar. Gunnar sagði það óyggjandi að RÖSE hefði lagt drög að nýju öryggi- skerfi í Evrópu og því til staðfesting- ar væri nóg að nefna að aðildarríki hennar yrðu sennilega fleiri en fimm- tíu innan skamms en voru áður 38. Of snemmt væri hins vegar að spá um það hvort RÖSE mun eflast sem þessi nýi öryggisvettvangur eða riðl- ast þegar á hólminn væri komið. Nú væri grundvallarregla ráðstefnunnar að allar ákvarðanir skuli taka með fullu samþykki allra aðildarríkja en eftir fjölgun þeirra þyrfti ekki að líta lengra en til Júgóslavíu til að sjá að sú skipan væri ónothæf. Þá skipti máli fyrir framtíð RÖSE hvort henni væri gert kleift að grípa inn í rás atburða með raunverulegum aðgerð- um í stað pólitískra yfirlýsinga ein- göngu en þróunin væri í þessa átt eins og eftirlitssveitir RÖSE í Júgó- slavíu sönnuðu. Gunnar taldi að hið nýja evrópska öryggiskerfi myndi ekki gera NATO úrelt eða óþarft. NATO hefði átt frumkvæði að því að efla RÖSE á alla lund en myndi að sjálfsögðu taka aukið mið af henni í pólitísku samráði. Hvað íslendinga áhrærði yrði ekki komist hjá aukinni þátttöku þeirra í störfum RÖSE. Staða NATO í ræðu Alberts Jónssonar deildar- stjóra var vikið að breytingum á varnarsamstarfí Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu og þá sérstaklega með tilliti til NATO og Vestur-Evr- ópu sambandsins (VES) en öryggis- málasamvinna Evrópubandalagsins fer fram innan þess. Sagði Albert að þijú atriði virtust skipta mestu máli er rætt væri um framtíð NATO: Þróun mála í Austur-Evrópu og Sov- étríkjunum, þróun EB og VES og síðast en ekki síst þróun innanlands- stjórnmála í Bandaríkjunum. Albert sagði það ljóst að NATO veiktist með endalokum kalda stríðs- ins og hvarfi óvinarins. Bandalagið væri ekki sniðið til að fást við þær margvíslegu hættur sem steðjuðu að álfunni á næstu áram og væri ástæða til að ætla að hlutverk þess takmark- aðist áfram við landamæri þess. Stofnanir eins RÖSE og sérstaklega EB hefðu meiri möguleika á að fást við hinar efnahagslegu, félagslegu og pólitísku rætur hinna nýju vanda- mála álfunnar. Þessi þróun yrði lík- lega til þess að EB-ríkin hefðu enn nánara öryggissamstarf innan VES og ákvarðanir færðust til þess frá NATO. Slíkt fæli í sjálfu sér ekki hættu á að NATO leystist upp því að ekki þyrfti að efast um vilja EB-ríkja til að halda tilgangi þess óbreyttum. Spurningin snerist frem- ur um vilja Bandaríkjamanna til áframhaldandi NATÖ-samstarfs. Miðað við breyttar aðstæður í al- þjóðamálum og slæma stöðu ríkis- fjármála í Bandaríkjunum væri ekki hægt að treysta á að Bandaríkja- menn vilji leggja mikið á sig eða kosta til miklum fjármunum til að tryggja framtíð NATO. Albert benti á að allar vísbending- ar um að NATO yrði lagt niður eða viki til hliðar fyrir EB, væru áhyggju- efni fyrir íslendinga. Meginlands- veldi, eins og allt stefndi í að EB yrði, gæti ekki tryggt öryggi íslend- inga þegar til langs tíma væri litið. Hagsmunum íslendinga væri best borgið með náinni varnarsamvinnu við Atlantshafsveldin, Bretland og Bandaríkin, og þó einkum Bandarík- in, sem væra hið eina sanna Atlants- hafsveldi vegna flotastyrks síns. Al- bert taldi að sú aukaaðild, sem ís- lendingum hefur verið boðin að VES væri bót í máli þótt hún tryggði varla raunveruleg áhrif á ákvarðanir innan þess. Hvort sem Islendingar gengju í EB eða ekki væri brýnt fyrir þá að efla tengsl sín og öryggissam- vinnu við Bandaríkjamenn. íslend- ingar geti ekki valið á milli Evrópu og Norður-Ameríku af hernaðarleg- um og pólitískum ástæðum og því sé NATO mikilvægasti vettvangur fyrir íslensk öryggismál. Framtíð varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli I ræðu Arnórs Siguijónssonar um framtíð varnarstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli kom fram að þýðing hennar mun að öllum líkindum auk- ast á næstu árum þrátt fyrir niður- skurð. Bandaríkjamenn hafa tekið ákvörðun um, að fækka orrastuflug- vélum úr átján í tólf, hætta starfsemi Troposcatter-fjarskiptakerfísins auk þess sem stefnt er að því að fækka starfsmönnum. Að öðru leyti hafí mikill niðurskurður til varnarmála í Bandaríkjunum ekki merkjanleg áhrif á starfsemi vamarliðsins. Að mati Arnórs eru ekki miklar líkur á róttækum breytingum á hlutverki og starfsemi varnarliðsins fram til árs- ins 1995 vegna aukins hernaðarlegs mikilvægis Islands á Norður-Atlants- hafi og nýrrar áætlunar NATO um liðs- og birgðaflutninga frá Norður- Ameríku til Evrópu á hættu- og ófrið- artímum. í pallborðsumræðum á ráðstefn- unni spunnust nokkrar umræður um hlutverk NATO í breyttri Evrópu. Björn Bjarnason lagði áherslu á, að þrátt fyrir samrunaþróunina í Evrópu væri ekki um það að ræða að VES tæki við hlutverki NATO. Bandalög- in efldu hvort annað og starf þeirra væri samrýmanlegt. Fyrir íslendinga væri mikilvægast að leggja sitt af mörkum til að styrkja framtíð NATO ásamt því að taka meiri þátt í örygg- issamvinnu Evrópuríkja. Þá þyrfti ef til vill að huga betur að samskipta- reglum í vamarsamstarfinu við Bandaríkjamenn og sem dæmi nefndi Björn að fyrir ári hefði brottflutning- ur AWACS-ratsjárvéla frá íslandi komið íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Eyjólfur Konráð Jónsson taldi að öryggishagsmunum íslend- inga hefði ávallt verið best borgið innan NATO og því væri óþarfí að breyta þar nokkru um við núverandi aðstæður. Kj.M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.