Morgunblaðið - 21.01.1992, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
Reuter
Demókratarnir fimm sem keppa að því að verða útnefndir forseta-
frambjóðandi flokksins. Frá vinstri: Bob Karrey, Tom Harkin, Jerry
Brown, Bill Ciinton og Paul Tsongas. Myndin var tekin við upphaf
sjónvarpskappræðna frambjóðendanna á sunnudag.
U ndirbúningur fyrir forkosningar
bandarískra demókrata;
Ríkisstjóri Arkans-
as tekur forystuna
New Hampshire. Reuter.
Forsetakosningarnar í Búlgaríu:
Umbótasinni ber sigurorð
af fyrrverandi kommúnista
Sofíu. Reuter.
ZHELYU Zhelev varð fyrsti þjóðkjörni forseti Búlgaríu eftir for-
setakosningarnar á sunnudag og kvaðst í gær ætla að beita sér
áfram fyrir umbótum í landinu.
ÞEGAR kjósendur í New Hamps-
hire voru beðnir að gera upp á
milli frambjóðenda demókrata í
forkosningum þar í næsta mánuði
þá kom í ljós að flestir höfðu trú
á Bill Clinton, ríkisstjóri i Arkans-
as, að sögn dagblaðsins Boston
Globe. Forkosningarnar eru und-
irbúningur fyrir forsetakosning-
ar í nóvember.
29% aðspurðra sögðust styðja
Clinton. Næstur kom Paul Tsongas
fyrrum öldungadeildarþingmaður
með 17%, Bob Kerrey öldungadeild-
arþingmaður frá Nebraska með
16%, Jerry Brown, fyrrum ríkis-
stjóri Kalifomíu, með 6% og Tom
Harkin öldungadeildarþingmaður
frá Iowa með 5%. 27% aðspurðra
voru enn óákveðin.
Clinton þykir hafa hófsama
stefnu og óvenjulegt er að honum
hefur tekist að ná eyrum repúblik-
ana. 8% þeirra sögðu að hann hefði
skýrari stefnu en aðrir frambjóðend-
ur, þ. á m. George Bush Bandaríkja-
forseti. Slúðurblöð í Bandaríkjunum
á borð við Star hafa breitt út þá
sögu að Clinton hafi haldið fram
hjá konu sinni. Því hefur hann neit-
að og hafa bandarískir ijölmiðlar
yfírleitt tekið þá neitun gilda.
Leyniþjónustumaðurinn sagði
að her Burma hefði sent rúmlega
75.000 hermenn að landamærun-
um og hafið ofsóknarherferð gegn
Talið er að Clinton megi nú mjög
vel við una að vera talinn í fremstu
röð frambjóðenda demókrata en fyr-
ir tveimur mánuðum var hann
óþekktur á landsvísu.
TVEIR hægrisinnaðir smá-
flokkar hættu stuðningi við
ísraelsku sljórnina um helgina
í mótmælaskyni við friðarvið-
ræðurnar við arabaríkin en þeir
telja þær vera „stórhættulegar"
tilveru Israelsríkis. Ætlar
Verkamannaflokkurinn að
múslimum í Arakan-ríki, eina ríki
Burma þar sem múslimar eru í
meirihluta.
Herforingjastjórnin hefur sagt
Sigur Zhelevs var naumari en
búist hafði verið við. Hann fékk
53,5% atkvæða en Velko Valk-
anov, frambjóðandi Sósíalista-
flokksins - fyrrverandi kommúni-
staflokks landsins - fékk 46,5%.
„Ég gerði ráð fyrir meira fylgi en
ég fékk,“ sagði Zhelev er úrslitin
lágu fyrir.
Phillip Dimitrov forsætisráð-
herra, stuðningsmaður Zhelevs,
sagði að Búlgarir hefðu ekki hafn-
að kommúnismanum á jafn af-
dráttarlausan hátt og gerst hefði
í nokkrum Austur-Evrópuríkjum,
enda væri Búlgaría öðruvísi.
„Þetta gerist smátt og smátt en
Búlgarir snúa ekki til baka,“ sagði
hann. Dimitrov leiddi Samband
lýðræðisaflanna til sigurs í þing-
kosningum fyrir þremur mánuð-
um.
Zhelev var eitt sinn kommúnisti
en var rekinn úr flokknum árið
1965 og sætti ofsóknum kommún-
istastjórnarinnar eftir það. Hann
varð fyrsti leiðtogi Sambands lýð-
leggja fram tillögu um van-
traust á sljórnina í þessari viku
en talið er, að vinstrisinnaðir
smáflokkar á þingi muni bjarga
stjórninni og friðarviðræðunum
með því að sitja hjá. I arabaríkj-
unum er grannt fylgst með þró-
uninni í ísrael vegna þeirra
að múslimarnir njóti stuðnings
flóttamanna frá Burma handan
landamæranna í suðausturhluta
Bangladesh í baráttunni fyrir
sjálfstæðu ríki. Heimildarmenn í
Dhaka sögðu að herforingjastjórn-
in hefði látið leggja veg að landa-
mærunum, að því er virtist til að
undirbúa árás yfír landamærin.
Múslimar hefðu verið látnir leggja
veginn í nauðungarvinnu og einnig
þijár flugbrautir við landamærin.
Leyniþjónustumaður í Dhaka
sagði að múslimamir yrðu notaðar
sem „skildir af holdi og blóði“ ef
til átaka kæmi við her Bangladesh.
Um 60.000 múslimar hafa flúið
frá Burma til Bangladesh og búist
er við að þúsundir flóttamanna
bætist við á næstu dögum. „Þeir
koma með skelfilegar sögur um
pyntingar, morð og nauðganir,"
sagði embættismaður á svæðinu.
Hann sagði að flóttamennirnir
hefðu meðal annars sagt að 700
ungir múslimar hefðu látist í haldi
hermanna í síðustu viku. „Margir
þeirra köfnuðu þegar þeim var
troðið inn í vöruhús sem notuð eru
sem fangabúðir," sagði hann.
ræðisaflanna og var skipaður for-
seti í ágúst 1990. „Mikilvægasta
verkefni Búlgara nú er að koma
sem allra fyrst á pólitískum og
efnahagslegum umbótum og laða
að miklar erlendar fjárfestingar,"
sagði hann.
Stjórnarerindrekar í Sofíu
sögðu að Valkanov hefði höfðað
til þjóðerniskenndar almennings
Karímov sagði að námsmönnum
yrði heimilað að kaupa vöru á
gamla ríkisverðinu en verðlagning
var gefin fijáls í Úzbekístan í síð-
áhrifa, sem hún kann að hafa á
viðræðurnar.
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, sagði um helgina,
að hann hefði engan áhuga á að
vera í forsvari fyrir minnihluta-
stjórn, sem væri í eins konar gísl-
ingu hjá stjórnarandstöðunni, og
því er talið víst, að hann boði til
kosninga áður en kjörtímabilinu
lýkur í nóvember. Það tekur hins
vegar þijá mánuði að undirbúa
kosningar og því líklegast, að þær
verði í maí eða júní. Samkvæmt
nýjustu skoðanakönnuninni fengi
Likudflokkurinn einu þingsæti
meira en Verkamannaflokkurinn
og samkvæmt því stæði slagurinn
aðallega á milli Likudflokksins og
litlu hægriflokkanna.
Shimon Peres, leiðtogi Verka-
og andúðar í garð tyrkneska
minnihlutans.
Stoyan Ganev utanríkisráð-
herra sagði að næstu fjórir mánuð-
ir yrðu erfíðir fyrir Samband lýð-
ræðisaflanna. Afgreidd yrðu lög
um einkavæðingu ríkiseigna og
komið á umbótum í skatta- og
bankamálum. Ganev sagði að at-
vinnuleysið væri um 25%, verð-
bólgan rúm 30%, auk þess sem
framleiðslan færi minnkandi, og
því yrðu Búlgarir að vera viðbúnir
erfiðleikum.
ustu viku. Einnig yrði upphæð
námslauna margfölduð og verð á
skólamáltíðum lækkað fimm- til
sexfalt.
mannaflokksins og fyrrum forsæt-
isráðherra, lagði til í fyrradag, að
friðarviðræðunum við araba yrði
frestað fram yfir kosningar í ísra-
el. Kvaðst hann ekki treysta
stjórninni til að standa heiðarlega
að viðræðunum meðan á kosninga-
baráttunni stæði.
Sumir stjórnmálaskýrendur í
arabalöndum telja, að kosningar í
Israel geti greitt fyrir friðarvið-
ræðunum þar sem stjórnin fengi
endurnýjað og meira umboð en
áður til að halda þeim áfram en
aðrir óttast, að kosningamar verði
notaðar sem átylla til að hætta
þeim alveg. Flestum ber hins veg-
ar saman um, að Bandaríkjastjórn
geti ráðið mestu um framvinduna
með því að beita ísraela þrýst-
ingi, einkum hvað varðar ábyrgð
á 10 milljarða dollara láni, sem
ísraelsstjórn þarf nauðsynlega
vegna innflytjendastraumsins til
landsins.
Sýning
á Gravograph leturgrafvél
— bæði handvirk
og tölvustýrð
á hótel Holiday Inn,
Sigtúni 38,
Reykjavík
laugardaginn 25. og sunnudaginn 26. janúar
kl. 10.00 til 17.00.
Allir, sem hafa áhuga, eru velkomnir.
^^fi(QY09IQph dk A/S
Industrisvinget 9 • Postboks 1210 • Tune • DK-4000 Roskilde
Reuter
Nýherdeild vígð
Úkraínumenn vinna nú að því að stofnsetja eigin her. Hér sést úkra-
ínskur prestur í borginni Jarov blessa nýja herdeild í Úkraínuher
eftir að liðsmenn höfðu svarið úkraínsku þjóðinni hollustueið.
Burma:
Herinn með mikinn viðbúnað
við landamærin að Bangladesh
Dhaka. Reuter.
Herforingjastjórnin í Burma hefur kvatt 15.000 múslima til að
gegna herskyldu og hyggst nota þá sem „skildi af holdi og blóði“
komi til átaka við landamærin að Bangladesh, að því er leyniþjón-
ustumaður í Bangladesh sagði í gær.
Líklega boðað til nýrra
kosninga í Israel í vor
Ovíst hvaða áhrif þær hafa á friðarviðræðurnar við araba
Jerúsalem, Kairó. Daily Telegraph, Reuter.
Uzbekistan:
Kjör námsmanna bætt
Moskvu. Reuter.
ISLAM Karímov, forseti Úzbekístans, hefur tilkynnt ýmsar ráðstaf-
anir til að bæta kjör námsmanna eftir mótmæli í lok síðustu viku.
Þau kostuðu einn mann lífið að sögn stjórnvalda en sjö að sögn
talsmanna stúdenta.