Morgunblaðið - 21.01.1992, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
23
Reuter
188 félagar í Islömsku hjálpræðisfylkingunni (FIS) sem kosnir voru á þing í fyrri umferð kosninga i
Alsír héldu fund í gær til að mótmæla því að seinni umferðinni hefði verið aflýst. Hér sjást mennirnir
að fundi loknum og fer Abdelkader Hachani leiðtogi FIS (í miðjunni) fremstur í flokki.
Alsír:
Stjómvöld undirbúa
bann við starfsemi FIS
Algeirsborg. Reuter, The Daily Telegraph.
HER Alsírs var með mikinn viðbúnað í gær eftir að herskáir
stuðningsmenn íslömsku hjálpræðisfylkingarinnar (FIS) höfðu skotið
hermann til bana í fyrstu árásinni frá því nýju valdhafarnir í land-
inu ákváðu að aflýsa þingkosningunum til að koina í veg fyrir að
flokkurinn kæmist til valda. Valdhafarnir voru í gær sagðir und-
irbúa algjört bann við starfsemi flokksins.
Liðsmenn óeirðalögreglunnar,
vopnaðir vélbyssum, gengu um
götur í Algeirsborg og skriðdreka-
sveitir voru enn við mikilvægar
byggingar. Fallhlífahermenn voru
á verði við flugvöllinn í höfuðborg-
inni og mikill viðbúnaður var í
grennd við bæinn Bilda, þar sem
skotárásin var gerð. Heimatilbúin
sprengja sprakk einnig við höfuð-
stöðvar lögreglunnar í Algeirsborg
um helgina.
Talið er að alit að 2.000 stuðn-
ingsmenn íslömsku hjálpræðis-
fylkingarinnar hafi verið hand-
teknir. Þeirra á meðal eru 132
menn, sem taldir eru hafa fengið
þjálfun í skæruhernaði í Afganist-
an.
Nýju valhafarnir gáfu til kynna
að í undirbúningi væri algjört bann
við íslömsku hjálpræðisfyiking-
unni. Einn þeirra sagði að flokkar,
sem samræmdust ekki stjórnar-
skránni, yrðu „annaðhvort að
hætta starfsemi eða verða leystir
Rússar styðja
EB-aðild Finna
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
GENNADÍJ Búrbúlís, varaforsætisráðherra Rússlands og náinn sam-
starfsmaður Borís Jeltsíns forseta, sagði í gær í Helsinki að Rússar
myndu styðja áform Finna um að gerast, aðilar að Evrópubandalag-
inu (EB) ef að því kæmi. í raun iná telja að Burbulis hafi hvatt
Finna til að ganga í bandalagið, því að sögn hans er stefna Rússa nú
að styðja sameiningu Evrópu í einu og öllu.
Búrbúlís heimsótti Finnland til
þess að undirrita aðalsamning
Finna og Rússa um nágrannasam-
starf en með þeim samningi var
formlega bundinn endi á gildistíma
vináttu- og aðstoðarsamnings
Finna og Sovétmanna frá árinu
1948 sem var afsprengi kalda
stríðsins. Esko Aho, forsætisráð-
herra Finna, sagði við fréttamenn
að þessir nýju samningar mörkuðu
kaflaskil í sambúð Finna og Rússa.
Nú væru til dæmis tekin með
ákvæði um að þjóðirnar myndu taka
tillit til menningarlega réttinda
minnihlutahópa af finnskum og
náskyldum uppruna í Rússlandi og
af rússneskum uppruna í Finn-
landi. Einnig var samið um sérskil-
yrði fyrir samstarfi í landamæra-
héruðum og einnig undirritaður
samningur um efnahagssamvinnu
þjóðanna.
upp“ og vísaði þar til fylkingarinn-
ar.
Valdhafarnir eru einnig stað-
ráðnir í að rjúfa öll tengsl Islömsku
hjálpræðisfylkingarinnar við _ er-
lend ríki. Sendiherra Alsírs í íran
var kallaður heim um helgina
vegna stuðnings sem írönsk stjórn-
völd hafa veitt fylkingunni.
List sem fjárfesting:
Dieter Roth
í hópi úrvals-
listamanna
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt-
ur, fréttaritara Morgunblaðsins.
í ársbyrjun birti þýska fjár-
mála- og fjárfestingatímaritið
Capital að venju lista yfir þá 100
núlifandi listamenn, sem fræg-
astir teljast.
Listinn er fyrst og fremst settur
saman með það í huga hvaða lista-
menn sé vænlegt að kaupa verk
eftir í fjárfestingarskyni. Líkt og á
listum yfir hlutabréf eru listamenn-
irnir og verk þeirra metin eftir því
hvort verðið sé hæfilegt miðað við
frægð listamannsins og stöðu hans
í listaheiminum. Þannig er bent á
að verk sumra séu góð kaup og
verk annarra lakari miðað við mark-
aðsgengi þeirra.
Enginn íslenskur listamaður er á
listanum en hins vegar er þar lista-
maður sem bjó um tíma á íslandi,
nefnilega Dieter Roth. Hann er í
78. sæti en var í fyrra í því 75.
Þýski listamaðurinn Georg Baselitz,
sem hefur um árabil verið prófessor
í Berlín, er í fyrsta sæti listans.
Einn Dani er á listanum, Per
Kirkeby, í 53. sæti.
STYRKIR TIL
UMHVERFISMÁLA
Á næstunni verður úthlutað styrkjum úr Poka-
sjóði Landverndar.
1. Um styrk geta sótt: Félög, samtök, stofnanir
og einstaklingar.
2. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði umhverfis-
mála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun,
verndun, fegrun og snyrtingu lands og til
fræðslu og rannsókna. Skilyrði er að verkefnin
séu í þágu aimennings.
3. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að
vera vel afmörkuð og skilgreind. Umsóknum
ber að skila á þar til gerðum eyðublöðum, sem
fást á skrifstofu Landverndar, Skólavörðustíg
25, 101 Reykjavík, sími 25242 og 625242.
4. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörkum
mótframlag, sem getur falist í fjárframlögum,
vélum, tækjum, efni eða vinnu.
5. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu
um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir
lok úthlutunarárs.
6. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Land-
verndar fyrir kl. 17.00 þann 29. febrúar 1992.
Þeir, sem eiga eldri umsóknir í Pokasjóðinn, þurfa
að endurnýja þær f samræmi við þessa auglýsingu.
LANDVERND,
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25,
101 REYKJAVÍK. Sími 25242.
Myndsendir 625242.
Misstu ekki af ódýrustu
fermingarmyndatökunum
í vor!
Myndatökur á kr. 10.500,00 innifalið 6 myndir 9 x 12 cm og 2
stækkanir 20 x 25 cm.
og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma
Ljósmyndastofumar:
Bama og fjölskyldu ljósmyndir Ármúla 38 sími 677-644
Ljósmyndastofan Mynd Hafnarfirði sími 65-42-07
Ljósmyndatofa Kópavogs sími 4-30-20
UTSALA
20-50% afsláttur
» hummel wi
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40, sími 813555