Morgunblaðið - 21.01.1992, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANUAR 1992
Stefna Alþýðu-
sambands íslands
iHttgtmfyUifri
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Rannsóknir, þróun,
nýsköpun
Eitt af brýnustu verkefnum
landsmanna á líðandi
stundu er aðlögun íslenzks þjóð-
arbúskapar að efnahagsþróun-
inni í umheiminum, einkum í
öðrum Evrópuríkjum. Mikilvæg-
asti þáttur þeirrar aðlögunar er
að tryggja stöðugleika í verðlagi
og framleiðslukostnaði, sem
stefnt var að með þjóðarsáttinni
í febrúar 1990.
Það verður ekki gert án þess
að draga verulega úr halla ríkis-
sjóðs og opinberri lánsfjáreftir-
spurn, sem eru meginorsakir
hárra vaxta í landinu. Það verður
ekki gert án þess að tryggja
nokkurn veginn stöðugt gengi
gjaldmiðils okkar. Það verður
ekki gert án þess að ákvarðanir
um kaup og kjör í landinu á
næstu misserum verði byggðar á
raunsæju mati á efnahagslegum
veruleika sem við blasir.
Þjóðarsáttin, sem nefnd hefur
verið tilraun sem verður að tak-
ast, hefur þann megintilgang,
að skapa atvinnuvegunum viðun-
andi rekstrar- og samkeppnis-
skilyrði við umheiminn. Það er í
senn forsenda þess að hægt verði
að tryggja almennt atvinnuörygi
í landinu í fyrirsjáanlegri framtíð
og að þjóðarbúskapurinn fái risið
undir þeim lífskjörum, sem þjóðin
býr við. Það er með öðrum orðum
sagt forsenda kostnaðarlegrar
undirstöðu velferðarinnar í land-
inu.
Jafnframt verður að huga að
nýsköpun í atvinnulífinu. Sú ný-
sköpun hlýtur m.a. að felast í
því að búa íslenzkum atvinnuveg-
um sams konar starfsumhverfi
og atvinnugreinar í helztu sam-
keppnisríkjum okkar búa við.
Hún felst jafnframt í því að efla
rannsóknir og þróunarstarf í
þágu íslenzkra atvinnuvega.
Meðal annars rannsóknir á
helztu auðlindum okkar til lands
og sjávar, sem og grunnrann-
sóknir og þekkingarleit á sviði
hvers konar raunvísinda. Það er
engin tilviljun að þær þjóðir, sem
bezt hafa búið að hvers konar
vísinda-, rannsóknar- og þróun-
arstarfi á liðnum áratugum, búa
jafnframt við bezt lífskjör og
mest afkomuöryggi á líðandi
stundu.
Sem dæmi um mikilvægi rann-
sóknar- og þróunarstarfs fyrir
íslenzka atvinnuvegi má nefna
nýja tækni við tölvustýrða kæl-
ingu og loftblöndun í gámum,
sem ásamt fiskkössum með tvö-
földum botni, gerir kleift að
halda físki ferskum í allt að 17
daga, án þess að til vökvataps
eða gæðarýrnunar komi, svo
nokkru nemi. Þessi tækni gerir
•það mögulegt að- flytja -físk mun
lengri leiðir, til dæmis til Austur-
landa, auk þess sem hægt verður
að flytja fískgáma með lestum
um gjörvalt evrópska meginland-
ið. Þessi tækni auðveldar og
flutning á ýmsum varningi, svo
sem ávöxtum, til landsins. Hún
skapar nýja möguleika, ný tæki-
færi, og er talandi dæmi um
mikilvægi vísinda og þróunar-
starfs fyrir atvinnulífíð. Þetta er
hins vegar dæmi um árangur
rannsóknarstarfs, sem er unnið
annars staðar en á Islandi.
Þorsteinn I. Sigfússon, pró-
fessor og stjórnarformaður
Raunvísindastofnunar Háskóla
íslands, víkur að svipuðu efni í
grein hér í blaðinu síðastliðinn
laugardag. Hann rekur ýmis
dæmi þess, hvern veg rannsókn-
ar- og þróunarstarf í helztu vís-
indastofnunum okkar hefur
stuðlað að nýjum störfum og
meiri verðmætasköpun. Meðal
dæma um nýja og mögulega
starfsemi, sem hann nefnir, eru
fyrirtæki og framleiðsla á sviði
rafeindafræði (aukin sjálfvirkni
í frystihúsum, fiskteljarar í eldis-
stöðvum), fyrirtæki í ritvinnslu
og skráningartækni (alíslenzkt
ritvinnslukerfí), fyrirtæki sem
byggist á nýrri þekkingu á geisl-
un og geislunarmælingum við
Raunvísindastofnun, fyrirtæki
sem byggist á sérstöku verkefni
hugbúnaðarsérfræðinga Raun-
vísindastofnunar og síðast en
ekki sízt rannsóknar- og þróun-
arverkefni á sviði líftækni, en
„sérfærðingar RH hafa sérhæft
sig á sviði kuldavirkra ensíma
úr fískslógi og örverum“.
Þorsteinn I. Sigfússon segir í
grein sinni að þau fyrirtæki, sem
stofnuð hafí verið á grundvelli
þessara rannsókna „velti nær
hálfum milljarði á ári hveiju. Það
er fimmfalt framlag ríkisins til
Raunvísindastofnunar, sem er
rekin að hálfu leyti með ríkis-
framlagi og að hálfu leyti með
sértekjum, aðallega styrkjum til
rannsókna ... Ef heppnin verður
með okkur er þess ekki langt að
bíða að gjaldeyrisveltan í fyrir-
tækjum, sem spretta af rann-
sóknum og þróun á Raunvísinda-
stofnun, nálgist milljarðinn á
hveiju ári“.
Mikilvægi vísinda, rannsókna
og þróunar fyrir atvinnulífíð —
og þar með lífskjör þjóðarinnar
í næstu framtíð — er óumdeilt.
Aðstæður hafa og batnað til að
flytja þekkingu og þróunarverk-
efni út í atvinnulífið. Það er rík
ástæða til að vígbúast á þessum
vettvangi til að styrkja stöðu
þjóðarinnar í lífsbaráttu á kom-
andi árum.
eftir Ásmund
Stefánsson
Leiðarahöfundar Morgunblaðsins
njóta að jafnaði mikils trausts fyrir
málefnalega umfjöllun. Undanfarin
tvö ár hafa þeir verið meðal ötul-
ustu talsmanna stefnu Alþýðusam-
bands íslands í kjara- og efnahags-
málum. Það hefur sannarlega mun-
að um stuðning þeirra við að fylgja
eftir kjarasamningnum frá 1990.
Þess vegna kemur það á óvart að
Morgunblaðið skuli í leiðara sl. laug-
ardag spyija um stefnu Alþýðusam-
bandsins í kjara- og efnahagsmál-
um. Stefna ASÍ hefur ekki breyst.
Markmiðin sem ASÍ og BSRB settu
sér við gerð kjarasamninganna 1990
eru enn þau sömu. í tvö ár hefur
stefna okkar ráðið ferðinni — ekki
aðeins formlega, heldur fyrst og
fremst við framkvæmd þeirrar efna-
hagsstefnu sem hefur flutt íslenskt
efnahagslíf úr farvegi hárrar verð-
bólgu til stöðugleika. Rifjum þetta
upp í stuttu máli.
Stefna í framkvæmd
Fyrir tveimur árum gerðum við
kjarasamning með það að markmiði
að stöðva kaupmáttarhrapið, sem á
skömmum tíma hafði rýrt mjög
rauntekjur launafólks, og jafnframt
að auka atvinnuöryggi. A þessum
tíma var ekki deilt um það að við
þjóðinni blasti fjöldaatvinnuleysi og
enn meiri rýrnun kaupmáttar ef
ekkert yrði að gert. Til þess að koma
í veg fyrir þetta varð að ná verð-
bólgu niður og koma á stöðugleika
í efnahagslífinu.
Samningarnir í febrúar 1990 voru
áhættusamir fyrir verkalýðs-
hreyfinguna. Það ríkti mikil vantrú
á að þeim árangri yrði náð sem að
var stefnt.
Með nánu samstarfi stærstu sam-
taka launafólks, fjölþættum sam-
skiptum við atvinnurekendur, ríkis-
stjórn, bændasamtök og fleiri aðila
í þjóðfélaginu, tókst að ná víðtækri
samstöðu um að fylgja málinu eftir.
Stefnumótun samningsaðila var
hvort tveggja í senn, leiðaríjós fyrir
stjórn og stjórnarandstöðu á þeim
tíma. Leiðarahöfundar Morgun-
eftir Sverri
Hermannsson
Það er auðvitað að bera í bakka-
fullan lækinn að auka við orðum í
síldarsölufarsa ríkisstjómar og
Seðlabankans, þar sem viðskiptaráð-
herra fer með aðalhlutverk í kassa-
stykkinu. En hjá því verður ekki
komist, þar sem ýmsu hefur verið
hallað í málinu, svo ekki sé meira
sagt.
Milli undirritaðs og framkvæmda-
stjóra Síldarútvegsnefndar, Einars
Benediktssonar, fóru þær umræður
fram fyrir margt löngu, að Einar
taldi að síldarsölu til Sovétríkjanna
yrði naumast komið á, nema með
lánafyrirgreiðslu af íslands hálfu.
Eg tjáði honum áhuga minn á mál-
inu.
Það næsta sem skeður og máli
skiptir er frágangur viðskiptasamn-
ings við hið nýja Rússland, en til er
mynd af utanríkisráðherra við þá
iðju frá 2. desember sl.
Hinn 9. desember sendir Síldar-
útvegsnefnd Landsbanka Islands
blaðsins veittu málinu öflugt liðsinni
allan samningstímann.
Tímabil stöðugleika, trausts at-
vinnulífs og uppbyggingar átti ekki
að ljúka þegar samningurinn rann
út. í september sl. Allan tímann var
um það rætt af okkar hálfu að
samningstímabilið væri sá grund-
völlur sem unnt yrði að byggja á
nýja sókn í atvinnulífi og lífskjörum.
Það var því mikilvægt að ráðherrar
í nýrri ríkisstjórn hefðu skilning á
því uppbyggingarstarfi sem unnið
hafði verið og það traust sem byggt
hafði verið upp milli launafólks og
atvinnurekenda annars vegar og
stjórnmálamanna hins vegar yrði
ekki eyðilagt.
Ég skil vel að leiðarahöfundur
Morgunblaðsins skuli hafa áhyggjur
af fljótfærnislegum og lítt undirbún-
um ákvörðunum stjórnvalda sem
stefna samstöðunni í hættu. Reynsl-
an sýnir að ríkisstjórnir sem fara
fram af tillitsleysi gagnvart þegnum
sínum ná sjaldan árangri til lang-
frama. Ég álít hins vegar óþarft að
spyija um stefnu ASI vegna þess
að um tveggja ára skeið hefur Al-
þýðusambandið verið einn áhrifa-
mesti mótandi efnahagsmálanna hér
á landi. Skoðanir okkar og stefnu-
mörkun þekkir fólkið í Iandinu. Rök-
rétt spurning er þessi: Hvernig
kemst á sátt milli ríkisstjórnarinnar
og þegnanna? Þeirri spurningu er
eðlilegt að beina til ríkisstjórnarinn-
ar.
Ég mun engu að síður vegna
spurninganna í leiðara Morgun-
blaðsins fara nokkrum orðum um
afstöðu mína til ríkisfjármálanna.
Ríkisfjármál og vextir
Geigvænlega háir vextir gera af-
komu fjölskyldna og fyrirtækja verri
en hún annars væri og hindra eðli-
lega atvinnuuppbyggingu. Það er
ljóst að það skortir pólitískan vilja
til þess að reka vextina niður með
handafli. Aðferðin til að lækka vexti
hlýtur þá að vera að létta á fjár-
magnsmarkaðinum, annað hvort
með erlendum lántökum eða að
draga úr lánsfjárþörf hins opinbera.
Erlendar skuldir eru miklar og því
beinist athyglin að ríkisfjármálun-
um. Ekki síst þar sem lánsfjárþörf
erindi, þar sem farið er fram á lána-
fyrirgreiðslu bankans til Rússa
vegna kaupa á 150 þús. tunnum af
saltsíld að fjárhæð um 15 milljónir
dollara. Af hálfu Síldarútvegsnefnd-
ar var lögð áherzla á að málinu yrði
hraðað, þar sem ekki mætti seinna
vera en 6. janúar að heíja að salta
síld upp í samninginn.
Landsbankastjórar þreifuðu
óformlega á málinu við bankastjóra
Seðlabanka, og kom fram mikil and-
staða við hugmyndina um lánafyrir-
greiðslu eins og ástand mála væri
austur þar.
Landsbankinn á mikilla hagsmuna
að gæta í síldarsölumálum vegna
ijölmargra viðskiptavina sinna.
Rússneski síldarmarkaðurinn er hinn
mikilvægasti og dylst væntanlega
engum að hér hlýtur að vera um
mikið þjóðhagslegt mál að tefla.
Samkvæmt lögum ber Seðlabanka
íslands að hafa eftirlit með starfsemi
viðskiptabanka og framkvæmir það
svikalaust. Seðlabanki er ríkisstjórn
á hveijum tíma til ráðuneytis í bank-
amálum.
Nú hefði Landsbankinn auðvitað
hins opinbera á síðastliðnu ári var
meiri en peningalegur sparnaður
landsmanna.
Niðurskurður, skattheimta
Þegar fjallað er um ríkisfjármálin
togast á tvö sjónarmið. Við viljum
draga úr útgjöldum og við viljum
tryggja öflugt velferðarkerfi og
trausta opinbera þjónustu. Þegar
það er viðurkennt að markmiðin
rekast á er það ekki tákn um að
stefnan sé ekki skýr. Það staðfestir
með ótvíræðum hætti að stefnan er
erfið í framkvæmd. Þegar t.a.m. er
ráðist í skattheimtu á viðkvæmum
sviðum mennta- og heilbrigðiskerfis
verður að fara með gætni. Hér er
ég sammála höfundi Reykjavíkur-
bréfs Morgunblaðsins sl. sunnudag
sem bendir á að ríkisstjórnin tali of
lítið við þjóðina, útskýri stórmál illa
og undirbúi mál sín lítt eða ekki.
Þegar ráðist er í skattheimtu eða
niðurskurð verður um leið að sætta
þjóðina við aðgerðirnar að því marki
sem hægt er. Það kann ekki góðri
lukku að stýra þegar ráðherrar vaða
hugsunarlaust fram eins og fílahjörð
í glervörubúð.
Hvað er skorið niður?
Er einungis verið
að hækka skatta?
Það skiptir auðvitað miklu máli á
hvaða sviðum dregið er úr útgjöld-
um. Enn mikilvægara er hins vegar
hvernig það er gert.
Ríkisstjórnin hefur raunar aðeins
í takmörkuðum mæli svarað því
hvernig hún ætlar opinberum stofn-
unum að draga úr útgjöldum. Ríkis-
stjórnin hefur fyrst og fremst tekið
ákvarðanir um nýjar álögur á þegn-
ana. Það mun að sjálfsögðu draga
úr lyfjanotkun og heimsóknum til
lækna þegar sjúklingum er gert að
greiða meira. Mér þykir hins vegar
rökréttara að tala um nýjar álögur
en niðurskurð útgjalda. Það á við
um skólagjöldin. Lækkun barnabóta
og sjómannafrádráttar hækkar tekj-
uskatt einstaklinga.
Líklega er eini niðurskurður rík-
isútgjalda sem er í augsýn og eitt-
hvað kveður að fólginn í svonefndu
sjómannanefndaráliti um búvöru-
framleiðslu. Með því samkomulagi
„Ríkisstjórnin sam-
þykkir ríkisábyrgð þeg-
ar síldarvertíð er lokið
og Seðlabankinn finnur
löngu týndan ábyrgðar-
sjóð sem nota má í sama
skyni. Þegar hér er
komið sýningunni er
einstaka maður farinn
að brosa út í annað
enda fyndnin ekki kom-
in á það stig að hlæja
megi að henni með öll-
um kjaftinum.“
getað svarað erindi Síldarútvegs-
nefndar umsvifalaust neitandi vit-
andi um afstöðu Seðlabankans. Þeg-
ar deilt er á Landsbankann fyrir að
hafa snúið sér til ríkisstjórnarinnar
eru menn að segja að markaðsmál
okkar erlendis og þróun þeirra komi
íslenzkri ríkisstjórn ekkert við og eru
Síldarsölufarsinn
Ásmundur Stefánsson
„Ég álít hins vegar
óþarft að spyrja um
stefnu ASÍ vegna þess
að um tveggja ára skeið
hefur Alþýðusambandið
verið einn áhrifamesti
mótandi efnahagsmál-
anna hér á landi.
Skoðanir okkar og
stefnumörkun þekkir
fólkið í landinu. Rökrétt
spurning er þessi:
Hvernig kemst á sátt
milli ríkisstjórnarinnar
og þegnanna? Þeirri
spurningu er eðlilegt að
beina til ríkisstjórn-
arinnar.“
sem ASÍ, BSRB og atvinnurekendur
gerðu þar við bændur voru lögð
drög að milljarða sparnaði fyrir rík-
ið þó sá sparnaður skili sér ekki
strax á þessu ári. Einmitt þar sýnir
sig að Alþýðusambandið hefur burði
til að takast á við erfið og viðkvæm
mál. En hér skilur á milli í vinnu-
brögðum okkar og ríkisstjórnarinn-
ar.
Um vinnubrögð
Við gerð kjarasamningsins í febr-
úar 1990, þegar hugmyndirnar um
stöðugleika, lækkandi verðbólgu og
traust atvinnustig voru að fá á sig
fast form, var farið með þær um
allt land og þær kynntar félögum
Sverrir Hermannsson
það undarleg viðhorf. Undirritaður
hafði mikinn áhuga á málinu og fékk
því ráðið að erindi var sent til ríkis-
stjórnar og beðið um álit hennar á
málinu, bindandi vonir við að fá
stuðning frá ríkisstjórninni. Fyrir því
var ríkisstjórn sent slíkt erindi 13.
desember og fyigdi með greinargerð
Síldarútvegsnefndar og lánsbeiðni. Á
þetta bréf lagðist viðskiptaráðuneyt-
ið í 17 daga.' í stað þess * áð Mtá
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
25
Alþýðusambandsins. Fólkið okkar
var spurt hvort það vildi fara þessa
leið í kjarasamningum eða hvort
aðrit- kostir væru í boði. Niðurstaðan
var sú að yfirgnæfandi stuðningur
var við samning í því formi sem síð-
ar varð að veruleika.
Nákvæmlega sömu vinnubrögð
voru uppi þegar álit sjöniannanefnd-
ar lá fyrir. Þá fóru fulltrúar ASÍ og
BSRB á fundi með forystumönnum
bændasamtakanna, því að um mikla
hagsmuni var að ræða við bændur.
Okkar hlutverk þar var að skýra á
hvern hátt framtíðarhagsmunir
bænda og neytenda fara saman.
Ríkisstjórnin hefur lítið leitast við
að skýra út. Hún gefur út tilskipanir.
Við nýja skattlagningu þarf að
gæta réttlætis og sanngirni. Það er
ánægjulegt að leiðarahöfundur
Morgunblaðsins skuli sammála því
að skattlagning fjármagnstekna
hefði stuðlað að auknu réttlæti. Það
má hins vegar ekki gleyma því að
skattlagning fjármagnstekna hefði
jafnframt aukið tekjur ríkissjóðs.
Hvernig á að draga
úr útgjöldum?
Þegar heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra ákvað að ráðast að lyfjaút-
gjöldum hins opinbera átti hann tvo
kosti.
í fyrsta lagi kom til greina að
setja læknum viðmiðunarreglur til
að beina lyfjaávísunum á ódýrari
lyf. í öðru lagi kom til greina að
krefja sjúkiingana um meira fé.
Aðhald að læknunum gengur ekki
gegn því sjónarmiði að allir fái sömu
þjónustu óháð efnahag. Það gerir
hins vegar síðari leiðin. Heilbrigðis-
og tryggingaráðherra valdi ranga
leið.
Ég hef kosið að taka hér lyfjamál-
ið sem dæmi um ranga leið og röng
vinnubrögð til að ná markmiði sem
margir eru sammála um. Ymsar
aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru
sama marki brenndar. Þegar þannig
er gengið á hlut fólks að allt fer
úr skorðum er hætt við því að upp
úr sjóði. Þannig næst ekki árangur.
Ábyrgð og raunsæi
Alþýðusamband íslands hefur
ekki ástundað upphrópanir eða yfir-
boð. Alþýðusambandið mótar stefnu
sína af ábyrgð og raunsæi. Einmitt
þess vegna hlaut miðstjórn Alþýðu-
sambandsins að minna ríkisstjórnina
á stöðu mála í ályktun sinni í síð-
ustu viku. Félagsmenn sambandsins
gera kröfu til samtaka sinna. Verði
engu breytt af fljótfærnislegum
ákvörðunum ríkisstjórnarinnar, er
vandséð hvernig samningar muni
nást.
Höfundur er forseti
Alþýðusambnnds íslands
Lífeyrissjóðirnir kaupa skuldabréf fyrir 3 milljarða
af Húsnæðisstofnun:
Vextir hækka um 0,1-0,2%
miðað við síðasta samning
Húsnæðisstofnun samdi um helg-
ina við lífeyrissjóðina um að þeir
kaupi af stofnuninni skuldabréf
fyrir 3 milljarða króna á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs vegna
lánsloforða sem eftir er að af-
greiða úr húsnæðiskerfinu frá
1986. Alls er Iánsfjárþörf Hús-
næðisstofnunar talin 8,5 milljarð-
ar á árinu. I samningunuin voru
skuldabréfavextirnir færðir nær
vöxtum spariskírteina en áður og
meta sjóðirnir það til að minnsta
kosti 0,1-0,2% vaxtahækkunar frá
síðustu samningum sem þessir
aðilar gerðu sín á milli um skulda-
bréfaviðskipti.
Að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar
formanns Landssambands lífeyris-
sjóða er með þessu í raun verið að
ljúka samningum sem voru gerðir
um skuldabréfakaup á árunum
1990-1991 og gera upp gamla hús-
næðiskerfið.
Yngvi Orn Kristinsson, formaður
stjórnar Húsnæðisstofnunar, sagði
að vextir á skuldabréfunum yrðu
0,1% lægri en markaðsvextir á spari-
skírteinum ríkissjóðs og væri það
0,1% hækkun frá fyrri samningi.
Markaðsvextir spariskírteina eru
núna 7,9% og ef þeir halda út fyrsta
ársfjórðung þýðir það að Húsnæðis-
stofnun greiðir 7,8% vexti.
Þorgeir sagði að í samningnum
fælist, að athugað yrði hvers konar
vöxtum ríkið þyrfti að sæta á fjár-
magnsmarkaði. Miðað yrði við spari-
skírteini og ef spariskírteinasalan
næði ekki ákveðnu hlutfalli yrði
skoðað hvaða ávöxtunarkrafa væri
í gildi á eftirmarkaði spariskírteina
á verðbréfaþingi.
Lánsfjárþörf Húsnæðisstofnunar
er talin 8,5 milljarðar króna á þessu
ári, aðallega til félagslega húsnæðis-
kerfisins. Þorgeir sagði að á næstu
vikum myndu lífeyrissjóðirnir ræða
við stofnunina um framhaldið.
Lífeyrissjóðirnir höfðu áður lýst
því yfir að þeir væru ekki tilbúnir
til að ganga frá samningum um
þessi skuldabréfaviðskipti á meðan
Alþingi hefði til meðferðar frumvarp
sem felur í sér að ríkið ábyrgist
ekki lengur iðgjöld til lífeyrissjóða
ef fyrirtæki verða gjaldþrota. Þegar
Þorgeir var spurður um þetta sagði
hann að nú væri nokkurn veginn
ljóst hver lendingin yrði á Alþingi,
og því hefði verið gengið til samn-
inga til að ljúka þessu máli.
Veiðiheimildir Færeyinga:
Auðlindin ekki skiptímynt
- segir sjávarútvegsráðherra
„ÞETTA er ekki hægt þar sem auðiindin er ekki skiptimynt, en auðvit-
að er alveg sjálfsagt að ræða við Færeyinga um tolla- og viðskipta-
mál,“ segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, um óformlega
ósk sem borist hefur frá Færeyingum um að í stað þess að veiðiheim-
ildir þeirra hér við land verði ekki skertar falli tollar niður á íslensk-
um útflutningsvörum til Færeyja.
Færeysk skip hafa heimild til að
veiða 9 þúsund tonn af botnfiski á
íslandsmiðum, en í fyrra höfðu þeir
heimild til veiða á 11 þúsund tonn.
Veiðiheimildirnar ná nú til 1.500
tonna af þorski, en aðrar tegundir
eru aðallega lúða, langa, ufsi og
keila. Þorsteinn Pálsson hefur til-
kynnt færeyskum stjórnvöldum að
veiðiheimildirnar verði skertar veru-
lega eða jafnvel felldar niður. Sam-
ráðsfundur íslenskra og færeyskra
stjórnvalda verður haldinn í Stokk-
hólmi 30 janúar næstkomandi, og
að sögn Þorsteins verður ákvörðun
varðandi veiðiheimildirnar tekin að
loknum þeim fundi.
Hann sagði að óformleg ósk hefði
borist um það frá Færeyingum, að
í tengslum við umræður um veiði-
heimildirnar yrði opnuð umræða um
niðurfellingu tolla á einhveijum ótil-
teknum vörum sem fluttar væru út
frá íslandi til Færeyja, en hins veg-
ar væri ekki um neitt tilboð að ræða.
Hann sagði þetta ekki koma til
greina, en gat þess að margir aðilar
sem hefðu hagsmuni af viðskiptum
við Færeyinga hefðu sýnt áhuga á
málinu.
strax umsagnar Seðlabanka var því
frestað til 30. desember, og virðist
hafa átt að drepa málið á tíma.
Hinn 10. janúar, réttum fjórum
vikum eftir móttöku erindis Lands-
bankans, svarar loks viðskiptaráðu-
neytið og verður hér vitnað orðrétt
í það bréf og undirgögn þess, en
þess ber að geta, að tvívegis áður
en Landsbankanum var formlega
svarað hafði viðskiptaráðherra mætt
í sjónvarpi og talið banka á „hálli
braut“ sem hygðist stunda fyrr-
greinda lánafyrirgreiðslu vegna hins
ótrygga ástands í Rússlandi.
Það sem máli skiptir í bréfi við-
skiptaráðuneytisins hljóðar svo:
„ ... Ríkisstjórnin leitaði eftir
umsögn Seðlabanka Íslands og eins
var haft samband við fulltrúa íslands
í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
Washington. Umsögn Seðlabankans
fylgir hér með í ljósriti og einnig ljós-
rit af orðsendingu Ingimundar Frið-
rikssonar til Jóhannesar Nordal varð-
andi rússneska banka.
Ráðuneytið beinir því til banka-
stjórnarinnar að hún hlýtur að taka
ákvörðun á eigin ábyrgð um lánveit-
inguna í ljósi allra þeirra upplýsinga
sem fyrir liggja og á grundvelli laga
og reglna um starfsemi bankans.“
Landsbankastjórn var sem sagt
með beinum orðum falið að taka
ákvörðun í ljósi umsagnar Seðla-
bankans, enda lágu engar aðrar
haldbærar upplýsingar fyrir í
málinu.
í áliti Seðlabankans segir svo:
„ ... Það er álit bankastjórnar
Seðlabankans að umrædd við-
skipti geti orðið mjög áhættusöm
eins og nú er ástatt í Rússlandi."
Og ennfremur:
„Telja verður mjög vafasamt
að Landsbankinn taki á sig um-
ræddar skuldbindingar og þá
miklu áhættu, sem felst í þessum
lánaviðskiptum".
Ef viðskiptaráðuneytið telur að
fleira þurfí að birta úr bréfi þess er
skorað á það að birta það allt.
Enginn, sem til þekkir, getur mis-
skilið þessi svör. Landsbankinn hlaut
því að synja beiðni Síldarútvegs-
nefndar. Að virða álit Seðlabanka
að vettugi hefði verið skýlaust brot
á innihaldi þeirra laga, sem gilda um
bankaeftirlit Seðlabankans og
heimskuleg „forakt", sem engum
viðskiptabanka gæti til hugar komið
að sýna.
En svo hefst 1. þáttur farsans.
Þegar í sali Alþingis kemur sveigir
viðskiptaráðherra á bakborða og þor-
ir ekki að kannast við gerðir sínar,
og lýsir því yfir að ríkisstjórnin hafi
enga afstöðu tekið til erindis Lands-
bankans! Það var ósköp fallegt af
forsætisráðherra að ganga undir
samráðherra sínum, en undirritaður
leyfír sér að tnia því, að hann hafí
verið í góðri trú og ekki þekkt inni-
hald bréfs viðskiptaráðuneytisins
nógu vel.
2. þáttur hefst á því að viðskipta-
ráðherra mætir í sjónvarpi með roku-
frétt. Rússar hafa aldrei beðið um
neitt lán! Og auðvitað leitaði Helgi
Már, fréttamaður, ekki neinna skýr-
inga, hvorki hjá Landsbanka og ekki
heldur hjá Síldarútvegsnefnd, sem
var þó með þessum hætti ausin auri
og gerð að ómerkingi í augum alþjóð-
ar, enda þótt lagið ætti að lenda á
Sverri Hermannssyni. Smákratinn
hefir viljað láta hið nýja vopn
höfðingja síns bíta í sólarhring eða
svo án þessa að sannleikurinn fengi
að koma í ljós. Morgunblaðið birti
rokufréttina yfir þvera baksíðu og
leitaði heldur ekki umsagnar þeirra
sem með þessum hætti voru bornir
ótrúlegum afglapasökum.
Þá var Seðlabankinn kominn í an
við að hjálpa bankamálaráðherr-
anum í vopnaburðinum vegna þeirrar
sérkennilegu undirgefni sem þar á
bæ hefir löngum ríkt við bankamála-
ráðuneytið.
Staðreyndir málsins voru hinsveg-
ar þær, að 3. desember sl. kom yfir-
maður Rosvneshtorg, V. Mangaseev,
með fríðu föruneyti á fund banka-
stjórnar Landsbankans, ásamt fram-
kvæmdastjóra _ Síldarútvegsnefndæ’
og sendiherra íslands í Moskvu, Ól-
afí Egilssyni.
Erindi þeirra var eitt og aðeins
eitt: Að spyijast fyrir um hvort
Landsbankinn væri reiðubúinn að
annast útvegun og lána þeim fé til
að kaupa fyrir saltsíld á Islandi!
Þannig fór með sjóferð þá. Að
hinu var ekkert komið að Landsbank-
inn færi að kanna stöðu mála milli
stofnana í Moskvu. Frá því að Lands-
bankastjórum var kunnug afstaða
Seðlabankans voru þeir vantrúaðir á
að af lánveitingu yrði. Meðan svo
stóð var ástæðulaust að huga að frá-
gangi pappíra í Moskvu austur. Nú
er hinsvegar að því komið í farsanum
að Björn Tryggvason, aðstoðarbank-
astjóri Seðlabankans, er kominn til
Moskvu, að líkindum til aðstoðar
Mangaseev í Rosvneshtorg að ganga
frá umsókn til utanríkisviðskipta-
banka Rússlands vegna láns frá ís-
landi, sem ekki verður veitt!
I síðustu senum sjónleiksins blasir
við fát og fum aðalleikenda. í
hræðsluköstum yfir að kunna rulluna
illa, er tekið að borga á sig í augum-
áhorfenda. Ríkisstjórnin samþykkir
ríkisábyrgð þegar síldarvertíð er lok-
ið og Seðlabankinn finnur löngu
týndan ábyrgðarsjóð sem nota má í
sama skyni.
Þegar hér er komið sýningunni er
einstaka maður farinn að brosa út í
annað enda fyndnin ekki komin á
það stig að hlæja megi að henni með
öllum kjaftimrm.