Morgunblaðið - 21.01.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
33
Stefán Aðalsteins-
son og Blup-ið
eftir Grím Gíslason
Hinn þekkti búfjárfræðingur
doktor Stefán Aðalsteinsson skrifar
grein sem birtist í Morgunblaðinu
4. janúar sl. undir fyrirsögninni
Halldór Gunnarsson og hrossadóm-
ar.
Ég hefi ekki farið dult með það
að best færi á því að láta deilumar
um Blup-ið niður falla meðan
reynslan um hagnýti þess kveður
upp sinn dóm. Enn er ég sömu skoð-
unar, þótt ég fúslega viðurkenni
að grein Stefáns Aðalsteinssonar
sé gott innlegg í umræðuna þó ekki
sé fyrir annað en það að hann setur
málið upp á svo einfaldan hátt að
allir hljóta að skilja við hvað hann
á. Er það reyndar honum líkt. En
í umræddri grein verður Stefáni það
á að gera málið persónulegt en það
mátti hann ekki gera til þess að
verða ekki grunaður um hlut-
drægni.
Hann telur að dr. Þorvaldur Árn-
ason sé lagður í einelti út af kenn-
ingum sínum, en mér sýnist nú að
alveg eins mætti snúa dæminu við
og segja að sr. Halldór Gunnarsson
sé lagður í einelti fyrir það að hafa
aðrar skoðanir og fylgja þeim eftir.
Sr. Halldór er að vísu ekki lærður
búfjárfræðingur, en hann er lærður
á öðrum sviðum, virkur og reyndur
búfjárræktarmaður, frábær áhuga-
maður um málefni hrossaræktar og
hrossabænda þótt ekki sé hann
stjórnarformaður Félags hrossa-
bænda eins og Stefán kynnir hann
í upphafí greinar sinnar. Sr. Halldór
hefir óumdeildan rétt til þess að
setja fram skoðanir sínar um hross-
arækt þótt þær falli ekki lærðum
mönnum og þeir hinir sömu menn
eiga að vera færir um það að ræða
málin málefnanna vegna og
kersknislaust.
Það sem undirritaður hefir látið
til sín taka um þessi mál gerir hann
sem leikmaður en jafnframt áhuga-
maður og telur sig í fullum rétti til
þess að hafa um það skoðanir sem
slíkur. Er það ekki líka sá réttur
sem allir eiga að hafa, jafnt leikir
sem lærðir? Trúlega treysta sér
fáir til þess að mótmæla því.
En snúum okkur að, ég vil segja
frábærri einföldun á fræðimennsku
dr. Stefáns Aðalsteinssonar um
Blup-aðferðina. Hann hugsar sér
að láta töflur reikna út kynbótamat
100 hrossa með þeim einkunnum
sem þau fengju á sýningu, þ.e. án
dóms fyrir arfgengi. Röðun hross-
anna yrði að sjálfsögðu eftir upp-
kveðnum dómum á sýningarstað.
Síðan heldur Stefán áfram og ræð-
ir um erfðafylgnina sem einstök
hross eigi frá foreldrum, systkinum
og afkvæmum og „útfrá þessum
einkunnum er reiknað kynbótamat
fyrir hrossið". Og Stefán heldur
áfram: „Kynbótamatið fer eftir því
hversu vel hrossið sjálft og ættingj-
ar þess hafa staðið sig í einkunnum
á sýningum eða kynbótadómi miðað
við önnur hross.“
Á svona einfaldan hátt setur
Stefán dæmið upp og út frá því er
líka mjög auðvelt að reikna það
lengra áfram.
Tökum þá sömu 100 hrossin, sem
að sjálfsögðu hafa fengið misháa
einstaklingsdóma út frá því sem
hægt er að sjá og mæla á sýning-
unni. Við skulum kalla það áþreif-
anlegan dóm. Þetta er sú regla sem
notuð hefur verið við kynbótadóma
hrossa fram undir þetta og allir
viðstaddir geta fylgst með og mynd-
að sér skoðun um. En nú er erfða-
bankinn kominn til þar sem ótiltek-
inn hluti hrossanna á innstæðu,
stærri eða minni, en sum enga. Nú
vandast málið og við skulum fylgj-
ast með dæminu til enda. Útkoman
hlýtur einfaldlega að verða sú að
hrossin sem eiga bankainnstæðuna
á bak við sig hljóta hærri dóm og
því hærri sem innstæðan er meiri.
Þetta getur orðið svo afgerandi að
hross með bankainnstæðu hafí al-
geran forgang fram yfir það hross
sem enga innstæðu á og það jafnt
þótt það síðartalda sýni óumdeilda
og áþreifanlegri kosti á sýningunni
umfram það fyrrtalda. Þama er
komið að mjög umdeilanlegum
mörkum. M.ö.o. útkoman gæti orði
sú að gott hross í dómi, eftir hinni
gömlu aðferð, verði látið víkja
fyrir öðru lélegu hafi það nógu
mikla bankainnstæðu á bak við
sig. Er þá trúlegt að hrossaeigend-
ur fari að spyija sjálfa sig hvað sé
verið að gera og þeir jafnvel hætti
að taka dómarana alvarlega.
Vísindi og tölfræðileg þekking,
þótt góð sé, þarf að vera rökvís og
reynast hagnýt í framkvæmd. Á
það virðist mikið skorta, hvað Blup-
aðferðina snertir, sé hún notuð
meira en til hliðsjónar við endanlega
röðun hrossanna. Sé hún aftur á
móti notuð þannig til hliðsjónar fell-
ur hún mjög að skoðunum hins al-
menna hrossaeiganda sem hlýtur
að öðru jöfnu að taka vel ættað
Einkaskálar á
hálendi Islands
Athugasemd við skrif Ólafs Sigurgeirssonar
eftir Þórodd F.
Þóroddsson
í grein í Morgunblaðinu 4. des-
ember 1991 og í stuttum pistli í
blaðinu 11. janúar fullyrðir Ólafur
Sigurgeirsson héraðsdómslögmað-
ur, að afskipti Náttúruvemdarráðs
af einkaskálum á hálendinu hafi
hafist vegna kæru Jóns Viðars Sig-
urðssonar. Þetta er rangt.
Afskipti Náttúmverndarráðs af
einkaskálum norðan Skjaldbreiðs
em í beinu framhaldi af máli er
varð vegna byggingar einkaskála í
Jökuldölum á Skaftárafrétti haustið
1990. Þá var farið að huga alvar-
lega að þeirri þróun sem átt hefur
sér stað í byggingu einkaskála á
fjöllum.
í 21. gr. laga um náttúmvemd
nr. 47/1971 segirí reglugerð skuli
ákveðið að Náttúruverndarráð skuli
jafnan gefa umsögn um staðsetn-
ingu og skipulag sumarbústaða-
hverfa. í 19. gr. reglugerðar um
náttúruvemd nr. 205/1973 em
sumarhús skilgreind og tekið fram
að ákvæði greinarinnar eigi einnig
við um sæluhús, veiðihús, skíða-
skála og hliðstæðar byggingar. í
21. gr. fyrrnefndrar reglugerðar
segir „Sveitarstjóm skal ávallt leita
umsagnar Náttúmverndarráðs um
beiðnir, er varða byggingu sumar-
bústaðáhverfa." Náttúmvemdar-
ráði er því skylt að fjalla um um-
'ræddar skálabyggingar norðan
Skjaldbreiðs.
I 4. gr. skipulagslaga nr.
19/1964, ségir að öll sveitarfélög
séu skipulagsskyld og að byggingar
skuli byggðar samkvæmt skipu-
lagsuppdrætti sem samþykktur hef-
ur verið af hlutaðeigandi sveitar-
stjórn og Skipulagsstjóm ríkisins.
Ólafur Sigurgeirsson, héraðs-
dómslögmaður, hefur viðurkennt
að Skipulagsstjórn ríkisins beri að
fj’alla um byggingu einkaskála á
fjöllum þegar hann 25. september
1990 sækir til Skipulagsstjórnar
ríkisins, fyrir hönd eigenda, um
leyfi til að byggja framangreindan
skála í Jökuldölum. Einn eigenda
þess skála, Benedikt Valtýsson,
lagði einnig inn gögn og óskaði
bréflega eftir umsögn Náttúru-
verndarráðs um þennan skála hinn
26. september 1990. Eigendur biðu
ekki eftir leyfi Skipulagsstjórnar
ríkisins, heldur fluttu skálann á
staðinn helgina 29.-30. september
1990.
Ekki er kunnugt um að Ólafur
Sigurgeirsson, héraðsdómslögmað-
ur, hafi reynt að koma í veg fyrir
að farið væri með húsið fyrr en
leyfi skipulagsstjómar lægi fyrir.
Það hefði þó sómt manni í hans
stétt.
Þóroddur F. Þóroddsson.
„Markmið Náttúru-
verndarráðs með
harðri afstöðu í um-
ræddum málum er að
stuðla að því að bygg-
ingarmálum á hálend-
inu verði komið í viðun-
andi horf.“
með harðri afstöðu í umræddum
málum er að stuðla að því að bygg-
ingarmálum á hálendinu verði kom-
ið í viðunandi horf.
Markmið Náttúruvemdarráðs, Höfundur er framkvæmdastjóri.
ÞYRNIR sf.
C 71377 Bjarni
C 44992 Ágúst
Boðsími 984 54495
K
Gríinur Gíslason
„Ef það á svo að bætast
við að hross eigi að vera
gott þótt það hafi tak-
markaða eða enga hæf-
ileika, aðeins ef Blup-ið
segir það, þá er nú
skörin farin að færast
upp í bekkinn."
hross fram yfir það lítið ættaða eða
ættlausa. Því virðist allt bera að
sama brunni að lofa Blup-inu að
öðlast sinn reynslutíma og gæti þá
svo farið að allir yrðu að því loknu
sammála. Væri þá vel.
Það er mikill misskilningur hinna
svokölluðu vísindamanna að ætla
að gera lítið úr skoðunum hins al-
menna hrossaræktarmanns. Sagan
segir okkur frá mörgum afburða
mönnum á því sviði, mönnum sem
hafa haft bijóstvit og eigin reyiTSIu
að leiðarljósi og gert stóra hluti í
hrossarækt. Þeim sömu mönnum
er líka best trúandi til þess að hlusta
á þá sem hafa sérhæft sig í faginu
en kannski vanta bæði bijóstvitið
og reynsluna. Báðum er því fengur
í því að bera saman bækur sínar
og læra hvor af öðrum. Þess vegna
er það fjarri lagi að útleggja það
sem „einelti“ eða „gerningahríð“
að ráðunautunum þótt almenningur
leyfi sér að hafa skoðanir í hrossa-
ræktarmálum. Og það er ákaflega
neikvætt fyrir ráðunautana að gera
lítið úr þeim sem þeir eiga að vinna
fyrir.
Mjög er það illa farið ef hinn
langskólagengni hluti þjóðarinnar
er að fyllast menntahroka sem ger-
ir lítið úr viðurkenndri alþýðumenn-
ingu í landinu. Almenningur sé
hreint ekki fær um að hafa skoðan-
ir eða gera grein fyrir þeim. Það
sé hreinlega fyrir þekkingarleysi og
takmörkun á hæfileikum að kunna
ekki að meta málverk sem ekkert
myndrænt sýnir. Að það sé fyrir
hæfileikaleysi að kunna ekki að
meta tónverk, sem enga laglínu
hefir. Að það sé fyrir algera stöðn-
un að kunna ekki að meta ljóð sem
enginn getur lært af því þau hafe,
ekkert form og flytja engan boð-
skap. Ef að það á svo að bætast
við að hross eigi að vera gott þótt
það hafi takmarkaða eða enga
hæfileika, aðeins ef Blup-ið segir
það, þá er nú skörin farin að fæ-
rast upp í bekkinn.
Höfundur er fyrrverandi bóndi og
ritari í stjórn Félags hrossabænda.
■ TÖKUR á kvikmyndinni Hul-
iðsheimar Morpho eru nú í fullum
gangi en myndin byggir lauslega á
þjóðsögunni um Sæmund fróða.
Framleiðandi og leikstjóri myndar-
innar er Jakob Halldórsson, en
myndin er lokaverkefni hans í The
School of Visual Arts í New York,
þar sem hann hefur stundað nám
undanfarin þijú ár. Huliðsheimar
Morpho fellur undir skilgreininguna
stuttmynd og verður hún tæpar
tuttugu mínútur að lengd. í des-
ember síðastliðnum stóðu tökur yfir
í tæpa viku í nágrenni Santa Fe í
Nýju Mexíkó og einnig í Hvítu eyði-
mörkinni við Almogordo, en þar var
fyrsta kjarnorkusprengjan sprengd
á sínum tíma. Hluti myndarinnar
gerist hér á landi og nú í janúar
var Jakob með sín tól og tæki her-
lendis, en einnig komu til landsins
aðalleikarinn í myndinni, George
Kapereones, og Alanzo Ramos
sem fer með minna hlutverk. Að
sögn Jakobs er hvergi betra en hér
á landi að fá hið rétta andrúmsloft
sem þarf að vera í kvikmynd þar
sem seiðkarlar og galdur koma við
sögu, birtan sé frábær og engri lík.
Hann kveðst þurfa að skila fullklár-
uðu eintaki í maí næstkomandi, því
myndin sé bókuð á kvikmyndahátíð
Jakob Halldórsson við töku á
myndinni Huliðsheimar Morpho.
sem The School of Visual Arts haldi
þá. Þar verða helstu framleiðendur
austurstrandar Bandaríkjanna með
útsendara sína. Þetta verður í ann-
að sinn sem mynd eftir Jakob*ef
sýnd á kvikmyndahátíð í Bandaríkj-
unum en síðastliðið sumar fékk
stuttmynd hans, Bráðin, sérstök
verðlaun á kvikmyndahátíð sem
haldin var í Buffalo í New York
fylki. Einnig hefur Jakob gert
samning við sjónvarpsstöðina
Channel 5 um sýningu á myndinni
nú í ár og verður hún sýnd í þættin-
um Night Shift. Bráðina, ásamt
fleiri stuttmyndum eftir Jakob,
sýndi hann hérlendis í fyrrahaust.
Kyernianámskefö
í sálarfrœði
Námskeið sem byggir á nýjum rannsóknum
um þróun kvenna og mótun persónuleikans.
Áhersla er lögð á samstarf og innbyrðis
samskipti kvenna á mismunandi vettvangi.
MEÐAL EFNIS
Sálarlíf lcvenna.
tyrirmyndir og náin tengsl.
Olík viðbrögð kvenna og karla.
Lífsskeið og persónul
eg staða.
Samstarf kvenna:
Vinátta, öfund og samkeppni.
Innbyrðis átök og úrlausnir.
Aðgreining, frumkvœði,
árangur.
Leiöbeinendur eru sálfræöingarnir
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal.
Nánari upplýsingar og skráning (
símum Sálfræðistöðvarinnar 21110
og 623075 milli kl. 11—12.
SÁLFRÆÐISTÖÐIN