Morgunblaðið - 21.01.1992, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1992
47
Jafnréttisráð:
Athugasemd gerð við
auglýsingu skóverslunar
JAFNRÉTTISRÁÐ hefur sent
Ólafi Sigmundssyni, sem rekur
Skóverslun Reykjavíkur, bréf
þar sem gerð er athugasemd
við auglýsingu frá versluninni
sem birst hefur í Morgunblað-
inu. í bréfinu segir að Jafnrétt-
isráð hafi fengið allnokkrar
ábendingar vegna auglýsingar-
innar, sem sé „af glaðlegri,
brjóstamikilli konu“, og ráðið
telji auglýsinguna ósmekklega
og tæpast til þess fallna að laða
konur til viðskipta við fyrirtæk-
ið. Ólafur sagðist í samtali við
Morgunblaðið vera undrandi
yfir þessari afstöðu Jafnréttis-
ráðs, og ef hann hefði talið aug-
lýsinguna ósmekklega hefði
aldrei komið til greina að birta
hana.
í bréfi Jafnréttisráðs er vakin
athygli á ákvæði í Jafnréttislögum,
þar sem segir að auglýsandi og
sá sem hanni eða birti auglýsingu
skuli sjá til þess að auglýsingin
sé ekki öðru kyninu til minnkun-
Hin umdeilda auglýsing, sem
birtist í Morgunblaðinu.
ar, lítilsvirðingar eða stríði gegn
jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna
á nokkurn hátt, og þeim tilmælum
beint til Ólafs að það lagaákvæði
verði haft til hliðsjónar þegar Skó-
verslun Reykjavíkur auglýsi í
framtíðinni.
„Það hefur engin kona sem
komið hefur í verslunina haft orð
á því að þessi auglýsing væri ós-
mekkleg á nokkurn hátt, og mér
finnst skrýtið að hún skuli hafa
farið fyrir bijóstið á Jafnréttis-
ráði. Það eru margar konur glað-
legar og bijóstamiklar, og mér
vitanlega hefur aldrei verið talið
ósmekklegt að vera þannig. Aug-
lýsingin hefur síður en svo fælt
konur frá versluninni, og reyndar
hef ég aldrei fengið jafn góð við-
brögð við útsölu og núna. Mér
fínnst skrýtið Jafnréttisráð skuli
vera komið út á braut sem þessa,
og óþægilegt að hafa það á tilfinn-
ingunni að vakað sé yfír sér af
einhveijum stóra bróður,“ sagði
hann.
Ásgeir Halldórsson afhendir Halldóri Blöndal samgönguráðherra
undirskriftalista með nöfnum tæplega fjögur þúsund Reyknesinga.
Nokkrir þingmenn kjördæmisins fylgjast með.
Breikkun Reykjanesbrautar:
Ráðherra afhent
Breski vinsældalistinn:
Sykurmolarnir komnir
upp í sautj ánda sætið
SMÁSKÍFA Sykurmolanna, Hit, hækkaði sig um tvö sæti og situr
nú í sautjánda sæti breska vinsældalistans. Lagið hefur þá náð
jafn hátt og islenskt dægurlag hefur áður náð hæst, en ekki ery
taldar miklar líkur á að lagið hækki sig mikið í vikunni.
Hit hefur nú setið á breska vin-
sældalistanum í þijár vikur, en að
sögn Árna Benediktssonar, fram-
kvæmdastjóra Hugleysu t.m., sem
er fyrirtæki Sykurmolanna, eru
menn hóflega bjartsýnir, því nokk-
ur sölaukning hafí orðið milli vikna.
Áður hefur einu íslensku dægurlagi
auðnast að komast þetta hátt á
breska vinsældalistanum, þegar
Mezzoforte kom lagi sínu Garden
Party í sautjánda sætið í mars
1983. Árni sagði þó að erfitt yrði
að þoka laginu uppávið og þá sér-
staklega þar sem væntanleg breið-
skífa hljómsveitarinnar, Stick Aro-
und for Joy, kæmi út eftir tvær
vikur. Ámi sagði að það hefðu
heyrst raddir um að fresta bæri
plötunni til að geta fylgt laginu
eftir, en ákveðið hefði verið að
halda fast við útgáfudaginn 10.
febrúar. Að öllu líkindum kæmi
platan þó út hér á landi nokkrum
dögum áður.
Árni sagði það vissulega hafa
komið sér vel fyrir kynningu á
breiðskífunni hvað Hit hefði gengið
vel og sérstaklega að svo virtist
sem lagið yrði enn sterkt inn á lista
þegar platan kæmi út.
áskorun tæplega
4000 Reyknesinga
HALLDÓRI Blöndal samgöngu-
ráðherra voru hafhentir undir-
skriftalistar með nöfnum tæp-
lega fjögur þúsund Reyknes-
inga í gær, þar sem skorað er
á ráðherrann að bæta úr
ástandi Reykjanesbrautarinnar
og að öll tilboð um endurbætur
verði skoðuð til hlítar.
í áskoruninni segir að tvöföldun
Reykjenesbrautarinnar sé nauð-
synleg. Vegatollur sé ekki fýsileg-
ur kostur í vegakerfínu hér á landi
en sé þó skásti kosturinn miðSR?
við núverandi ástand Reykjanes-
brautar. Það var Félag ungra sjálf-
stæðismanna í Keflavík sem stóð
að undirskriftasöfnuninni sem fór
fram frá fimmtudegi til sunnu-
dags. Ásgeir Halldórsson, formað-
ur FUS, og Guðnín Þorsteinsdóttir
afhentu ráðherra undirskriftalist-
ana á Alþingi í gær. Ráðherra
sagðist hefði viljað fá skýrar kveð-
ið á um skattinn í áskoruninni
þegar hann tók við undriskriftalist-
unum.
íslenskar sjávarafnrðir
selja fyrir Arborg hf.
ÁRBORG hf., nýja sjávarútvegs-
fyrlrtækið sem varð til með sam-
einingu Glettings hf. í Þorláks-
höfn og Hraðfrystihúss Stokks-
eyrar hf., mun selja bolfiskfram-
leiðslu sína fyrir milligöngu ís-
lenskra sjávarafurða hf. Hrað-
frystihús Stokkseyrar sagði sig
úr Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna fyrir áramót. Glettingur
hefur verið utan stóru sölusam-
takanna að undaförnu en Sjávar-
afurðadeild Sambandsins, forveri
íslenskra sjávarafurða hf., seldi
áður framleiðslu fyrirtækisins.
Pétur Reimarsson framkvæmda-
stjóri Árborgar hf. sagði í gær að
við stofnun þessa nýja fyrirtækis
hafí þurft að skoða hvaða leiðir
væru bestar við söluna. Hafi stjórn-
endum fyrirtækisins sýnst að svipað
verð fengist hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna og íslenskum sjávar-
afurðum hf. og viðskipti við báða
þessa aðila verið talin álitleg. Það
hafi verið niðurstaðan af mati þeirra
að hugsmunum fyrirtækisins væri
betur fyrir komið með viðskiptum
við ÍS. Það væri hlutafélag sem þó
ekki þyrfti að kaupa hlut í og gæfi
fleiri valkosti í samningum. Arborg
hf. hefði ekki viljað binda sig með
því að ganga inn í samtök eins og
SH.
Hraðfrystihús Stokkseyrar hefur
framleitt um 3.000 tonn af frystum
físki á ári, eða um V/2% af fram-
leiðslu SH. Eftir sameiningu verður
framleiðslan hátt í 5.000 tonn. Eign-
arhlutfall Hraðfrystihúss Stokkseyr-
ar í SH hefur verið um 2%. Pétur
Reimarsson vissi ekki hvers virði
Að sögn lögreglu var bifreiðinni ekið
austur Bessastíg og í veg fyrir hjólið
sem ók suður Heiðarveg með þeim
afleiðingum að hjólið skall á bflnum
og ökumaður og farþegi köstuðust á
bílinn. Ökumaður hjólsins slasaðist
mikið og var fluttur til Reykjavíkur
á sunnudagskvöld þar sem hann
gekkst undir aðgerð. Farþeginn slas-
aðist minna og liggur á sjúkrahúsinu
þessi eignarhluti væri, taldi hann
tugi milljóna, en samkvæmt sam-
þykktum SH skal greiða hann út
eftir ákveðnum reglum ári frá úr-
sögn.
Fiskvinnsla er ekki hafín hjá Ár-
borg hf. en Pétur sagði stefnt að
því að hún hefjist eftir næstu helgi.
í Eyjum.
Hjól og bíll skemmdust mikið og
er talið að bíllinn sé ónýtur.
Lögreglan sagði að enginn sjón-
arvottur að slysinu hefði gefið sig
fram sem væri mjög bagalegt vegna
rannsóknar þess og væru það ein-
dregin tilmæli til þeirra er vitni urðu
að hafa samband við lögregluna í
Eyjum sem fyrst. Grímur
Harður árekstur í
V estmannaeyjum
Vestmannaeyjum.
HARÐUR árekstur varð síðdegis á sunnudag er mótorhjól og fólks-
bifreið skullu saman á gatnamótum Bessastígs og Heiðarvegar.
Ökumaður og farþegi mótorhjólsins voru fluttir á sjúkrahúsið í
Eyjum en ökumaðurinn var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykja-
víkur á sunnudagskvöld. Ökumann bifreiðarinnar sakaði ekki.
VANN MN
FJOLSKYLDA?
Heildarvinningsupphæðin var:
153.545.167 kr.
3. leikvika -18. ianúar 1992
Röðin : 2X2-1X2-X12-212X
13 réttir:
12 réttir:
11 réttir:
10 réttir:
3 raöir á
149 raöir á
2.146 raöir á
18.566 raöir á
13.819.060-kr.
175.180 - kr.
12.870-kr.
3.140 - kr.
Upplýsingar um rétta röö og áætlaöar vinningsupphæöir
birtast í íþróttaþætti RÚV kl. 17:10 á laugardögum. Einnig er
hægt aö hringja í Lukkulínuna í síma 991000 eöa fletta á
blaösíöu 460 í Textavarpinu. Tippkveöja: Ragnar Reykás.