Morgunblaðið - 21.01.1992, Side 48
Framkvæmdasjóður;
Viðræður
"við Andra
um leigu á
Isþóri og
Fjallalaxi
ANDRI hf. hefur til athugunar
að hefja fiskeldi. Er fyrirtækið
í viðræðum við Framkvæmda-
sjóð um leigu á tveimur fisk-
, eldisstöðvum sem sjóðurinn hef-
',ur leyst til sín vegna gjaldþrota,
strandeldisstöð Isþórs í Þorláks-
höfn og seiðaeldisstöð Fjallalax
í Grímsnesi.
Guðmundur B. Olafsson, fram-
kvæmdastjóri Framkvæmdasjóðs
Islands, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að sjóðurinn vildi
leigja stöðvamar en ekki væri ljóst
hvort af því yrði. Andri ætti eftir
að fullnægja ýmsum skilyrðum.
Haraldur Haraldsson forstjóri
j^-Andra sagði að búið væri að fjár-
festa mikið í fiskeldinu og afla
mikillar þekkingar. „Af hverju á
þá að loka? Ég vil ekki leggja þess-
um verðmætum fyrir róða ef út-
reikningar sýna að hægt sé að
reka þetta. Ég hef trú á aðmögu-
legt sé að byggja upp þessa at-
vinnugrein,“ sagði Haraldur. Hann
sagði að ekki ætti að skipta öllu
máli hvaða leigugjald sjóðimir
fengju því ef reksturinn gengi hjá
einstaklingum fengi ríkið skatt-
tekjur og þjóðarbúið gjaldeyris-
tekjur. Haraldur sagðist enn ekki
hafa ákveðið hvort hann færi út í
þennan rekstur, en vonaðist til að
það skýrðist fljótlega.
MIKIÐ hvassviðri gekk yfir allt
suðvestanvert landið í gær og
fyrrinótt og mældist 12 stiga
vindhraði í höfuðborginni í mestu
hviðunum í gjerdag. Sjúkrabif-
reið á leið frá Olafsvík til Reykja-
víkur sótti vanfæra konu upp í
Kjós í gærkvöldi, en hún var far-
þegi í bifreið sem fauk út af veg-
inum um áttaleytið. Konan var
flutt á slysadeild Borgarspítalans
og gekkst undir rannsókn í gær-
kvöldi en virtist þó hafa sloppið
við meiðsli samkvæmt upplýsing-
um læknis.
Byggingakrani eyðilagðist þegar
hann féll yfir ljölbýlishús í byggingu
í Hafnarfirði í fyrrinótt og olli nokkr-
um skemmdum á þaki þess. Víða
fuku lausir hlutir á höfuðborgar-
svæðinu en ollu hvergi skemmdum
svo vitað sé. Lögregla í borginni
þurfti að aðstoða skólabörn að kom-
ast heim síðdegis vegna hvassviðris-
ins og flugfélögin aflýstu áætlunar-
ferðum til nokkurra staða síðdegis
og í gærkvöldi.
Byggingakrani féll yfir fjölbýlishús í byggingu á
Hvaleyri í Hafnarfirði í fyrrinótt og er gjörónýtur
eftir fallið. A myndinni sést hvernig var umhorfs
þegar að var komið í gærmorgun og á innfelldu
myndinni sjást skemmdir sem urðu á þakskeggi húss-
ins.
Mikið hvassviðri suðvestanlands:
Bíll fauk út af í
Lánskjaravísitala lægri í febrúar en hún var fyrir þremur mánuðum:
Vextir víxla og skuldabréfa
banka óbreyttir 14,5-16,5%
Eðlilegt að nafnvextir lækki um 1-1,5% segir Ragnar
Onundarson, framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka
Lánskjaravísitala sem gildir fyrir febrúarmánuð er lægri en sú láns-
kjaravísitala sem var reiknuð út í október og gilti fyrir nóvember-
mánuð. Það þýðir að síðustu þrjá mánuði hefur verið verðhjöðnun
hérlendis en ekki verðbólga. Umreiknað til árs nemur lækkun vísi-
tölunnar tæpu 1%. Vextir banka og sparisjóða eru óbreyttir frá því
sem var en vaxtabreytingadagur er í dag. Víxilvextir eru á bilinu
14,5-15,5%, hæstir í Islandsbanka og Landsbanka, og skuldabréfa-
vextir í b-flokki eru 15,25-16,5%, hæstir í Landsbanka, en lægstir
hjá Búnaðarbanka Islands. Nafnvextirnir hafa verið talsvert yfir 15%
undanfama þrjá mánuði. Raunvextir verðtryggðra lána banka hafa
verið í kringum 10% á þessu tímabili. Forsvarsmenn Islandsbanka
og Landsbanka segja að vaxtalækkanir séu væntanlegar um mánaða-
inótin þegar næst má breyta vöxtum.
Lánskjaravísitalan sem gildir
fyrir febrúar er 3.198 og hækkar
úr 3.196 í janúar, sem jafngildir
0,8% hækkun á heilu ári. Vísitalan
sem var reiknuð út í október og
gilti fyrir nóvember var hins vegar
.3.205, en lækkanir á launavísitölu,
framfærsluvísitölu og byggingar-
vísitölu, sem vega þriðjung hver í
lánskjaravísitölunni, hafa gert það
að verkum að hún er lægri nú en
í nóvember. Síðustu séx mánuði
hefur lánskjaravísitalan hækkað
um 2,5% miðað við heilt ár og síð-
ustu 12 mánuði um 6,5%.
Samkvæmt útreikningum Hag-
stofu íslands er launavísitala
janúarmánuðar óbreytt frá því í
desember en byggingarvísitalan
lækkar hins vegar um 0,1% frá
fyrra mánuði. Því veldur 13%
lækkun á innréttingum og ef ekki
hefði komið til 0,5% hækkun á
tryggingagjaldi iðnaðarmanna
hefði byggingarvísitalan lækkað
um 0,3%. Byggingarvísitalan hefur
ekkert hækkað síðustu 3 mánuði,
um 1,1% síðustu sex mánuði miðað
við heilt ár og 5,9% síðustu 12
mánuði.
Ragnar Önundarson, fram-
kvæmdastjóri hjá íslandsbanka,
segir að í tengslum við nýja raun-
hæfa kjarasamninga og fram að
þeim sé hugsanlegt að nafnvextir
lækki um 1-1,5% og miðist eftir
það við að verðbólga á árinu verði
nálægt 3%. Það sé raunhæft að
gera ráð fyrir því að vextir verði
þannig langt fram eftir árinu. Til
þessa hafi bankinn miðað við að
verðbólga á árinu yrði 4-4,5% og
endurmat á því verðbólgustigi
væri ekki tryggt fyrr en nýir kjara-
samningar hefðu verið gerðir.
Vextirnir yrðu endurskoðaðir um
mánaðamótin.
Aðspurður hvort ekki sé eðlilegt
að viðskiptamenn banka og spari-
sjóða geti gert kröfur til þess á
hveijum tíma að borga vexti í sam-
ræmi við verðbólgustig þar sem
hægt sé að breyta vöxtum á 10
daga fresti, sagði Ragnar að það
væri út af fyrir sig mjög eðlilegt
að raunvextir væru svipaðir á verð-
tryggðum og óverðtryggðum lán-
um til lengri tíma litið. Bankarnir
og stjórnvöld hefðu lagt áherslu á
að hvert ár eða uppgjörstímabil
kæmi þannig út, en það hefði ekki
verið lögð áhersla á samræmi í
raunvaxtastigi til styttri tíma.
Brynjólfur Helgason, aðstoðar-
bankastjóri i Landsbanka íslands,
segir að vaxtabreyting verði á dag-
skrá næsta bankaráðsfundar
Landsbankans og efnahagslegar
forsendur séu til að þeir lækki.
Dregist hafi að halda fund í banka-
ráðinu vegna sérstakra aðstæðna.
Framtölin
borin í hús
um helgina
Skattframtalseyðublöðum verð-
ur dreift um næstu helgi. Framtal-
ið er eins og í fyrra nema hvað
það er Ijósfjólublátt að lit en var
grænt í fyrra. Er þetta í fyrsta
skipti í allmörg ár sem ekki eru
gerðar breytingar á reitum fram-
talsins.
Að sögn Skúla Eggerts Þórðarson-
ar vararíkisskattstjóra er búið að
prenta skattframtalseyðublöðin og
flest önnur eyðublöð og koma þeim
til skattstjóra landsins. Þessa dagana
er verið að prenta leiðbeiningabækl-
inginn sem fylgir framtalinu. Starfs-
fólk skattstofanna byijar að bera
framtölin í hús um allt land um helg-
ina og er búist við að því verki ljúki
strax eftir helgi.
Að sögn Skúla Eggerts hafa
óverulegar breytingar verið gerðar á
skattalögum sem snerta fólk sem
ekki eru með atvinnurekstur.
Framtalsfrestur rennur út mánu-
daginn 10. febrúar. Þessa dagana
eru launamiðar að berast fólki enda
rennur í dag út frestur launagreið-
enda til að skila launaframtölum.
Kjós
Flugleiðir aflýstu öllu flugi til
Akureyrar, ísafjarðar, Sauðárkróks,
Húsavíkur og Egilsstaða síðdegis en
tekist hafði að fljúga til allra áfanga-
staða nema Vestfjarða fyrri hluta
dagsins. íslandsflug aflýsti flugi til
Vestmannaeyja í gær og vél sem fór
til Siglufjarðar, Gjögurs og Hólma-
víkur var kyrrsett á Sauðárkróki í
gærdag, en til stóð að fljúga henni
til Reykjavíkur í gærkvöldi þegar
veður var farið ganga nokkuð niður
á suðvesturhorni landsins.
Nokkrar rafmagnstruflanir urðu
í gærkvöldi þegar háspennulína frá
Búrfelli að Geithálsi fór út vegna
veðursins. Hvergi varð þó rafmagns-
laust nema í Járnblendiverksmiðj-
unni þar sem straumur fór af í hálfa
mínútu samkvæmt upplýsingum frá
Landsvirkjun.
Samkvæmt upplýsingum vega-
gerðarinnar var ófært í Hvalfirði og
undir Hafnarijalli síðdegis í gær og
fram eftir kvöldi vegna hvassviðris.
Þá fór klæðning af vegi í Kjósinni.
í gærkvöldi rigndi en vegna kóln-
andi veðurs í nótt var búist við mik-
illi hálku á vegum. Djúp lægð yfir
Grænlandshafi olli veðrinu ásamt
kraftmikilli hæð yfir Norðursjó, sam-
kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu
íslands.
Stöðvaður
á 158 km
LÖGREGLAN stöðvaði í gær-
kvöldi bíl sem ekið var vestur
Sæbraut á 158 km hraða.
Lögreglumenn sem mældu
hraða bílsins kölluðu út aðstoð
þar sem þeir óttuðust að öku-
maðurinn, sem var á kraftmikl-
um bíl, hygðist ekki sinna
stöðvunarmerkjum. Hann stöðv-
aði þó bifreiðina af sjálfsdáðum
og var sviptur ökuréttindum á
staðnum.