Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B *f9ttnfyUiMfe STOFNAÐ 1913 18.tbl.80.árg. FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vopnahlésbrot í Georgíu: Arás á hermenn Gamsakhúrdía Poti. Reuter. HERSVEITIR nýju valdhafanna í Georgíu gerðu árás á bæinn Poti við Svartahaf í gærkvöldi og brutu þar með vopnahléssamkomulag sem gert hafði verið við hermenn hliðholla Zvíad Gamsakhúrdía, fyrrverandi forseta lýðveldisins. Fréttaritari Reuters var í bænum og sagði að hersveitir hliðhollar herráðinu, sem fer nú með völd í Georgíu, hefðu gert stórskotaárás og sótt fram í átt að bænum. Hann sagði að hersveitirnar væru í um Júgóslavía: Aætlun um sambands- ríki hafnað Belgrad, Róm. Reuter. STJORNVÖLD í júgóslavnesku lýðveldunum Bosníu-Herzegovínu og Makedóníu hafa hafnað áætlun Serba um nýtt sambandsríki og segja hana marklausa. Ejup Ganic, sem sæti á í forsætis- nefnd Bosníu, sagði að tillögur Serba um nýtt sambandsríki væru „of seint fram komnar og því marklausar". Sagði hann, að efnt hefði verið til fundar í Sarajevo í síðustu viku um samstarf lýðveldanna en þá hefðu Serbar ekki haft fyrir því að mæta. „Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, og Kiro Kligorov, forseti Makedóníu, hafa ekki um annað að semja en efnahagslegt samstarf," sagði Ganic og haft er eftir makedónskum emb- ættismönnum, að ekki verði rætt við Serba um neins konar samstarf fyrr en lýðveldið er orðið sjálfstætt ríki. Þá samþykkti makedónska þingið í gær að kalla heim 42 fulltrúa sína af júgóslavneska þinginu og skoraði jafnframt á makedónska hermenn og embættismenn í þjónustu alríkis- ins að hætta henni nú þegar. 400 metra fjarlægð frá bænum en frekari framrás yrði erfið þar sem önnur af tveimur brúm á veginum til bæjarins hefði verið sprengd í loft upp. Poti er einn af fáum bæjum sem stuðningsmenn Gamsakhúrdía hafa enn á valdi sínu í vesturhluta lýð- veldisins. Átök brutust þar út er Gamsakhúrdía kom þangað í síð- ustu viku og hvatti stuðningsmenn sína til borgarastyrjaldar. Sam- komulag náðist um vopnahlé í fyrradag en Jaba Ioseliani, formað- ur herráðsins, sagði síðdegis í gær að frekari friðarviðræður hefðu runnið út um sandinn í gær. „Stríð er óhjákvæmilegt, það er engin önnur leið," sagði hann. George Bush Bandaríkjaforseti setur ráðstefnu 47 ríkja og sjö alþjóðasamtaka um hvernig standa skuli að aðstoð við fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna. Til hægri sitia James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og Michio Watabe, utanríkisráðherra Japans. Alþjóðleg ráðstefna í Washington um stuðning við fyrrverandi sovétlýðveldi: Bush lofar aukinni aðstoð upp á 645 milljónir dala Washington. Reuter, The Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti svaraði í gær gagnrýni í Evrópu- löndum um að hann hefði ekki gert nóg til að aðstoða fyrrverandi lýðveldi Sovétrikjanna með því að lofa þeim viðhótaraðstoð upp á 645 milljónír dala, tæpa 37 milh'arða ÍSK. Hann tilkynnti ákvörðun sína er hann setti ráðstefnu 47 ríkja og sjö alþjóðastofnana um hvernig standa skuli að aðstoð við sovétlýðveldin fyrrverandi. Nokkur aðildarríki Evrópu- I Bandaríkjastjórn fyrir að hafa bandalagsins hafa gagnrýnt | ekki lagt nógu mikið af mörkum til aðstoðar sovétlýðveldunum fyrrverandi og Bush kom óbeint inn á þennan ágreining í setning- arræðu sinni. „Við komum saman sem bandamenn á sögulegu tíma- bili, á tímamótum i nútímasög- unni," sagði hann og lagði ríka áherslu á að iðnríki heims þyrftu öll að leggja sitt af mörkum til EB selur matvæli í Rússlandi Moskvu. Reuter. Evrópubandalagið (EB) hefur hafið sölu á matvælum í Moskvu og Pétursborg með það að markmiði að auka framboðið og draga úr verðbólgunni í Rússlandi. Bandalagið hyggst selja þús- undir tonna af kjöti, mjólkur- dufti, smjöri og öðrum matvælum fyrir 240 milljónir dala, tæpa 14 milljarða ÍSK. Áætlað er að mat- vælin endist til loka mars og að þau samsvari um þriðjungi neysl- unnar i borgunum tveimur. Ráð- gert er að selja þau við vægu verði samkvæmt samkomulagi við rússnesk stjórnvöld til að draga úr verðbólgunni, sem fór úr böndunum eftir að verðlag var gefíð frjálst í Rússlandi 2. jan- úar. Ágóðinn af sölunni rennur í sérstakan sjóð, sem notaður verður til að aðstoða þá sem eru hjálpar þurfí. Sérfræðingum á vegum bandalagsins hefur verið falið að hafa eftirlit með matvæladreif- ingunni á öllum stigum hennar. Þeir velja verslanirnar, fylgjast með flutningi varningsins og því hvernig sölu hans er háttað. Matvæli hafa hækkað um 300-3000% frá áramótum þótt laun hafi að mestu staðið í stað og margir hafa spáð því að verð- bólgan kunni að leiða til óeirða út um allt lýðveldið. Námamenn í kolanámum Kúzbass í Síberíu hvöttu í gær Borís Jeltsín Rúss- landsforseta til að bæta lífskjörin og verkfallsnefnd námamanna í Vorkúta hótaði verkfalli fyrir Keutcr Moskvubúar kaupa matvæli í verslun á vegum Evrópubandalagsins. helgi. Þá hótuðu hermenn innan- ríkisráðuneytisins í Hvíta-Rúss- landi því að láta fanga lausa ef ekki yrði gengið að kröfu þeirra um þreföld laun. að stuðla að áframhaldandi lýð- ræðisþróun í nýju ríkjunum í austri. Bush fór einnig lofsamlegum orðum um Evrópubandalagið og „höfðinglega" aðstoð þess við sov- étlýðveldin fyrrverandi. Hann minntist á Þjóðverja sérstaklega í þessu sambandi og sagði Japani einnig hafa veitt mikilvæga að- stoð. Forsetinn tilkynnti að Banda- ríkjastjórn hygðist verja um 645 milljónum dala til matvæla- og tækniaðstoðar við nýju ríkin. Þetta er beinn styrkur, en áður hafði stjórnin aðallega boðið ríkjunum lán til kaupa á bandarískum land- búnaðarafurðum sem verða endur- greidd. Með þeim nemur heild- araðstoð Bandaríkjamanna við lýðveldin fímm rnilfyorðum dala, 285 milljörðum ÍSK. Bush þarf að fá samþykki Bandaríkjaþings við nýju aðstoðinni og þingmenn dem- ókrata sögðu í gær að það væri erfitt að sjá hvernig forsetinn ætl- aði að fjármagna hana án þess að auka enn fjárlagahallann. Ráðstefnan stendur í tvo daga og hundruð utanríkisráðherra og annarra háttsettra embættis- manna taka þátt í henni. Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra situr hana fyrir hönd utanríkisráðu- neytisins. Sjá „Þak á ríkisábyrgðir..." á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.