Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 17 þess að taka á peningamálunum. En hvernig er unnt að taka pen- ingamálin traustum tökum og búa í haginn fyrir það frelsi í fjármagnsviðskiptum sem verður staðreynd innan tíðar? í fyrsta lagi þarf að eiga sér stað viðhörfsbreyting gagnvart gildi peningamála í íslenska hag- kerfinu. í öðru lagi þarf að veita Seðlabanka íslands aukið svigrúm til sjálfstæðra athafna, sérstak- lega til þess að hafa áhrif á þróun peningastærða og vaxta. Þetta atriði er mjög mikilvægt, því að í dag er ekki um neinn ábyrgan eða sjálfstæðan aðila að ræða sem brugðist gæti við hættuástandi á peningamarkaði, t.d. vegna stór- fjárfestinga á borð við álver. í framhaldi af þessu þarf í þriðja lagi að fækka markmiðum Seðla- bankans í eitt og helst binda það að verðlagsstöðugleika. í fjórða lagi að markaðsvæða gengis- skráningu og veita viðskiptabönk- um rétt til þess að skrá gengi inn- an ákveðinna marka. I fimmta lagi þarf að tryggja vaxtafrelsi en sífelldar yfirlýsingar stjórnvalda og annarra um vaxtastigið geta haft áhrif á væntingar og aukið áhættu sem eigendur fjármagns telja sig þurfa að bera. Þetta síð- asta atriði er sérlega mikilvægt ef áhugi er á því að auka vægi erlends fjármagns í íslensku at- vinnulífi og jafnframt má segja í framhaldi af því að hagstjórn ætti að miðast af því að vera sem stöð- ugust og valda sem minnstri óvissu. Þetta eru forsendur varanlegs stöðugleika í gengis- og verðlags- málum, en slíkur stoðugleiki er lífsnauðsynlegur ef ísland á að geta staðist aukna alþjóðlega sam- keppni og frjálsræði á sviði fjár- mála. Höfundur er hagfræðingur. Hetjur til sölu eftírRúnar Gunnarsson Ég var svo gæfusamur að alast upp á Melunum í vesturbænum. í bjartri æskuminningu sé ég Mela- völlinn þar sem fyrirmyndir og hetj- ur okkar strákanna birtust okkur. Á unglingsárum vann ég á sumrin á gamla góða vellinum og bar hið viðulega starfsheiti „sópari". Nafn- giftin var tilkomin af því að eftir leiki voru stallarnir sópaðir. Það var hið mesta vandaverk og verkstjór- arnir Siggi gamli (sem var raunar alls ekki svo gamall), Jón rakari og Grétar KR-ingur fylgdust grannt með að rétt væri sópað. Kústinn varð að draga lauflétt á fíngerðri lausamölinni á stöllunum og sópa aðeins rusli en ekki möl, og ekki mátti „ryka upp", eins og það var kallað. Ég sé fyrir mér Melavöllinn. Þar voru aðeins tveir litir, grátt og gult. Völlurinn, hlaupabrautir og stallar báru gráan lit, en mannvirki 511 og blikkið umhverfis var gullitað. Þarna hlupu þeir Clausenbræður, Haukur og Örn, og Huseby kastaði kúlu lengst manna í Evrópu. Og það voru stórar stundir þegar Skagamenn komu í bæinn, Rikki, Donni og Jón Leós og aldrei hafa mér fundist KR-ingar jafn röndóttir og þeir Nunni, Ellert og Þórólfur Beck voru í gamla daga. Þegar harðsnúnir varnarleik- menn KR spyrntu knettinum af al- efli út af svo söng í gulu bárujárns- blikkinu, var gaman að lifa. Þá var ekkert sem truflaði eða dró athygl- ina frá leiknum. Það voru engar auglýsingar á gulu bárujárninu og leikmenn voru ekki lifandi auglýs- ingaspjöld eins og nú tíðkast. Þeir sem komu á Melavöllinn komu þangað til að sjá íþróttir en ekki eitthvað allt annað. En nú er Melavöllurinn horfinn og glötuð sú tæra mynd íþróttanna sem þar birtist. Mér er sagt að það sé svo dýrt að stunda íþróttir (sem nú heitir víst að reka íþróttáfélög), að það verði ekki gert nema með sölu auglýsinga, sem síðan er vita- skuld komið fyrir þar sem þær sjást sem best, þannig að áhorfandinn, sem borgar sig inn á leikvanginn til að horfa á kappleik, verði fyrir eins miklum óviðkomandi sjóntrufl- unum og við verður komið. Auglýsingum er smurt yfir allt sjónsviðið hvert sem litið er, leik- menn eru eins og lifandi auglýsing- aspjöld, líkari trúðum en íþrótta- mönnum. Allt er þetta hin versta sjónmengun. Og bágt á ég með að trúa, að Nunni hefði verið betri í búningi frá Þýsk-íslenska, Rikki skorað fleiri mörk í Hafskipsbúningi eða Huseby kastað kúlu lengra rækilega merktur Sambandinu. Hvernig stendur á því að íþrótta- menn hafa hlotið þau örlög, að verða farvegur sápu- og smurolíu- auglýsinga á sama tíma og engum dettur í hug að setja auglýsingar á veggi Þjóðleikhússins eða á kjólföt hljóðfæraleikaranna í Sinfóníu- hljómsveit íslands? Einn af forystu- mönnum ÍSÍ orðaði það svo, að íþróttahreyfingin kæmist ekki upp með að eyða peningum að eigin geðþótta, fara langt fram yfir fjár- hagsáætlanir ár hvert og senda svo rikinu reikninginn, eins og Þjóðleik- húsið og Sinfónían gera; íþrótta- hreyfingin reyni því að fjármagna sig sjálf með öllum tiltækum ráðum með afleiðingum sem ekki eru öllum að skapi. Félögin selja fyrirtækjum auglýs- ingaspjöld á þeim forsendum að spjöldin sjáist í Sjónvarpi. Evrópu- samband sjónvarpsstöðva hefur sett reglur sem takmarka gerð, stærð og staðsetningu slíkra auglýsinga. Þar má nefna að þær mega ekki vera í sjónlínu milli myndavélar og íþróttaviðbúrðar, ogekki inni á leik- vanginum sjálfum. Á spjöldum með- fram hliðarlínum má aðeins hafa vörumerki en ekki slagorð og annan áróður. Allir geta séð hversu vel hefur tekist til að þessu leyti þegar sjón- varpað er frá ensku knattspyrn- unni. Snyrtileg spjöld meðfram hlið- arlínum, öll af sömu stærð, og mynda eðlilega umgjörð á vellinum. Vilji menn hins vegar sjá andstæð- una er tilvalið að skoða Laugardals- höllina þar sem subbuskapurinn og lágkúran tröllríða húsum. Væri ég auglýsandi sem vildi láta íþróttafé- lög njóta góðs af auglýsingum mundi ég hugsa mig vel um áður en ég færi í bland við draslið í Höjlinni. í byrjun desember hélt forseti ÍSÍ fund með forsvarsmönnum sérsam- banda nokkurra vinsælla sjónvarps- íþrótta. Þar var lagt til að betra skikki yrði komið á þessi mál, leik- völlurinn sjálfur yrði hreinn og án auglýsinga fyrst um sinn, en þó án skuldbindinga um hvernig þessu verði hagað í framtíðinni. Því verð- ur beint til íþróttafélaganna að haga auglýsingum í íþróttahúsum Rúnar Gunnarsson „Hvernig stendur á því að íþróttamenn hafa hlotið þau örlög, að verða farvegur sápu- og smurolíuauglýsinga á sama tíma og engum dettur í hug að setja auglýsingar á veggi Þjóðleikhússins eða á kjólf öt hljóðfæraleikar- anna í Sinfóníuhljóm- sveit íslands?" þannig aðsómi sé að. Það er því ljóst að íþróttasamband íslands hefur ekki algerlega misst sjónar af sínu gamla kjörorði: Góð íþrótt gulli betri. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastfóri Sjónvarpsins ogáhugamaður um íþróttir. IVIETBÓK dók sem ber nafn meö rentu Raunvextir Metbókar eru nú 7%. Árið 1991 voru raunvextir Metbókar 5,96% fyrri hiuta árs og 8,12% seinni hlutann reiknað á ársgrundvelli. Meðalraunvextir voru 7,03%. Einfaldur binditími. Hver innborgun á Metbók er aöeins bundin í 18 mánuði. Eftir þaö er hún alltaf laus til útborgunar. Að þessu leyti er Metbók frábrugðin öllum öðrum bundnum innlánsreikningum. Vextirnir alltaf lausir. Vextir Metbókar eru lagðir við höfuðstói tvisvar á ári og eru alltaf lausir til útborgunar. Skiptikjór tryggja bestu ávöxtun. í lok hvers vaxtatímabils er gerður samanburður á nafnvöxtum bókarinnar og verðtryggðum kjörum að viðbættum tilteknum vöxtum. Ávöxtun ræðst af því hvor kjörin eru hagstæðari hverju sinni. Spariáskrift. Tilvalið er að safna reglubundið inn á Metbók með aðstoð Sparnaðarþjónustu Búnaðarbankans. Þá er umsamin fjárhæð millifærð reglulega af öðrum bankareikningi, t.d. Gullreikningi. Veohæf bók. Metbókin er veðhæf en hana er einnig hægt að fá sem bókarlausan sparireikning. 1- BUNAÐARBANKINN - Traustur banki iiitttiiUii tUUUUt lUUiiiw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.