Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 lH*f$ts«M*frife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Einkavæðing í Reykjavík Islendingum hefur miðað hæg- ar en mörgum öðrum vest- rænum þjóðum í þróun atvinnulífs og þjóðarbúskapar frá höftum og miðstýringu, sem settu svip sinn á ár heimsstyrjaldarinnar síðari, 1939-1945. Stór skref voru að vísu stigin til aukins frjálsræðis í atvinnulífinu á viðreisnarárunum, 1959-1971. Hins vegar hefur miðað hægar í þessari þróun en við mátti búast á 8. og 9. áratugn- um, enda sátu hér að völdum meira en helft þessa tímabils ríkis- stjórnir sem höfðu Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokk samtímis innan sinna vébanda. Staða einkaframtaks í atvinnu- lífinu hefur samt sem áður breytzt mjög mikið til hins betra frá því sem var fyrstu eftirstríðsárin. Sem dæmi má nefna að fyrir fjórum til fimm áratugum voru bæjarút- gerðir mikils ráðandi í íslenzkum sjávarútvegi. Engin slík er starf- rækt í dag, þótt að vísu hafi brydd- að á tilhneigingu til þátttðku bæj- arfélaga í útgerðarstarfsemi á nýjan leik. Á sama hátt er eðlilegt að ýmis konar atvinnustarfsemi, sem ríkið og sveitarfélögin hafa annast færist í hendur einstakl- inga og/eða samtaka þeirra, m.a. opinna hlutafélaga, sem sækja eig- infé sitt á almennan hlutabréfa- markað. Þróun í þessa átt er í samræmi við þau markaðssjónarmið sem setja æ ríkari svip á þau ríki heims sem bezt hafa búið að þegnum sínum, ekki aðeins í efnahagslegu og stjórnarfarslegu tilliti, heldur jafnframt í félags- og menningar- málum. Samkeppnisríkin hafa um áratuga skeið skilað mun meiri verðmætum á hvern vinnandi þegn en hagkerfi sósíalismans. Þau hafa þann veg tryggt, betur en ella, kostnaðarlega undirstöðu velferð- arþátta samfélagsins. Reyndar vex þeirri skoðun hvar- vetna fylgi að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eigi ekki að standa í atvinnu- eða áhætturekstri, með skattgreiðendur sem ábyrgðarað- ila, á framleiðslu- eða þjónustu- sviðum sem einstaklingar (eða fyr- irtæki þeirra) hafa bolmagn og vilja til að sinna. Ríki og sveitarfé- lög hafa ærin verkefni á sinni könnu þótt þau gangi með grund- uðum og skipulögðum hætti út úr áhætturekstri sem betur er kom- inn hjá einkageiranum; hafa reyndar meiri burði til að sinna meginverkefnum sínum eftir en áður. Það er því ástæða til fagna þeim orðum Markúsar Arnar Antons- sonar, borgarstjóra, að Reykjavík- urborg hafí frá síðstliðnu hausti unnið að undirbúningi mjög um- fangsmikillar einkavæðingar í starfsemi sinni. Annar vegar er um að ræða útboð á ýmis konar þjónustu, eins og sorphirðu, rekstri almennings- vagna (strætisvagna), kaup á sumarblómum og trjám o.m.fl. Ætlunin er að hefja tilraunir með slík útboð þegar á þessu ári og marka síðan stefnuna í ljósi þess lærdóms, sem reynslan gefur. Út- boð framkvæmda hjá Reykjavík- urborg hafa gefið góða raun; hafa tryggt skattgreiðendum meiri framkvæmdir fyrir sama eða minna fjármagn. Það er meira en tímabært að feta sömu slóð með þá þjónustuþætti, sem henta til útboða. Hins vegar verður kannað hvort og hvern veg megi breyta fyrir- tækjum/stofnunum borgarinnar, sem annast ýmis konar rekstur, í hlutafélög. Borgarstjóri nefndi sem dæmi Pípugerð Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Strætisvagna Reykjavíkur. Orð- rétt sagði borgarstjóri: „Umræður hafa verið um það frá sl. hausti innan meirihluta borgarstjórnar að til greina komi að huga að breytingum á rekstrar- formi orkufyrirtækja. Menn eru þá fyrst og fremst með það í huga að Rafmagnsveita Reykjavíkur verði gerð að hlutafélagi, annað hvort algjörlega í eigu borgarinn- ar, eða með það að markmiði að selja hluta á almennum markaði." Borgarstjóri vitnaði til stefnu- skrár landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, en þar er tekið fram að breyta beri rekstri orkuveitufyrir- tækja og sameina rafmagnsveitur og hitaveitur í eitt fyrirtæki. „Það er ein hlið sem við hljótum að kanna hér í Reykjavík með Raf- magnsveituna annars vegar og Hitaveituna hins vegar, ekki sízt þar sem stefnt er að því að Hita- veitan fari að framleiða rafmagn á Nesjavöllum í framtíðinni", sagði Markús Örn Antonsson. Ástæða er til að fagna þessum stefnumarkandi orðum borgar- stjórans. Það fer vel á því að Reykjavík gangi á undan öðrum sveitarfélögum í umtalsverðri einkavæðingu. Hið eina sem vekur undrun er að meirihluti Sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn Reykjavík- ur skuli ekki hafa tekið til höndum á þessu sviði fyrr. Umræður um einkavæðingu og framkvæmd hennar hafa staðið yfir í a.m.k. áratug í nágrannalöndum okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft meirihlutaaðstöðu í Reykjavík sl. átta ár eftir fjögurra ára vinstri stjórn þar áður. Á þessu tímabili var Bæjarútgerð Reykjavíkur einkavædd og það var mikið framfaraskref. En gjarnan hefði mátt halda áfram á braut einka- væðingar hjá borginni þá þegar. Stjórnmálamenn spurðir um ákvörðun hluthafafundar Fríðrik Sophusson: Kannað hvort skjóta eigi úrskurði rík- isskatta- nefndar til dómstóla Fjármálaráðherra ætlar að kanna hvort ástæða sé til að skjóta þeim úrskurði ríkisskattanefndar til dómstóla, að ekki sé hægt að skattleggja sem arðgreiðslur út- gáfu Sameinaðra verktaka á jöfnunarhlutabréfum umfram þau mörk sem ríkisskattstjóri hafði áður úrskurðað að væru skatt- frjáls. Friðrik Sophus- son fjármálaráð- herra sagði við Morgunblaðið, að þegar Sameinuðum verktökum hafi á sínum tíma verið heimiluð útgáfa jöfnunarhlutabréfa hafi verið ákveðið að miða mætti við endurmat á eignum í árslok 1978 og verðbreytingar síðan. Það hafi síðan gerst fyrir nokkru, að útgáfa Sameinaðra verktaka á jöfnunar- hlutabréfum fór umfram þau mörk, sem embætti ríkisskattstjóra taldi að gætu verið skattlaus, og þessi umframhlutabréf hafi því verið skattlögð eins og um arð væri að ræða. Einn hluthafi fór með þessa álagn- ingu fyrir ríkisskattanefnd sem próf- mál og niðurstaða nefndarinnar var að fallast á kröfu hluthafans og þar með hafna úrskurði ríkisskattstjóra. Friðrik sagði, að í framhaldi af þessu hafi Sameinaðir verktakar í apríl 1989 gefið út jöfnunarhlutabréf og fært hlutafé sitt þannig upp en ákveðið jafnframt að greiða hluthöf- um út nokkurn hluta þess. Slíkt væri í sjálfu sér ekki umdeilt heldur það hvað skattfrelsi jöfnunarhluta- bréfa næði langt. „Menn mega ekki gleyma því að íslenskir aðalverktakar hafa þegar greitt skatt af þessum ágóða sem þarna er um að ræða. Og í raun er aðeins verið að færa ákveðna eign úr einum stað í annan. Það er hins vegar álitamál hvort það sé eðlilegt, og ég hef beðið ráðuneytið og önnur skattyfirvöld að skoða þetta mál og undirbúa ráðstafanir ef þörf er. Þar kemur til greina að Ieita álits dóm- stóla á niðurstöðu ríkiskattanefnd- ar," sagði Friðrik Sophusson. Sameinaðir verktakar eiga hlut í íslenskum aðalverktökum sem hafa haft einkarétt á framkvæmdum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli í áratugi. Þegar fjármálaráðherra var spurður hvort hann teldi að í því ljósi ættu sérstakar reglur að gilda um þetta fyrirtæki varðandi ráðstöfun ágóða, svaraði hann að afar erfitt væri að setja sérreglur um þetta fyrirtæki og starfsemi þess eftirá. „Hitt er svo annað mál, að þegar horft er fram í tímann þá er það augljóst að besta aðferðin er að gera Sameinaða verktaka að almennings- hlutafélagi og að íslenskir aðalverk- takar starfi eins og hvert annað verk- takafyrirtæki. Starfsemi þess verði ekki bundin við Keflavíkurflugvöll og önnur fyrirtæki fái á sama hátt að starfa þar," sagði Friðrik. Kristín Einarsdóttir: Otrúlegt að þetta skuli vera heimilt KRISTÍN Einarsdóttir þingmaður Kvennalistans segir óeðlilegt að hægt sé að komast upp með að hækka hlutafé fyrirtækja, færa það síðan niður aftur og greiða út til hluthafa til þess að losna við skatta af ágóða. Og hún segir einnig óðelilegt að Sameinaðir verktakar hafi ákveðið að gera slíka hluti. „Það er nauðsyn- legt er að setja reglur um þessar arðgreiðslur. Og það er hreint ótrú- legt að fyrirtækinu skuli vera heimilt samkvæmt lögum að gera þessa hluti án þess að greiða eðlilega skatta til ríkissjóðs," sagði Kristín Einarsdótt- ir. Hún sagði að sér fyndist einnig merkilegt, að ríkisstjórninni virtist þykja auðvelt að setja lög á öryrkja og gamalt fólk á sama tíma og það virtist vera flókið að setja reglur um skatta á fjármagnstekjur og það sem þarna ætti sér stað. Jón Baldvin Hannibalsson: Akvörðunin lögleg en siðlaus Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segir löglega en sið- lausa þá ákvörðun hlutahafafund- ar Sameinaðra verktaka að hækka hlutafé félagsins um 900 milljónir króna og færa það svo aftur niður og gpreiða til hluthafa til að kom- ast hjá skatti. Hann segir þetta staðfesta nauðsyn þess að ríkis- stjórnin hraði sem mest undirbún- ingi frumvarps um skattlagningu fjármagnstekna. Sameinaðir verk takar eiga hlut í íslenskum aðal- verktökum sem hafa haft einkarétt á framkvæmdum fyrir Varnarliðið. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra var spurður hvort hann teldi eðlilegt að eigendur fyrirtækisins ráðstöfuðu með þessum hætti ágóða sem þannig hefði myndast, svaraði hann það rétt, að gróði fyrirtækisins hefði myndast í skjóli einokunar sem ríkisvaldið veitti. „Það er einmitt út frá þeirri megin- staðreynd, að ég beitti mér á sínum tíma fyrir því að ríkið næði meiri- hlutaeign í Aðalverktökum með það í huga að þróa það síðan yfir í al- menningshlutafélag. Hluthafar í Sameinuðum verktökum hafa leikið þennan leik áður, og ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni, að hafi hin fleygu orð Vilmundar [Gylfasonar], „löglegt en siðlaust", nokkurn tíma átt við, þá sé það nú. Þetta varðar hins vegar skattalög og þau heyra undir fjármálaráðherra þótt þessi félagsskapur sé að minni- hluta meðeigandi ríkisins í Aðalverk- tökum þá ber utanríkisráðherra enga ábyrgð á þessum akvörðunum þeirra né hefur hann aðstöðu til að fá þeim breytt. En þetta staðfestir enn nauð- syn þess, að ríkisstjórnin hraði sem VIS boðar breytt iðgjöld bifreiðatrygginga; Iðgjöld reyndra öku- manna lækka um 19% í BRÉFI sem viðskiptavinir Vátryggingafélags íslands hf., VÍS, fá í hendurnar í dag og næstu daga verður kynnt ný iðjaldaskrá af bif- reiðatryggingum. Iðgjöldin verða breytileg eftir aldri og tjóna- reynslu. Að sögn Axels Gíslasonar, forstjóra VÍS, taka þessar nýjung- ar gildi á næstu dögum að fenginni endanlegri staðfestingu Trygg- ingaeftirlitsins. Axel sagði að lækkun iðgjalda gæti orðið mest um 19% hjá ökumönnum eldri 30 ára, og hækkun iðgjalda 17-24 ára mest orðið um 20%, en ekki verður innheimt af þ'essum aldurshópi sjálfsábyrgð þó hann Iendi í tjóni. VÍS mun ekki innheimta aukaið- gjald af tryggingataka 30 ára og eldri þótt ökumaður yngri en 25 ára aki bílnum. Valdi hann hins vegar bótaskyldu tjóni mun félagið inn- heimta 22.800 kr. sjálfsábyrgð. Iðgjöld ökumanna 25:29 ára hækka ekki að meðaltali. Ökumenn í þessum aldurshóp með háan bónus fá lækkun iðgjalda en þeir með lág- an bónus fá hækkun. Ekki verður um mismun á gjaldskrá að ræða eftir eknum kílómetrum. Félagið mun veita 15% afslátt af öllum þáttum svonefndrar F-plús fjölskyldutryggingar. Þá verður í boði 15% afsláttur af öðrum ein- staklingstryggingum og líftrygg- ingum fyrir tryggingartaka VIS sem eru með F-plús trygginguna. Að auki mun félagið bjóða þeim er hafa F-plús tryggingu 10% viðbót- arafslátt af tryggingunni fyrir einn bíl og 15% fyrir tvo bíla tryggða hjá félaginu. I bréfinu segir að al- gengur heildarafsláttur tengdur F- plús tryggingunni verði frá 6-12 þúsund kr. á ári. VÍS kynnir einnig nýjungar í húftryggingum. Nýjum bótasviðum hefur verið bætt inn í svonefnda Al-kaskó tryggingu og býðst hún á óbreyttum iðgjöldum. Bónusflokk- um hefur verið fjölgað úr tveimum, 20 og 40%, í fjóra, 10%, 20%, 30% og 40%, sem, að sögn Axels, gerir það að verkum að góðir ökumenn falla nú minna í bónus valdi þeir tjóni. Einnig eru kynntar tvær nýjar húftryggingar, Umferðarkaskó og Vegakaskó. Umferðarkaskó er sögð nýjung sem henti vel í þéttbýli og bætir hún tjón sem verða við árekstra og áakstra. Bónus er sá sami og í ábyrgðartryggingu bif- reiða og getur hæstur orðið 70% og eigináhætta er 48.800 kr. Ið- gjald slíkrar tryggingar með fullum bónusi fyrir lítinn bíl er 8.900 kr. á ári, 11.532 fyrir meðalbíl og 12.493

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.