Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 STJORNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) ft*£ Hafðu hóf á peningaeyðslu þinni. Áætlun sem þú hefur gert varðandi menntun þína er þess virði að fylgja henni eftir. Naut (20. april - 20. maí) (fíft Settu ákveðið mál í bið og hugsaðu það betur. Endurskoð- aðu aðferðir þínar ti! að tryggja fjárhagsöryggi þitt. Tvíburar (21. maf - 20. júní) íöfc Reyndu að vinna á móti þeirri tilhneiginu þinni að ýta hlutun- um á undan þér. Láttu vini þína ekki tefja framgang þeirra mála sem þú þarft að koma frá. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >«i£ Þú skalt ekki blanda saman leik og starfi núna, en farðu að finna samstarfsmenn þína utan vinnutíma og eigðu með þeim glaða stund. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <e€ Horfstu í augu við sannleikann. Þig langar meira til að fara út að skemmta þér en taka á móti gestum heima fyrir. Njóttu þess að takast á við skapandi verkefni. Meyja (23. ágúst - 22. september)^&£ Losaðu þig við áhyggjur út af peningum og rannsakaðu vandlega viðskiptatilboð sem þér berst. Þú leggur á ráðin um endurbætur heima fyrir. ™% ~z (23. sept. - 22. október) 15% Þú virðist vera sammála maka þfnum í einu og óllu í dag og þið hvetjið hvort annað til dáða. Farið varlega í peningamálun- um, en njótið samverunnar. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) <"$£ Þér hættir til að fara illa með tíma þinn í dag, en ef til vill nærðu þó takmarki þínu. Nú er tilvalið að prófa nýjar hug- myndir. Fjárhagsmálin taka hagstæða stefnu. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ^O Þú kannt að fyllast sjálfsvork- unn út af eintómum leiðindum. Þig iangar til að kanna nýjar slóðir. Finndu þér ný áhugamál og farðu á áður óþekkta staði. Láttu eitthvað gerast. Steingeit (22. des. - 19. janúar) flf$ Ef þú ætlar að koma öllu því í verk sem þú ráðgerðir verður þú að forðast tafir og truflan- ir. Þú verður að njóta næðis til að rétta andrúmsloftið skap- ist í kringum þig. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) £& Eftir óvenjuerfiðan dag í vinn- unni, þar sem verulega hitnar undir þér, fagnarðu óþvingaðri og örvandi samveru með vinum þínum og vandamönnum í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) *mn M sérð ekki aðeins hlutina í stóru samhengi í dag, heldur leggurðu á ráðin um framtið þína. Láttu nú hendur standa fram úr ermum og berðu þig eftir því sem hugur þinn stend- ur til. Stjörnusþána á að lesa sem dcegradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. liiUi))lllllllllllilll)il[IIIJIIill))l)ilUIIJll.iJlumHJUilllUlllllllllWWTWWW11ili)ilJl.l.U)ll.iiiUUilllHHI)lllli.lill)ilill)L)ll DYRAGLENS n ££. EkJV OOTT FVR{R.þK5" I l SwvtcM, tnc -í^á? lllllllllinilllllllllllllHIIIIIIIIIJIIMIIllllllllllllllMIIHIIIIIIII'IIIIMmiHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIIinillllllllllll'IUIIIIIIII GRETTIR lillllllllllllllllllllllilllllllMlllMIIITWIW1T1W<WIWIIIIIlllll»llll1lllllll)IUIIII)IIIIIMMniMiniHIHIini*IHIlHUIIIIIWWtfWW^- TOMMI OG JEIMNI WeLPfiR AÐFtæÞie. iís^ itTiwifwnjjiijjiiiiiiiiiiuiiiiii'iiiJiiJiiwiiiiiiiiiiiiiimTmTfWTfiwrfwmfwiwiii^ LJOSKA J/flSÐ/U>0/Ð3AOM? iiiiiuiiiiiHniiuim iii nti iui jiiJiuiiuiiminiiiimiiH'inmiMuuiniiniiuiiiiiiiHiwwiiii iiiuunmiiimi FERDINAND © PIB Copenhagen M. m wnií HwiiiiiiwtiiiiiiimininiiiiiiiiiiiiiMiiii ' SMAFOLK MYTEACHERDOESNTÖELIEVE THAT Y0U UJR0TE THE REPORT AB0UT THE PLU EPIPEMIC IM.UJ0RLDUJARI 5HE SAIP I SHOULPN'T MAKEUPUE5...5HE5AIP YOU COULPNEVERHAVEBEEN AUJ0RLPUIARIFLYIN6ACE... Kennarinn minn trúir því ekki, að þú hafir skrifað ritgerðina um inflú- ensufaraldurinn í fyrri heimsstyrj- öldinni. Ég var þar! Hún sagði, að ég ætti ekki að búa Komdu með hana hingað, og sýndu til skröksögur, hún sagði, að þú henni skotgðtin! hefðir aldrei getað verið flugkappi í fyrri heimsstyrjöldinni... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Svæðamóti Norðurlands eystra lauk nýlega með sigri sveitar Jak- obs Kristinssonar. Níu sveitir tóku þátt í mótinu, en fjórar efstu áunnu sér rétt til að keppa á íslandsmót- inu. í síðasta leik áttust við tvær efstu sveitirnar, Jakob og Arnar Einarsson, sem þá leiddi mótið með 2 stigum. Spilið í dag er úr þeirri viðureign: Suður gefur; NS á hættu. Norður ? Á32 Vestur 14,9^„ ? 1086 +AK942 V5 llllll ? D10762 llilM +10865 Suður ? KDG975 VK932 ? 3 *G3 í lokaða salnum létu NS sér nægja að spila 4 spaða, sem unn- ust með yfirslag. Hinum megin sögðu Jakob og Anton Haraldsson slemmuna gegn Sveinbirni Jóns- syni og Árna Bjarnasyni: Norður Austur Suður A.H. Á.B. J.K. — — 1 spaði 2 lauf 2 hjörtu 2 spaðar 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar 6 spaðar Allir pass Austur ? 4 V ÁDG10874 ? KG5 + D7 Vestur SJ. Pass Pass Pass ' geimkrafa. Sveinbjörn kom út með einspilið í hjarta, sem Árni drap á ás og sendi drottninguna til baka. Jakob lét lítið hjarta heima og yfirtromp- aði spaðasexu Sveinbjarnar með ás. Tók þvínæst tvisvar tromp og prófaði laufið: spilaði Ák og tromp- aði það þriðja. Lagði svo upp, „enda óþarfi að fletta spilunum í sannaðri stöðu". Vestur verður að halda í hæsta lauf, austur í hæsta hjarta, svo hvorugur getur valdað tígulinn: tvöföld kastþröng. En hvernig fór svo leikurinn? Sveit Jakobs vann 16-14 og náði þar með Arnari að stigum. I slíkum stöðum ræður innbyrðis leikur, svo Jakob telst í fyrsta sæti. Það er alltaf gaman að vinna spil með kastþröng og ekki skygg- ir það á gleðina þegar spilið ræður úrslitum í tvísýnni baráttu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á hinu árlega Hoogoven-móti i Wijk aan Zee í Hollandi, sem nú stendur yfir, hefur hinn 19 ára gamli Loek Van Wely (2.560) komið geysilega óvart. Þessi staða kom upp í skák hans við rússneska stórmeistarann Vladimir Epishin (2.620). Van Wely hefur svart og á leik: 32. - Rxg3!, 33. Bxg3 - Dh3, 34. Bxc7 (Hvíta kóngsstaðan er hrun- in, Rússinn getur aðeins reynt að tefla upp á frípeð sin á c6 og d5. Þau eru þó ekki komin nægilega langt og svarta sóknin ræður úrslit- um:) 34. - Dhl+, 35 Kf2 - Bh5+, 36. Bf4 - Dxh4+, 37. Kgl - Hxf4, 38. Hg2 - Df6, 39. Rd2 - Dd4!, 40. Dxd4 - Bxd4+, 41. Kh2 - Bxc3 (Svartur er orðinn manni yfir og hvttu frípeðin veita ekki fullnægjandi mótvægi) 42. d6 - Be5!, 43. d7 - e3, 44. Kh3 (Eða 44. d8=D+ - Hf8+) 44. - Bc7 og Epishin gafst upp. Staðan eftir átta umferðir: 1.-3. Gelfand, Salov og Van Wely 5 v. 4.-7. Epishin, Korc- hnoi, Hiibner og Seirawan 4'Zz v. 8.-11. Piket, Sax, Nikolic og Van der Wiel 4. v. 12.-13. Brennink- meijer, Hollandi, og Romero Hol- mes, Spáni, 2'Zz v. Lestína rekur sigurvegari á tveimur síðustu Ho- ogovens-mótum, Englendingurinn John Nunn, sem hefur aðeins 2 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.